Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 48
36 viðhorf Helgin 15.-17. október 2010 Í byrjun október rann út umsóknar­frestur um starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2011. Á síðasta ári var samþykkt langþráð end­ urskoðun á lögum um listamannalaun sem höfðu verið lítið breytt frá árinu 1991. Samkvæmt þeim var áður úthlut­ að úr fjórum sjóðum: Launasjóði rithöf­ unda, Launasjóði myndlistarmanna, Tónskáldasjóði og Listasjóði. Lagabreytingarnar í fyrra fólu m.a. í sér „uppskiptingu“ listasjóðs í launa­ sjóð hönnuða, launasjóð tónlistarflytj­ enda og launasjóð sviðslistafólks. Mán­ aðarlaunum mun fjölga um 25% fram til ársins 2012 en þau nema á næsta ári samtals 1.340 mánaðarlaunum. Skipt­ ingin á milli launasjóðanna fyrir næstu úthlutun árið 2011 er á þessa leið: Hönnuðir (þ.m.t. arkitektar) 3% Myndlistarmenn 27% Rithöfundar 38% Sviðslistafólk 12% Tónlistarflytjendur 11% Tónskáld 9% Maður spyr sig að sjálfsögðu sem hönnuður hver skýringin geti verið á því að endurskoðun þessara laga á síðasta ári hafi ekki skilað launasjóði hönnuða stærri sneið af kökunni en raun ber vitni. Hlutur hönnuða er ekki í nokkru samræmi við úthlutun til annarra listgreina í landinu. Stjórn­ völd missa hér af einstöku tækifæri til að fjárfesta í listgrein sem í eðli sínu gengur út á ímynd og nýsköpun og hef­ ur það takmark að skapa hvort tveggja afleidd störf og útflutningsverðmæti. Hver er ástæðan fyrir þessum rýra hlut hönnuða? Er hönnun hérlendis ekki viðurkennd sem listsköpun til jafns við aðrar listgreinar? Eru hönn­ uðir almennt með of háar tekjur á Ís­ landi til að eiga rétt á opinberum stuðn­ ingi? Þarf greinin að sanna sig? Það er mjög áhugavert að skoða til samanburðar hvernig þessi stuðning­ ur við listgreinarnar fer fram hjá ná­ grönnum okkar Dönum. Í Danmörku er starfsemi hönnuða flokkuð undir listir (kunst) og þar er opinber stuðningur við allar listgreinar undir hatti svonefnds Ríkislistasjóðs, „Statens Kunstfond“ (kunst.dk ). Út­ hlutað er úr sjö sjóðum til eftirfarandi listgreina: arkitektúrs, myndlista, kvikmyndagerðar, bókmennta, list­ handverks­ og hönnunar, tónlistar og sviðslista. Ekki er úthlutað mánaðar­ legum greiðslum heldur er um ein­ greiðslu að ræða sem listamaðurinn sjálfur heldur utan um og skammtar sér laun af. Mikils jafnræðis er gætt við úthlutunina sem er gróflega miðuð við fjölda starfandi listamanna á hverju sviði. Úthlutunarferlið hjá „Statens Kunstfond“ mætti stjórn listamann­ launa taka sér til fyrirmyndar og í raun furða að úthlutunarreglurnar skuli ekki hafa verið endurskrifaðar fyrir hvern sjóð þegar lögunum var breytt í fyrra. Það er að sjálfsögðu ekki krafa að aðrar listgreinar eigi að gefa eftir af sínum sneiðum til hönnuða. Starfs­ launum listamanna þarf einfaldlega að fjölga strax og hönnuðir eiga fyrst og fremst að njóta góðs af því. Starfslaunin eru fjárfesting í skap­ andi greinum og skilar stöðugt af­ leiddum störfum. Þau skila sér beint í fjölbreyttri menningarstarfsemi, t.d. tónlistarútgáfu og ­flutningi, uppsetn­ ingu leiksýninga, bókaútgáfu, fram­ leiðslu kvikmynda og vöruþróun að ýmsu tagi.  Stjórnvöldum ber að útskýra fyrir almenningi í landinu gildi listamanna­ launa fyrir menningarlega ímynd þjóð­ arinnar og verðmætasköpun í atvinnu­ lífinu. Listamannalaun til hönnuða styðja frumkvöðlastarfsemi og gefa hönnuðum tækifæri til að sinna rann­ sóknum og þróun, þau gera sérmennt­ uðum einstaklingum kleift að leggja sitt af mörkum við að þróa útflutnings­ verðmæti og menningarlega sérstöðu í landinu. Framþróun samfélagsins og hins manngerða umhverfis á Íslandi er í húfi. Hrafnkell Birgisson vöruhönnuður og fyrrverandi formaður Samtaka hönnuða og þiggur í ár hæstu úthlutun úr launasjóði hönnuða, fjögurra mánaða starfslaun. Starfslaunum listamanna þarf einfaldlega að fjölga strax og hönnuðir eiga fyrst og fremst að njóta góðs af því. Vannýtt tækifæri til framþróunar Af hönnuðum og listamannalaunum Fært til bókar Borgartúni 29 | S. 585 6500 | www.audur.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 01 20 3 Leið I (20-40) (40-50) (50-60) (60+) (60+) (Lífeyris- þegar) Leið II Leið III Leið IV Leið V Leið VI Óháð staða, áhættumeðvitund og gagnsæi hafa skilað viðskiptavinum Auðar góðum árangri. Vertu með, saman getum við byggt upp heilbrigða fjármálaþjónustu með áherslu á ábyrga arðsemi. Komdu í hóp þeirra sem treysta Auði fyrir sparnaði sínum. 18,5% 17,2% 16% 14,3% 14% 8,6% • Séreignarsparnaður • Sparnaður • Eignastýring Ávöxtun viðbótarlífeyris eftir 6 mismunandi ávöxtunarleiðum Stýring sparnaðar á bilinu 1–15 milljónir Eignastýring fyrir stærri eignasöfn Myndin sýnir nafnávöxtun séreignarsparnaðar sl. 12 mánuði m.v. 30. september 2010. Athugið að ávöxtun í fortíð gefur hvorki vísbendingu um né tryggingu fyrir ávöxtun í framtíð. Góður árangur í ávöxtun séreignarsparnaðar Við erum með áætlun fyrir helgina Auður er með áætlun fyrir framtíðina Morgunverðarfundur með met- söluhöfundi Morgunverðarfundur með metsöluhöfundinum Scott Belsky verður í Salnum 22. október næstkomandi og hefst kl. 8.30. Belsky, sem er sérfræð- ingur á sviði framkvæmda og framleiðni, skrifaði bókina Frá hugmynd til veruleika (e. Making ideas happen) sem kom út í Bandaríkjunum í sumar og varð metsölu- bók. Bókin kemur út á íslensku 19. októ- ber. Að sögn Belskys er hæfileikinn til að fylgja skapandi verkefnum eftir til enda engum meðfæddur. Að koma hugmynd- um í framkvæmd er kunnátta sem verður að þróa með skipulagi og með stuðningi samstarfsmanna og samfélags hvers og eins. Minna má á orð Edisons sem sagði að snilligáfa væri eitt prósent innblást- ur og 99 prósent vinnusemi. Á morgun- verðarfundinum tekur hann saman helstu sameiginleg grundvallaratriði og aðferðir og kynnir til sögunnar kerfisbundna nálg- un að skapandi skipulagi og framleiðni. Ellefu ár að klára halann Nálægt 850 málum lágu ókláruð hjá Ráðgjafa- stofu heimilanna þegar embætti Umboðs- manns skuldara tók að sér úrlausn þeirra mála. Fram hefur komið að hið nýja emb- ætti klárar að meðaltali hálft annað mál á viku. Miðað við sömu afköst er ekki fjarri lagi að það taki embættið um ellefu ár að klára það sem fyrir liggur. Runólfur Ágústsson, sem gegndi umboðsmanns- embættinu eina morgunstund á liðnu sumri, taldi, að því er fram kom í fréttum þá, „ekki boðlegt“ hve mörg mál hefðu legið óleyst hjá Ráðgjafastofunni. Ekki fór leynt að sú gagnrýni beindist að Ástu Sigrúnu Helgadóttur sem stýrði þeirri stofnun og tók við umbaembættinu um leið og Runólfur sagði sig frá því. Varla breytt á næstunni Borgartún- ið átti að verða fjármálahverfi á heims- mælikvarða á þeim fáu árum sem Íslend- ingar stóðu í þeirri meiningu að þeir væru mestu fjármálasnillingar norðan Alpa- fjalla. Það risu allmargar glerhallir í þessu „Wall Street“ Reykjavíkur. Sumar eru í brúki, aðrar ekki. Fleiri eru þó óbyggðar, miðað við það sem planað var í gullæð- inu. Munar þar mest um klasa Glitnis/ Íslandsbanka frá tíð Bjarna Ármanns­ sonar. Þorgrímur Gestsson rithöfundur gengur greinilega út frá því að lítið breyt- ist og glerhallir rísi ekki á næstunni í landi hins gamla Laugarness því hann hefur endurútgefið bók sína, Mannlíf við Sund, þar sem fjallað er um þau borgarhverfi Reykjavíkur sem tilheyrðu Laugarnesl- andi, þar á meðal Borgartúnið. Pabbi sér um sína „Baugsmálið svo- kallaða vakti upp einhverjar áköfustu ill- deilur Íslandssögunnar. Ófyrirleitinn auð- hringur beitti fjölmiðlaveldi sínu til að takast á við stjórnmálavaldið í landinu og fylkja almenningi á bak við sig. Þeir sem taldir voru standa í vegi fyrir auðhringn- um, voru miskunnarlaust rægðir. Skipu- lega var grafið undan trausti á stofnunum þjóðfélagsins, ekki síst lögreglu og eftir- litsaðilum.“ Þannig hefst baksíðukynn- ing á bók sem var að koma út og ljóst má vera að höfundur er ekki í aðdáenda- klúbbi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og samstarfsmanna hans enda enginn annar en gamli Morgunblaðsritstjórinn Matt­ hías Johannessen. Í formála bókarinnar, „Á vígvelli siðmenningar”, segir Jakob F. Ásgeirsson, sem ekki er heldur í fyrr- greindum aðdáendaklúbbi, að gamli rit- stjórinn hafi tekið til vopna í þágu siðlegs lífs á Íslandi en öðrum þræði sé hann að bregða skildi fyrir son sinn, ríkislögreglu- stjórann Harald, sem hafi átt óhægt um vik að svara sjálfur fyrir sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.