Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 14
Agil eru nett og nýtískuleg í hendi
en nánast ósýnileg á bak við eyra
©
20
10
O
tic
on
In
c.
A
ll
Ri
gh
ts
R
es
er
ve
d.
Pantaðu tíma í
heyrnarmælingu í síma
568 6880
og prófaðu Agil
...og njóttu þess að heyra með Agil heyrnartækjum
Komdu út úr skelinni...
Áttu í erfiðleikum með að heyra í fjölmenni eða klið? Finnst þér aðrir tala lágt eða óskýrt?
Tekur þú sjaldnar þátt í hópumræðum en áður? Allt þetta getur verið merki þess að heyrn
þín sé farin að versna.
Agil eru byltingarkennd ný heyrnartæki sem hjálpa þér að heyra betur með minni áreynslu.
Tölvuörflagan í Agil er helmingi öflugri en áður hefur þekkst en tækin eru samt um helmingi minni
en hefðbundin heyrnartæki og búa þar að auki yfir þráðlausri tækni.
Ekki draga þig í hlé vegna heyrnarskerðingar. Komdu út úr skelinni og njóttu þess að heyra eins
vel og mögulegt er með Agil heyrnartækjum.
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 Re y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s
Allar upplýsingar á skrifstofu
Félags íslenskra bókaútgefenda.
Net fang: baekur@simnet . is
Til bókaútgefenda:
Bókatíðindi 2010
Skilafrestur vegna kynninga og
auglýsinga í Bókatíðindin 2010
er til 20. október nk.
Bókatíðindum verður sem fyrr
dreift á öll heimili á Íslandi.
Frestur til að leggja fram bækur vegna
Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2010
er til 20. október nk.
www.bokautgafa. is
Íslensku
bókmenntaverðlaunin
Þ að hefur varla farið fram hjá nokkr-um íþróttaáhugamanni að Guðjón Þórðarson er tekinn við knattspyrnu-
liði BÍ/Bolungarvíkur. Eins og margoft
hefur komið fram er þetta ein óvæntasta, ef
ekki allra óvæntasta, knattspyrnustjórar-
áðning síðustu ára í íslenskri knattspyrnu.
Það sem menn velta eflaust helst fyrir sér
er hvernig fótboltalið vestur á fjörðum, sem
ekki alls fyrir löngu spilaði í 3. deildinni,
hafi fjármagn og aðdráttarafl til að ráða til
sín einn reyndasta og farsælasta þjálfara Ís-
lands síðustu árin. Sparisjóður Keflavíkur
hefur verið einn helsti styrktaraðili liðsins
undanfarin ár. Samkvæmt heimildum er lík-
legt að hann verði það áfram en samningar
eru lausir.
Einnig eru fjársterkir einstaklingar á
Ísafirði, í Bolungarvík og víðar duglegir
að styðja við bakið á liðinu. Vel þekkt er að
margir þokkalega vel stæðir útgerðarmenn
á Vestfjörðum eru ýmist fyrrum fótbolta-
menn, núverandi fótboltamenn eða eiga
einfaldlega vini og vandamenn í liðinu og
vilja því vel. Það er því hægt að velta fyrir
sér hvort útgerðarmenn séu að blása til
sóknar. Eftir því sem Fréttatíminn kemst
næst er útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir
Flosason, sem þekktastur er fyrir tengsl
sín við Stím, stór styrktaraðili og situr
bróðir hans Guðbjartur í stjórninni.
Auk þessara styrkja er hafin leit að
fleiri styrktaraðilum og segir Samúel
Samúelsson, formaður knattspyrnudeildar
félagsins, liðið vera með allar klær úti.
Spurður hvort ráðning Guðjóns hafi ekki
aukið áhuga einstaklinga og fyrir-
tækja á liðinu svarar Samúel:
„Athygli fylgir velgengni.“
Síðast en ekki síst
hafa leikmennirnir
sjálfir verið iðnir
við að afla liðinu
fjár. Auk þess
að vera dug-
Fótbolti útgerðarmenn blása til sóknar
Stjórnarformaður Stím
styrkir BÍ Guðjóns
Jakob Valgeir Flosason, einn af eigendum hins fræga félags Stím,
og útgerðarfélagar hans leggja mikla peninga í lið BÍ/Bolungarvíkur.
Guðjón Þórðarson gerir miklar
kröfur til sjálfs sín og þeirra
sem standa í kringum þau félög
sem hann starfar í. Ljósmynd/Hari
Fólkið jákvætt og
metnaðarfullt
Mikil eftirvænting er meðal leikmanna
og bæjarbúa á Ísafirði og í Bolungar-
vík yfir komu Guðjóns Þórðarsonar.
Sjálfur er hann afar ánægður með
komuna vestur og segir verkefnið
mikla áskorun. „Það kom mér líka á
óvart hvað fólkið í stjórninni er jákvætt
og metnaðarfullt. Það er mikill hugur í
þessu fólki,“ segir hann. Guðjón heldur
sína fyrstu æfingu um helgina og fær
þá nasasjón af því hvernig leikmönnum
hann hefur úr að moða. Sjálfur segist
hann reikna með að styrkja hópinn.
Ekkert er þó farið að gerast í þeim
málum. „Ég ætla að skoða hópinn fyrst
en er með ákveðna menn í huga sem
ég vil fá til liðsins,“ segir Guðjón.
legir við að landa fiski fyrir sjómenn, vakti
það mikla athygli á síðasta ári þegar BÍ/
Bolungarvík gaf út nektardagatal þar sem
fáklæddir leikmenn liðsins sýndu stæltan
kroppinn.
Dagatalið sló í gegn og seldist eins og
heitar lummur, bæði hérlendis og erlendis.
Vestfirsku strákarnir hanga því víða hálf-
naktir uppi á vegg á Ítalíu, Spáni og í Banda-
ríkjunum.
Þetta framtak skilaði vel af sér í kassann.
Ekki veitir af þar sem Guðjón sættir sig
eflaust ekki við einhverja tíkalla í mánaðar-
laun. Spurður hvort BÍ/Bolungarvík sé
komið með launahæsta þjálfara Íslands í
sínar raðir segist Samúel ekki þora að full-
yrða það, en hann sé þó á sanngjörnum
launum. Sjálfur segist Guðjón sáttur við sitt
og ekki vita hvað aðrir hafa í laun. -þev
Vestfirsku
strákarnir
hanga því
víða hálf-
naktir uppi á
vegg á Ítalíu,
Spáni og í
Bandaríkj-
unum.
„Ég fer vart
út úr húsi
og allir hlut-
ir sem ég
þarf að gera
reynast mér
erfiðir ...“
„Lögreglan
svívirti mig
á hrottaleg-
an hátt.“
Viðtal við Maríu
Bergsdóttur
Síða 24
14 fréttir Helgin 15.-17. október 2010