Fréttatíminn - 15.10.2010, Síða 46

Fréttatíminn - 15.10.2010, Síða 46
Það verður ekki af Besti flokknum tekið að hann kemur að flestum málum úr allt annarri átt en hinir stjórnmálaflokkarnir. Ólíkt öðrum flokkum hefur Besti flokkur- inn til dæmis verið miklu betri eftir kosn- ingar heldur en hann var fyrir þær. Í kosningabaráttu setja hefðbundnu flokkarnir gjarna upp geislabauginn og sparisvipinn sem eiga það hins vegar til að gufa fljótlega upp eftir að kjörstöðum hefur verið lokað. Fyrir kosningarnar voru frambjóðend- ur Besta flokksins, að minnsta kosti þeir sem tjáðu sig, flestir eins og fífl. Til þess var líka leikurinn gerður. En eftir sögu- legan sigur og valdatöku í borginni hafa borgar- fulltrúar Besta flokksins snúið við blaðinu og tekið á hlutunum af töluverðri festu, án þess þó að skilja alfarið við trúðsháttinn. Þessi óvænta blanda alvöru og gamans hefur fært ferska vinda inn í Ráðhúsið og haft góð áhrif á vinnufélaga flokksins í borgarstjórn. Þar er nú rólegra yfirbragð, meiri samstaða og friður en víðast hvar annars staðar þar sem stjórnmálamenn koma saman. Besti flokkurinn og Samfylkingin mynda meirihlutann en stjórnarandstað- an, Sjálfstæðisflokkur og VG, eiga sinn hlut í þessu bætta andrúmslofti. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðis- manna, á sérstakt hrós skilið fyrir að hafa ekki hvikað frá áherslu sinni á samstarf flokka, eins og hún boðaði fyrir kosning- arnar í vor. Enda veitir ekki af. Fjárhags- staða borgarinnar kallar á að allir togi rói í sömu átt. Auðvitað eru skiptar skoðanir um í hvað eigi til dæmis að eyða útsvari borgarbúa og hvar skuli skera niður. Það er ekkert athugvert við að tekist sé á um þau verkefni en það er til fyrirmyndar ef það er gert á þann hátt að umræðan snúist um hugmyndafræði og málefni, en ekki stigaskorun á kostnað þeirra sem hafa andstæðar skoðanir. Besti flokkurinn er þegar farinn að taka til hjá Orkuveitu Reykjavíkur og hefur þar sýnt æðruleysi gagnvart verkefni sem mun seint afla þeim vinsælda. Ráðning hins starfandi stjórnarformanns, Har- aldar Flosa Tryggvasonar, var umdeild á sínum tíma, sem og nýs forstjóra, Helga Þórs Ingasonar. Þeir félagar njóta þess að vera fulltrúar flokks sem virðist meira umhugað um að skila góðu dagsverki en þann möguleika að vera þurrkaður út í næstu kosningum. Það er viðhorf sem fleiri mættu temja sér. 34 viðhorf Helgin 15.-17. október 2010 Besti flokkurinn Betri eftir kosningar en fyrir Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn. is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Miðopnu ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is V andi Íslands e r m i k i l l . Við stöndum frammi fyrir gjaldþrota bankakerfi, gjaldþrota fyrirtækjum, gjald- þrota einstaklingum og nánast gjaldþrota ríkissjóði. Mótmælin á Austurvelli hafa sýnt hversu mikil örvænt- ing og reiði ríkir hjá fjölda fólks. Ég skil vel þessa reiði. Ég er sjálf reið yfir að hafa þurft að horfa á eftir ætt- ingjum mínum flytja til útlanda og missa vinnuna auk þess sem skuldir okkar hafa margfaldast. Í síðasta Fréttatíma endurspeglaðist sú skoðun margra að nýtt fólk þyrfti að koma að málum. Þóranna Jónsdóttir skrifaði: „Það er nokkuð ljóst að alþingi og stjórnmálamenn ráða ekki við verk- efnið. Til þess þurfum við fleiri aðila að borðinu. Til að sameinast um fram- tíðarstefnu og markmið þurfum við að nýta þá hæfileika sem búa í hæfu og skynsömu fólki sem ekki er bundið sér- hagsmunum. Einungis þannig náum við að takast á við þær áskoranir sem nútíð og framtíð búa yfir.“ En um hvað snúast stjórnmál? Á hverjum degi eru þingmenn og ráð- herrar að vega og meta mismunandi hagsmuni. Hagsmunir skuldara fara greinilega ekki saman við hagsmuni lífeyrisþega. Hagsmunir opinberra starfsmanna fara ekki alltaf saman við hagsmuni starfsmanna á einkamark- aði. Hagsmunir fjármálafyrirtækja geta stangast á við hagsmuni neytenda. Hlutverk stjórnmálamanna er að svara því hver sé réttlátur grundvöll- ur fyrir deilingu verðmæta, á grunni frelsis, samvinnu eða jafnaðar. Eftir því sem gæðin verða minni til skipt- anna því meiri verður togstreitan og ágreiningurinn á milli mismunandi hópa sam- félagsins. Nýtt fólk leysir ekki þann vanda. Á þjóðfundinum 2009 urðu um 1.300 þátttakendur sammála um að Íslendingar ættu að hafa heiðarleika, virðingu, réttlæti, kær- leika, ábyrgð og lýð- ræði sem sín helstu gildi. Þessi gildi ein og sér leysa ekki þann vanda sem þjóðin stend- ur frammi fyrir nú. Til þess þurfum við mark- mið og leiðir að þeim. Jafnvel þótt þeir 1.300 einstaklingar sem sátu þjóðfundinn hefðu komið sér saman um slík mark- mið hefðu þeir aldrei komist að sam- komulagi um leiðirnar því allir voru þeir fulltrúar einhverra hagsmuna. Við erum nefnilega öll fulltrúar einhverra sérhagsmuna á grunni lífs- reynslu hvers og eins. Hlutverk stjór- nmálamanna er að reyna að samþætta þessa ólíku hagsmuni þannig að út- koman verði sem best fyrir sem flesta. Það gerum við með því að útdeila gæð- um, jafnt efnislegum sem óefnislegum. Það er svo hlutverk kjósenda að velja þá stjórnmálamenn sem endurspegla best hagsmuni þeirra, markmið og leiðirnar að þeim. Þannig virkar lýðræðið. Ég var kosin á Alþingi til að útdeila ákveðnum gæðum, viðhafa ákveðin vinnubrögð og starfa eftir ákveðinni hugmyndafræði. Það myndu ráðherrar í utanþingsstjórn einnig gera. Í nýjum kosningum yrðu kjósendur aftur að gera upp á milli fulltrúa ólíkra hags- muna og ólíkrar hugmyndafræði, líkt og þeir gera í hverjum kosningum. Hjá því verður einfaldlega ekki kom- ist. Það er eðli lýðræðisins. Nýtt fólk leysir ekki vandann Hagsmunir og lýðræði Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins Þ að er margur vandinn sem nú blasir við Íslendingum. Hann má flokka í þrennt; hagrænan, stjórnmálalegan og hugarfarslegan. Hagrænn vandi endurspeglast í því að skuldir heimila, fyrirtækja og hins opinbera eru of miklar, hagvöxtur er neikvæður, kaupmáttur hefur rýrnað, eftirspurn dregist saman og fjöldi fólks hefur misst lífsviðurværi sitt. Á sviði stjórnmála gengur ríkis- stjórn erfiðlega að koma brýnum verkefnum í framkvæmd, þrátt fyrir að hafa að nafninu til þingmeirihluta. Þar má nefna málalyktir Icesave- samninga, fjárfestingar í atvinnu- skapandi verkefnum og efndir stöðugleikasáttmála við aðila vinnu- markaðar. Að auki eru úrræði stjór- nvalda til úrbóta illa eða ekki nýtt af þeim sem á þurfa að halda. Þetta má m.a. glögg- lega sjá af slökum árangri við úrlausn skuldavanda heimila og fyrirtækja síðustu mánuði. Afleiðing þessa er brotin þjóðarsál þar sem hinn einkennandi kraftur og bjartsýni Íslendinga hefur vikið fyrir svartsýni, neikvæðni og brigslum um svik. Birtingarmyndina má sjá í tíðum fjöldamót- mælum á Austurvelli, rætinni umræðu í vefheimi og brottflutningi Íslendinga til landa þar sem framtíðin er talin bjartari. Vandi okkar er af þeirri stærðargráðu að hann verður ekki leystur nema að allir leggist á árarnar, og þá í sömu átt. Þörf er á forystu á öllum sviðum samfélagsins, sem blæs þjóðinni von í brjóst og áhuga á verkinu sem fram undan er. Þá er verkið vel leysanlegt. Á þessu hefur verið alger skortur að undanförnu og meira farið fyrir hnútukasti sem virðist helst gefa til kynna að Ísland byggi þrjár mismunandi þjóðir, sem allar hafa andstæð mark- mið. Þjóðirnar eru stjórnmálamenn, atvinnurekendur og fólk sem rekur venjuleg íslensk heimili. Það er með öllu ótækt að leiðtogar á hinum ýmsu sviðum leyfi sér að tala með þeim hætti að það leiðir til sundrungar frekar en samstöðu. Þetta á sérstak- lega við um forsvarsmenn stjórnvalda og atvinnulífs, hverra samskipti hafa á stundum síst gefið tilefni til að ætla að þar fari fagfólk í leit að lausnum við erfiðri stöðu. Af sama meiði eru sam- skipti stjórnar og stjórnarandstöðu en þar mætti of oft ætla að réðu persónu- legir hagsmunir frekar en hagsmunir Íslendinganna sem kusu alþingis- menn á þing. Það er ekkert óeðlilegt við að fólk greini á um leiðir að markmiðum sem flestir eru þó sammála um hver eru – bætt lífskjör og að áfram verði eftirsóknarvert að byggja landið. En til að árangur náist verður að gera þá kröfu að rökræða um verðleika mismunandi leiða sé fagleg og hófstillt. Til að svo verði þurfa skoðanaskipti að snúast um málefni frekar en persónur, um lausnir frekar en sakbendingu og um framtíð frekar en fortíð. Með gífuryrðum drögum við Íslendinga í dilka sem eiga engan rétt á sér. Á Íslandi eru yfir 170 þúsund heimili og 30 þúsund fyrirtæki sem byggja tilvist sína hvert á öðru. Þau mynda órofa heild þar sem heimilin þurfa á atvinnu að halda og fyrirtækin á starfsfólki og eftirspurn. Sá sem rekur fleyg þar á milli, gætir sín ekki á afleiðingunum. Heimilin eru atvinnulífið, atvinnulífið er heimilin og á Íslandi býr bara ein þjóð. Höfum það í huga í glímunni við vandann sem Íslendingar munu óhjákvæmilega sigrast á. Þörf er á forystu á öllum sviðum samfélagsins Ein þjóð leysir vandann Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Í kosningabaráttu setja hefðbundnu flokkarnir gjarna upp geislabauginn og sparisvipinn sem eiga það hins vegar til að gufa fljótlega upp eftir að kjörstöðum hefur verið lokað.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.