Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 20
og plötu. Hann þarf að skipta um poka daglega og tæma hann nokkrum sinnum á dag. Um plötuna skiptir hann síðan á fjögurra daga fresti. Sá er munurinn á Unni og Ágústi að hennar stóma er inn- vortis. Mikilvægi jákvæðs hugarfars „Ég er ekki með neina aukahluti, ekki poka eða neitt,“ segir Unnur. „Það er búinn til stómapoki úr smágörnunum. Það sést því ekkert á mér nema örið eftir skurðinn. Það er því ekkert sem ég þarf að hafa fyrir. Ég greindist með sárarist- ilbólgu sem er sjálfsofnæmi sem leggst á ristilinn. Á endanum hættir hann að virka og þá þarf að fjarlægja hann. Þetta kom upp í fæðingu dóttur minnar, seinna barns míns. Ég var í sjö ár á lyfjum á meðan reynt var að laga þetta.“ Hún segir að að mörgu leyti sé þægi- legra að vera með stóma innvortis en misjafnt sé hversu oft fólk þurfi að fara á salerni eftir slíkar aðgerðir. Þeim fylgi aðlögunarferli. Eftir aðgerðina seg- ist hún lifa algerlega eðlilegu lífi. „Ég lifði líka mjög heilbrigðu lífi áður en ég veiktist, borðaði hollan mat og hreyfði ég mjög mikið. Vegna veikindanna varð ég að hætta þessu öllu enda þurfti ég að hlaupa á klósettið án tafar. Eftir að ég fékk stómað er ég byrjuð á öllu aftur. Nú get ég lifað lífinu eins og ég vil.“ Unnur leggur mikla áherslu á mátt jákvæðs hugarfars. Engan langi til að ganga í gegnum þetta enda vilji allir vera heilbrigðir. Þannig sé það hins vegar ekki alltaf. Mikilvægt sé að læra af reynslunni. Fólk horfir – en má spyrja Sundlaugagestir geta séð plaköt sem sýna stómaþega í laugum landsins. Nauðsynlegt er að kynna fólki það sem það þekkir ekki. Það að fara í laug með poka reynist mörgum stómaþeganum erfitt. Unnur, sem var með utanáliggj- andi poka í eitt ár áður en gengið var frá honum innvortis, miklaði það þó ekki fyrir sér. Ágúst segir hins vegar að sér hafi í fyrstu þótt óþægilegt að fara í sund með pokann. Fólk horfi, jafnvel þótt það meini ekkert illt enda sé þetta frávik frá norminu. Unnur segir fólk horfa vegna þess að það viti ekki hvað stóma er. Eft- ir að plakötin voru sett upp sé almenn- ingur hins vegar að átta sig á stöðunni. Því vonist stómaþegar til þess að afstaða fólks breytist. „Fólk má endilega spyrja okkur,“ segir hún og ítrekar að menn séu orðnir miklu umburðarlyndari, „enda sættum við okkur ekki við annað.“ Makar setja þetta sjaldan fyrir sig En hvað með samlíf hjóna? Truflar pok- inn slíkt? „Fyrst gerði hann það,“ segir Ágúst, „enda tekur það tíma að venj- ast því að vera með slíkt utan á sér og læra að treysta því.“ Fyrst eftir aðgerð kunni menn minna á pokann. „Svo venst þetta,“ segir hann. Þau Unnur og Ágúst eru sammála um að makar stómaþega setji þetta sjaldan fyrir sig. „Auðvitað hefur þetta áhrif á líkamsvitund manns,“ segir Unnur. „Þótt ég sé aðeins með ör eftir skurð er þetta ákveðin breyting frá því sem var. Maður þarf að fást við sína eigin líðan, er klárlega breyttur.“ Þau eru hins vegar einhuga um að almennt lifi fólk góðu lífi með stóma. Spurningin sé um hugarfar, að láta ekk- ert stoppa sig. Enn séu til stómaþegar sem einangri sig, en hérlendis séu þeir á fjórða hundrað. Engin ástæða sé til slíkrar einangrunar, fólk eigi að fá sem mest út úr lífinu. „Möguleikar konu með stóma til að eignast barn eru góðir,“ segir Unnur. Þau Ágúst og Unnur segja heimsóknar- þjónustu Stómasamtakanna vera flagg- skip þeirra. Þar sé hægt að spyrja um það sem máli skiptir. Samtökin halda upp á þrjátíu ára afmæli sitt á morgun, laugardaginn 16. október. Allir eru vel- komnir í hús Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, milli kl. 15 og 18. V ið erum búin að fara það langt niður í lífinu að við erum með-vituð um eigið heilbrigði,“ segir Ágúst Kr. Steinarrsson, deildar- stjóri á Landspítalanum. Undir það tekur Unnur Árnadóttir félagsráð- gjafi. Bæði eru stómaþegar sem vilja vekja athygli á því að þrátt fyrir stóma lifi þau eðlilegu og innihaldsríku lífi. Ágúst fékk garnastóma fyrir rúmlega tveimur árum. Stómapokinn er engin hindrun og raunar gengur hann mun lengra en meðal-Jóninn. Áhugamál hans er fjallaklifur. Á liðnu sumri kleif hann sex tinda í ítölsku og svissnesku Ölpunum. Það þætti ýmsum nóg en hann hefur líka reynt sig á brimbretti og vílar ekki fyrir sér tólf metra kletta- dýfingar. Unnur er með innvortis stóma eftir aðgerð fyrir þremur árum. Líf hennar breyttist þá til mikils batnaðar eftir sjö ára veikindi og lyfjagjafir. Ekkert stendur lengur í vegi fyrir hennar lífs- gæðum. Hún mætir reglulega í lík- amsrækt, gengur á Esjuna og hljóp tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á liðnu sumri. Klettaklifur þremur mánuðum eftir aðgerð „Ég hef alltaf horft til fjalla, var á skíðum og í útilegum sem barn og unglingur en það má segja að það sé kaldhæðnislegt að þessi fjallabaktería kviknaði á meðan ég var veikur en þau veikindi stóðu í fimm ár,“ segir Ágúst. Hann stríddi við sáraristilbólgur, þ.e. sár og bólgur í ristli sem síðar leiddu til krabbameins. Hann þurfti að fjar- lægja. „Þetta þýddi í grófum dráttum að maður hafði lítið frelsi til athafna, var mjög háður því að hafa klósett nálægt. Ég var orkulítill og óttalegur ræfill. Á þessu fimm ára veikindatíma- bili kviknaði þessi fjallabaktería þótt það sé ákveðin kaldhæðni í því. Áður var ég upptekinn af háskólanámi og leyfði mér aldrei að hugsa um þetta. Maður gat aldrei gengið alla leið, hlífði sér við að ganga á Esjuna og þorði jafn- vel ekki að ganga niður Laugaveginn. En þegar ég fékk stóma og stjórn á mínum málum á ný fékk ég frelsi til að gera það sem mér dettur í hug.“ Ágúst fór sér hratt í fjallamennsk- unni, kannski fullhratt í byrjun því hann var kominn í klettaklifur þrem- ur mánuðum eftir aðgerðina og fann fyrir saumunum í kviðnum. En hann var fljótur að ná þreki, keypti allan búnað fyrir fjallgöngur, fjallaskíða- mennsku, kletta-, ís- og alpaklifur. All- ar dyr stóðu honum opnar. „Ég sagði félögum mínum í fjallamennskunni að ég væri með stóma. Það kom þeim flestum á óvart. Það er gaman að vera á undan þeim, að fara leið sem þeir geta ekki klifið.“ Hann játar því að hann sé að ögra sjálfum sér vegna þess sem hann hefur gengið í gegnum. „Ég vil ganga lengra en ég reyni að vera skynsamur. Maður á skilið að ganga svolítið langt. Lífið býður upp á það og slíkt er í lagi ef það er gert innan skynsamlegra marka.“ Ágúst er fjölskyldumaður og hann segir konu sína treysta sér. „Dóttir mín var tveggja mánaða þegar ég greindist með krabbamein og þriggja mánaða þegar ég fór í aðgerð,“ segir hann. „Stóra málið er að ég einbeiti mér að því að lifa heilbrigðu lífi, vera með heilbrigðan líkama. Það geri ég á fjöllum.“ Ágúst er með utanáliggjandi poka Heljarstökk með hálfri skrúfu Unnur og Ágúst eru fráleitt einu stómaþegarnir sem taka fullan þátt í ævintýrum lífsins. Jón Þor- kelsson, formaður Stómasamtak- anna, gekk á Hvannadalshnjúk síð- asta vor en hann hefur verið með innvortis stóma í meira en áratug. Jón hefur hvorki látið stóma tefja sig frá rjúpnaveiðum né hjólaferð í Alpahéruðum. Hann stundar lík- amsrækt af kappi. Þorleifur Gíslason fékk garna- stóma fyrir fjórum árum. Eftir að hann fékk stóma fór hann að stunda fimleika og stærir sig m.a. af því að hafa stokkið „stra- ight“ heljarstökk aftur á bak með skrúfu. Þá er hann liðtækur í fjall- göngum og útivist. Þorleifur er „módel“ Stómasamtakanna því mynd hans er á sundplakati þeirra. Inger Rós var aðeins 18 ára þeg- ar hún fékk garnastóma. Hún lifir lífinu síðan eins og hver önnur og er gift tveggja barna móðir. Hún fer í líkamsrækt þrisvar í viku og nýtur þess að fara í sund. Inger Rós er formaður ungliðafélags Stómasamtakanna. Sigurður Jón Ólafsson hefur verið með garnastóma í yfir tutt- ugu ár. Hann fer tvisvar til þrisv- ar sinnum í viku í sund og lætur utanáliggjandi stómapoka ekki trufla sig. Barnungir sem fjörgamlir Stómasamtök Íslands voru stofnuð til að styðja og leiðbeina einstak- lingum sem gengist hafa undir stómaaðgerðir, þ.e ristilstóma (colostomy), garnastóma (ileostomy), þvagstóma (urostomy) og garnapoka (J pouch) eða nýblöðruaðgerð. Stóma, garnapoki eða nýblaðra eru ekki sjúkdómar heldur afleiðing nokkurra sjúkdóma, fæðingargalla eða slyss. Helstu sjúkdóm- arnir eru krabbamein í ristli og/eða endaþarmi, krabbamein og sjúkdómar í þvagfærum og bólgu- sjúkdómarnir sáraristil- bólga (Colitis Ulcerosa) og Crohns sem leggjast á ristil og meltingarveg. Samtökin voru stofnuð 16. október árið 1980 og fagna því 30 ára afmæli á morgun. Þau hafa ávallt verið undir verndarvæng Krabbameinsfélags Íslands. Kynjahlutföll eru nokkuð jöfn. Ekki eru einungis stómaþegar í samtök- unum heldur eru þar einnig læknar, hjúkrunarfræðing- ar, foreldrar og ættingjar stómaþega. Félagsmenn eru á öllum aldri, barnungir sem fjörgamlir.  Stómaþegar Við erum búin að fara það langt niður að Við erum meðVituð um eigið heilbrigði Stóma er hvorki hindrun í alpaklifri né klettadýfingum Frelsi til að lifa lífinu fyrir þá sem áður voru bundnir fjötrum. Unnur Árnadóttir og Ágúst Kr. Steinarrsson lýsa innihaldsríku lífi og auknum lífsgæðum. Þegar ég fékk stóma og stjórn á mín- um málum á ný fékk ég frelsi til að gera það sem mér dettur í hug. Unnur Árnadóttir. Líf hennar varð annað og betra þegar hún fékk stóma. Á myndinni til hægri leikur Ágúst listir sínar. Ljósmyndir/Hari StómaSamtök íSlandS Ágúst Kr. Steinarrsson. Klettaklifur og fjallganga í Ölpunum er ekkert mál fyrir stómaþega. Ljósmynd/Magnús Smári Smárason Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is 20 viðtal xxxxxx 21 Helgin 15.-17. október 2010 Helgin 15.-17. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.