Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 32
2 heimilistíminn Helgin 15.-17. október 2010
TVÆR KONUR
2
30 Days (120 töflur)ásamt OxyTarm
(60 eða 150)töflur gegn kviðfitu
gefur 35% meiri virkni.
JÁKVÆÐAR
NÝJUNGAR
30 Days
120 töflur ásamt
samnefndu
kremi vinnur á
appelsínuhúð
STÖÐVIÐ SYKUR
OG KOLVETNI
NÝJUNG! BRENNIÐ FITU
Valin
heils
uvar
a árs
ins
2008
B e t r i a p ó t e k i n o g M a ð u r l i f a n d i w w w . s o l o g h e i l s a . i s
&
R
á
ð
la
g
t a
f m
e
ltin
g
a
rlæ
k
n
u
m
o
g
h
e
ils
u
s
é
rfræ
ð
in
g
u
m
Sykurveiðarinn Suco Bloc. 180 töflur.
Hentar öllum, stöðvar sykurinn
áður en hann verður að fitu.
F Á K A F E N I 9 - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0
O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6
www.gabor.is
Sérverslun með
HEILSUSKÓR
St. 35-44
Verð 7.495.-
Fyrsta flokks innlegg
Bleikur
Macadam-
fellistóll frá Habitat. 3.900 kr.
V ík Prjónsdóttir er ekki ein manneskja heldur margar. Í fyrirtækinu, sem var stofnað
árið 2005 af fimm hönnuðum, eru þrír
þeirra starfandi fyrir Vík Prjónsdótt-
ur; Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna
Mjöll Magnúsdóttir og Þuríður Rós
Sigurþórsdóttir.
„Við notum sögur til að sameinast í
hönnunarferlinu. Við hönnun á okkar
fyrstu vörulínu sóttum við í gamlar ís-
lenskar þjóðsögur sem eiga rætur að
rekja til Víkur eins og sagan Selsham-
urinn. Vík Prjónsdóttir hefur hins
vegar tekið út ákveðinn þroska síðan
þá og hefur ferðast um allan heim. Því
eru sögurnar sem við unnum með í
þessari nýju vörulínu mun alþjóðlegri
en eiga það þó sameiginlegt að þær
tengjast íslenskri tilveru á einn eða
annan hátt. Þar má nefna teppið Dul-
arhjúpinn sem vísar til hulduheima,“
segir Brynhildur Pálsdóttir.
Hugmyndavinnan að þessari nýju
vörulínu fór fram að hluta til á Vest-
fjörðum þar sem sterk nærvera
hafarnarins varð kveikjan að tepp-
inu Verndarvængurinn. „Haförninn
er konungur fuglanna, þokkafullur
og tignarlegur með vænghaf allt að
tveimur og hálfum metra. Sá sem
sveipar sig teppinu er með vænghaf
arnarins.“
En af hverju valdi Vík Prjónsdóttir
að hanna teppi?
„Markmiðið var að búa til vörur
sem væru bæði skemmtilegar og
áhugaverðar og sem fólk vildi eignast.
Það eru allir með teppi í sófanum
sínum og það á sér langan líftíma og
er á mörkum þess að vera hlutur eða
flík. Fólk á teppin í mörg ár og þau
erfast jafnvel kynslóða á milli. Gott
teppi stuðlar að samskiptum og nánd
því maður býður ekki hverjum sem er
undir teppi með sér.“
Hvatinn var ekki bara sá að búa til
skemmtilegar vörur heldur einnig
sorgleg staða ullariðnaðarins eins og
hann var árið 2005 þegar Vík Prjóns-
dóttir varð til.
„Það ár var krónan sterk og allir
vildu flís. Við teljum mikilvægt að
vinna með það hráefni sem er næst
okkur, og á Íslandi er ekki um auðug-
an garð að gresja, en ullin er það sem
við eigum nóg af. Eitt af markmiðum
okkar var að glæða íslenska ullariðn-
aðinn lífi“ segir Brynhildur fyrir hönd
Víkur Prjónsdóttur sem hefur ferðast
um allan heim og vakið athygli hvar
sem hún fer.
Í rauðu sæti
Rauður er sterkur og ögrandi
litur sem nær alltaf athygli.
Augað leitar hann uppi hvar
sem hann er að finna; hann
táknar kraft, er litur ástar-
innar og gerir laufunum kleift
að roðna á haustin. En hann
er líka ósköp venjulegur litur
sem frískar upp á umhverfi
sitt hvar sem hann ber fyrir
sjónir, sérstaklega ef honum
er beitt þar sem umhverfið
er annars litlaust eða í svart-
hvítu. Hér eru nokkrir stólar
í rauðum litum.
Skærrauð Sjöa
eftir Arne Jacobsen.
Epal 52.800 kr.
Eldrauður PS SÅGA-stóll. IKEA 9.950 kr.
Basel-stóll í appelsínugulu eftir enska
hönnuðinn Jasper Morrison fyrir Vitra.
Viðarstóll með plastbaki og setu.
Saltfélagið
66.511 kr.
Y-stóllinn eftir danska hönnuðinn
Hans J. Wegner er oftast í ljósum
viðarlit en hér er
hann unglegur og
frískur í appelsínurauðu.
Hönnun – Vík Prjónsdóttir
Brynhildur Pálsdóttir og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir með ullarteppið Dularhjúpinn. Ljósmynd/Hari
Veröld undir teppi
Um þessar mundir stendur yfir sýning á nýjustu ullarteppum Víkur Prjónsdóttur í
Spark design space við Klapparstíg 33. Teppin eru öll unnin í samstarfi við Víkurprjón,
elstu prjónastofu landsins, sem nýverið fagnaði þrjátíu ára starfsafmæli. Þau eru
fjarri því að vera hefðbundin og bera nöfn eins og Verndarvængurinn og Snjóbreiðan.
Haförninn
er konungur
fuglanna,
þokkafullur
og tignar-
legur með
vænghaf allt
að tveimur
og hálfum
metra. Sá
sem sveipar
sig teppinu er
með væng-
haf arnarins.