Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 15.10.2010, Blaðsíða 38
www.friform.is TIL AFGREIÐSLU AF LAGER EÐA MEÐ STUTTUM FYRIRVARA LÆGRA VERÐ Í OKTÓBER ELdhúS - BAÐ - ÞVOTTAhúS - FATASKÁPAR 33 hurðategundir og -litir Afmælishátíð Fríform 10 ára 20% - 25% - 30% - 35% VIÐ BjÓÐUM BETUR: Gæði, þjónusta og verð, sem þú getur ekki hafnað! Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Mán. - föst. kl. 09-18 Laugard. kl. 11 - 15 HREINT OG KLÁRT 8 heimilistíminn Helgin 15.-17. október 2010 Ég er uppfull af hugmynd- um og reyni að fylgja þeim eftir þó svo að ég nái aldrei að framkvæma þær allar. É g er sífellt að breyta,“ segir Rebekka Guðmundsdóttir spurð hvernig hún innrétti stílhreinu og björtu íbúðina sem hún býr í ásamt manni sínum á fögrum útsýnisstað í Grafarholtinu. „Ég er uppfull af hug- myndum og reyni að fylgja þeim eftir þó svo að ég nái aldrei að framkvæma þær allar,“ bætir hún við. Nútímalegur stíll með hlýlegu yfirbragði einkennir íbúðina og víða eru fallegir vel valdir munir ásamt listaverkum á veggjum. Falleg birta að utan gefur íbúðinni sér- stakt yfirbragð. „Ég fagna því að vetur- inn sé á næsta leiti því ég kann betur við myrkrið,” segir Rebekka og bætir við að henni þyki best að geta kveikt á kertum sem veita hlýlega birtu. Gærupúði í sófanum og hvít ís- lensk gæra á skemli veitir rýminu vissa hlýju. Risastór ljósmynd eftir Ara Magg, sem hangir á veggnum yfir sófanum í stofunni, vekur athygli; nærmynd af kú sem líkist jökli. „Mér þykir mjög vænt um þessa mynd og hún á alltaf eftir að fylgja mér.“ Aðrar myndir á veggjunum koma víða að, en einhverjar þeirra eru til sölu í vef- versluninni Uma.is sem Rebekka á og rekur. „Ég var sífellt að rekast á fallega hönnunarhluti á netinu og í tímaritum sem ekki fengust hér, sem mig lang- aði að færa hingað heim og bjóða upp á.” Þetta varð kveikjan að Uma. is sem selur bæði innlenda og erlenda hönnunarvöru og fljótlega verður þar á boðstólum vara sem Rebekka hannar sjálf; refaskott með fylgihlutum til að festa á töskur. „Þetta hefur mig mig lengi langað til að gera og það er loksins orðið að veruleika,” segir Rebekka. Hún segir að Uma.is hafi verið vel tekið og það færist í aukana að Íslendingar kaupi vörur á netinu. „Sjálf kaupi ég mikið á netinu og hef gert í mörg ár.“ Heimili Rebekku ber smekkvísi hennar vitni og þar er hugsun lögð í val og staðsetningu hlutanna. Nútíma- legur stíll og samtímahönnun er alls- ráðandi en á einum stað er að finna gamalt tekkskrifborð. „Þetta skrif- borð fann ég í Góða hirðinum. Ég kol- féll fyrir því og kom sjálfri mér á óvart því ég er almennt ekki fyrir gamla hluti. Ég var lengi að finna því stað því að aftan er opin hilla sem býður upp á að borðið standi þannig að hægt sé að ganga i kringum það. Að lokum fann ég því stað og þá var eins og það hefði alltaf staðið þar.“ Hlýlegur einfaldleiki Við rætur Grafarholtsins, í bjartri og stílhreinni íbúð, býr Rebekka Guðmundsdóttir ásamt eiginmanni sínum. Íbúðin, sem er innréttuð af einstakri smekkvísi, býður af sér nútímalegan og hlýlegan þokka. Svarti stóllinn úr hinni sígildu plaststólalínu eftir bandarísku hönnuðina og hjónin Charles og Ray Eames fer ákaflega vel við tekkborðið sem Rebekka fann í Góða hirðinum. Nútíminn kemur til skjalanna í Mac-fartölvunni. Refaskott sem fylgihlutur á tösku sem Rebekka hannar. Hreindýrshaus samsettur úr bylgjupappa. Ljósmyndin eftir Ara Magg yfir sófanum er í miklu uppáhaldi hjá Rebekku. Ljósmyndir/Hari Kristín Eva Þórhallsdóttir heimili@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.