Fréttatíminn - 15.10.2010, Síða 38

Fréttatíminn - 15.10.2010, Síða 38
www.friform.is TIL AFGREIÐSLU AF LAGER EÐA MEÐ STUTTUM FYRIRVARA LÆGRA VERÐ Í OKTÓBER ELdhúS - BAÐ - ÞVOTTAhúS - FATASKÁPAR 33 hurðategundir og -litir Afmælishátíð Fríform 10 ára 20% - 25% - 30% - 35% VIÐ BjÓÐUM BETUR: Gæði, þjónusta og verð, sem þú getur ekki hafnað! Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Mán. - föst. kl. 09-18 Laugard. kl. 11 - 15 HREINT OG KLÁRT 8 heimilistíminn Helgin 15.-17. október 2010 Ég er uppfull af hugmynd- um og reyni að fylgja þeim eftir þó svo að ég nái aldrei að framkvæma þær allar. É g er sífellt að breyta,“ segir Rebekka Guðmundsdóttir spurð hvernig hún innrétti stílhreinu og björtu íbúðina sem hún býr í ásamt manni sínum á fögrum útsýnisstað í Grafarholtinu. „Ég er uppfull af hug- myndum og reyni að fylgja þeim eftir þó svo að ég nái aldrei að framkvæma þær allar,“ bætir hún við. Nútímalegur stíll með hlýlegu yfirbragði einkennir íbúðina og víða eru fallegir vel valdir munir ásamt listaverkum á veggjum. Falleg birta að utan gefur íbúðinni sér- stakt yfirbragð. „Ég fagna því að vetur- inn sé á næsta leiti því ég kann betur við myrkrið,” segir Rebekka og bætir við að henni þyki best að geta kveikt á kertum sem veita hlýlega birtu. Gærupúði í sófanum og hvít ís- lensk gæra á skemli veitir rýminu vissa hlýju. Risastór ljósmynd eftir Ara Magg, sem hangir á veggnum yfir sófanum í stofunni, vekur athygli; nærmynd af kú sem líkist jökli. „Mér þykir mjög vænt um þessa mynd og hún á alltaf eftir að fylgja mér.“ Aðrar myndir á veggjunum koma víða að, en einhverjar þeirra eru til sölu í vef- versluninni Uma.is sem Rebekka á og rekur. „Ég var sífellt að rekast á fallega hönnunarhluti á netinu og í tímaritum sem ekki fengust hér, sem mig lang- aði að færa hingað heim og bjóða upp á.” Þetta varð kveikjan að Uma. is sem selur bæði innlenda og erlenda hönnunarvöru og fljótlega verður þar á boðstólum vara sem Rebekka hannar sjálf; refaskott með fylgihlutum til að festa á töskur. „Þetta hefur mig mig lengi langað til að gera og það er loksins orðið að veruleika,” segir Rebekka. Hún segir að Uma.is hafi verið vel tekið og það færist í aukana að Íslendingar kaupi vörur á netinu. „Sjálf kaupi ég mikið á netinu og hef gert í mörg ár.“ Heimili Rebekku ber smekkvísi hennar vitni og þar er hugsun lögð í val og staðsetningu hlutanna. Nútíma- legur stíll og samtímahönnun er alls- ráðandi en á einum stað er að finna gamalt tekkskrifborð. „Þetta skrif- borð fann ég í Góða hirðinum. Ég kol- féll fyrir því og kom sjálfri mér á óvart því ég er almennt ekki fyrir gamla hluti. Ég var lengi að finna því stað því að aftan er opin hilla sem býður upp á að borðið standi þannig að hægt sé að ganga i kringum það. Að lokum fann ég því stað og þá var eins og það hefði alltaf staðið þar.“ Hlýlegur einfaldleiki Við rætur Grafarholtsins, í bjartri og stílhreinni íbúð, býr Rebekka Guðmundsdóttir ásamt eiginmanni sínum. Íbúðin, sem er innréttuð af einstakri smekkvísi, býður af sér nútímalegan og hlýlegan þokka. Svarti stóllinn úr hinni sígildu plaststólalínu eftir bandarísku hönnuðina og hjónin Charles og Ray Eames fer ákaflega vel við tekkborðið sem Rebekka fann í Góða hirðinum. Nútíminn kemur til skjalanna í Mac-fartölvunni. Refaskott sem fylgihlutur á tösku sem Rebekka hannar. Hreindýrshaus samsettur úr bylgjupappa. Ljósmyndin eftir Ara Magg yfir sófanum er í miklu uppáhaldi hjá Rebekku. Ljósmyndir/Hari Kristín Eva Þórhallsdóttir heimili@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.