Fréttatíminn - 15.10.2010, Side 22

Fréttatíminn - 15.10.2010, Side 22
Eigum hjól á lagEr Komdu við hjá oKKur og Kynntu þér úrvalið. traust og örugg þjónusta. opið á laugardögum frá Kl. 10.00-14.00 SportSman® xp 850 EFI/550 EFI AFL og krAFtur Kletthálsi 15 110 Reykjavík Sími 577 1717 A ðeins nokkrum tímum áður en norski sjávarútvegsráð­herrann átti að fljúga til Pek­ ing á þriðjudag, bárust skilaboð þess efnis að báðum fundum hennar með kínverskum ráðherrum hefði verið aflýst. Ástæðan er reiði Kínverja yfir þeirri ákvörðun Nóbelsstofnunarinn­ ar að veita kínverska andófsmannin­ um Liu Xiaobo friðarverðlaun Nóbels. Þar til Kínverjunum rennur reiðin má reikna með að viðræður um fríversl­ unarsamning, sem Norðmenn renna hýru auga til, tefjist. Það tjáir lítið fyrir norska ráðamenn að útskýra að Nóbelsstofnunin njóti sjálfstæðis gagnvart stjórnvöldum. Kínverjum þykir þetta gróft inngrip í eigin innan­ ríkismál og trúa því að norska stjórn­ in hefði bæði getað og átt að koma í veg fyrir þessa ráðstöfun. Þeir gefa lítið fyrir mótbárur formanns nóbels­ nefndarinnar þess efnis að mannrétt­ indabrot séu óverjandi, hvar sem þau eigi sér stað, og því ekki einkamál neins ríkis. Kínverjar hafa lengi beitt efnahags­ legum og pólitískum áhrifum til að verjast gagnrýni á eigin stjórnvöld. Því veldur það mörgum áhyggjum hversu Kína hefur vaxið ásmegin á síðustu árum og hve landið hefur ein­ beitt sér að því að fjárfesta í öðrum hagkerfum, sérstaklega í Bandaríkj­ unum og í Afríku. Er ástæða til að óttast? Kínverjar hafa rakað að sér banda­ rískum ríkisskuldabréfum undanfar­ in ár og nú upp á síðkastið hafa þeir sankað að sér hlutafé í bandarískum einkafyrirtækjum. Áhyggjufullir hagfræðingar benda á að þetta geri bandaríska hagkerfið mjög viðkvæmt fyrir og óttast að Kínverjar geti nýtt sér stöðu sína til að spilla samkeppn­ isstöðu og stöðugleika Bandaríkj­ anna. Samskipti ríkjanna tveggja hafa verið þvinguð undanfarið. Kínverjar hafa krafist þess að dregið verði úr áhrifum bandaríkjadals í alþjóðasam­ skiptum og að jafnvel verði tekinn upp nýr alþjóðlegur gjaldmiðill sem nota megi sem varaforða. Þá hafa Banda­ ríkjamenn og fleiri þjóðir sakað Kín­ verja um að halda gengi kínverska jú­ ansins óeðlilega lágu til þess að bæta samkeppnisstöðu kínverska útflutn­ ingsgeirans á kostnað Vesturlanda. Ekki bætti síðan úr skák að Banda­ ríkjamenn seldu Taívan vopn og Obama Bandaríkjaforseti tók á móti Dalai Lama í Hvíta húsinu. Fátt fer jafnmikið fyrir brjóstið á Kínverjum og alþjóðlegur stuðningur við sjálf­ stæðisbaráttu Taívana og Tíbeta. Efnahagslegar árásir á hagkerfi Bandaríkjanna væru hins vegar óheillaráð fyrir Kínverja sjálfa. Þeir eiga stærsta gjaldeyrisvaraforða í heimi – hann nam um 270 billjónum (270 milljónum milljóna) í mars sl., og mikill hluti þess sjóðs liggur í Banda­ ríkjadölum. Að auki myndi bandarísk kreppa stórlækka útflutningstekjur Kínverja af Bandaríkjamarkaði. Kín­ verjar geta því ekki grafið undan hag­ kerfi Bandaríkjanna án þess að ógna eigin stöðugleika. Kína viðkvæmt fyrir sveiflum „Það er kínverskum stjórnvöldum mjög mikilvægt að halda kröftugum vexti áfram og forðast efnahagssveifl­ ur,“ segir Marc Lantaigne, prófessor við Victoria­háskólann í Wellington á Nýja­Sjálandi, sem hefur skrifað um fríverslunarviðræður Íslands og Kína. Kínverjar hafa búið við mikinn hag­ vöxt undanfarin ár. Jafnvel á síðasta ári, þegar flestar vestrænar þjóðir máttu þola neikvæðan hagvöxt, óx þjóðarframleiðsla Kínverja um 8,5 prósent. „Vissulega hafa Kínverjar hug á að láta meira til sín taka á al­ þjóðavettvangi, meðal annars með því að krefjast þess að kínverski gjald­ miðillinn njóti meiri áhrifa. Þeirra Peningar og völd Kínverja Í þeim Afríkuríkjum sem eiga auð­ lindir í jörðu er ekki bara líklegt að vegirnir að námunum og olíulindun­ um séu kínverskir. Það er líklegt að stór hluti vegakerfisins sé kínversk­ ur. Að auki gætu Kínverjarnir hafa byggt þó nokkur sjúkrahús í landinu, lagt járnbrautarteina, byggt skóla og lagt fé í allrahanda uppbyggingar­ verkefni. Hvað fá þeir í staðinn? Vil­ yrði fyrir námagreftri, olíuborun, skógarhöggi eða nýtingu annarra auðlinda sem stærsta þjóð heims á ekki í nægilegu magni innan eigin landamæra. Vesturlönd hafa gagnrýnt þessi þróunarverkefni Kínverja á þeim for­ sendum að með því að eiga viðskipti við verstu einræðisherra framlengi þeir neyðarástand og stríð í þessum löndum. Að auki séu verkin öll unnin af kínverskum fyrirtækjum þannig að mjög lítið skili sér inn í hagkerfi viðkomandi lands. Kínverska þróunarmódelið byggt á viðskiptasjónarmiðum Kínverjarnir skipta sér ekki af stjór­ nmálum landanna þar sem þeir vinna; ekki frekar en þeir kæra sig um að önnur lönd fetti fingur út í þeirra eigin stjórnskipulag. Hins vegar þýðir þessi aðferðafræði líka að fólkið í landinu sér yfirleitt skjót­ an mun til hins betra á innviðum samfélagsins. Svo rammt kveður að auðlinda­ þorstanum að Kínverjar hika ekki við að ráðast til verks í einu af talib­ anahéruðum Afganistans þar sem ríka koparæð er að finna. Það eru ekki einungis helstu nauðsynjar, eins og olía, kol og timbur, sem Kínverjar eru á höttunum eftir, heldur einnig hráefni sem þeir þurfa til að viðhalda útf lutningsframleiðslunni. Þeir hugsa sér til dæmis gott til glóðar­ innar að byrja liþíumvinnslu í Afgan­ istan. Liþíum er efni sem er nauðsyn­ legt í rafhlöður fyrir farsíma, tölvur og annan slíkan rafbúnað.  EfnhAgsstórvEldið í Austri styrkir stöðu sínA Uppbygging í skiptum fyrir auðlindir Þróunarstarfið gengur út á að tryggja Kína allt sem þarf til að reka 1.330 milljóna manna samfélag. VINAFUNDUR Meles Zenawi, forsætisráð- herra Eþíópíu, heilsar Hu Jintao, forseta Kína, á kín- versk-afrískum leiðtogafundi um þróunar- mál og við- skiptatengsl. Lósmynd/Getty Sú stefna kín- verskra yfir- valda að hver hjón megi ekki eignast nema eitt barn mun á næstu tíu til fimmtán árum leiða til þess að sjálfkrafa dregur úr hagvexti, þar sem vinnuaflið eldist og færri bætast í hópinn. Efnahagsákvarð- anir kínverskra stjórnvalda í dag verða að taka mið af þessari framtíðarsýn. Kínverjar koma vel undan kreppunni og hafa fjárfest af kappi á alþjóðavettvangi. Margir óttast að kínverska útrásin sé markviss leið til að auka pólitísk áhrif Kína á kostnað Vestur- landa og verjast gagnrýni á mannréttindabrot. Óþarfa tor- tryggni, segja aðrir. 22 fréttaskýring Helgin 15.-17. október 2010

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.