Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Side 4
MIÐVIKudagur 16. MaÍ 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Varðskip leggur dufl Varðskipsmenn á Ægi hafa að undanförnu lagt fimm hlustun- ardufl í hafið á ferð sinni um ís- lensku efnahagslögsöguna. Duflin eru ætluð til að hlusta eftir jarð- skjálftum og hvalaferðum. Landhelgisgæslan hefur unnið við duflalagninguna fyrir Jarðvís- indastofnun Háskóla Íslands og Bandarísku haffræði- og veður- stofnunina. Starfsmenn Jarðvís- indastofnunar nota duflin til að staðsetja jarðskjálfta betur en áður hefur verið hægt. Líffræð- ingur hjá Bandarísku haffræði- og veðurstofnuninni nýtir duflin svo við hvalaeftirlit. Hann hefur sérhæft sig í að greina hljóð hvala eftir tegundum og jafnvel ein- staklingum innan sömu tegundar. Rafmagnslaust hjúkrunarheimili Rafmagnslaust varð í Graf- arvogi í um tuttugu mínútur, rétt um klukkan hálf tólf í gær. Bilanavakt Orkuveitu Reykja- víkur segir ekki ljóst hvað olli. Rafmagnslaust varð á hjúkrun- arheimilinu Eir. Þar voru eldri borgarar á leið í hádegismat. „Þetta var dálítið bagalegt vegna þess að fólkið þarf að nota lyftur til þess að fara í matsalinn. Við brugðumst við með því að bera göngugrindurnar fyrir þau,“ segir Guðjón Emilsson, starfs- maður á Eir. Hann segir vist- menn marga hafa verið hugrakka og notað lyfturnar strax að snæð- ingi loknum. Fiskistofa ákvað að aðhafast ekkert þrátt fyrir að telja sig hafa upplýsingar um kvóta- svindl hjá G.P.G. fiskverkun á Húsavík. Þórður Ásgeirsson Fiskistofustjóri segir fyrir- tækið hafa fengið áminningu. Gunnlaugur Hreinsson framkvæmdastjóri G.P.G. kann- ast ekki við afskipti Fiskistofu af fyrirtækinu. SVINDLAÐ MEÐ KVÓTA EN EKKERT AÐHAFST Fiskistofa komst á snoðir um ranga vigtun á afla hjá G.P.G. fiskverkun á Húsavík og ákvað að aðhafast ekk- ert. DV hefur undir höndum bréf frá Fiskistofu til G.P.G. fiskverkunar þar sem greint er frá brotum á lög- um um vigtun sjávarafla frá haust- inu 2004 fram á sumar ársins 2005. „Í ljósi atvika allra í máli þessu hef- ur Fiskistofa ákveðið að grípa ekki til frekari aðgerða að sinni,“ segir í nið- urlagi bréfsins, sem undirritað er af Hrefnu Gísladóttur, lögfræðingi hjá Fiskistofu. Minniháttar brot Fiskistofustjóri, Þórður Ásgeirs- son, segir að hér hafi aðeins ver- ið um áminningu til viðkomandi fyrirtækis að ræða. „Þarna stóðu menn ekki hundrað prósent rétt að því að vigta. Það var vigtað en ekki var rétt að því staðið. Við áminnum ef um er að ræða minniháttar brot,“ segir Þórður. Níels Ársælsson sjómaður full- yrðir á bloggsíðu að starfsmaður G.P.G. fiskverkunar hafi gefið ítar- lega skýrslu hjá ríkislögreglustjóra um stórfellt kvótasvindl fyrirtækis- ins á árunum 2001 til 2007. Níels segir fulltrúa Fiskistofu hafa verið viðstadda þessar yfir- heyrslur. Þórður fiskistofustjóri segir þessar fullyrðingar vera uppspuna, þessar yfirheyrslur hafi aldrei farið fram. Hann segir skrif Níelsar ekki vera svaraverð. Stangast á Gunnlaugur Hreinsson, fram- kvæmdastjóri G.P.G. fiskverkunar, kannast ekki við afskipti Fiskistofu af fyrirtæki sínu. „Það eru náttúrulega til sögu- sagnir um öll félög. Það hefur aldrei komið upp eitt einasta mál varð- andi kvótasvindl hjá G.P.G.,“ segir Gunnlaugur. Hann segir menn hafa gert full lítið úr Fiskistofu í þeirri umræðu um svindl með kvóta sem fór af stað í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringa- þáttarins Kompáss um málið. „Stundum þegar svona skítkast fer af stað þá stafar það af öfund eða öðrum persónulegum ástæðum. Ég tek þessum fréttum með fyrirvara. Þetta voru pólitískar fréttir,“ segir Gunnlaugur. Sex ára svindl Í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld var greint frá stórfelldu kvótasvindli hjá fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi. Sagt var frá vitnisburði um að fyrir- tækið hafi landað eitt þúsund tonn- um af fiski fram hjá vigt í sex ár. Verð- mæti þessa afla er talið geta verið meira en 1.500 milljónir króna. Þess- ari frétt ber í mörgum atriðum sam- an við fullyrðingar Níelsar Ársæls- sonar. Gunnlaugur Hreinsson segir að Fiskistofa fylgist bæði með innkaup- um og útflutningi hjá fiskvinnslu- fyrirtækjum til þess að athuga hvort samræmi sé þarna á milli. Fiskistofu- stjóri segir að ávallt sé reynt að passa upp á að menn svindli ekki. „Það gefur auga leið að það eru alltaf ein- hverjir sem svindla. Sumum náum við, öðrum ekki.“ SiGtryGGur Ari jóHAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Tölvuleiktækjasalur býður viðskiptavinum sínum upp á sérstakt reyksvæði: Óvissa um lögmæti reyksvæðis „Að sjálfsögðu ætlum við að skoða þetta. Við höfum ekki fengið ábend- ingar til okkar fram til þessa en ég á von á því að við kíkjum á þetta mjög fljótlega,“ segir Rósa Magnúsdótt- ir, deildarstjóri hollustuhátta Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur. Tölvuleiktækjasalurinn Ground Zero við Ingólfstorg býður viðskipta- vinum sínum upp á sérstaka reyk- aðstöðu á annarri hæð hússins. Að sögn rekstraraðila er aldurstakmark fyrir aðgangi í reykrýmið og leggja starfsmenn sig fram við að framfylgja því. Stór hluti viðskiptavina stað- arins eru ungmenni og ósáttir for- eldrar hafa kvartað yfir því að börn þeirra hafi fengið að reykja á staðn- um. Rekstraraðili útilokar ekki að einhver þeirra kunni að hafa kom- ist inn í reykaðstöðuna. Svið tóbaks- varna Lýðheilsustöðvar og samtök Heimilis og skóla mótmæla harðlega að boðið sé upp á slíka reykaðstöðu þar sem unglingar venja komu sína á. Slíkt geti aukið reykingar og skap- að hópþrýsting sem leiði til þess að ungmenni byrji að reykja. Rósa ítrekar að Heilbrigðiseftirlit- ið fari í það að skoða þetta tilvik. Að- spurð bendir hún á að veitingastað- ir hafi hingað til haft heimild til að bjóða upp á reykaðstöðu en sú heim- ild rennur út um næstu mánaðamót. „Ef þeir fara eftir reglunum er ekk- ert út á þetta að setja. Það er svo aft- ur á móti spurning hvort þessi staður megi vera með svona reyksvæði þar sem hann er ekki skráður með veit- ingaleyfi,“ segir Rósa. trausti@dv.is umdeild reykaðstaða Heilbrigðiseftirlit reykja- víkur skoðar fljótlega lög- mæti þess að ground Zero bjóði reykaðstöðu á stað sem ungmenni sækja og hefur ekki veitingaleyfi. Kvótasvindl upplýst hefur verið um kvótasvindl þar sem steinbítur var settur efst í kör til þess að breiða yfir þorsk sem veiddur var án aflaheimilda. „Stundum þegar svona skítkast fer af stað þá stafar það af öfund eða öðrum persónulegum ástæðum. ég tek þess- um fréttum með fyrir- vara. Þetta voru póli- tískar fréttir.“ Skilaboð frá Fiskistofu „...telur Fiskistofa að brotið hafi verið gegn lögum og reglum um vigtun sjávarafla við vigtun og skráningu afla sem landað var á Húsavík og fluttur var til endurvigtunar hjá g.P.g. fiskverkun ehf. frá haustinu 2004 fram á sumarið 2005. Í ljósi atvika allra í máli þessu hefur Fiskistofa ákveðið að grípa ekki til frekari aðgerða að sinni en leggur fyrir yður að að gæta þess framvegis að fara í hvívetna að reglum um vigtun sjávarafla.“ Veraldarvinir hreinsa til Fjórtán sjálfboðaliðar, sem stýra starfi um fimm hundruð annarra sjálfboðaliða í sumar, hafa unnið í Grasagarði Reykja- víkur að undanförnu. Sjálfboðaliðarnir eru úr hópi Veraldarvina, evrópskra samtaka sem vinna að umhverfismálum víða í heiminum. Hér vinna þeir að hreinsun strandlengjunnar, planta trjám og leggja göngu- stíga. Sjálfboðaliðarnir sem voru að störfum í Grasagarði Reykjavíkur verða hópstjórar fimm hundruð sjálfboðaliða sem vinna að því í sumar að hreinsa strandlengju Austfjarða ásamt því að fást við önnur verkefni. Hópstjórarnir dvelja hér í hálft ár en aðrir sjálf- boðaliðar verða hér skemur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.