Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Page 11
DV Fréttir miðvikudagur 16. maí 2007 11 erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Mikil bjartsýni ríkir í pólsku efna- hagslífi þessa dagana. Pólland, í samstarfi við Úkraínu, vann kapp- hlaupið um að halda Evrópukeppn- ina í knattspyrnu árið 2012 og nú heyrast raddir þess efnis að Pólverjar ættu að sæta lagi og taka upp evruna í stað hins pólska zloty, gjaldmiðils landsins. Nýjustu fregnir herma að möguleiki sé á að evran gæti orðið gjaldmiðill landsins áramótin 2011 og 2012. Vaxtaverkir landsins gætu þó orðið almúganum ofviða með hækkandi verðlagi og verðbólgu. Næsta skref innan ESB Pólland hafði ekki verið sjálfstætt í nema innan við ár þegar stjórnvöld hófu undirbúning að aðildarviðræð- um við Evrópusambandið árið 1990. Næstu árum varði Pólland með- al annars í að styrkja samningstöðu sína og aðlaga efnahagskerfi lands- ins að evrópsku umhverfi. Árið 1997 bauð ESB Póllandi, Tékklandi, Ung- verjalandi, Slóveníu, Eistlandi og Kýpur til formlegra aðildarviðræðna sem tóku mörg ár en urðu að lok- um til þess að Pólland varð fullgildur meðlimur ESB árið 2004. Ef Pólland tekur upp evruna verð- ur landið að uppfylla fjöldamörg efnahagsleg skilyrði sem sett eru til að tryggja efnahagslegan stöðug- leika sambandsins. Meðal annars verður verðbólga að vera lág til lengri tíma auk þess sem skuldir ríkisins verða að vera minna en þrjú prósent af vergri landsframleiðslu. Fjármála- ráðuneyti landsins hefur lýst því yfir að landið ætti að geta uppfyllt þessar kröfur á árinu 2009. Mikill hagvöxtur Pólska hagkerfið er það hagkerfi sem vex hvað hraðast í Evrópu. Evr- ópukeppnin í knattspyrnu árið 2012 mun að öllum líkindum viðhalda hagvextinum til lengri tíma þar sem ríkið getur byggt afkomu sína á hækkandi skatttekjum í kjölfar auk- inna framkvæmda og afleiddrar starfsemi. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs jókst verg landsframleiðsla Pól- lands um sjö prósent og spáð er að vöxturinn haldist í fimm prósentum næstu fimm árin. Auk þess gerir fjár- málaráðuneyti landsins ráð fyrir 20 prósenta aukningu í fjárfestingum á þessu ári. Forsætisráðherrann er svartsýnni Jaroslaw Kaczynski forsætisráð- herra Póllands vill stíga varlega til jarðar til að koma í veg fyrir óðaverð- bólgu og ofsaverðhækkanir. Hann segir í samtali við The Warsaw Voice Online að Evrópukeppnin í knatt- spyrnu sé ekki nægileg ástæða til að flýta upptöku evrunnar. Kaczynski leggur áherslu á að stjórnvöld skoði allar efna- hagslegar afleiðingar þess að taka upp nýja mynt til að koma í veg fyrir mistök og óreiðu. Forsætisráð- herrann telur víst, í ljósi reynslu annarra aðildar- landa, að verðlag muni hækka í kjölfarið en slík- ar breytingar fara sér- staklega illa í alþýðu þar sem kaupmáttur Pólverja hefur verið í veikara lagi í töluverðan tíma. Evran og Evrópukeppnin haldast í hendur Framámenn í viðskipta- og efna- hagslífi Póllands hafa sent stjórn- völdum og seðlabanka landsins beiðni um að evran verði tekin upp hið fyrsta. Þessi hópur telur að ef sú gríðarlega uppbygging sem sé óhjákvæmilegur und- anfari þess að halda Evr- ópukeppn- ina í knatt- spyrnu verði vel skipulögð og framkvæmd geti hún orðið til þess að skjóta Póllandi inn í framvarðasveit Evrópu og gera land- ið gjaldgengt meðal áhrifameiri og félagslega þróaðri þjóða auk þess að auka lífsgæði íbúa landsins um allan helming. Fyrirtækin núa saman lófunum Það er ljóst að gríðarleg uppbygg- ing mun eiga sér stað í samgöngum, þjónustu og ferðamannaiðnaðinum í Póllandi næstu árin. Því telja hag- fræðingar og forsvarsmenn fyrirtækja mikilvægt að evran verði tekin upp til að greiða fyrir innkomu erlendra fjárfesta og þar með erlends fjár- magns. Fyrirtæki landsins bú- ast við miklum gróða og hafa verið að þrýsta á stjórnvöld að leysa um höft í löggjöf til að auðvelda fyrir- tækjum að framkvæma hratt og örugglega án of mikilla afskipta og skrifræðis stjórnvalda. Fengu Fótboltann og vilja evruna blaðamaður skrifar: skorri@dv.is Skorri GíSlaSoN Framámenn í efnahagslífi Póllands vilja nota Evrópukeppnina í knattspyrnu sem stökkpall inn í Evrópu hinna ríku. Þeir vilja að landið taki upp evruna í stað zlotys til að hraða uppbyggingu landsins. Pólverji fagnar mikil fagnaðarlæti brutust út þegar ljóst var að Pólland og Úkraína halda Evrópukeppnina í knattspyrnu árið 2012. Nýir knattspyrnuvellir mikil uppbygging mun eiga sér stað á knattspyrnuvöllum, samgöngum og ferðaþjónustu í Póllandi næstu árin nýir seðlar árið 2009 Danir taka í notkun nýja peningaseðla árið 2009. Öllum seðlum skal skipt út og er um að ræða seðla frá fimmtíu krón- um upp í eittþúsund krónur. Þema seðlanna verður brýr og hlutverk þeirra í að tengja sam- an landshluta sem og fortíð og nútíð. Það er listamaðurinn Kar- in Birgitte Lunds sem hannar seðlana og var hugmynd hennar valin úr hópi átta hugmynda. Byrjað verður að skipta út göml- um seðlum árið 2009. Vladimír Pútín hefur farið mikinn á alþjóðavettvangi upp á síðkastið: Volgt stríð í uppsiglingu Enn einu sinni hafa bandarísk og rússnesk stjórnvöld sett samskipti ríkjanna í uppnám og hafa löndin auk þess náð að flækja Evrópusambandið í málið. Condoleezza Rice innanríkisráð- herra Bandaríkjanna fullyrti við Vlad- imír Pútín Rússlandsforseta á fundi í Moskvu í gær að bandarísk stjórn- völd muni ekki taka það í mál að veita Rússlandi einhvers konar neitunar- vald gegn uppbyggingu eldflauga- varna í Evrópu. Rice bendir á að Rúss- ar ráði yfir þúsundum eldflauga og nokkrar slíkar staðsettar í Póllandi og ratsjárkerfi í Tékklandi muni ekki ógna Rússum á nokkurn hátt. Pútín, sem hefur farið mikinn upp á síðkastið í að auka völd og mátt Rússlands á alþjóðavettvangi, hefur á móti neitað að fella niður skatta á flug bandarískra flugvéla inn í flug- helgina yfir Síberíu, sem skilar tæp- um þrjátíu milljörðum í ríkiskassann á ári. Ennfremur hefur Pútín neitað að samþykkja orkusáttmála Evrópu- sambandsins þar sem aðildarlönd- unum er gert kleift að taka þátt í fram- tíðarskipulagi á gas- og olíuleiðslum landsins inn í Evrópu. Rússar lentu nýlega í deilu við Eistlendinga um brottflutning minnismerkis um lok síðari heimsstyrjaldarinnar og einn- ig við Pólverja um innflutning á kjöti sem varð til þess að allar þjóðir stóðu eftir með beiskt bragð í munninum. Eftir að Pútín gagnrýndi opinberlega utanríkisstefnu Bandaríkjanna, sem hann sagði þvinga vilja sínum upp á heiminn, í febrúar síðastliðnum þá hafa samskipti landanna verið í lág- marki og er Rice æðsti bandaríski embættismaðurinn sem hefur sótt Rússland heim síðan í febrúar. Pútín, sem er á síðara kjörtímabili sínu sem forseti, virðist vera að stýra landinu inn í volgt stríð við bæði Evrópusam- bandið og Bandaríkin. Vladimír Pútín Ósáttur við áform bandarískra stjórnvalda um eldflaugavarnir. Slagsmál eða ekki slagsmál Lögreglan í Tallinn fann nýverið drukkinn og slasaðan mann í miðborginni. Maður- inn, sem að sögn Daily Baltic News heitir Anatoli Sorokin, var blóðugur og ringlaður og sagð- ist vera þingmaður í Dúmunni, rússneska þinginu. Lögreglan bauð fram aðstoð sína sem maðurinn neitaði og var honum þá komið fyrir á sér- stökum stað fyrir ofurölvað fólk til frekari aðhlynningar. Síðar komst lögregla að því að maður- inn var sérfræðingur í erlendum málefnum innan borgarstjórn- ar Moskvuborgar og var sóttur af rússneska embættinu eftir að hafa sofið úr sér. Síðar lýsti borgarstjórn Moskvu því yfir að maðurinn hefði hlotið meiðsl- in eftir misþyrmingar eistnesku lögreglunnar. Fyrsta vandamál forsetans nýja Nýkjörinn Frakklandsfor- seti, Nicolas Sarkozy, tekst þessa dagana á við sitt fyrsta stór- vandamál í innanríkismálum. Ekki eru það óeirðir, verkföll eða spilling ráðherra heldur á hann í vandræðum með eiginkonu sína. Hin 49 ára Cecilia Sarkozy tók þátt í sigurgleði bóndans þegar úrslitin lágu fyrir en hún tók afar takmarkaðan þátt í kosningabaráttunni að öðru leyti. Nú er svo komið að marg- ir Frakkar stórefast um að hún muni leika hlutverk „eiginkonu númer eitt,“ eins og frú forsæt- isráðherra er einatt kölluð. Árið 2005 skildu þau að skiptum og náðust myndir af þeim báðum með öðrum elskhugum. Cecilia Sarkozy hefur lýst því yfir að hún hafi lítinn áhuga á fyrrgreindu hlutverki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.