Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2007, Síða 32
Innflutningur á sjöundu bók- inni um töfradrenginn Harry Pott- er er í óvissu vegna þess að Eim- skip, sem flytur inn flestar bækur til landsins, hefur neitað að flytja bók- ina til landsins áður en hún fer í al- menna sölu. Fyrirtækinu var gert að skrifa undir samning þess efnis að það verði bótaskylt ef sannast á það að efni bókarinnar hafi lekið út til al- mennings á meðan farmurinn með bókunum er í þeirra umsjá. Blooms- bury, útgefandi Harry Potter-bók- anna í Bretlandi, krefur alla bóksala og flutningsaðila um að skrifa undir slíkt samkomulag. Eysteinn Björnsson bóksali hjá Bóksölu Stúdenta furðar sig á þessu. „Þetta er heilmikið skjal sem allir sem koma að innflutningi og dreif- ingu á bókunum þurfa að skrifa und- ir. Ég setti mig í samband við Eimskip í Bretlandi til þess að fá staðfest að þeir hefðu neitað að skrifa undir og ég fékk þau skilaboð að lögfræðing- ar þeirra hefðu ráðlagt þeim að skrifa ekki undir.“ Óvanalegt er að flutnings- og sölu- aðilar þurfi að skrifa undir slík skjöl. Eysteinn segir bækurnar um Harry Potter vera sér á báti með þetta. „Það er öllum sama þegar bækurnar eru ekki um Harry Potter. Bóksala stúd- enta hefur oft fengið bækur til sölu áður en þær eru gefnar út erlendis og við höfum vanalega sett þær í sölu. Harry Potter er algjörlega einstakur í þessu samhengi, ef það spyrðist út að Harry Potter myndi deyja í bók- inni þá myndi það hafa veruleg áhrif fyrir útgefendur hennar.“ Ákvörðun Eimskipa hefur þau áhrif að bóksalar sem vilja selja bók- ina frá fyrsta útgáfudegi þurfa að leita annarra leiða til þess að fá bókina í tæka tíð. Bloomsbury hefur þegar mælt með því að innflutningsaðilinn Jónar flytji bókina inn, en fyrirtækið hefur sagst tilbúið til þess að skrifa undir samninginn. Eysteinn segist þó ekki missa svefn yfir því þótt hann fái bókina seinna í hendur. „Kúnnarnir mínir koma ekki til með að standa í röðum til að fá fyrsta eintakið af bókinni. Við skulum bara vona að Harry Pott- er þurfi ekki á Eimskipum að halda til þess að bjarga heiminum í þetta skiptið.“ valgeir@dv.is Fyrirtækið Formaco er til rækilegr- ar skoðunar hjá Vinnumálastofnun vegna þess að erlendir starfsmenn á þeirra vegum finnast ekki á skrám hér á landi. Að minnsta kosti tveir Lithá- ar hafa starfað á vegum fyrirtækisins í hálft annað ár án þess að um þá finn- ist nokkrar upplýsingar í kerfinu. Sam- kvæmt heimildum blaðsins hafa þeir ekki íslenska kennitölu, hafa ekki ver- ið tilkynntir til Vinnumálastofnunar og ekki hafa verið greidd opinber gjöld af launum þeirra. Undanfarið hafa Litháarnir tveir starfað við að reisa mikið iðnaðarhús- næði á Akranesi. Fyrirtækið hefur gef- ið upp ellefu starfsmenn frá Litháen en enginn þeirra kemur fram hjá Hag- stofu Íslands yfir einstaklinga með ís- lenska kennitölu. Samkvæmt upplýs- ingum frá ríkisskattstjóra finnast ekki upplýsingar hjá embættinu yfir opin- ber gjöld vegna mannanna. Til vandlegrar skoðunar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verka- lýðsfélags Akraness, heimsótti starfs- stöð Litháanna og hefur út á margt að setja í málefnum þeirra. „Ég fer ekk- ert ofan af því að þetta er hið versta mál. Mennirnir vinna hvern einasta dag vikunnar en þeir eru hvergi til í ís- lenska kerfinu. Engin kennitala er til, þeir eru ekki skráðir hjá Vinnumála- stofnun og engin opinber gjöld eru greidd af launum þeirra hér á landi,“ segir Vilhjálmur. Unnur Sverrisdóttir, forstöðumaður stjórnsýslusviðs Vinnumálastofnunar, staðfestir að málefni fyrirtækisins séu til umfjöllunar hjá stofnuninni. Hún segir ábendingar hafa borist vegna fyrirtækisins. „Það er alveg ljóst að við erum með þetta fyrirtæki til vandlegrar skoðunar. Við erum ekki búin að ljúka þeirri athugun og því erfitt að staðfesta nákvæmlega hvernig þessu er háttað. Við höfum óskað eftir ýmsum gögnum frá fyrirtækinu og munum skoða þetta vel,“ segir Unnur. Skekkir samkeppnisstöðu Aðspurður segir Vilhjálmur mennina hafa starfað hér á landi í hálft annað ár. Hann bendir jafnframt á að þeir segist fá laun sín greidd inn á reikning í heimalandi sínu. „Mennirnir segja mér að þeir hafi starfað hér á landi í hálft annað ár og að þeir fái greidd laun inn á reikning í heimalandi sínu. Þessir menn eru bara ekki til og greinilegt að forsvars- menn fyrirtækisins eru að reyna að koma sér framhjá kerfinu,“ segir Vil- hjálmur. „Þegar hlutunum er hag- að með þessum hætti þá skekkir það alla samkeppnisstöðu á markaði. Fyr- irtækin sem koma sér hjá öllum op- inberum gjöldum eiga inni tugi pró- senta sem þau geta nýtt til undirboða í verk. Þeirra svör eru hins vegar í þá veru að allt sé klappað og klárt. Ég get hins vegar ekki séð að svo sé.“ Ekki fengust svör frá forsvarsmönnum Formaco við vinnslu fréttarinnar. miðvikudagur 16. maí 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 FréTTaSkoT 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Kjósendur eru að verða sturlaðir... LITHÁAR VINNA ALLA DAGA EN ERU HVERGI TIL Á SKRÁ Formaco rannsakað vegna starfsmanna sem hafa hvergi verið skráðir: Harry Potter og félagar Fá ekki að sigla með Eimskipum til Íslands í tæka tíð. Fór út af og lenti á brúarhandriði Engan sakaði þegar sendi- bíll með kerru í eftirdragi lenti utan í brúarhandriði á Borgar- fjarðarbrúnni um klukkan þrjú í gær. Lögreglan á staðnum þurfti að loka brúnni í tvígang vegna þess að timburfarmur í kerrunni dreifðist um veginn. Að sögn lögreglu í Borgarnesi var orsök slyssins líklega sú að kerran hafi verið vitlaust hlaðin eða ofhlaðin. Lögregla telur mildi að brúarhandriðið hafi haldið við áreksturinn. Sturla strikaður út Nær 300 kjósendur Sjálfstæð- isflokksins í Norðvesturkjördæmi strikuðu yfir nafn Sturlu Böðvars- sonar samgönguráðherra, sem skipaði fyrsta sæti listans, eða færðu hann neðar á listann. Það þýðir að tólfti hver kjósandi listans hafi strik- að hann út eða fært niður eða ríflega 6 prósent. Þetta hefur þó ekki áhrif á sætaskipun. Aðrir þingmenn sem nokkuð var strikað yfir voru þeir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, og Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það var þó nokkuð af útstrik- unum hjá okkur. Áberandi mest hjá Sturlu Böðvarssyni. Þessar upplýs- ingar liggja nú hjá landskjörstjórn- inni sem fer yfir málið,“ segir Jens Kristmannsson, fulltrúi yfirkjör- stjórnar Norðvesturkjördæmis. Falwell fallinn frá Jerry Falwell er fallinn frá. Hann er einn þeirra sem höfðu hvað mest áhrif á uppgang kristilegra afla í bandarískum stjórnmálum upp úr 1980 og fram á okkar dag. Falwell fannst meðvitundarlaus á skrifstofu sinni í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var lýstur látinn eftir að læknum mistókst að lífga hann við. Falwell var tvisvar nær dauða en lífi vegna heilsubrests árið 2005 og átti lengi við hjartasjúkdóm að stríða. Stjórnmálamenn á hægrivæng bandarískra stjórnmála leituðu mjög eftir stuðningi hans. Hann studdi meðal annars við bakið á Ronald Reagan í forsetakosningun- um 1980 og 1984 og meðal þeirra sem hafa leitað til hans undanfarið er John McCain, sem sækist eftir útnefningu repúblikana fyrir for- setakosningarnar á næsta ári. TrauSTi HaFSTeinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Mennirnir ekki til Formaður Verkalýðs- félags Akraness furðar sig á stöðu mannanna. ÓSLESIÐ Sýknaðir af nauðgunarákæru Þrír unglingspiltar voru í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær sýknaðir af ákæru um nauðgun. Óumdeilt þótti að hinir ákæru hefðu haft samræði við stúlkuna sem kærði þá, en þeim var gefið að sök að hafa hagnýtt sér að hún væri ein með þeim í íbúð og ekki átt sér undankomu auðið. Stúlkan var sextán ára þegar þetta átti sér stað en piltarnir á sautjánda og átjánda ári. Piltarnir neituðu því að hafa nauðgað stúlkunni og sögðu hana hafa sjálfviljuga haft við þá samfarir. Sakarkostnaður að upphæð rúmlega sjöhundruð fjörutíu og fimmþúsund krónur greiðist úr ríkissjóði. Harry Potter fær ekki far Eimskip neitar að flytja inn nýjustu Harry Potter-bókina: aftur á heimaslóðir Helgi Tómasson, stjórnandi San Francisco-balletsins, sótti Vestmannaeyjar heim í gær. Þar fæddist hann og bjó fyrstu æviárin. Með Helga í för var Ólafur Ragnar Grímsson og skoðuðu þeir margt það besta sem Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða. DV-mynd Gúndi Grunur en engin sönnunargögn Portúgalska lögreglan rannsakar hvort breskur maður sem býr í Alg- arve hafi rænt Madeleine McCann, fjögurra ára stúlku sem var numin á brott af hótelherbergi þar sem hún dvaldi ásamt foreldrum sínum. Lögregluna grunar að hinn 33 ára gamli Robert Murat hafi rænt stúlkunni en talsmenn lögreglunn- ar viðurkenna að þeir hafi engin sönnunargögn sem duga þeim til að handtaka manninn. Sjálfur neitar hann því að hafa nokkuð með ránið á stúlkunni að gera og segist hafa verið gerður að blóraböggli fyrir eitt- hvað sem hann hafi ekki gert. Ekki er vitað hvort Madeleine sé lífs eða liðin. Á morgun verða liðnar tvær vikur síðan hún hvarf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.