Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 4
Bjórsala hefur aukist hér á landi síð- ustu mánuði eftir að flestir af stærri bjórframleiðendunum fóru að bjóða upp á magnpakkningar af bjór. Í flestum Vínbúðum ÁTVR er ein- göngu hægt að kaupa sumar bjórteg- undir í 10 eða 12 bjóra pakkningum. Þessi breyting hefur aukið bjórsöl- una, sérstaklega á þeim tegundum sem breytt hafa yfir í magnpakkning- ar. Nýju pakkningarnar eiga aðeins við um dósabjór og hafa þær orðið til söluaukningar á bjór í dósum. Í fæstum Vínbúðum er nægjanlegt rými til að bjóða allar bjórtegundir í bæði stykkjatali og magnpakkning- um. Í þeim tilvikum er aðeins boð- ið upp á magnkassa þó svo að við- skiptavinir hafi ávallt heimild til að opna pakkninguna og taka einingar úr. Það eru einfaldlega ekki allir sem standa í slíku. Rennur út eftir breytingu Þorgeir Baldursson, verslunar- stjóri Vínbúðar ÁTVR í Spönginni, staðfestir að sala bjórs hafi aukist eft- ir að magnpakkningar á bjór komu til sögunnar. Hann segir að sífellt fleiri bjórtegundum sé pakkað með þess- um hætti. „Fram til þessa hefur svo- kallaður six-pakk verið ráðandi. Einn danskur bjórframleiðandi tók upp á því að bjóða upp á magnpakkn- ingu og stórjók sölu sína. Í kjölfarið fóru hinir framleiðendurnir að gefa þessu auga náttúrulega og gripu til sama ráðs. Þetta er ekkert annað en söluhvetjandi enda höfum við merkt aukna sölu á bjór, einkum á þeim tegundum þar sem breytt hefur verið um pakkningar,“ segir Þorgeir. „Þetta er heilmikil sölubrella og við höfum séð tegundir sem seld- ust ekkert sérlega vel rjúka út eft- ir að breytt var í magnpakkningu. Í raun er sölueiningin hjá okkur einn bjór og þú mátt raunverulega rífa upp pakkninguna og taka það sem þú vilt. Það er samt ekki mikið gert og flestir kippa með sér kassanum. Það er eingöngu í sumum verslun- um sem við náum að hafa bjórinn í stykkjatali líka en það er ekki hægt alls staðar. Þá er bara magnpakkning í boði og ekki allir sem hafa kjark- inn í sér að rífa upp kassann. Þá sitja menn uppi með magnið og auðvitað er það sölutrikk hjá framleiðendun- um að pakka þessu svona.“ Ánægjuleg aukning Hreiðar Jónsson, vörumerkja- stjóri bjórs hjá Vífilfelli, segir sölu bjórs merkjanlega hafa aukist eftir að magnpakkningar voru teknar upp á ákveðnum bjórtegundum fyrirtækis- ins. Hann hefur ekki áhyggjur af því að aukin sala bjórs leiði til aukinnar drykkju. „Það er alveg rétt að bjór hjá okkur hefur selst vel eftir að breytt var yfir í magnpakkningar, þó svo að við séum ekki með allar okkar tegund- ir í þessu. Þessi breyting hefur alveg áhrif og kaupendur taka frekar fleiri stykki. Það er líka auðvitað hægt að rífa úr kössunum og taka einingar,“ segir Hreiðar. „Því má ekki gleyma að þessum pakkningum fylgja mikil þægindi því þær passa vel inn í flest- ar tegundir ísskápa. Þannig er þægi- legt að kippa þessu með og fer betur um þetta í kælinum. Auðvitað hljóta allir sem eru í bissness að vilja auka sölu vörunnar og því er ánægjulegt að horfa á þessa auknu sölu. Ég held að það sé voðalega erfitt að halda því fram að magnpakkningarnar breyti neyslunni eða verði til þess að menn fari frekar á fyllerí.“ Þarf ekki að breyta neyslumynstri Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna Lýðheilsu- stöðvar, segir fyrirkomulagið ein- vörðungu til þess fallið að auka sölu á bjór. Hann segir gamla six-pakk- inn orðin að tólf-pakk. „Eðlilega tek- ur sala á bjór kipp þegar aðeins er hægt að kaupa hann í svona magn- pakkningum. Ég hef þá tilfinningu að fólk veigri sér við því að rífa upp slíkar pakkningar, þó svo að það þyki til dæmis fullkomlega eðlilegt með gospakkningar. Það þykir ekkert til- tökumál og það hefði ekki verið neitt mál að hafa sams konar pakkningu utan um sex bjóra,“ segir Rafn. „Hins vegar er mikilvægt að skoða þetta í samhengi. Aukin sala bjórs með þessum hætti þarf ekki endilega að hafa áhrif á neyslu- venjur þjóðarinnar. Það er ekki ör- uggt þó svo að það blasi við að þetta getur haft áhrif á ákveðna hópa og einstaklinga. Með þessu gætu þeir hugsanlega drukkið meira en þeir ætluðu sér þar sem fleiri freistingar eru fyrir framan viðkomandi. Þetta lítur þannig út að um markaðsbrellu sé að ræða og kaupendum stýrt inn á þá braut að kaupa meiri bjór. Þarna er síður en svo verið að hvetja til hófdrykkju þar sem sölumarkmið er haft að leiðarljósi.“ ÞRIÐJudaguR 29. MaÍ 20074 Fréttir DV „Eðlilega tekur sala á bjór kipp þegar aðeins er hægt að kaupa hann í svona magnpakkningum.“ Flestir bjórframleiðendur bjóða upp á magnpakkningar á flestum bjórtegundum sín- um. Fyrir vikið hefur bjórsala aukist. Í sumum Vínbúðum ÁTVR er eingöngu boðið upp á magnumbúðir. Rafn M. Jónsson, hjá Lýðheilsustöð, segir ljóst að með þessu sé ekki verið að hvetja til hófdrykkju. MARKAÐSBRELLA EYKUR SÖLU Á BJÓR TRausTi hafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Unglingarnir eru góðir nágrannar „Ég vil aðeins taka upp hansk- ann fyrir krakkana. Ég var kvíð- inn því að hafa gagnfræðaskóla nokkra metra frá mér en sá kvíði var ástæðulaus. Á þeim tíma sem ég hefi búið hér hef ég ekkert nema gott haft um nemendur skólans að segja,“ segir Hlynur Baldursson, íbúi við Réttarholts- veg. Dagmóðir sem starfar í ná- grenni við Réttarholtsskóla kvart- ar undan reykingum unglinga við skólann og á lóð sinni. Hún segir umgengni unglinganna ekki alltaf til fyrirmyndar. Skóla- stjóri skólans tók undir að um ákveðið vandamál væri að ræða. Hlynur er ekki sammála því að unglingarnir gangi illa um. „Bílaplanið okkar er sennilega snyrtilegasta planið í hverfinu að mínu mati. Og ég vil bara þakka nemendum Réttarholtsskóla fyr- ir að vera með betri nágrönnum sem ég hefi haft til þessa.“ InnlEndarFréttIr ritstjorn@dv.is Valgerður skipaði sendifulltrúana Valgerður Sverrisdóttir hef- ur skipað í embætti fjögurra sendifulltrúa í utanríkisþjónust- unni sem auglýst voru laus til umsóknar í Lögbirtingablaðinu þann 4. maí síðastliðinn. Það voru þau Anna Jóhannsdóttir, Bryndís Kjartansdóttir, Jón Erl- ingur Jónasson og Jörundur Val- týsson sem fengu embættin. Ekki þótti tilefni til þess að auglýsa þessar stöður annars staðar en í Lögbirtingablaðinu. Nýr utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, tók við ráð- herraembætti á fimmtudag. Bjórinn rýkur út Eftir að framleiðendur settu bjórtegund- ir sínar í magnumbúðir hefur sala aukist til muna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.