Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 27
Kvikmyndahátíðinni í Cannes lauk um helgina og hreppti leikstjórinn Christian Mungiu hnossið.
Gullpálminn fór til Rúmeníu
Það var rúmenska kvikmynd-
in 4 Months, 3 Weeks and 2 Days
eftir Christian Mungiu sem fékk
Gullpálmann, aðalverðlaun Cann-
es-kvikmyndahátíðarinnar um
helgina. Myndin hlaut afbragðs-
dóma gagnrýnenda og þótti eiga
góða möguleika í pálmann alveg
frá því hún var sýnd á fyrstu dög-
um hátíðarinnar. Myndin gerist í
Rúmeníu þegar stjórn kommúnista
er við það að líða undir lok. Aðal-
söguhetjan er ung stúlka í háskóla
sem neyðist til þess að fara í ólög-
lega fóstureyðingu með dramat-
ískum afleiðingum. Myndin vann
þá einnig gagnrýnendaverðlaunin
sem veitt eru af Fipresci, alþjóða-
samtökum kvikmyndagagnrýn-
enda. Í öðru sæti var kvikmyndin
The Mourning Forest eftir japanska
leikstjórann Naomi Kawase. Þá fékk
bandaríski myndlistarmaðurinn Ju-
lian Schnabel verðlaun fyrir bestu
leikstjórn, en hann gerði mynd-
in The Diving Bell and the Butter-
fly. Verðlaun fyrir besta handritið
féllu í skaut Fatih Akin fyrir kvik-
myndina The Edge of Heaven. At-
hygli vakti að allir þeir sem hlutu
verðlaun á hátíðinni voru að keppa
í fyrsta skipti. Leikstjórarnir Wong
Kar Wai, Gus Van Sant, Cohen-
bræðurnir og Quentin Tarantino
tóku einnig þátt, en áður hafa þeir
allir unnið Gullpálmann.
Jóhanna Vala
fegurðar-
drottning
Íslands
Fegurðardrottning Íslands 2007 var
krýnd við hátíðlega athöfn á
Broadway á föstudagskvöldið. Það
var Jóhanna Vala Jónsdóttir 20 ára
Reykjavíkurmær sem var valin
ungfrú Ísland þetta árið og mun
keppa fyrir hönd þjóðarinnar í
Ungfrú heimi sem fer fram seinna á
árinu. Í öðru sæti var Katrin Dögg
Sigurðardóttir, 21 árs frá Seltjarnar-
nesi, og í því þriðja Fanney Lára
Guðmundsdóttir, 20 ára úr Kópavogi.
Hinn 12 ára gamli Árni Beinteinn Árnason vakti mikla athygli á Stuttmyndadögum
og hlaut áhorfendaverðlaunin.
ÞRIÐJudaguR 29. maí 2007DV Bíó 27
Verðlaunahafar hátíðarinnar
Christian mungiu hlaut gullpálmann
fyrir kvikmynd sína 4 months, 3
Weeks and 2 days.
YNGSTI KVIKMYNDA-
GERÐARMAÐUR ÍSLANDS
„Þetta byrjaði allt fyrir rúmlega
hálfu ári,“ segir kvikmyndagerðar-
maðurinn Árni Beinteinn Árnason
um kveikjuna að áhuga sínum fyr-
ir kvikmyndagerð. „Þá hringdi vin-
kona mín í mig og benti mér á stutt-
myndakeppnina Taka 2006. Við
gerðum myndina Vandamál og unn-
um þá keppni,“ segir Árni sem er ekki
nema 12 ára gamall.
Hlaut áhorfendaverðlaunin
Stuttmyndadögum lauk á fimmtu-
daginn og voru um fimmtíu myndir
sýndar á tveimur dögum. Árni sendi
myndina Ekki er allt sem sýnist til
keppni og uppskar fyrir vikið áhorf-
endaverðlaunin.
„Myndin fjallar um krakka sem
eru að byrja aftur í gaggó eftir sum-
arfrí,“ segir Árni um myndina. „Það
eru tveir nýir krakkar byrjaðir í skól-
anum, stelpa og strákur. Aðalsögu-
hetjan verður skotin í stelpunni en
nýi strákurinn nær í hana,“ segir Árni
og lýsir nýja stráknum sem herra
fullkomnum. „Söguhetjuna okk-
ar grunar að nýi strákurinn sé með
óhreint mjöl í pokahorninu og fer að
grennslast fyrir um það. Svo verður
fólk auðvitað bara að sjá myndina til
að komast að því hvað gerist.“
Þótt ungur sé þá sér Árni nán-
ast um alla vinnuna þegar kemur að
gerð myndanna. „Ég sé um að klippa,
taka upp og gera nánast allt sem þarf
að gera,“ segir Árni sem skrifar líka
handritin sjálfur.
Á fjölum leikhúsanna
Árni er ekki einungis í kvikmynda-
gerð heldur er hann einnig á fullu í
leiklistinni. „Ég er kominn í sumarfrí
núna en í vetur hef ég verið að leika í
tveimur leikritum. Ég var að klára sýn-
ingar á Sitji Guðs englar í Þjóðleikhús-
inu og eins sýningar á Ronju ræningja-
dóttur í Borgarleikhúsinu,“ segir þessi
ungi og upprennandi listamaður.
Árni stefnir á að vinna frekar að
kvikmyndagerðinni þegar tími gefst
til í sumar. „Þegar skólinn er búinn
fer ég að skipuleggja mig betur og
skrifa niður hugmyndirnar sem ég er
með,“ segir Árni að lokum og ítrekar
að hugmyndirnar séu ekki af skorn-
um skammti.
asgeir@dv.is
Úrslit Stutt-
myndadaga
1. sæti
In the woodfield/Kjartan Ingvarsson og
Lars Skjelbrei
2. sæti
Tími Hugans / dögg mósesdóttir
3. sæti
a helping hand / Tómas Jóhannesson
Áhorfendaverðlaun
Ekki er allt sem sýnist / Árni Beinteinn
Árnason
LOPINN TEYGÐUR
MEÐ TÆKNIBRELLUM
n Listamennirnir Finnur
Arnar, Jón Garðar Henrýsson
og Þórarinn Blöndal sýna í
aðalsal Skaftfells á Seyðisfirði.
n Einar Hákonarson er með
málverkasýningu í Listhúsi
Ófeigs á Skólavörðustíg 5.
n Sigurlín M. Grétarsdóttir sýn-
ir olíumálverk af brasshljóð-
færum í Dalí Gallery.
n Sýningin Laddi 6-tugur í
Borgarleikhúsinu.
Hvað er
að gerast?
miðvikudagur 18. apríl
Árni Beinteinn Árnason Hlaut
áhorfendaverðlaun á
Stuttmyndadögum.
d
V m
ynd Á
sgeir