Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 2
Tölvuóð þjóð
Það verður víst seint hægt
að segja að Íslendingar séu ekki
tæknivæddir en á þessu ári eru
tölvur á átta af hverjum níu
heimilum og 84% heimila gátu
tengst internetinu. Þetta kem-
ur fram í úttekt Hagstofunnar á
upplýsingatækni hér á landi.
Nærri níu af hverjum tíu net-
tengdum heimilum nota ADSL,
SDSL eða annars konar xDSL
nettengingu og einungis sjö
prósent nettengdra heimila nota
hefðbundna upphringitengingu
eða ISDN. Einnig kemur fram að
níu af hverjum tíu Íslendingum á
aldrinum 16 til 74 ára nota tölvu
og internet og flestir nota tölv-
urnar til samskipta og upplýs-
ingaleitar.
ÞRIÐJudaguR 29. MaÍ 20072 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Banki styrkir
matjurtarækt
Kaupþing tekur þátt í átaki
til að auka áhuga leikskóla-
barna á grænmeti og græn-
metisneyslu. Öllum leikskól-
um landsins bjóðast tæki og
tól til að útbúa hjá sér mat-
jurtagarð. Frá þessu er sagt
á vef Víkurfrétta. Vonast er
til þess að börnunum finnist
spennandi að rækta græn-
meti og fyrir vikið verði einnig
spennandi fyrir þau að borða
grænmeti sem þau hafa sjálf
ræktað.
Jón fær helmingi
lægri biðlaun
Jón Sigurðsson, fyrrverandi
ráðherra og formaður Fram-
sóknarflokksins, fær helmingi
lægri biðlaun en aðrir ráðherrar
Framsóknarflokksins sem létu af
ráðherraembætti
í gær. Hann fær
greidd biðlaun í
þrjá mánuði en
Guðni Ágústsson,
Jónína Bjartmarz,
Magnús Stefáns-
son, Siv Friðleifs-
dóttir og Valgerð-
ur Sverrisdóttir fá
greidd biðlaun í hálft ár. Jón sat
sem formaður flokksins og ráð-
herra í 9 mánuði en hefði þurft
að sitja samfellt í ár til að hljóta
sama biðlaunarétt og hinir fyrr-
verandi ráðherrarnir.
Karlmaður hefur játað ítrekaða kynferðislega misnotkun á dreng á uppeldisheimilinu
á Kumbaravogi á árunum 1969 til 1973. Brot mannsins eru fyrnd og því er ekki hægt að
sakfella manninn fyrir glæpinn. Ólíklegt er að fórnarlömb kynferðisbrota á uppeldis-
heimilum eigi rétt á miskabótum.
JÁTAR EN SLEPPUR
Karlmaður hefur játað ítrekaða kyn-
ferðislega misnotkun á dreng sem
vistaður var á uppeldisheimilinu á
Kumbaravogi á árunum 1969 til 1973.
DV sagði frá því að fórnarlambið hefði
lagt fram kæru hjá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu þann 16. mars síð-
astliðinn, þar sem krafist var ítarlegr-
ar rannsóknar á framferði mannsins.
Maðurinn, Karl Vignir Þorsteinsson,
var í kjölfarið boðaður í skýrslutöku,
þar sem hann játaði að hafa misnot-
að drenginn margsinnis á tímabilinu.
Þrátt fyrir að játning liggi fyrir, getur
lögreglan ekki aðhafst frekar í málinu,
þar sem sök mannsins er fyrnd. Í al-
mennum hegningarlögum er kveðið
á um að ef sök er fyrnd, sé ekki hægt
refsa fyrir háttsemina.
Réttargæslumaður kæranda, Ósk-
ar Sigurðsson héraðsdómslögmaður,
hefur staðfest þetta við DV.
Lögregla verst fregna
DV hefur sagt frá að Karl Vignir
hafi verið starfsmaður á Sólheimum
Í Grímsnesi, þaðan var honum vikið
úr starfi. Þá hefur honum verið vik-
ið úr Aðventistakirkjunni í Reykjavík
og eftir að DV fjallaði um barnagirnd
hans var honum vikið úr nefndar-
störfum sem hann gegndi hjá líkn-
arfélagi. Karl vandi komur sínar á
Kumbaravog á fyrrgreindu tímabili
þar sem hann bauð drengnum sæl-
gæti áður en hann misnotaði hann
fyrir luktum dyrum.
Björgvin Björgvinsson, yfirmaður
kynferðisafbrotadeildar lögreglunn-
ar á höfuðborgarsvæðinu, varðist
allra fregna af framvindu rannsóknar
málsins og neitaði að tjá sig við DV
að öðru leyti en að málið hafi komið
inn á borð til lögreglunnar.
Óskar Sigurðsson, réttargæslu-
maður kæranda hefur óskað eft-
ir lögregluskýrslu og öðrum gögn-
um sem lögregla hefur aflað en
ekki fengið þau í hendur ennþá. Því
liggur ekki fyrir hvort Kristján Frið-
bergsson, sem var forstöðumaður á
Kumbaravogi á þeim tíma sem brot-
in áttu sér stað, hafi verið boðaður til
yfirheyrslu, eða aðrir sem tengdust
uppeldisheimilinu.
Ólíklegt að miskabætur verði
greiddar
Réttur til skaða- og miskabóta
fyrnist tíu árum eftir að brot er fram-
ið, hins vegar er ákvæði í fyrningar-
lögum þar sem kveðið er á um að
mögulegt sé að sækja bótamál þótt
krafan sé fyrnd ef brotamaður er
sakfelldur fyrir dómi. Nýleg lög um
afnám fyrningarfrests á kynferðis-
brotum þegar fórnarlambið er undir
fjórtán ára aldri eru heldur ekki aft-
urvirk.
Óskar Sigurðsson telur því ólík-
legt að kærandi eigi rétt á miskabót-
um, þar sem ekki er hægt að sak-
fella Karl Vigni vegna brotanna. Um
ábyrgð Kristjáns Friðbergssonar í
málinu segir hann: „Forstöðumaður
heimilisins var ábyrgur fyrir öryggi
barnanna, en það er ómögulegt að
segja til um hvort hann vissi af brot-
unum eða ekki og því er ábyrgð hans
í þessu máli óljós.“
Munum ná réttlætinu fram
Páll Rúnar Elísson, formaður
Breiðavíkursamtakanna segir sam-
tökin ekki una því ef miskabætur
verða ekki greiddar. „Við mótmælum
því harðlega og við erum alls ekki
sáttir við þá stöðu. Samtökin eru rétt
að byrja að láta að sér kveða og við
munum reyna að ná réttlætinu fram
á næstunni.“
Hann tekur ekki undir álit Óskars
og telur að málið þurfi að vera kruf-
ið betur. Páll Rúnar segist hins vegar
ekki vilja tjá sig meira um málið að
svo komnu.
VaLgeir Örn ragnarsson
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Kumbaravogur Maðurinn vandi komur
sínar á Kumbaravog og misnotaði drenginn
kynferðislega á árunum 1969 til 1973.
Karl Vignir Þorsteinsson Krotað hefur
verið yfir andlit hans.
Bæjarstjórn vill
olíuhreinsun
Vilji er fyrir því að skoða frek-
ar möguleika á uppbyggingu
olíuhreinsistöðvar innan marka
Ísafjarðarbæjar.
Birna Lárusdóttir, formaður
bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar,
segir að ályktun þess efnis hafi
verið samþykkt einróma á fundi
bæjarstjórnar í síðustu viku.
„Þetta er fyrst og fremst viljayfir-
lýsing. Við erum að lýsa yfir vilja
okkar til að skoða möguleikana.“
Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur
sent frá sér sams konar viljayfir-
lýsingu.
„Næsta skref er að meta að-
stæður á þessum stöðum með
tilliti til náttúruverndar og sam-
félagsmála,“ segir Aðalsteinn
Óskarsson, framkvæmdastjóri
Fjórðungssambands Vestfirð-
inga.
„Þegar við vorum nánast komin
upp þá kom bara svona smellur eða
hvinur og flekinn byrjaði að síga nið-
ur,“ segir Halldór Halldórsson, úr-
smiður á Akureyri. Hann var einn
þeirra sex sem flutu niður með snjó-
flóði sem féll í Hlíðarfjalli á Akureyri
á sunnudag. Hann kveðst hafa verið
fljótur að jafna sig en honum hafi þó
brugðið talsvert.
„Við vorum alls sjö sem vorum að
ganga þarna upp, sum með brettin
með okkur. Tveir strákar voru á und-
an okkur og annar þeirra var kominn
alveg upp á brún þegar flóðið féll.
Hin sex fóru niður með spýjunni,“
segir Halldór. Flóðið stöðvaðist fljót-
lega. „Ég rétt náði að átta mig á því
hvað var að gerast og þá var þetta
búið.“
Flekinn sem fór af stað er talinn
hafa verið eins metra þykkur og allt
að því áttatíu metra breiður. Flóð-
ið féll í hvilft sem er í fjallinu, ofan
og sunnan við brekku sem nefnd er
Strýta. Halldór segir veður hafa ver-
ið þokkalegt, hiti um frostmark og
snjórinn nýr.
Guðmundur Karl Jónsson, for-
stöðumaður skíðasvæðisins í Hlíð-
arfjalli, segir nokkuð algengt að flóð
falli á þessum slóðum. „Það hafa oft
komið spýjur þarna niður en sjald-
an svona stórar,“ segir Guðmundur.
Hann segir brekkuna vera ansi bratta
þarna og snjórinn eigi auðvelt með
að skríða af stað.
„Sjálft flóðið náði aldrei inn á
sjálft skíðasvæðið og hafði þannig
engin áhrif á starfsemina í fjall-
inu,“ segir Guðmundur. Hann slær
á að um fjögur hundruð manns
hafi verið á skíðum á laugardag og
sunnudag. Færið hafi verið óvenju-
lega gott fyrir árstímann. Lögreglan
á Akureyri fékk tilkynningu um snjó-
flóðið og mætti á staðinn. Varðstjóri
segir að þar sem ekki hafi verið um
slys á fólki eða eignatjón að ræða
heyri þó málið ekki undir lögregl-
una.
sigtryggur@dv.is
Sex lentu í snjóflóði í Hlíðarfjalli á Akureyri á sunnudag:
Heyrðu skyndilega mikinn hvin
snjóflóð í Hlíðarfjalli Snjólaust er í akureyrarbæ
en fyrr í vikunni snjóaði nokkuð í fjöll í Eyjafirði og
skapaðist því tækifæri til að opna skíðasvæðið í
Hlíðarfjalli um hvítasunnuhelgina.