Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 14
ÞRIÐJudaguR 29. MaÍ 200714 Sport DV Víkingar gerðu góða ferð í Vestur- bæinn í gær og tóku öll stigin á KR- vellinum. Uppskera KR-inga er rýr en liðið hefur aðeins fengið eitt stig í fyrstu fjórum leikjunum sem er al- gjörlega óásættanlegt á þeim bæn- um. Liðið hefur klárlega mannskap til að vera að berjast um Íslands- meistaratitilinn en spilamennska þess hefur ekki verið upp á marga fiska og stigasöfnunin eftir því. Lið- ið situr á botni Landsbankadeildar- innar. Hjá Víkingum er öllu bjartara. Liðið er í þriðja til fimmta sæti deild- arinnar en margir bjuggust við því að það yrði erfitt sumar hjá liðinu. Mið- að við spilamennsku þess í gær er ekki að sjá að svo verði. Liðið spilaði skynsamlega í gær, byrjaði leikinn af varfærni en smátt og smátt náði það ákveðnum tökum á leiknum. „Ég neita því ekki að ég spyr mig hvað sé að. Það er alveg á hreinu. Það virðist vera skortur á sjálfstrausti sem spilar inn í en við munum rísa aftur upp,“ sagði Teitur Þórðarson, þjálfari KR, en hann var að vonum daufur í dálkinn eftir leik. „Við náum ekki að skapa okkur nægilega góð færi. Við fengum reyndar góð tæki- færi í byrjun leiks og hefðum við náð marki þar þá hefði leikurinn kannski þróast öðruvísi. Það er því miður ákveðin deyfð yfir liðinu og svo virt- ist sem leikmenn hefðu bara ekki trú á því að við gætum jafnað.“ Snöggir Víkingar Leikurinn fór rólega af stað. Vík- ingar lágu nokkuð til baka og voru varkárir í öllum sínum aðgerðum. Sigmundur Kristjánsson átti fyrsta skot leiksins strax á 2. mínútu en það fór yfir. Þá fékk Pétur Marteinsson ágætis skallafæri eftir hornspyrnu en hitti ekki á rammann. Eftir 27 mínútna leik komst Grétar Hjartar- son í gott færi eftir góða sendingu frá Sigmundi Kristjánssyni en skot hans fór yfir. Hinumeginn fékk Stefán Kári Sveinbjörnsson sannkallað dauða- færi. Egill Atlason renndi boltanum á Stefán sem var einn gegn Kristjáni Finnbogasyni. En Stefán var of lengi að athafna sig og skaut á endanum yfir. Leikurinn var allur farinn að opnast og Bjarni Þórður Halldórsson náði með tilþrifum að vera skalla frá Gunnlaugi Jónssyni. Gunnar Kristj- ánsson átti lokaorðið í fyrri hálf- leiknum þegar hann náði góðu skoti en boltinn framhjá. Staðan var markalaus í hálfleik en Víkingur náði forystu þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Víkingar voru ógnandi fram á við enda með nokkra eld- snögga leikmenn og svifaseinir varn- armenn KR áttu oft í vandræðum. Gunnar Kristjánsson fékk sendingu frá Sinisa Kekic og renndi boltanum snyrtilega út í teiginn á Stefán Kára sem bætti upp fyrir að hafa misnot- að færið í fyrri hálfleiknum og skor- aði gott mark. KR-ingar virtust slegnir út af lag- inu. Þeim gekk bölvanlega að finna leið að markinu og sköpuðu sér fá færi. Óskar Örn Hauksson átti tvö bjartsýnisskot sem ekki hittu markið og þá náði Sigmundur Kristjánsson lúmsku skoti en Bjarni Þórður var vel á verði í markinu. Á 88. mínútu kom síðan frábær sending frá Jökli Elísa- betarsyni á Sinisa Kekic sem slapp einn á móti Kristjáni Finnbogasyni. Kekic kláraði færið af mikilli yfirveg- un. Við þetta risu fjölmargir stuðn- ingsmenn KR úr sætum sínum og héldu heim á leið, allt annað en sáttir við sína menn. Undir blálokin náði þó varamaðurinn Henning Eyþór Jónas- son að minnka muninn eftir horn- spyrnu en það mark kom alltof seint. :Þetta var stríð „Þetta var stríð og við tókum það. Það er okkar stíll að vera varkárir og taka þetta á hraðanum. Það skil- aði þremur stigum í dag. Byrjunin á tímabilinu hjá okkur hefur verið frá- bær og ég er mjög ánægður. Ég hefði reyndar viljað sleppa við þetta mark sem við fengum á okkur undir lok- in,“ sagði Grétar Sigfinnur Sigurð- arson, fyrirliði Víkings. Hann segir að það hafi komið sér á óvart að fá ekki meiri mótspyrnu frá KR-ingum. „Það kemur mér auðvitað á óvart eins og öllum öðrum hve illa hefur gengið hjá KR. Auðvitað eiga þeir að vera með fleiri stig.“ Það vakti athygli í leiknum í gær hve margir fyrrum leikmenn KR sem ekki var pláss fyr- ir í KR-liðinu á sínum tíma voru að leika með Víkingum. Grétar Sigfinn- ur, Jökull, Gunnar og Egill eru allir fyrrum leikmenn KR og fundu sig vel í leiknum í gær. KR-ingar sitja á botni Landsbankadeildarinnar en þeir töpuðu 1-2 fyrir Víkingum á heimavelli sínum í gær. Víkingar hafa farið betur af stað í deildinni en flestir reiknuðu með. VANDRÆÐAGANGUR Í VESTURBÆNUM 1 2 KR VÍKINGUR Mark: Henning Jónasson (90) Mörk:Stefán Kári Sveinbjörnsson (47.), Sinisa Kekic (88) 6 4 4 6 3 5 6 3 4 5 5 13 6 3 10 2 1 Kristján Finnbogason Kristinn Magnússon Gunnlaugur Jónsson Pétur Marteinsson Skúli Jón Friðgeirsson Grétar Hjartarsson Rúnar Kristinsson Bjarnólfur Lárusson (51.) Björgólfur Takefúsa Sigmundur Kristjánsson (63.) Guðmundur Gunnarsson (51.) BBjarni Halldórsson Þorvaldur Sveinsson SveinssonGrétar Sigurðsson Valur Úlfarsson Hörður Bjarnason Jökull Elísabetarsson Sinisa Kekic Jón Hermannsson Gunnar Kristjánsson Egill Atlason Stefán Sveinbjörnsson TÖLFRÆÐI SKOT Á MARKIÐ SKOT AÐ MARKI SKOT VARIN UNNAR HORNSPYRNUR RANGSTAÐA GUL SPJÖLD RAUÐ SPJÖLD 9 4 5 7 4 1 7 6 8 7 6 8 8 6 8 7 7 VARAMENN: (51.)Henning Jónasson 7, Óskar Örn Hauksson 5, (63.) Jóhann Þórhallsson 4 VARAMENN: (81.) Hermann Albertsson Dómari: Erlendur Eiríksson - 6 Áhorfendur: 1100 MAÐUR LEIKSINS: Gunnar Kristjánsson Kristján Bjarni Kristinn Gunnlaugur Pétur Skúli Jón Grétar Rúnar Bjarnólfur Guðmundur Björgólfur Sigmundur Þorvaldur Grétar Valur Hörður Jón BKekicJökull Stefán Egill Gunnar ElVar GEir maGnúSSon blaðamaður skrifar: elvargeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.