Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 11
DV Sport ÞRIÐJudaguR 29. MaÍ 2007 11
Sport
Þriðjudagur 29. maí 2007
sport@dv.is
KR eR neðst í landsbanKadeild KaRla eftiR tap gegn víKingum á heimavelli í
gæR 2-1 umfjallaniR um alla leiKi gæRKvöldsins á blaðsíðum 12-15
Derby County er komið
aftur í deild þeirra bestu
Fjölnir er við það að fá góðan liðsstyrk:
Þrír FH-ingar í Fjölni
Fjölni var spáð góðu gengi í fyrstu
deildinni í sumar en lítið hefur geng-
ið hjá liðinu og er það nú neðst með
aðeins eitt stig eftir þrjá leiki. Ás-
mundur Arnarsson þjálfari Fjöln-
is hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir
komandi átök.
Atli Viðar Björnsson og Heim-
ir Snær Guðmundsson úr FH eru
gengnir til liðs við félagið að láni og
þá mun Ólafur Páll Snorrason lík-
lega fara til Fjölnis, einnig að láni, en
hann er uppalinn hjá félaginu.
„Það er ekki alveg búið að ganga
frá því að ég fari aftur til Fjölnis,“ sagði
Ólafur í samtali við DV. „Ég er í hóp á
móti Fram þar sem smá meiðsli eru
á FH-liðinu. Það gerist ekkert fyrr en
eftir leikinn.“
Ólafur hefur verið mikið meidd-
ur að undanförnu en er nú loks að ná
fyrri styrk og vonast til að fá að spila
leiki í Fjölni.
„Ég fer í mánaðarlán til að byrja
með og ætla að reyna að ná einhverj-
um leikjum og koma mér í leikform.
Þegar það er komið þá geri ég ráð
fyrir því að fara aftur til FH og berjast
fyrir sætinu þar. Ég lít þannig á að ég
eigi litla möguleika núna á að kom-
ast í liðið á meðan framherjarnir eru
allir markahæstir í deildinni. Og þeg-
ar þeir eru að spila svona vel þá verð
ég að vera í leikformi til að eiga ein-
hvern séns.“ Fjölnir hefur verið dug-
legur að sækja mannskap í FH-liðið
og voru Magnús Ingi Einarsson, Sig-
mundur Pétur Ástþórsson og Tóm-
as Leifsson allir í byrjunarliðinu hjá
Fjölni í síðasta leik en allir hafa þeir
spilað með FH. „Auðvitað líst mér
hörkuvel á að fara aftur í Fjölni. Ég
fór að fyrra bragði og talaði við Óla
þjálfara og fékk þetta í gegn til að fá
að spila og Fjölnir var besti kostur-
inn, held ég.“
Of sterkt Byrjunarlið FH er gríðarlega sterkt og ekki hlaupið að því að komast í það.
(KR)ÍSA Í VESTURBÆ
David Beckham var að nýju
valinn í Enska landsliðsið