Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 19
Það verður erfitt að afmá brosin af
andlitum stuðningsmanna Nürn-
berg. Eftir langa bið tókst félaginu
loks að vinna titil um helgina þegar
það lagði Stuttgart 3-2 í frábærum
bikarúrslitaleik í Þýskalandi. Á sín-
um tíma var Nürnberg eitt stærsta lið
landsins og er með níu Þýskalands-
meistaratitla á bakinu. Liðið vann
104 leiki í röð á árunum 1918-1922 og
var óstöðvandi. En síðustu tvær kyn-
slóðir hafa ekki upplifað neinn titil
hjá Nürnberg.
„Þetta er ótrúleg stund fyrir
stuðningsmennina sem hafa staðið
við bakið á liðinu í gegnum öll þessi
vandamál sem hafa herjað á það,“
sagði Hans Meyer, þjálfari Nürnberg.
Félagið féll í þriðju deildina 1996 eftir
að sex stig voru tekin af því vegna fjár-
hagsörðugleika. Nürnberg náði að
klifra upp í efstu deild á ný en féll aft-
ur 1999 og 2003. Það komst beint aft-
ur upp 2004 en falldraugurinn var þó
yfir félaginu þar til Meyer kom 2005.
„Þetta er frábær tilfinning og stór-
kostlegur áfangi fyrir okkur,“ sagði
forsetinn Michael Roth. „Þeir sem
muna eftir gullöld félagsins eru
komnir til ára sinna. Ég vona að þetta
sé upphafið á bjartari tímum. Vænt-
ingarnar mega þó ekki vera of miklar
of fljótt,“ sagði Roth. Stuðningsmönn-
um Nürnberg leiðist það ekki að fé-
lagið varð bikarmeistari, sérstaklega
í ljósi þess að erkifjendurnir í Bay-
ern München fóru titlalausir í gegn-
um tímabilið. Nürnberg tekur þátt í
UEFA-bikarnum á næsta tímabili eft-
ir að hafa endað í sjötta sæti þýsku
deildarinnar.
Háspenna
Stuttgart varð Þýskalandsmeist-
ari fyrir rúmri viku en liðið varð fyrir
áfalli á 31. mínútu í bikarúrslitaleikn-
um á laugardag. Cacau, sem hafði
skorað fyrsta mark leiksins, fékk rautt
spjald fyrir að kýla mótherja. Danski
miðjumaðurinn Jan Kristiansen
skoraði sigurmarkið í leiknum á 109.
mínútu en staðan að loknum venju-
legum leiktíma var 2-2.
Stuttgart komst yfir eftir tuttugu
mínútna leik gegn gangi leiksins en
Nürnberg náði að jafna sjö mínútum
síðar þegar Marek Mintal skoraði.
Stuttu síðar þurfti Mintal að yfirgefa
völlinn vegna meiðsla. Marco Eng-
elhardt kom Nürnberg yfir snemma
í seinni hálfleik þegar hann skallaði
boltann inn eftir hornspyrnu frá Ja-
vier Pinola. Stuttgart jafnaði tíu mín-
útum fyrir leikslok þegar Pavel Pardo
skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var
eftir að brotið var á Mario Gomez.
elvargeir@dv.is
DV Sport ÞRIÐJudaguR 29. MaÍ 2007 19
Monaco - Nancy 2-0
Troyes - Lens 3-0
Lorient - Paris Saint-Germain 0-1
Sochaux - Saint-Etienne 1-0
Lille - Rennes 1-1
Nice - Le Mans 3-3
Lyon - Nantes 3-1
Marseille - Sedan 1-0
Toulouse - Bordeaux 3-1
Valenciennes - Auxerre 1-3
1. Lyon 38 24 9 5 64:27 81
2. Marseille 38 19 7 12 53:38 64
3. Rennes 38 14 15 9 38:30 57
4. Lens 38 15 12 11 47:41 57
5. Bordeaux 38 16 9 13 39:35 57
6. Sochaux 38 15 12 11 46:48 57
7. Toulouse 38 16 8 14 44:43 56
8. auxerre 38 13 15 10 41:41 54
9. Monaco 38 13 12 13 45:38 51
10. Lille 38 13 11 14 45:43 50
11. St.Etienne 38 14 7 17 52:50 49
12. Le Mans 38 11 16 11 45:46 49
13. Nancy 38 13 10 15 37:44 49
14. Lorient 38 12 13 13 33:40 49
15. París Sg 38 12 12 14 42:42 48
16. Nice 38 9 16 13 34:40 43
17. Valenciennes38 11 10 17 36:48 43
18. Troyes 38 9 12 17 39:54 39
19. Sedan 38 7 14 17 46:58 35
20. Nantes 38 7 14 17 29:49 35
Umspil um Meistaradeildarsæti
Ajax - AZ 3-0
Heitinga 1-0 (55.), Donk 2-0 (58.), Gabri
3-0 (90.).
* Grétar Steinsson lék allan leikinn fyrir
AZ Alkmaar.
* Ajax fór í Meistaradeildina.
Bikarúrslitaleikur
Celtic - Dunfermline 1-0
1-0 Jean-Joel Perrier Doumbe (84.).
* Theódór Elmar Bjarnason sat á
varamannabekk Celtic allan tímann.
IFK Göteborg - GAIS 1-0
Halmstads - Brommapojkarna 1-0
Helsingborgs - Örebro 4-1
Djurgarden - AIK 3-1
Malmö - Gefle 1-1
Kalmar - Trelleborg 0-1
1. Elfsborg 9 4 4 1 13:9 16
2. gautaborg 8 4 2 2 13:8 14
3. Halmstad 8 4 2 2 9:8 14
4. djurgarden 8 4 1 3 13:7 13
5. Malmö FF 8 3 4 1 11:6 13
6. Kalmar FF 8 4 1 3 11:8 13
7. gefle 8 3 3 2 7:8 12
8. Hammarby 8 3 2 3 10:5 11
9. Helsingborg 8 3 1 4 11:10 10
10. aIK 8 3 1 4 7:11 10
11. gaIS 8 2 2 4 5:9 8
12. Trelleborg 9 2 2 5 8:16 8
13. Örebro 8 1 4 3 6:12 7
14. Brommapoj. 8 1 3 4 8:15
Sandefjord - Rosenborg BK 1-2
Lyn - Tromsø 4-3
Aalesunds FK - Viking FK 0-2
Odd Grenland - SK Brann 0-2
Lillestrøm SK - Stabæk Fotball 1-1
1. Lilleström 8 5 2 1 17:7 17
2. Brann 8 5 2 1 17:11 17
3. Rosenborg 8 4 1 3 17:12 13
4. Tromsö 8 4 1 3 16:13 13
5. Stabæk 8 3 4 1 9:7 13
6. Viking 8 3 3 2 11:11 12
7. Strömsgodset 8 3 3 2 10:13 12
8. Lyn 8 3 2 3 15:15 11
9. Fredrikstad 8 3 2 3 13:15 11
10. Start 8 2 4 2 13:14 10
11. Sandefjord 8 2 2 4 9:12 8
12. Valerenga 8 2 2 4 6:9 8
13. Álasund 8 1 2 5 10:18 5
14. Odd grenland 8 1 0 7 6:12 3
ÚRSLIT HELGARINNAR
Franski boltinn
Hollenski boltinn
skoski bikarinn
sænski boltinn
norski boltinn
LANGþRáðuR
TITILL NüRNbERG
Nürnberg varð um helgina
bikarmeistari í Þýskalandi
þegar liðið lagði sjálfa Þýska-
landsmeistarana í Stuttgart
í framlengdum úrslitaleik.
Forsetinn Michael a. Roth, forseti Nürnberg, var að vonum ánægður með bikarinn.
Bikarmeistari Nürnberg kom í veg fyrir að Stuttgart næði tvöföldum sigri í Þýskalandi.
Vonbrigði Matthieu delpierre leikmaður Stuttgart var sár og svekktur í leikslok.
Sigurkossinn Markvörðurinn Raphael
Schäfer kyssir hér unnustu sína.
HRÚTARNIR AFTuR
á MEðAL þEIRRA bESTu