Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 32
„Ef þú tekur upp hjól og kastar því þarftu að taka afleiðingunum, hvort sem það fer á jörðina eða í manneskju,“ segir Ásdís Elva Krist- insdóttir, móðir níu mánaða stúlku sem fékk þríhjól í andlitið þegar nágranni þeirra kastaði því í hana í bræðiskasti. Ásdís er ósátt við að maðurinn hafi verið sýknaður af ákæru þar sem hann ætlaði ekki að kasta hjólinu í stúlkuna. Selma Sól, níu mánaða, var að leik úti í garði þegar þegar nágranni hennar kastaði þríhjóli í andlit hennar. Móðir Selmu, Ásdís, kærði málið en tapaði því. Forsaga máls- ins er að til orðaskipta kom milli Ásdísar og nágrannans um hund sem amma Selmu var með í sam- eiginlegum garði fyrir utan heimili þeirra. Fram kemur í dómi að ákærði hafi ekki ætlað að kasta hjólinu í barnið heldur hafi það átt að lenda fyrir framan Ásdísi, hann hafi iðrast mjög og beðist afsökunar á hegð- un sinni. „Ég held ekki að hann hafi ætlað að kasta hjólinu í dóttur mína. Ég held að hann hafi ætlað að kasta því í mig,“ segir Ásdís. „Síðar sagði hann við mig að hann hefði átt erf- itt með svefn eftir þetta en ef hann gerði ekkert af sér ætti það varla að valda honum svefnlausum nóttum.“ Í dómnum segir að vitni að at- burðinum, móðir Ásdísar og vin- kona hennar, séu of tengd Ásdísi til að geta kallast óhlutdræg vitni. „Af hverju að kalla fram þessi vitni þeg- ar vitað var að þau væru tengd mér. Það vissu allir að þetta voru mamma mín og vinkona.“ „Ég gerði þetta ekki til að fá pen- inga,“ segir Ásdís sem hefur misst trúna á íslenska dómstóla. „Ég er svekkt yfir hvernig dómskerfið tekur á svona. Lögreglumaðurinn sagði að ef þetta væri barnið sitt myndi hann ekki hika við að kæra. Lögreglan ýtti á eftir mér með að kæra,“ segir Ás- dís Elva og bætir við: „Maður kastar ekki þríhjóli í fólk.“ „Auðvitað vissu vinir mínir og kunningjar af þessu og þegar dómur hafði fallið lýstu þeir undrun sinni. Fólk sagði við mig að þetta gengi ekki og velti fyrir sér hvað væri eig- inlega að gerast á þessu landi.“ Málskostnaður ákærða var greiddur af ríkinu en Ásdís greið- ir sjálf eigin kostnað. „Ríkið greiðir fyrir að meiða barn, en ég greiði fyr- ir að barnið mitt hafi verið meitt.“ Um það bil þrjú hundruð börn alast upp á fósturheimilum hér á landi sam- kvæmt upplýsingum frá Barnavernd- arstofu. Börnum sem alast upp í fóstri hefur fjölgað á síðustu árum en í flest- um tilvikum eru börn sett í skamm- tímafóstrun í allt að eitt ár. Á sama tíma hefur börnum í langtímafóstr- un fækkað nokkuð á undanförnum árum að mati Braga Guðbrandssonar forstjóra Barnarverndarstofu. Fjöldi barna í fóstri hér á landi er sambæri- legur við Norðurlöndin, að undan- skildri Danmörku þar sem uppeldis- heimili hafa ekki verið aflögð líkt og víðast hvar annars staðar. Í nýlegri skýrslu frá Barnavernd- arstofu kemur fram að tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað stórlega milli ára. Í fyrra bárust rúm- lega 3.100 tilkynningar um ofbeldi eða vanrækslu á börnum. Árið 2002 voru þær rúmlega 1.800. Alls bárust tæplega 6.900 tilkynningar til Barna- verndarstofu á síðasta ári, en árið 2002 voru þær um 4.700. Í fæstum tilvikum eru foreldrar sviptir forræði yfir börnum sínum en frá einni og upp í tólf forsjársvipt- ingar hafa átt sér stað árlega síðasta áratug. Bragi Guðbrandsson segir að í flestum tilvikum séu börn send á fósturheimili í samráði við foreldra vegna erfiðra félagslegra aðstæðna sem koma upp, svo sem alvarlegra veikinda foreldra. Þegar börn eru send í skammtímavistun er það einn- ig gert til þess að gefa foreldrum kost á því að bæta úr heimilisaðstæðum, meðal annars leita sér hjálpar vegna áfengis- eða eiturlyfjafíknar. Þá segir Bragi að yngstu börn sem send eru í fóstur séu hvítvoðungar og þau elstu rétt undir sjálfræðisaldri. Fólk sem vill taka börn í fóstur þarf að ganga í gegnum strangt nám- skeið og hæfnismat hjá barnavernd- arnefndum og Barnaverndarstofu, jafnvel þótt um náin skyldmenni sé að ræða. Þetta ferli tekur nokkra mánuði en nær óþekkt er hins vegar að barnaverndaryfirvöld synji um- sækjendum. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, starfandi framkvæmdastjóri Barna- verndar Reykjavíkur, segir rúmlega hundrað börn vera í langtímafóstri til átján ára aldurs og tæplega áttatíu börn í tímabundnu fóstri í Reykjavík. Hún segir erfiðustu málin sem koma inn á borð til nefndarinnar vera þegar stálpuð börn eru tekin af foreldrum sínum. „Því eldri sem börnin eru, því tengdari eru þau inn í þær aðstæður sem þau búa í, jafn- vel þótt þær séu erfiðar. Það getur því verið erfitt fyrir þau að aðlagast nýj- um aðstæðum og meiri hætta á að það gangi ekki upp.“ Flest fósturbörn alast upp hjá vandalausum fósturfjölskyldum, en um það bil þriðja hvert barn er sent í fóstur hjá skyldmennum. „Barna- verndarlögin eru þannig uppbyggð að það ber að reyna allan möguleg- an stuðning til þess að halda fjöl- skyldum saman, jafnvel svo mik- ið að mörgum þykir nóg um,“ segir hún. þriðjudagur 29. MaÍ 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Vonandi hjólar hún ekki í hann... BÖRNUM Í FÓSTRI FJÖLGAR Þrjú hundruð börn alast upp hjá fósturfjölskyldum hér á landi: Ásdís Elva kristinsdóttir Ósátt við dómstóla eftir að maður sem henti þríhjóli í barn hennar var sýknaður. Móðir stúlku sem fékk þríhjól í andlitið ósátt við sýknudóm: Maður kastar ekki þríhjóli í fólk Endaði á vegg Engan sakaði þegar bifreið var ekið í gegnum garð og endaði á húsvegg aðfaranótt mánudags á Hvolsvelli. Heimilisfólk vaknaði við áreksturinn og var lögreglu gert viðvart um ökumanninn, sem yfirgaf vettvanginn en sneri þangað aftur skömmu síðar og var þá handtekinn grunaður um ölvunarakstur. Litlar skemmdir urðu á íbúðarhúsinu en bifreiðin er nokkuð skemmd. Líkamsárásir um hvítasunnuhelgi Rólegt var hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu aðfaranótt annars í hvítasunnu og taldi lögreglumaður að borgarbúar hafi náð að rasa út á laugardagskvöldinu. Sjö líkamsárás- ir komu til kasta lögreglu aðfaranótt sunnudagsins, tvær þeirra alvar- legar. Maður fannst liggjandi í blóði sínu við gatnamót Hverfisgötu og Klapparstígs og var hann fluttur meðvitundarlaus á slysadeild. Veg- farendur gátu gefið lýsingu á árás- armanninum og handtók lögregla hann skömmu síðar. Fórnarlamb- ið komst aftur til meðvitundar á sunnudag. Vantar gögn yfir erlenda starfsmenn „Þetta er í ferli hjá okkur og við höfum verið að argast í fyrirtækinu undanfarið. Á föstudag komu ein- hver gögn frá fyrirtækinu, gögn sem við áttum að vera löngu búin að fá óumbeðið,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun og ríkisskatt- stjóri rannsaka starfsemi fyrirtæk- isins Formaco sem hefur á síðustu árum verið með fjölda litháískra starfsmanna í vinnu án þess að sinna þeim skyldum sem lög gera ráð fyrir. Starfsmennirnir höfðu ekki verið tilkynntir til Vinnumálastofn- unar og einnig er rannsakað hvort brot hafi verið framin á skattalögum. Gissur segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma málefnum fyrirtækisins á hreint. „Gögn vantar yfir þá starfsmenn sem starfað hafa hjá fyrirtækinu á árinu. Við þurfum svo að meta hvað við gerum í því að þessu sleifarlagi hafi verið viðhald- ið,“ segir Gissur. Kókaín í Borgarnesi Borgarneslögreglan stöðvaði bifreið á norðurleið á sunnudags- morguninn. Bílstjórinn, sautján ára stúlka, var talin vera undir áhrifum fíkniefna. Var henni og farþegun- um, annarri sautján ára stúlku og tæplega þrítugum manni, ekið á lögreglustöð. Þar var læknir kallaður til og í ljós kom að stúlkurnar höfðu falið alls 45 grömm af fíkniefnum í leggöngum. Stærstur hlutinn er tal- inn vera kókaín. Lögreglan í Borgarnesi telur magnið benda til þess að efnin hafi verið ætluð til sölu. Fíkniefnahund- urinn Týri var fjarri góðu gamni, en hann var í helgarfríi. ValgEir Örn ragnarsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Þung umferð á Kjalarnesi Þung umferð var við Hvalfjarð- argöng og á Kjalarnesi fram eftir gærdeginum. Lögreglan á Akra- nesi stöðvaði tólf ökumenn fyrir of hraðan akstur á Kjalarnesinu en þar stundar Akraneslögreglan eftirlit í samvinnu við lögregluna á höfuð- borgarsvæðinu. Sá sem hraðast ók mældist á 128 kílómetra hraða og má hann búast við þrjátíu þúsund króna sekt. Lögreglan segir nokkra öku- menn hafa reynt að afsaka akst- urslag sitt með því að þeir væru að flýta sér til þess að lenda ekki í þyngstu umferðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.