Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 23
Menning
Ljósmynda-
sýning
Nýverið var ljósmyndagall-
eríið Fótógrafí opnað en það
er staðsett á Skólavörðustíg 4.
Í tilefni opnunarinnar stendur
nú yfir sýning á ljósmyndum
Ragnars Axelssonar. Sýning-
in ber nafnið Kuldi og stendur
hún yfir til loka júní. Í galleríinu
verða til sölu myndir í takmörk-
uðu upplagi eftir marga af fær-
ustu ljósmyndurum landsins.
Einnig verða til sölu nýjar og
gamlar íslenskar ljósmynda-
bækur sem og ýmisleg hönnun-
arvara sem byggir á ljósmynd-
inni.
Heimur ljósálfanna
Út er komin hjá Eddu bókin Heimur ljósálfanna. Í henni er að finna margvís-
legan fróðleik og sögur um ljósálfana og leyniheim þeirra en bækurnar hafa
farið sigurför um heiminn undanfarna mánuði. Ljósálfarnir eiga heima í
Ljósálfabóli í Hvergilandi og frægasti ljósálfurinn meðal mannfólksins er án
efa Skellibjalla, sem er góð vinkona Péturs Pan.
ljósmyndun
kirkjulist
DV Menning ÞRIÐJudaguR 29. MaÍ 2007 23
Unnar Örn Jónasson greip tækifærið fegins hendi þegar honum bauðst að sýna
hverja einustu mynd á tölvunni sinni:
„Lélegar“ myndir á Ljósmyndasafni Reykjavíkur
Stafræna ljósmyndavæðingin
hefur komið af stað umbyltingu hjá
almenningi sem nú geymir mynda-
albúm sín rafrænt á heimilistölvunni.
Nú stendur yfir sýning í anddyri Ljós-
myndasafns Reykjavíkur á tæplega
4.800 myndum sem Unnar Örn Jón-
asson
ljós-
mynd-
ari hefur tekið á síðastliðnum fjórum
árum. „Þetta eru myndir í líkingu við
þær sem flestir held ég eiga inni á
tölvunum hjá sér, myndir sem mað-
ur veit ekki alveg hvað maður á að
gera við,“ segir Unnar. Hann kveðst
því hafa gripið tækifærið þegar Ljós-
myndasafnið bauð honum að sýna
myndirnar í húsakynnum safnsins í
Grófarhúsi.
„Sýningin fær fólk kannski til að
hugsa svolítið um það hvað sé góð
mynd og hvað slæm,“ segir Unnar.
„Þegar maður tekur stafrænar mynd-
ir er nefnilega mikið um að mað-
ur taki nokkrar myndir, haldi einni
eftir en hendi hinum og því flokk-
un í gangi. Það geri ég ekki á sýn-
ingunni heldur eru þarna hreinlega
allar myndirnar á tölvunni minni.
Meirihlutinn er því í þeim flokki sem
myndi kallast „lélegar“ myndir.“
Á sýningunni, sem ber yfirskrift-
ina Viðspyrnusafnið, er ekki farin
hin hefðbundna leið að setja myndir
í ramma og hengja þær upp á vegg
heldur er þeim varpað upp með
myndvarpa. Spurður hvaða við-
spyrnu sé verið að vísa til segir Unn-
ar þetta vera vísun í tónlistina sem sé
spiluð undir myndasýningunni. „Í
titlum laganna kemur fram ákveð-
in viðspyrna. En maður getur nátt-
úrlega verið að spyrna við mörgu
öðru.“ Öllum áhugaljósmyndurun-
um? „Nei, alls ekki,“ segir Unnar.
„Það er aldrei of mikið af ljósmynd-
urum í heiminum.“ kristjanh@dv.is
Kirkjulistahátíð í Reykjavík
verður haldin í ellefta sinn í ágúst.
Í kynningu á dagskrá hátíðarinn-
ar fyrir helgi kom fram að hátíð-
in í ár verður römmuð inn, ef svo
má segja, af Bach og Händel. Verk
eftir þessa tvo meistara tónlistar-
sögunnar verða nefnilega flutt í
upphafi og við lok hátíðarinnar. Af
öðrum gestum má nefna heiðurs-
gestinn, kontratenórsöngvarann
heimsþekkta Robin Blaze, einn
fremsta bassasöngvara í veröldinni
í dag, Peter Kooij frá Hollandi og Al-
þjóðlegu barokksveitina í Haag sem
mun leika undir stjórn Harðar Ás-
kelssonar.
Frumflutningur á
óratoríu eftir Händel
Kirkjulistahátíð var fyrst hald-
in árið 1987 og fagnar því tuttugu
ára afmæli í ár. Að þessu sinni er
fjörutíu erlendum listamönn-
um boðin þátttaka en alls munu
á fjórða hundrað flytjenda koma
fram. Inga Rós Ingólfsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar, segir
að undirbúningurinn hafi í raun
hafist þegar síðustu hátíð lauk fyr-
ir tæpum tveimur árum. Og hún
segir barokktónlist verða í önd-
vegi í ár. „Við þurfum einhvern
veginn á henni að halda á Íslandi.
Við stöndum vel að vígi á flest-
um sviðum tónlistarflutnings en
erum svolítið langt á eftir í barokk-
tónlistinni og því finnst okkur há-
tíð sem þessi rétti vettvangurinn
til að hlúa að henni,“ segir Inga
Rós. Hún mælir sérstaklega með
H-moll messu Bachs, en þetta er
fyrsti flutningur á henni á Íslandi
með barokkhljómsveit, og „algjör-
um“ frumflutningi á óratoríunni
Ísrael í Egyptalandi eftir Händ-
el. Robin Blaze syngur í báðum
þessum verkum og leiðbeinir auk
þess íslenskum einsöngvurum fyr-
ir flutning óratoríu Händels. Bæði
verkin verða flutt í Skálholtsdóm-
kirkju en að öðru leyti fara allir
viðburðir fram í Hallgrímskirkju,
þar á meðal tvö fyrstu skiptin sem
messa Bach verður flutt.
Kvikmyndasýning í
Hallgrímskirkju
Hátíðin spannar margar grein-
ar trúarlegra lista en auk barokk-
tónlistarinnar verður meðal annars
boðið upp á myndlist, kvikmynda-
list, unglist, spuna, helgihald og
sálmakveðskap. Rétt er að vekja
athygli á að hin þögla kvikmynd
Dreyers um Jóhönnu af Örk verður
sýnd á tjaldi í kirkjuskipi Hallgríms-
kirkju á meðan þýska tónskáldið
og orgelleikarinn Wilfried Keats fer
höndum um orgelið. Ekki er vitað
til þess að kvikmynd hafi áður ver-
ið sýnd í kirkjunni. Af íslenskum
þátttakendum í hátíðinni má nefna
fjölda ungra listamanna sem flytja
tónlist, gjörninga, spuna og dans
í dagskrárliðnum Listavaka unga
fólksins, Svava Björnsdóttir verður
með myndlistarsýningu og Mót-
ettukór Hallgrímskirkju kemur að
sjálfsögðu við sögu.
Miðasala á viðburði hátíðarinn-
ar er þegar hafin á miði.is. Nánari
upplýsingar er svo að finna á kirkju-
listahatid.is. kristjanh@dv.is
Kirkjulistahátíð í Reykjavík verður haldin 11. til 19. ágúst í sumar. Hátíðin
var fyrst haldin árið 1987 en hún fer fram annað hvert ár. Barokktónlist verður í önd-
vegi að þessu sinni.
Tónleikar í
Notre Dame
Kvennakór Reykjavíkur
hefur hlotnast sá heiður að
fá að halda tónleika í hinni
sögufrægu Notre Dame-kirkju
í París, en tónleikarnir verða
á morgun. Ekki er gefið að
kórar fái að halda tónleika í
Notre Dame og þurfti að senda
hljómdiska með upptökum
kórsins, þegar meta átti um-
sóknina. Kórinn hlaut náð hjá
ráðamönnum kirkjunnar, eftir
áheyrn, og var boðið að halda
hálfrar klukkustundar tónleika
inni í kirkjunni. Stjórnandi
kórsins er Sigrún Þorgeirsdótt-
ir og píanó- og orgelleikari er
Vignir Stefánsson.
Ógnun við
velferð barna
Á morgun klukkan 12 mun
David L. Burton fjalla um
rannsóknir sínar á klámi og
gerendum kynferðislegs of-
beldis og tengja það við rann-
sóknartengdar starfsaðferðir
í félagsráðgjöf. Burton hefur
mikla reynslu af rannsóknum,
kennslu og meðferðarþjálfun í
Bandaríkjunum og víðar. Hann
kemur hingað til lands í tengsl-
um við ráðstefnuna Forvarnir
eru besta leiðin, í boði Háskól-
ans í Reykavík og Blátt áfram
hópsins. Fyrirlesturinn verður í
Odda, stofu 101.
ÞURFUM Á barokktónlist að halda
Inga Rós Ingólfsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Kirkjulistahátíðar
„Hátíðir sem þessar gefa nýja orku
sem sprengja einhvern ramma.“