Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 6
ÞRIÐJudaguR 29. MaÍ 20076 Fréttir DV „Það þögðu allir,“ var fyrsta setning- in sem blaðamaður heyrði rétt áður en ferjan Baldur lagðist að Brjánslæk á Vestfjörðum á föstudaginn. Mæl- andi var áhafnarmeðlimur á Baldri og strax þá var ljóst að fréttir um Breiða- vík hafa snert fólk djúpt á svæðinu. Við tók tveggja tíma akstur á ein- hvern umtalaðasta stað Íslands í dag, Breiðavík. Fyrirhugað var að sýna heimildar- myndina Syndir feðranna á Patreks- firði, en hún fjallar um hið hryllilega barnafangelsi á Breiðavík, en hún var hluti af heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg. Starfsmaður á Breiðavík Á Patreksfirði er einn veitingastað- ur sem heitir Þorpið. Eldri kona tók brosandi á móti þreyttum ferðalöng- um og bauð kaffi. Þegar talið barst að Breiðavík sagði kona ein sem var gestur á Þorpinu að hún hefði unnið á bænum þegar hún var á þrítugsaldri. Sjálf sagði hún fréttirnar um Breiðavík hafa komið sér á óvart. Hún fullyrti þó að Þórhallur Hálfdánarson, sem veitti heimilinu forstöðu þegar vistin var hvað óbærilegust, hefði verið drykk- felldur. Hún sagði hann hafa skeytt skapi sínu á öllu og öllum vegna þess. Hún bar drengjunum fallega söguna og sagði þá hafa verið yndislega á meðan hún dvaldi þar, þrátt fyrir að þeir hafi verið ansi fyrirferðamiklir. Herþota og strandað skip Hún er undarleg leiðin að Breiða- vík. Þegar ekið hefur verið í nokkra stund blasir við strandað skip í sand- fjöru. Skipið heitir Garðar og hefur setið í sandinum í talsverðan tíma. Þegar lengra er haldið blasir við flug- vélahræ fyrir utan bæ, sem síðar kom í ljós að var byggðasafnið á svæðinu. Hræið er gömul herþota frá banda- ríska hernum og hafa hreyflarnir og vængirnir verið fjarlægðir af henni. Þá er yfirgefinn flugvöllur á leiðinni sem Patreksfirðingar lögðu niður fyr- ir nokkrum árum. Húsið er nýtt und- ir björgunarsveitina en brautin ligg- ur undir brúnum sandi. Sjónarspilið var einstakt og ekki annað hægt en að velta því fyrir sér hvernig börnunum leið fyrir fjörutíu árum þegar farið var með þau á Breiðavík. Á hjara veraldar Eftir tæplega klukkutímaakst- ur blasir Breiðavík við. Dramatískt landslag í bland við mjúkan sandinn er einstök sýn sem og brún fjallshlíð þar sem sandurinn hefur fokið í hlíð- arnar. Öðrum megin er Atlantshafið og hinum megin er auðnin ein. Skyndilega birtist bærinn sem svo mikið hefur verið rætt um og verður hans ekki vart fyrr en komið er alveg að honum. Bærinn er vestasta byggð Evrópu og því óhætt að segja að hann sé á hjara veraldar. Tilfinningarn- ar voru óneitanlega blendnar þegar blaðamaður stóð frammi fyrir bæn- um. Sauðburður og viðburðaríkur vetur Húsfreyjan í Breiðavík tekur hlý- lega á móti okkur. Það er hún Birna Atladóttir sem keypti bæinn árið 1999 ásamt manni sínum, Kerani Ólasyni. Í anddyrinu hanga um tuttugu útskorin skilti á jafnmörgum tungu- málum þar sem gestir eru boðnir velkomnir á Breiðavík. Birna er með rauða svuntu og er nýkomin úr fjós- inu en sauðburður stendur sem hæst yfir. Sjálf segist hún hafa áhyggjur af einu lambi og biður dóttur sína um að athuga heilsu þess á meðan hellt er upp á kaffi. „Þetta hefur verið undarlegur vet- ur,“ segir Birna sem heldur heimili og gistiheimili á einum alræmdasta stað Íslands. Andlegur styrkur „Ég bað einu sinni um andlegan styrk,“ segir Birna um erfiðar stund- ir sem hún hefur átt á bænum. Hún segir veðrið oft erfitt og einangrun- ina mikla. Hún sendi eitt sinn fyr- ir nokkrum árum formlegt bréf til bæjarstjórnar Patreksfjarðar. Þar bað hún stjórnina um andlegan styrk. Hún segir að það hafi fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins gert í verki en hann var duglegur að hennar sögn að koma með gesti til hennar. Hún seg- ist þakklát þeim styrk og vill meina að það sé gott fólk sem búi á Patreks- firði. Mikið hefur gengið á í bænum og fólksflóttinn er mikill. Breiðavíkurstrákar snúa aftur Á laugardeginum sneru Breiðavík- urstrákarnir aftur. Níu komu og voru sumir að sækja bæinn heim í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár. „Ég kom á eigin bíl svo ég væri eng- um háður ef ég myndi vilja snúa við,“ segir Víglundur Víglundsson einn þeirra sem dvaldi á Breiðavík. Hann segist einu sinni áður hafa gert tilraun til þess að koma þangað. Þá sneri hann við hjá Breiðavíkurkirkju. Hljóð- ið var gott í mönnunum. Birna hélt vel um gesti sína og steikti fisk handa þeim. Um kvöldið átti að sýna brot úr heimildarmyndinni Syndir feðranna og virtust þeir við öllu búnir. Dökkt myndbrot Aðeins var sýnt sex mínútna myndskeið úr heimildarmyndinni Syndir feðranna. Ástæðan er sú að fjölmiðlaumfjöllun um málið neyddi kvikmyndagerðarmennina til þess að endurgera myndina. Mikið af nýjum upplýsingum komu fram og því var myndin ekki tilbúin fyrir hátíðina líkt og fyrirhugað var. Myndbrotið var dökkt. Þar var rætt við nokkra menn sem höfðu hrylli- lega sögu að segja frá Breiðavík. Þrátt fyrir að myndbrotið hafi verið stutt þá var það kynngimagnað. Breiðavíkur- strákarnir sitja á öðrum bekk og það er augljóst að þeir eiga erfitt með að horfa á brotið. Náttúran bjargar „Náttúran bjargaði lífi mínu,“ seg- ir Bárður Ragnarsson, einn þeirra sem dvöldu á Breiðavík en eftir myndskeiðið voru pallborðsumræð- ur í salnum. Bárði er mikið niðri fyr- ir þegar hann segir frá reynslu sinni en hann þakkar stórbrotnu lands- lagi á Breiðavík fyrir að hafa bjargað sér í vistinni. Allir segja að það hafi ekki verið staðurinn sem var vondur, illskan hafi komið til vegna miskunn- arleysis forstöðumannsins. „Ég þakka bara fyrir að mynd- skeiðið var ekki lengra, ég fékk sting í hjartað við að horfa á þetta,“ segir Víg- lundur fyrir utan bíóið á Patreksfirði. Dökk mynd „Þetta er heimili mitt,“ sagði Ker- an Ólason eftir að hafa séð mynd- brotið. Honum fannst sárt að sjá svo dökka mynd dregna upp af bænum. Menn höfðu þó skilning á því að svo sársaukafull saga yrði ekki sögð með brosi á vör. Birna var sammála Keran en hún sagði myndbrotið hafa tekið mikið á. Hún tók undir með Breiða- víkurstrákunum og þakkaði guði fyr- ir að myndin hefði ekki verið í fullri lengd. Sjálf er hún nátengd þeim öll- NáttúraN bjargaði lífi míNu DV5564280507 DV5566280507 DV5568280507 DV5569280507 DV5571280507 DV5572280507 Breiðavík gífurleg náttúrufegurð blasir við þegar komið er til Breiðavíkur. Svartholið Rimlarnir í fangaklefanum standa enn eftir fjörutíu ár og vekja óhug. „Ég bað einu sinni um andlegan styrk.“ vAlur grettiSSoN blaðamaður skrifar: valur@dv.is Myndbrot úr heimildarmynd um Breiðavík var sýnt á Patreksfirði um helgina en tæplega tíu Breiðavíkurstrákar horfðu á það. Víglundur Víglundsson sem dvaldi þar sem barn þakkaði fyrir að það var aðeins sex mínútur að lengd. Þá áttu dularfullir atburðir sér stað í Breiðavík- urkirkju þegar mennirnir héldu til messu á hvítasunnudag. Birna Atladóttir húsfreyja á Breiðavík segir mikið hafa gengið á í vetur. víglundur víglundsson Var feginn að myndskeið- ið sem sýndi frá Breiðavík var ekki lengra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.