Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 9
Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, ætlar ekki að taka neina áhættu þegar hún býður átta stærstu iðnríkj- um heims til fundar í Heiligendamm við Eystrasaltið, á miðvikudag eft- ir rúma viku. Öryggisgæsla verður í hámarki þar sem virki verður byggt í kringum fundarstaðinn. Öryggisgæslan er svo mikil að henni hefur verið líkt við aðferðir Stasi, leynilögreglunnar sem starfaði í Austur-Þýskalandi fyrir fall komm- únista. Ein aðferðin gengur út á að bókstaflega þefa uppi óeirðarseggi. Fundir helstu iðnríkja heims hafa ítrekað dregið að sér umhverfis- verndarsinna af öllu tagi, auk fjölda öfgasinnaðra og ofbeldisfullra ein- staklinga. Mjög umfangsmikil örygg- isgæsla er því orðin venja frekar en undantekning og eru fjöldaslagsmál á götum úti viðbúin. Yfirskrift fundarins verður Vöxt- ur og ábyrgð og ætlar Angela Merk- el kanslari að leggja mikla áherslu á að stuðla að efnahagsumbótum allra landa heimsins, auk þess sem hún vill að hnattvæðingunni verði sköp- uð fögur ásýnd með jákvæðri ímynd. Enn sem fyrr eru málefni Afríku of- arlega á dagskrá þar sem verður lögð áhersla á að ganga frá langtímaá- ætlunum til aðstoðar fátækum ríkj- um Afríku, eins og segir á heimasíðu fundarins. Merkel kanslari hefur ennfremur lýst yfir að hlustað verði á friðsama mótmælendur ráðstefnunnar auk annarra sem efast um ágæti sam- komunnar og málefnadagskrá henn- ar. Hér er kanslarinn að draga skýra línu milli öfgafullra mótmælenda og þeirra sem hún telur vert að hlusta á, enda hefur borið töluvert á svoköll- uðum atvinnumótmælendum við fundi samtakanna. Fjöldi samtaka hafa lýst yfir fyrirhuguðum mót- mælum og er jafnvel hægt að nálg- ast mótmæladagskrá á heimasíðum sumra þeirra. Í ljósi gríðarlegrar ör- yggisgæslu á fundarstaðnum sjálf- um er talið að mótmælendur muni færa aðgerðir sína til Rostock, nær- liggjandi borgar, auk þess sem reynt verði að draga sem mesta athygli heimsfjölmiðla að með öllum tæk- um ráðum. DV Fréttir ÞRIÐJudaguR 29. MaÍ 2007 9 abve. Reiknað er með að Mugabe leggi fram frumvarp um lagasetn- ingu þegar þing kemur saman á nýjan leik í næsta mánuði. Lögin njóta stuðnings meirihluta þing- manna þótt einstaka ráðherrar í ríkisstjórn hafi sett sig upp á móti þeim af ótta við slæmar afleiðing- ar þeirra á efnahag landsins. Mikil fjölgun lögreglumanna Þingkosningar fara fram í Simbabve á næsta ári og sam- kvæmt fréttavef BBC ætla stjórn- völd að stórefla lögreglu landsins fram að þeim. Verður lögreglu- mönnum í höfuðborg landsins, Harare, fjölgað úr tuttugu og níu þúsund í fimmtíu þúsund. Tals- menn stjórnarandstöðunnar segja tilganginn með þessu vera þann að hefta starfsemi henn- ar en fjöldafundir eru bannaðir í landinu og ofbeldi gagnvart and- stæðingum Mugabes hefur aukist. Um helgina voru um tvöhundruð meðlimir í flokki Morgans Tsvang- irai, mótframbjóðanda Mugabes í síðustu forsetakosningum, hand- teknir. Þeim var fljótlega sleppt en suma beitti lögreglan ofbeldi og voru þeir fluttir á spítala. Var föngunum gefið að sök að reyna að efla til mótmæla og standa fyr- ir sprengingum í útjaðri höfuð- borgarinnar. Valdatafl í Kænugarði Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, hefur skipað 40.000 hermönnum innanríkisráðuneytisins að lúta sínu valdi. Áður hafði forsetinn rekið yfirsaksóknara landsins úr starfi fyrir meint afglöp. Saksókn- arinn þótti of hliðhollur Vikt- or Janúkovítsj forsætisráðherra landsins, sem í kjölfar brottrekst- ursins sendi óeirðalögreglu lands- ins til að verja skrifstofu sak- sóknarans. Forsetinn rökstuddi ákvörðun sína með vísan í þjóðar- öryggi. Fjandmennirnir tveir hitt- ast á fundi í næstu viku og ræða stöðu mála. Blindur göturallari 19 ára piltur frá Lerwick á Hjalt- landseyjum var í vikunni sektaður fyrir að sjá ekki upp fyrir stýrið á bíl sínum. Pilturinn tilheyrir svo- kölluðu göturallaragengi þar sem tískan er að setja ökumannssætið eins aftarlega og mögulegt er til að virka afslappaður, og þar með töff. Þegar lögreglan stöðvaði piltinn, sem ók á ofsahraða öfugum megin við blindhæð, sat hann í svoköll- uðu körfusæti, en slík sæti eru sér- staklega hönnuð fyrir rallíbíla, og bar höfuð hans við hnén á farþega í aftursætinu. Mæðrahúsin bjarga „Starfsemi mæðrahúsanna hefur reynst áhrifamikil leið til að vinna gegn mæðra- og ungbarnadauða sem er mikill í Níkaragva,“ segir Gerður Gestsdóttir, ráðgjafi félags- legra verkefna Þróunarsamvinnu- stofnunar í Níkaragva en á dögun- um var fyrsta mæðrahúsið, sem byggt er fyrir íslenskt fé, formlega tekið í notkun í bænum Camoapa. Að sögn Gerðar hafa 43 konur í Níkaragva látist á þessu ári í tengsl- um við meðgöngu og fæðingu og um 90 börn orðið munaðarlaus af þeim sökum. RÍKIÐ VERÐI MEIRIHLUTAEIGANDI Í ÖLLUM ERLENDUM FYRIRTÆKJUM © GRAPHIC NEWS ÖRYGGIS- HLIÐ Lengd: 12km Mótmælendur óheimill að- gangur innan 2km frá hliði. Þefhundar verða látnir leita uppi ofbeldissinnaða mótmælendur sem eru á lyktarskrá lögreglu og geta þeir verið arlægðir án frekari viðvörunar. H æ ð: 2. 5m Source: G8 Summit 2007, Dissentnetwork.orgPicture: AP Loft- umferð bönnuð Heiligendamm Rostock ÞÝSKALAND Þjóðverjar byggja virki fyrir G8 fundinn Þýskar öryggissveitir eru að undirbúa viðamesta verkefni sitt til þessa. 17.000 lögreglumenn verða sendir til sumarleysstaðarins Heiligendamm í norðvestur Þýskalandi. Stórkostlegir stál- og steyptir varnarveggir, sem kosta um einn milljarð króna, verða settir upp í kringum fundarstaðinn til að halda 100.000 mótmælendum í hælegri arlægð. Öryggis- hlið Bad Doberan Kuhlungsborn Vorder Bollhagen Hinter Bollhagen Eftirlits- myndavélar og hrey- skynjarar Heiligendamm Borgerende EYSTRA- SALT Þýsk og bandarísk herskip á vakt Þjóðverjar taka enga áhættu á fundi G8: Virkið við Eystrasalt Angela Merkel kanslari Þýskalands Segir að hlustað verði á friðsama mótmælendur. Bensín á svarta markaðinum Opinber verðlagning stjórnvalda á nauðsynjum hefur stóraukið umsvif svarta markaðarsins í landinu. Andstæðingar óttast flótta erlendra fjárfesta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.