Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 18
ÞRIÐJudaguR 29. MaÍ 200718 Sport DV
ÚRSLIT HELGARINNAR
Ítalski boltinn
Livorno - Atalanta 4-2
Lucarelli 1-0 (45.), Morrone 2-0 (47.),
Zampagna 2-1 (51.), Lucarelli 3-1 (57.),
Bombardini 3-2 (65.) Paulinho 4-2 (82.)
Ascoli - Cagliari 2-1
Mancosu 0-1 (13.), Soncin 1-1 (17.),
Paolucci 2-1 (78.),
Catania - Chievo 2-0
Rossini 1-0 (66.), Minelli 2-0 (80.)
Parma - Empoli 3-1
Muslimovic 1-0 (8.), Budan 2-0 (16.),
Saudati 2-1 (28.), Gasbarroni 3-1 (88.).
Siena - Lazio 2-1
Maccarone 1-0 (23.), T Rocchi (pen.), 1-1
(73.), Negro 2-1 (85.)
Roma - Messina 4-3
Riganò 0-1 (10.) Totti 1-1 (11.), Mancini 2-
1 (19.), Riganò 2-2 (58.), Totti 3-2 (73.),
Cordova 3-3 (75.) Rosi 4-3 (84.)
Reggina - AC Milan 2-0
Amoruso 1-0 (8.), Amerini 2-0 (67.)
Udinese - Palermo 1-2
Caracciolo 0-1 (14.) Sivok 1-1 (21.) Corini
1-2 (71.)
Fiorentina - Sampdoria 5-1
Mutu 1-0 (5.) Montolivo 2-0 (36.)
Quagliarella 2-1 (40.) Pazzini 3-1 (49.)
Ferreira 4-1 (72.) Ferreira 5-1 (91)
Internazionale - Torino 3-0
Materazzi 1-0 (13.) Maicon 2-0 (60.) Figo
3-0 (67.)
Staðan
1. Inter 38 30 7 1 80:34 97
2. Roma 38 22 9 7 74:34 75
3. Lazio 38 18 11 9 59:33 62
4. Milan 38 19 12 7 57:36 61
5. Palermo 38 16 10 12 58:5158
6. Fiorentina 38 21 10 7 62:31 58
7. Empoli 38 14 12 12 42:43 54
8. atalanta 38 12 14 12 56:54 50
9. Sampdoria 38 13 10 15 44:48 49
10. udinese 38 12 10 16 49:55 46
11. Livorno 38 10 13 1541:54 43
12. Parma 38 10 12 16 41:56 42
13. Catania 38 10 11 17 46:68 41
14. Reggina 38 12 15 11 52:50 40
15. Siena 38 9 14 15 35:45 40
16. Torino 38 10 10 18 27:47 40
17. Cagliari 38 9 13 16 35:46 40
18. Chievo 38 9 12 17 38:48 39
19. ascoli 38 5 12 21 36:67 27
20. Messina 38 5 11 22 37:69 26
spænski boltinn
Valencia -Villareal 2-3
1-0 Villa (21.) 1-1 Forlan (35.), 1-2
Tomasson (79.), 1-3 Forlan (87.), 2-3
Villa (90.)
Real Sociedad - Osasuna 2-0
1-0 Lopez (25.), 2-0 Nekounam (33.)
Celta Vigo - Betis 2-1
0-1 Robert (30), 1-1 Adrian Lopez (42)
2-1 Baiano (90)
Athletic Bilbao - Mallorca 1-0
1-0 Urzaiz (64.)
Racing Santander - Levante 2-3
0-1 Ettien (11.), 1-1 Zigic (31.), 1-2 Riga
(38.),1-3 Riga (73.), 2-3 Melo (78)
Recreativo Huelva - Espanyol 0-1
0-1 Tamudo (81.)
Gimnastic - Atletico Madrid 0-2
0-1 Torres (11.), 0-2 Torres (55.)
Sevilla -Zaragoza 3-1
1-0 Fabiano (20.),1-1 D´Alessandro
(75.), 2-1 Kerzjakov (83.), 3-1 Kanoute
(90.)
Barcelona - Getafe 1-0
1-0 Ronaldinho (2.)
Real Madrid - Deportivo 3-1
1-0 Ramos (29.),1-1 Capdevila (54.), 2-1
Raul (58.), 3-1 van Nistelrooy (75.)
Staðan
1. Real Madrid 36 22 6 8 61:37 72
2. Barcelona 36 21 9 6 71:30 72
3. Sevilla 36 21 7 8 64:34 70
4. Valencia 36 20 5 11 52:35 65
5. R.Zaragoza 36 16 10 10 52:40 58
6. a.Madrid 36 16 9 11 42:35 57
7. Villarreal 36 16 8 12 44:43 56
8. getafe 36 14 10 12 38:30 52
9. Recreativo 36 14 8 14 48:49 50
10. Racing 36 12 13 11 42:46 49
11. Espanyol 36 12 12 12 43:48 48
12. Mallorca 36 14 6 16 40:44 48
13. La Coruna 36 11 11 14 27:39 44
14. Osasuna 36 12 7 17 45:47 43
15. Levante 36 9 12 15 33:49 39
16. Betis 36 7 16 13 34:44 37
17. a.Bilbao 36 9 10 17 41:59 37
18. R.Sociedad 36 8 9 19 29:44 33
19. Celta 36 8 9 19 35:56 33
20. Tarragona 36 6 7 23 32:64 25
Nýr sjónvarpssamningur í ensku deildinni þýðir
að Derby fær að minnsta kosti 60 milljónir punda í
kassann, rúmlega sjö og hálfan milljarð króna. Steph-
en Pearson skoraði sigurmarkið, sjö milljarða króna
mark og tryggði Derby sæti á meðal þeirra bestu.
Þetta er mikill sigur fyrir Billy Davies en hann
komst aldrei upp með Preston þrátt fyrir miklar
væntingar á þeim bænum. Ekki var búist við miklu
af liði Derby County fyrir tímabilið en eftir langa og
erfiða baráttu er það komið aftur meðal þeirra bestu
eftir fimm ára fjarveru.
Leikurinn var ekki nema 40 sekúndna gamall
þegar WBA komst í gott færi en Stephen Bywater
markvörður Derby varði vel. WBA var mikið sterk-
ari aðilinn í fyrri hálfleik og naga leikmennirnir sig
væntanlega í handarbökin fyrir að nýta ekki færin
sín í hálfleiknum.
Þeir vildu fá vítaspyrnu og virtust hafa eithvað
til síns máls en Graham Poll sem var að dæma sinn
síðasta leik í ensku deildinni lét leikinn halda áfram.
Kevin Philips átti síðan gott skot sem hafnaði í tré-
verki Derby County. 0-0 í hálfleik og lítið sem benti
til að Derby ætti erindi í WBA í síðari hálfleik.
Barnes breytir öllu
Billy Davies stjóri Derby átti þó ás uppi í erminni
og setti Giles Barnes inn á og hann átti eftir að gera
gæfumuninn. Barnes átti frábæra sendingu inn á teig
WBA þegar klukkutími var liðinn af leiknum, beint á
Pearson sem skoraði örugglega framhjá Dean Kiely.
Þetta var fyrsta mark Pearsons og það kom á góðum
tíma svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Það sást þeg-
ar á leið leikinn að mikið var í húfi en Poll þurfti oft
að stía mönnum í sundur þegar allt virtist vera á leið
í bál og brand.
Leikmenn WBA enduðu átta stigum fyrir ofan
Derby í deildinni en að því var ekki spurt. Leikmenn
Derby nýttu færin sem þeir fengu og eru komnir upp
í úrvalsdeildina eftir fimm ára hlé.
Skotinn Billy Davies var að vonum kátur eftir leik-
inn en hann er á sínu fyrsta tímabili með Derby.
„Þetta snýst ekkert um peningana heldur vel-
gengni klúbbsins, við erum í skýjunum með þessi
úrslit. Leikmenn mínir verðskulda þetta, þeir sýndu
mikið hugrekki og nú getum við farið og notið sig-
ursins.
Leikmennirnir inni á vellinum voru frábærir og
eiga ekkert nema hrós skilið. Fyrsta markið var mik-
ilvægt og við vildum skora það. Við vorum þéttir og
skipulagðir og búnir að undirbúa okkur alla vikuna.“
Viðsnúningur Derby vekur athygli
Stjóri WBA Tony Mowbray var svekktur og niður-
lútur eftir leikinn og lái honum hver sem vill. „Þetta
getur verið svo grimmur leikur fótboltinn á tímum.
Mér fannst við vera þokkalegir og sýndum góða
frammistöðu en stundum fær maður ekki það sem
maður á skilið. Þetta var leikur sem var í járnum, mér
fannst við vera betri heilt yfir en það voru þeir sem
skoruðu mark en ekki við. Derby tók allt úr þessum
leik og ég óska þeim bara góðs gengis næsta tímabil.
Tækifærin koma og fara en það skiptir bara engu, við
töpuðum 1-0 og það skiptir máli. Það hafa ekki ver-
ið margir leikir sem við höfum ekki skorað í og mér
fannst við gera margt rétt en bara komum ekki bolt-
anum yfir línuna.
Sigur hefði komið okkur úr þessari deild og að
þessu sinni tókst það ekki en við verðum að leggja
ýmislegt á okkur í sumar til að reyna aftur að ári.“ Að-
spurður hvort hann byggist við miklum breytingum
á leikmannahóp sínum sagði hann að tveir til þrír
leikmenn muni væntanlega hverfa á brott.
„Tveir til þrír fara og væntanlega koma einhverjir
inn í staðinn, þannig er fótboltinn. Það eru nokkrir
leikmenn í þessu liði sem eiga að spila í úrvalsdeild-
inni en við sjáum til þegar tímabilið hefst hvað hafi
þá gerst.“
Derby lenti í 20. sæti í deildinni í fyrra, aðeins
átta stigum frá falli og var til að byrja með með
miðlungslið. „Þetta hefur verið frábær viðsnúning-
ur hjá okkur,“ sagði hetjan og markaskorarinn Pear-
son. „Þetta var mikilvægt mark og mun lifa lengi í
minningunni og ég er bara ánægður fyrir hönd allra
sem tengjast Derby County. WBA reyndi hvað það
gat til að jafna leikinn en sem betur fer þá héldum
við þetta út.“
Framherjinn Steve Howard átti erfitt með mál eft-
ir leikinn, slíkar voru tilfinningarnar hjá honum. „Ég
er gjörsamlega í skýjunum, eiginlega fyrir ofan þau.
Þvílíkur dagur! Þetta var erfitt og WBA er með gott
lið en sem betur fer erum það við sem fögnum. Við
áttum það skilið og stjórinn, hann á þetta svo sann-
arlega skilið.“
Stjórnarformaður Hrútanna, eins og Derby er
oftast kallað hér á Íslandi, sagði að árangurinn hefði
komið honum á óvart.
„Fyrir ári síðan vorum við eiginlega dauðir og
grafnir og héldum að tækifærið væri gengið okkur úr
greipum en svo var nú ekki. Við vorum með þriggja
ára plan í gangi en því hefur nú verið flýtt þökk sé
Billy og hans mönnum. Hrós til hans og leikmanna
Derby. Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur og
einnig fyrir austurhluta landsins.“
benni@dv.is
Derby County komst í gær upp í ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu eftir fimm ára
dvöl í Coca Cola-deildinni. Liðið lagði WBA á Wembley 1-0 í leik sem var metinn á 60
milljónir punda
HRÚTARNIR AFTUR
Á MEÐAL ÞEIRRA BESTU
Sjö milljarða króna mark Stephen Pearson skoraði sigurmark derby og tryggði liðinu sæti í
úrvalsdeild.
Síðasti leikurinn graham Poll
dæmdi sinn síðasta leik á ferlinum.
Erfitt Kevin Philips átti erfitt með
að sætta sig við orðinn hlut.
Kraftaverkamaðurinn
Billy davies stjóri derby
hefur breytt liðinu úr
fallliði í úrvalsdeildarlið.