Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2007, Blaðsíða 10
Nú hefur uppgangur frjálshyggjunnar og hluti gleðinnar í kringum hann og óhefta auðinn runnið að mestu sitt skeið. Örlög frjálshyggjunnar eru þau að reyna að halda andlitinu á leið út í óvissuna. Upp er runnin síðnútíð. Hún er sjálfskaparvíti og end- urtekin fortíð. Þjóðin stendur ráðlítil andspænis al- þjóðlegu og innlendu fjármálavaldi og þarf að verja sig með eigin framtaki svipað og í kreppunni í kring- um 1930 þegar stofnaðar voru bæjarútgerðir. Núna er þetta það sem Vestfirðingar verða að gera. Almenningur er örlátur þegar þarf að safna fé handa fátækum þjóðum en núna snýst þetta við: íbúar fiskiþorpa þurfa að safna handa sjálfum sér til kaupa á kvóta og endurheimta hann af þeim sem fengu hann gefins. Tími endurheimtanna er hafinn og þjóðin ákveður hvort hún ætlar sér þá framtíð að búa bara á álframleiðslusvæðum eða öllu landinu. Þetta á jafnt við um fiskverkafólk og bændur. Vandinn felst í því að koma í veg fyrir að fórnarlund og árangurinn af henni fari ekki eins og oftast í hund- ana: spillta afkomendur alþýðunnar. Á besta tíma Alþýðuflokksins gáfu fátækir aurana sína til að stofna Alþýðubrauðgerðina, Alþýðublaðið og Alþýðuhúsið. Allt lenti þetta í höndum braskara. Einar Olgeirsson notaði dæmið til að sanna svik krata og nefndi sósí- alista sem öruggt merki um hið gagnstæða. Verkafólk safnaði þess vegna fé til að halda úti Þjóðviljanum, stofna Sigfúsarsjóð og Mál og menn- ingu. En allt fór út í sama vind og hjá krötum. Sömu sögu er að segja af bændum og Sambandinu. Þetta sannar aðeins fórnarlund og trúgirni alþýðu og svik- ráð og vaðal skólagengna vargsins sem kemur und- an henni. Íslensk alþýða hefur aldrei átt menning- arleiðtoga. Aftur á móti hefur hún fætt af sér ótal kjaftaskúma. Nú situr einn af þeim böðlum Þjóðvilj- ans á ráðherrastóli með sívaðal, maður með dæmi- gert kjaftavit sem verkar svo til útborðs að það sést jafnvel á munninum lokuðum. Hvað sem vaðlinum líður, þegar alþýða bæja og sveita endurskipuleggur sig er best hún geri sér ljóst að hættan stafar ekki af „íhaldinu“ heldur býr hún innra með henni og þjóð- inni, í þörf fyrir að lifa í hillingum og svíkja sig í lokin með afkomendunum. Í DV í dag má lesa að nú um stundir eru alls þrjú hundruð börn á fósturheimilum á landinu, ýmist í lengri eða skemmri vistun. Þetta eru nálægt því að vera eitt af hverjum þrjú hundruð börnum. Í nýlegri skýrslu frá Barnaverndarstofu kemur fram að tilkynningum til barna- verndarnefnda hefur fjölgað stórlega á undanförnum árum. Í fyrra bárust rúmlega þrjú þúsund tilkynningar vegna vanrækslu eða ofbeld- is á hendur börnum. Það þýðir að allt að því fjögur af hverjum hundr- að börnum á landinu búa við aðstæður sem ástæða þykir að tilkynna barnaverndarnefnd um. Tilkynningunum hafði fjölgað úr 1.800 á árinu 2002. Þær eru því næstum tvöfalt fleiri nú en fyrir fjórum árum. Hver er skýringin á því að þrjú hundruð börn geta ekki búið á eigin heimilum vegna aðstæðna þar? Hvernig má útskýra það að í landi sem telur ekki nema þrjú hundruð þúsund íbúa berist rúm- lega þrjú þúsund tilkynningar um brot gegn börnum á ári hverju? Þessu er erfitt að svara. En hvað getum við gert? Getum við, sem samfélag, lagt eitthvað af mörkum til þess að reyna að bæta aðstæður barna okkar? Hvernig getum við komið í veg fyrir það að börn séu beitt ofbeldi, andlegu sem líkamlegu, eða þau séu vanrækt, hvort sem er tilfinningalega eða líkamlega? Felst ekki svarið í því að reyna að búa til betra samfélag? En hvern- ig gerum við það? Ný ríkisstjórn, sem nú hefur tekið við völdum, hefur heitið því að bæta velferð Íslendinga. Loforðin hljóta einnig að beinast að því að bæta aðbúnað þeirra sem minna mega sín í samfélaginu – barnanna sem ekki eru örugg á eigin heimili. Til þess að gera það þarf að bæta þjónustu við foreldrana – því það sorglega er að vanlíðan foreldra er ósjaldan það sem veldur erfiðum heimilisaðstæðum hvort sem er vegna misnotkunar fíkniefna eða áfengis, andlegra eða líkamlegra sjúkdóma eða jafnvel fátæktar. Það er algert grundvallaratriði að við réttum því fólki hjálparhönd sem þarfn- ast hennar. Við þurfum að bæta þjónustu við fólk sem á erfitt – á hvern þann hátt sem hægt er. Við verðum að gera það fólksins vegna – en ekki síst barnanna vegna. Þetta er verðugt verkefni fyrir nýjan ráðherra vel- ferðarmála, Jóhönnu Sigurðardóttur, að takast á við. En við hin verðum líka að leggja okkar af mörkum. Við berum öll sem eitt ábyrgðina. Börn eiga skilið að alast upp við öryggi og um- hyggju. Hjálpumst að við að veita þeim það. Sigríður Dögg Auðunsdóttir þriðjudagur 29. maí 200710 Umræða DV Þúsundir barna þola ofbeldi og vanrækslu Í fyrra bárust rúmlega þrjú þúsund tilkynn- ingar vegna van- rækslu eða ofbeldis á hendur börnum. Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritStjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð Slæm eru örlög almennings Frjálshyggjuheilsugæsla Gárungarnir ræða nú um það sín á milli hvort val forsætisráð- herra á nýjum heilbrigðisráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, sé til marks um það að fram undan séu einkavæðingaraðgerðir í heilbrigð- isgeiranum. Guðlaugur Þór sé nú alþekktur talsmaður frjáls- hyggjunnar og því hljóti að bera á frjálshyggjuá- herslum í ráðu- neyti hans, fái hann einhverju ráðið. Það má alltaf spekúlera og spá. Fyrst og fremst mætti spek- úlera í því hvort Guðlaugur Þór sé yfirleitt frjálshyggjumaður. Samgöngur og áætlanir Vegagerðarmenn önduðu léttar eftir að hafa heyrt yfirlýsingar nýs yfirmanns síns, Kristjáns Möllers samgönguráðherra. Hann þótti fara skynsömum orðum um áætl- anir sínar til næstu fjögurra ára – hann ætlaði að fylgja samgöngu- áætlun. Vega- gerðarmenn eru nefnilega orðnir vanir því að hafa róttæka umbótasinna í embætti sam- gönguráðherra, Sturlu Böðv- arsson og Hall- dór Blöndal, og því verður það eflaust léttir að hafa mann í brúnni sem fylgir áætlun- um. Sundabraut? Þá voru Reykvíkingar og aðrir nærsveitarmenn ekki síður fegn- ir að heyra fyrstu orð nýs sam- gönguráðherra. Hann sagðist ekki ætla að skilja höfuðborgar- búa eftir úti í kuldanum í sam- göngumálum. Kristján Möll- er var snjall að þagga þannig niður um leið þær getgát- ur að hann myndi hygla sínum lands- hluta umfram aðra og byggja brýr og bora göng um allt Norðausturland. Ó, nei. Það ætlar hann alls ekki að gera. Skyldi fara að hilla undir Sunda- braut? Sandkorn GuðberGur berGSSon rithöfundur skrifar Almenningur er örlátur þegar þarf að safna fé handa fátækum þjóðum en núna snýst þetta við: íbúar fiski- þorpa þurfa að safna handa sjálfum sér Já, ég get staðfest að það hefur minniháttar bruni átt sér stað í einum ofni en sá sem sér um þetta er heima með timburmenn... he, he, og svo finna þeir ekki lyklana að kæliherberginu en hitinn stígur með ógnarhraða... en hefur einhver spurt garðyrkjumanninn? Ó, nei, það hefur enginn gert nema þið... Í beinu framhaldi af þessum atburði fundu menn upp á starfinu almannatengill. Kjarnorkuver Dugguvogi 12 - 104 Reykjavík - S: 517 7040 - www.hobbyhusid.is Opnunartími: mán-föst 10.00-18.00, laugard 13.00-17.00, sunnud 13.00-16.00 Mikið úRval af hjólhýSuM verð frá 1.690.000 og húsbílar verð frá 4.990.000 Skoðaðu úrvalið hjá okkur. Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.