Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 1
Ölvaður á bíl
mömmu
Ölvaður ökumaður ók útaf
gatnamótum Laugarvatns- og
Biskupstungnabrautar aðfara-
nótt sunnudag. Bíllinn hafnaði á
umferðaskilti en ökumann sak-
aði ekki.
Ökumaður, rúmlega tvítugur
karlmaður, var á bíl móður sinn-
ar í leyfisleysi en hann er sviptur
ökuréttindum. Þegar Selfosslög-
regla handtók manninn fannst
hass í fórum hans. Maðurinn við-
urkenndi brot sín við yfirheyrslu.
Ríkið getur hagnast á því að af-
nema tengingar tryggingabóta við
atvinnutekjur eldri borgara og ör-
yrkja. Einungis lítill hluti öryrkja og
um tíu prósent eldri borgara á aldr-
inum 65 til 71 árs þarf að fara út á
vinnumarkað til þess tekjur ríkis-
sjóðs aukist. Stór hluti eldri borgarar
sem ekki vinnur nú hefur áhuga á því
að hefja störf.
Í niðurstöðum úr skýrslu sem
unnin var af Rannsóknarsetri versl-
unarinnar í samstarfi við Hagfræði-
stofnun HÍ, kemur fram að áhrif
afnáms tekjutengingar getur haft
jákvæð áhrif á tekjur ríkissjóðs. „Ef
einhver hópur fer að vinna sem
ekki vinnur núna og greiddi tekju-
skatt, gæti farið svo að ríkið græddi
á þessu. Jafnvel þó enginn færi út á
vinnumarkaðinn eftir afnám tekju-
tengingarinnar myndi það kosta rík-
ið tiltöluleg lítið. Í hæsta lagi einn
til tvo milljarða en einungis nokkur
hundruð milljónir ef að líkum læt-
ur,“ segir Dr. Sigurður Jóhannesson
hagfræðingur sem kynnti niðurstöð-
ur skýrslunnar í Húsi atvinnulífsins í
gær.
Sigurður segir mikla eftirspurn
eftir eldra fólki í vissar tegundir starfa
sem krefjast reynslu. Eins segir hann
vöntun á fólki í störf sem ekki krefjast
líkamlegrar áreynslu. Sigurður seg-
ir afnám tekjutengingarinnar muni
leiða til þess að fleiri öryrkjar sæki
út á vinnumarkaðinn. Í núverandi
ástandi myndi það leiða til minnk-
andi þennslu og bættrar hamingju
þeirra sem vilja vinna.
Í viðhorfskönnun sem fylg-
ir skýrslunni kemur fram að nær
30 prósent eftirlaunaþega sem ekki
eru starfandi nú hafa áhuga á at-
vinnuþáttöku ef það skerðir ekki líf-
eyristekjur þeirra. Ekki liggja fyr-
ir sambærilegar tölur um öryrkja. Í
niðurstöðum skýrslunnar kemur
einnig fram að gera megi ráð fyrir
að þúsundir manna fari út á vinnu-
markað ef af afnámi tekjutengingar
verður. vidar@dv.is
Hjónin Helga Þórðardóttir og Gunn-
ar Jónsson eru á níræðis- og tíræð-
isaldri. Þau hafa verið gift í 65 ár og
búið saman á Selfossi alla tíð. Gunn-
ar þjáist af heilabilun og hefur ver-
ið á sjúkrahúsi undanfarnar fimm
vikur. Ekkert pláss er fyrir Gunn-
ar á hjúkrunarheimilum á Selfossi
og í nágrenni og því sendu læknar á
Sjúkrahúsi Suðurlands hann á hjúkr-
unarheimilið á Kirkjubæjarklaustri,
en það er í um það bil 200 kílómetra
fjarlægð frá Selfossi.
„Þegar hann veiktist var um
nokkra kosti að ræða, ég neitaði
Kirkjubæjarklaustri vegna þess að
það var allt of langt í burtu fyrir okk-
ur. Ég sætti mig hins vegar við að
hann fari á Ljósheima, Kumbaravog
eða Ás. Einn góðan veðurdag frétti
ég það að hann væri á leiðinni austur
á Kirkjubæjarklaustur án þess að við
fjölskyldan hans vissum af því. Við
höfðum gefið samþykki fyrir því að
hann færi þangað í stuttan tíma, en
við vissum ekki hvenær hann myndi
fara. Síðan frétti ég það utan úr bæ
að hann hafi verið sendur austur,
án þess að ég gæti einu sinni hvatt
hann,“ segir Helga.
Fimm klukkutíma ferð.
Helga segir fjölskylduna vera
afar reiða og hneykslaða yfir því að
Gunnar skuli hafa verið sendur á
Kirkjubæjarklaustur. Helga keyrir
ekki sjálf og því er hún upp á fjöl-
skyldu sína komin í hvert skipti sem
hún vill heimsækja eiginmann sinn
á hjúkrunarheimilið. „Krakkarnir
leyfa mér ekki að keyra, ég er búin
að fara tvisvar að heimsækja hann
og þetta er rosalega langur bíltúr.
Ég þarf að keyra rúma tvö hundr-
uð kílómetra hvora leið til þess að
heimsækja eiginmanninn. Mér líður
mjög illa yfir þessu því það er ljótt að
koma svona fram við gamalmenni.
Hann er geymdur einhversstaðar
einn, langt í burtu frá öllum og þarf
að vera einn allan sólarhringinn.“
Vegna vinnu barnana geta hjón-
in ekki hitt hvort annað nema um
helgar. „Við þurfum að leggja af stað
klukkan níu á morgnana og erum
komin til hans um hádegisbil, síð-
an þurfum við að keyra alla leið til
baka, þannig að allur dagurinn hef-
ur farið í þetta,“ segir hún.
Myndi heimsækja hann
daglega
Aðskilnaðurinn tekur mjög á
hjónin og segir Helga að Gunn-
ar kalli nafn hennar dag og nótt. Í
hvert skipti sem hún hefur heim-
sótt hann á Kirkjubæjarklaustur hef-
ur hann haldið að hún sé komin til
að sækja hann. „Læknarnir segja að
hann muni ekki nafnið mitt, en hann
þekkir mig og alla fjölskyldumeðlimi
sem koma til að heimsækja hann.“
Hún segir að ef Gunnar fengi
pláss á hjúkrunarheimilinu myndi
hún heimsækja hann daglega. „Von-
andi kemst hann á Kumbaravog
fljótlega. Auðvitað myndi ég þá vera
hjá honum alla daga, ég myndi sitja
með prjónana mína á hverjum degi
hjá honum og þá myndi honum
líða vel og finnast hann vera eins og
heima hjá sér.Hann er vanur því að
sjá mig sitja með prjónana mína. Ef
hann kemst inn á Kumbaravog þá fer
ég þangað á hverjum degi, en mér
gefst enginn kostur á því þegar hann
er í þessari fjarlægð.“
þriðjudagur 24. apríl 20072 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Helga Þórðardóttir Gunnar Jónsson
ferðast 400 kílómetra
fyrir hverja heimsókn
ValGeir Örn raGnarsson
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
„Krakkarnir leyfa mér
ekki að keyra, ég er
búin að fara tvisvar að
heimsækja hann og
þetta er rosalega lang-
ur bíltúr.“
Allir hagnast á afnámi tekjutengingar bóta
niðurstöður kynntar dr Sigurður jóhannesson er hér lengst til hægri ásamt dr.
Sveini agnarssyni (fyrir miðju) og Emils B. Karlssonar (til hægri) þegar niðurstöðurnar
voru kynntar.
vilja tónlistar-
nám fyrir alla
„Við viljum að tónlistarnám
verði metið til jafns við allt annað
nám,“ segir Fjóla
Einarsdóttir for-
maður Samfé-
lagsins, félags
framhaldsnema
við félagsvísinda-
deild HÍ, sem
í samstarfi við
félag tónlistar-
nema stendur
fyrir hádegisfundi í dag um fram-
tíð tónlistarnáms á Íslandi.
Fjóla segir að tónlistarnám í
FÍH sé mjög eftirsótt og miklar
kröfur gerðar til nemenda. Því sé
slæmt að nemum sé mismunað
eftir búsetu og aldri. „Tónlistar-
nám er dýrt og við viljum ekki að
það sé einungis aðgengilegt ríku
fólki og þeirra börnum,“ segir
Fjóla sem býst við líflegum fundi
þar sem fulltrúar allra stjórn-
málaflokkanna hafa boðað komu
sína.
engar meirihátt-
ar framkvæmdir
„Þjóðvegurinn er ágætlega
greiðfær nema á Vestfjarðaheið-
um þar sem má finna einstaka
hálkubletti,“ segir Kristín Lilja
Kjartansdóttir, deildarstjóri um-
ferðarþjónustu Vegagerðarinn-
ar á Ísafirði. Kristín bendir á að
á hringveginum séu fjallvegir og
þar geta myndast hálkublettir
eftir rigningar, en almennt séð er
ástand vega á láglendinu mjög
gott. Engar meiriháttar fram-
kvæmdir eru á þjóðveginum
þessa stundina en þó eru fyrir-
hugaðar vegalagnir í Ísafjarðar-
djúpi. „Nú þegar er farið að huga
að minniháttar viðgerðum eins
og vegna holuskemmda víða um
land og þegar þiðnar enn frekar
munum við setja þungatakmark-
anir á valda vegi,“ segir Kristín.
Innbrot og
ölvunarakstur
Brotist var inn í tvö hús að-
faranótt mánudags á höfuð-
borgarsvæðinu. Smáræði var
tekið og skemmdarverk unninn
þegar brotist var inn. Þjófanna
er leitað en ekki er búið að hafa
uppi á þeim. Ekkert var um ölv-
unarakstur aðfaranótt mánu-
dags. Þó voru sautján manns
teknir ölvaðir undir stýri yfir
helgina á höfuðborgarsvæð-
inu. Yngsti stúturinn var 15 ára
gamall og var á stolnum bíl
ásamt 16 ára félaga sínum.
Helga Þórðardóttir og Gunnar Jónsson Helga getur aðeins heimsótt eiginmann sinn um helgar og þarf að reiða á aðra til
þess að keyra hana á Kirkjubæjarklaustur.
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
MiðvikUdagUr 30. Maí 2007 dagblaðið vísir 70. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235
Hættulegur maður sem á ekki að vera einn með börnum segir fyrrverandi prestur:
Gerviverktaka
Alþýðusambandsins
>> Kennarar hjá Mími –
símenntun, sem er í eigu
Alþýðusambandsins, kvarta
undan því að vera á lágum
launum í gerviverktöku og
njóta ekki réttinda launa-
fólks. Sjá baksíðu.
fréttir
Saman á ný
- Karl Vignir Þorstei sson, sem hefur viðurkennt að hafa misnotað pilt kynferðislega á Kumbaravogi, var rekinn úr
kirkju Sjöunda dags aðvent st eftir að stúlka sagði hann hafa misnotað sig kynferðislega. Stúlka í Vestmanna-
eyjum kom fram og sagði Karl Vigni hafa misnotað sig en málið var fyrnt.
Sagði bö i Vera
KonfeKtið Sitt
Á kumbaravogi
Fórnarlamb Karls Vignis krotaði
yfir andlit hans á myndinni.
fréttir
>> Helga Þórðardóttir þarf ekki lengur að ferðast 400
kílómetra til að hitta Gunnar Jónsson eiginmann sinn.
FH trónir á toppnum
>> FH-ingar náðu í gær fjögurra stiga forskoti
á toppi Landsbankadeildar karla með 2–0
sigri á Fram á Laugardalsvelli í gær. Framarar
stóðu vel í FH-ingum í fyrri hálfleik en eftir að
Matthías Guðmundsson kom FH yfir var
aðeins spurning hversu stór sigur Íslands-
meistaranna yrði. Tryggvi Guðmundsson
skoraði síðara mark FH úr vítaspyrnu þegar
komið var fram yfir venjulegan leiktíma.
DV Sport
miðvikudagur 30. maí 2007 15
Sport
Miðvikudagur 30. maí 2007
sport@dv.is
fátt virðist geta stöðvað fH í baráttu liðsins um að verja íslands-meistaratitil sinn. í gær vann liðið 2-0 útisigur á fram. bls 16-17.
Þurfti sjö spor í hálsinn Rannsókn á sigri McLaren
Ágúst Björgvinsson
Ágúst hættur með haukaÁgúst Björgvinsson hefur þjálf-að kvennalið Hauka með gríðarlega góðum árangri undanfarin ár. Síð-asta keppnistímabil unnu Hauka-stúlkur allt sem hægt er að vinna eða alla fimm titlana sem í boði voru.
„Það er allt rólegt þessa stundina, mín mál eru bara í biðstöðu. Ég er búinn að ákveða það að ég verð ekki með Haukaliðið áfram, er að reyna að fara út en það er allt í biðstöðu,“ sagði Ágúst í samtali við DV í gær.
Fyrir utan að missa núna þjálf-arann sinn hefur Haukaliðið misst tvo gríðarlega mikilvæga leikmenn. Helena Sverrisdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir eru báðar farnar
frá liðinu, Helena í nám til Banda-ríkjanna og Pálína gekk í raðir Kefl-víkinga.
Liðið sem Ágúst er að reyna að komast til heitir Lietuvos Rytas og er frá Litháen. Liðið mun taka þátt í Euroleague á næsta ári sem er eins og Meistaradeildin í fótbolta. Ágúst segir að Lietuvos Rytas sé eitt af 16 bestu liðum Evrópu en það vann ULEB Cup árið 2005 og Baltic Cup í fyrra. Í liðinu er einn fyrrverandi NBA-leikmaður Kareem Rush sem var varamaður Kobes Bryant hjá Los Angeles Lakers. Rush er hvað frægastur fyrir stórleik á móti Minn-esota Timberwolves árið 2004 í úr-
slitakeppninni þar sem hann skor-aði 18 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum.
Ágúst stýrði æfingum hjá félag-inu bæði hjá aðal- og unglingalið-inu fyrir skemmstu og fékk góða einkunn hjá forráðamönnum liðs-ins.
„Ég gæti þurft að bíða í mán-uð eftir endanlegu svari. Ég stjórn-aði æfingum þarna úti og þeim leist mjög vel á og buðu mér að taka við unglingaliði sem þeir hafa ekki ver-ið með áður. Ef ég tek tilboði þeirra verð ég yfirþjálfari unglingaliðsins og aðstoðarþjálfari aðalliðsins sem hljómar mjög spennandi.“ benni@dv.is
Hættur Ágúst náði ótrúlegum árangri með Haukaliðið.
fh-ingar
óstöðvandi