Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 20
Menning
miðvikudagur 30. maí 200720 Menning DV
Einsöngur
Grétu Hergils
Í kvöld heldur sópransöng-
konan Gréta Hergils, ásamt
píanóleikaranum Iwonu Ösp
Jagla, tónleika. Tónleikarnir eru
þáttur í burtfararprófi Grétu frá
Söngskólanum í Reykjavík. Á
efnisskránni eru meðal annars
sönglög Páls Ísólfssonar við ljóð
Davíðs Stefánssonar auk atriða
úr óperum eftir Verdi og Pucc-
ini, þar sem Gréta mun njóta
liðsinnis Jóhanns Friðgeirs
Valdimarssonar, tenórsöngv-
ara. Tónleikarnir verða í Hafn-
arhúsinu og hefjast klukkan 20.
Aðgangur er ókeypis og eru allir
velkomnir.
Bjartir dagar í Hafnarfirði
Á morgun hefst formlega hátíðin Bjartir dagar sem er Lista- og menn-
ingarhátíð Hafnarfjarðar. Hátíðin verður sett klukkan 17 í Hafnarborg
og strax að þeim loknum hefjast útitónleikar þar sem Magni, Mínus og
Sign, ásamt fjölda annarra gesta, munu koma fram. Kynnir verður
útvarpskóngurinn Ólafur Páll Gunnarsson.
Sýning
ópera
Sýning í tilefni þess að öld er liðin frá heimsókn Friðriks VIII til Íslands:
Tímamót í fullveldissögu Íslands
Í sumar verða hundrað ár liðin
frá því Friðrik VIII Danakonungur
kom til Íslands og dvaldi hér í rúmar
tvær vikur. Af því tilefni verður opn-
uð sýning í Þjóð-
arbókhlöðunni á
morgun, með yf-
irskriftinni „Aukinn skilning mun
hún færa oss, þessi Íslandsferð“,
þar sem meðal annars gefur að líta
myndir og muni sem sýna aðbúnað,
fararskjóta og tísku þessa tíma svo
eitthvað sé nefnt.
Emilía Sigmarsdóttir sýningar-
stjóri segir heimsóknina hafa mark-
að upphaf að því sem koma skyldi
þegar Ísland varð sjálfstætt og full-
valda ríki. „Það má segja að með
heimsókninni hafi Ísland færst tölu-
vert nær því að verða fullvalda ríki.
Til marks um það skipaði konungur
nefnd strax við komuna til landsins
sem átti að semja frumvarp að nýj-
um stjórnskipunarlögum fyrir Ís-
land,“ segir Emilía. Árið áður, eða
1906, bauð konungur Hannesi Haf-
stein ráðherra og íslenskum þing-
mönnum til Danmerkur og sagt er
að Friðrik hafi þá lofað að sækja Ís-
land heim í nánustu framtíð. Hann
efndi svo það heit strax árið eftir.
„Margt bendir til þess að persónu-
leg kynni þeirra Hannesar og Frið-
riks hafi ráðið úrslitum um það sem
síðar varð í sjálfstæðismálum Ís-
lendinga,“ segir Emilía.
Sýningin lýsir ferðum konungs
um landið en hvar sem hann kom
var til þess tekið hversu alþýðlegur
og ljúfmannlegur hann var. „Hann
þáði til dæmis ekki að sitja í vagni
heldur vildi hann ríða og ganga
með fólkinu. Og það var mál manna
hversu þægilegur konungurinn var
og hve góða nærveru hann hafði,“
segir Emilía. „Það má segja að hann
hafi verið „sjarmatröll“.“ Þess má
geta að Benedikta Danaprinsessa
skoðaði undirbúning sýningarinnar
þegar hún var hér á landi síðastlið-
inn föstudag.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, opnar sýninguna klukk-
an 17 á morgun en hún stendur til
1. september. kristjanh@dv.is
„Ég hef verið hugfanginn af sög-
unni Hel í langan tíma. Ég held að
það sé tvennt sem ræður þar ríkjum,
annars vegar er textinn svo fallega
ljóðrænn og sagan öll er um mikla
togstreitu milli frelsis og ævintýra
og þörfinni fyrir handfestu og ör-
yggi,“ segir Siguringi Sigurjónsson,
framkvæmdastjóri sviðslistahóps-
ins Hr. Níelsar og handritshöfund-
ur að óperunni Hel, en hann vinnur
þessa dagana hörðum höndum við
að finna einhvern til að setja upp
óperuútgáfu sem byggir á bókinni
Hel eftir Sigurð Nordal.
„Vinur minn, Ingólfur Níels
Árnason óperuleikstjóri hjá Ís-
lensku óperunni, fékk söguna síðan
í hendurnar og í kjölfarið ræddum
við um möguleikann á því að setja
söguna á svið. Við vorum sammála
því að sagan gæti verið mjög góð í
leikgerð en tónlist myndi gera hana
stórkostlega vegna þess að textinn
kallar nánast á að vera sunginn,“
segir Siguringi. Hann vann handrit-
ið að óperunni ásamt Ingólfi Níels.
Bókin Hel kom út árið 1919 og
í henni segir frá unga manninum
Álfi sem verður þræll skuldbinding-
arinnar. „Hann verður þræll frelsis-
ins að því leyti að hann getur ekki
skuldbundið sig við neitt annað en
að vera stöðugt að forðast skuld-
bindinguna. Af ótta við að glata
sjálfum sér í alls kyns fjötrum yfir-
gefur hann ástkonu sína og heldur í
ferðalag. Það má segja að verkið sé
að mestu um ferðalag hans og varpi
fram mikilvægum spurningum, til
dæmis um hvernig beri að lifa líf-
inu til fulls og njóta þess,“ segir Sig-
uringi og bætir því við að enn eigi
eftir að semja við óperu- og leik-
húsin um sýninguna.
„Við erum núna að athuga áhuga
leikhúsanna á því að fá verkið til
sín, bæði hérlendis og erlendis, en
ég bind vonir við að það verði sýnt
á næsta ári. Þau Ágúst Ólafsson
barítón og Hulda Björk Garðars-
dóttir sóprasöngkona munu fara
með aðalhlutverkin, þar sem Ág-
úst mun leika Álf,“ segir Siguringi
og viðurkennir að honum leiðist
yfirleitt á óperusýningum.
„Í hreinskilni leiðist mér yfir-
leitt í óperunni. Mér finnst óper-
ur eiga í miklum vanda með að
ná til almennings. Textinn er oft-
ast óskiljanlegur og sunginn í svo
mikilli hæð að það er ekki nokk-
ur leið fyrir söngvarann að koma
honum skiljanlega frá sér. Við vilj-
um alls ekki semja þannig verk.
Okkar verk byggist á góðri sögu og
góðum texta sem á alltaf að skilj-
ast.“
Siguringi Sigurjónsson vinnur um þessar mundir að uppsetningu óperunnar
Heljar, sem byggir á samnefndri sögu Sigurðar Nordal. Siguringi segist vona að óper-
an verði frumsýnd, ekki seinna en á næsta ári.
Hálendi
hugans
Um helgina fer fram ní-
unda landsbyggðarráðstefna
Sagnfræðingafélags Íslands
og Félags Þjóðfræðinga. Ráð-
stefnan verður haldin á hinu
nýja Heklusetri á Leirubakka
í Landsveit í samvinnu við
heimamenn og er yfirskrift ráð-
stefnunnar „hálendi hugans“.
Eins og nafnið gefur til kynna
er umfjöllunarefni ráðstefn-
unnar, hálendi Íslands, sagan,
þjóðsögur, nýting og samspil
náttúruaflanna og mannsins á
þessu svæði. Aðgangur að ráð-
stefnunni er ókeypis.
Angur:blíða
Nú stendur yfir á Seyðis-
firði listasýningin Angur:blíða,
eftir þá Jón Garðar Henrysson,
Þórarin Blöndal og Finn Arnar.
Sýningin samanstendur af inn-
setningum, þrívíðum verkum
og ljósmyndum, þar sem við-
fangsefnið er hversdagsstúdíur
og rómantík. Þeir félagar hafa
áður komið saman, en þeir
sýndu síðasta sumar í Gallerí
BOX, Far:angur. Sýningin er í
menningarmiðstöðinni Skaft-
felli og er opin til 23. júní.
Þjóðarbókhlaðan Sýningin stendur
fram til 1. september.
Óperuútgáfa af sögunni Hel