Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 30
miðvikudagur 30. maí 200730 Síðast en ekki síst DV Dagbókin mín Ég vaknaði skellihlæj-andi í morgun. Einn ganginn enn. Hló til klukkan að verða ellefu í þetta skiptið. Ég er nefni- lega viðskiptaráðherra og það er bara ótrúlega skemmtilegt. Vaknaði fjórum sinnum held ég í nótt til að hlæja. Þetta er bara svo sjúklega gaman. Ég hló svo mikið við morgunverðarborðið að ég frussaði seríósi yfir fína parketið og allt. Hahaha. Vá, hvað þetta er skemmtilegt! Lærði fullt, fullt af nýjum orðum í dag. Til dæm-is lærði ég hvað orðið vergur þýðir. Vergur þýðir nefnilega það sama og brúttó – sem er andstæðan við nettó. Þú veist – eins og Nettó- búðirnar. Þetta vita ekki margir. En núna veit ég það, enda er ég viðskiptaráðherra og hann þarf að vita svonalagað. Svo rímar líka vergur við dvergur. Sem er út af fyrir sig mjög fyndið. Enda fékk ég algert hláturskast þegar ég fattaði það. Við Össur vorum í IKEA að skoða ný skrif- borð þegar ég fattaði þetta. Ég sagði við Össur: „Össur, veistu hvað orðið vergur þýðir?“ Hann vissi það ekki. Þá bara datt út úr mér: „Hey Össur, vergur – dvergur!“ Og við sprungum báðir úr hlátri. Fann skrifborð í IKEA. Það heitir Jonas. Ætla að fá Össur til að hjálpa mér að setja það sam- an. Hann er jú einu sinni iðn- aðarráðherra. Svo þarf ég að muna að kaupa stærri tölvu- skjá á fínu skrifstofuna mína. Það eru svo rosalega háar tölur í þessum viðskiptum. Margar milljónir! Þær komast bara ekki almennilega fyrir á þessum 17 tommu skjá þarna í ráðuneyt- inu. Mikið er ég ann-ars feginn að hafa fundið vinnu þar sem menntun mín og reynsla nýtist sem best. Sagnfræðin kemur sér náttúru- lega mjög vel þegar kemur að viðskiptum og ég vissi alltaf að djobbið í Þjóðveldisbænum þarna um árið myndi koma sér vel. Samt er líklegt að árið mitt sem ritstjóri Stúdentablaðsins eigi eftir að koma sér einna best í þessu viðskiptadóti öllu. Enda seldum við heilan helling af auglýsingum í blaðið. Er svo að pæla í að fá mér einkanúmer á ráð-herrabílinn. Svona eins og Árni Johnsen var með. Hans númer var ÍSLAND. Það má reyndar bara vera sex stafir, svo þetta er pínuflókið. Er búinn að velta þessu soldið fyrir mér og þessi koma helst til greina:MILJÓN, BISNIS og BJÖGGI... Nei, nú veit ég... VERGUR! Kæra dagbók Ógeðslega fyndið! Sandkassinn Það voru allir að útskrifast um helgina. Það er alltaf jafn undar- legt að sjá svona fullt fólk með jafn fínar húfur og stúdentar eru með. Ein veisla bar þó höfuð og herðar yfir aðrar um helgina. Stúlka nokkur var að útskrifast úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og hélt veisluna sína á Thorvaldsen. Óvæntir gestir mættu þá í veisluna, engir aðrir en liðsmenn Uriah Heep og Deep Purple. Rokkararnir voru víst manna prúðastir í veislunni, enda kannski komnir af léttasta skeiði. Þeir mættu ekki tómhentir, heldur höfðu meðferðis býsn af miðum og baksviðspössum sem svo féllu í skaut stúlkunnar og foreldra henn- ar. Gaman að því. Íslenskar hljómsveitir verða æ meira áberandi í hinum stóra heimi. Trabant gefin út af Fat boy Slim, Sign kóverar Skid Row-lag fyr- ir kerrang!, benni Hemm Hemm á heita listanum í Roll- ing Stones og svo lengi mætti telja. Fleiri eru að gera góða hluti, þrátt fyrir að fjölmiðlar gefi þeim ekki gaum. Helstan ber þar að nefna rappar- ann authentic, sem áður kallaði sig Prolific. Authentic rappar á ensku og hefur núna gert lög með ekki ófrægari mönnum en Da beatminerz, Sabac Red úr hljóm- sveitinni non Phixion og Chino XL, sem átti í deilum við engan annan en Tupac, þegar hann var á lífi. Geri aðrir betur. jeff Buckley tribute-tónleika átti að halda í Austurbæ í gær , en svo varð ekki. kristófer Jensson, forsöngvari Jeff Buckley-bandsins greindist með streptókokka og hef- ur því tónleikunum verið frestað til 13. júní. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum eru tíu ár síðan Jeff drukknaði og eru tónleikar haldnir úti um allan heim þar sem söngv- arans er minnst. Var móður kapp- ans boðið á tónleikana í Austurbæ, en sá hún sér ekki fært að mæta vegna annarra minningartónleika. Spyrja menn sig nú, ætli hún mæti þann 13.? Ég fór annars á tónleika um daginn, með hljómsveitunum Fm belfast, Hjaltalín, Sprengju- höllinni og motion boys. Rosa- lega góðir tónleikar, en aðalatriði kvöldsins var nýskipað ofurband Motion Boys, sem samanstendur af algjörum þungavigtarmönnum. Motion Boys er alveg stórkost- leg hljómsveit, en þyngdin var líklega aðeins of mikil, allavega fyrir hljóðkerfið í Iðnó. Motion Boys gátu aðeins tekið þrjú lög áður en magnarinn gaf sig. Voru margir leiðir yfir því að geta ekki séð meira, en sögðu glöggir menn að ósköpin myndu væntanlega koma hljómsveitinni vel: „Þar sem áhorfendur voru skildir eftir vilj- andi meira.“ Dóri DNA lætur allt flakka séð með augum „Þetta tókst alveg rosalega vel til og það kom stór hópur af fólki frá öllum landshlutum á hátíðina og myndirnar voru flestar vel sótt- ar,“ segir Hálfdán Pedersen, einn skipuleggjenda íslensku heimild- armyndahátíðarinnar Skjaldborgar, sem fram fór um helgina á Patreks- firði. Á hátíðinni leiddu saman hesta sína íslenskir áhuga- og atvinnu- menn í heimildarmyndagerð. Heið- ursgestur hátíðarinnar var kvik- myndagerðarmaðurinn Þorsteinn Jónsson en sjö myndir eftir hann voru sýndar á hátíðinni. „Þorsteinn gerði margar frábærar myndir á sín- um tíma og var verðugur heiðurs- gestur hátíðarinnar. Við sýndum til dæmis myndina Annað líf Ástþórs, eftir Þorstein, sem er mjög falleg saga um bónda sem lenti í bílslysi og lamaðist fyrir neðan mitti. Hann gafst ekki upp og hélt uppteknum hætti sem bóndi. Það var troðið út úr dyrum á þeirri sýningu enda frá- bær mynd,“ segir Hálfdán. Hálfdán er fullviss um að hátíð- in verði haldin aftur að ári liðnu, en hún var haldin í fyrsta skipti um helgina. „Það er ekki nokkur spurn- ing. Það nutu þess allir til hins ítrasta að vera þarna enda buðum við upp á margt fleira en að sitja inni í bíó- sal. Fólk fór til dæmis í rútuferðir að Látrabjargi og Rauðasandi, auk þess fóru nokkrir í sjóstangveiði. Einn- ig buðum við upp á miðnæturferðir sem fólk tók mjög vel í, enda marg- ir sem voru að koma til Vestfjarða í fyrsta skiptið. Landslagið í kringum Patreksfjörð er fallegt. Því fannst okkur kærkomið að nýta okkur það til að gera vel við þá sem gerðu sér ferð hingað,“ segir Hálfdán. Á hátíðinni voru sýndar rúmlega tuttugu íslenskar heimildarmynd- ir. Hálfdán segir að þar sem þema hátíðarinnar er íslenskar myndir, þá sé vel við hæfi að hafa hana úti á landi, í stað þess að hafa hana í Reykjavík, sem rembist við að vera „international“, eins og hann orð- aði það. Hálfdán kveðst þó vera ánægður með stöðu heimildarmyndagerðar á Íslandi. „Hún stendur ótrúlega vel og í raun betur en ég bjóst við. Þeg- ar farið var að auglýsa eftir myndum á hátíðina, lá við að myndirnar féllu af himnum ofan. Ég vona að hátíðir sem þessar virki sem hvatning á unga áhugamenn um heimildar- og kvik- myndagerð, enda voru nokkrir sem hugðust búa til myndir til að senda á næstu hátíð“, segir Hálfdán, ánægður með hvernig hefur tekist til. Íslenska heimildarmyndahátíðin Skjaldborg var haldin í fyrsta skipti á Patreksfirði um helgina. Hálfdán Pedersen, einn skipu- leggjenda hátíðarinnar, var ánægður með hvernig til tókst. Hálf- dáni finnst þó nauðsynlegt að hátíðir sem hafi íslenskt þema séu haldnar á landsbyggðinni, því honum finnst Reykjavík rembast of mikið við að vera „international“. „myndirnar fÉllu af himnum ofan“ Björgvin G. Sigurðsson Í dag Á morgun Veðrið +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx -xx xxxx xx xx xx xxxx +12 5 +13 8 xx +7 7 +16 4 +12 6 +7 4 +12 4 +10 8 xx xx xx xx +13 5 +10 7 xx xx xx xx Bjartsýnn á framtíðina Hálfdán Petersen, skipu- leggjandi Skjaldborgar á von á að hátíðin verði endurtek- in á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.