Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 12
miðvikudagur 30. maí 200712 Fréttir DV
Millistéttin Mótar fraMtíðina
Í Rússlandi er millistéttin í minnihluta,
þveröfugt við ríku löndin í vestri. Rúm-
lega þrítugum vinnusjúklingum í sam-
búð sem eru að springa úr metnaði og
hafa takmarkaðan áhuga á barneignum
og stjórnmálum fjölgar hins vegar hratt.
Gera má ráð fyrir að allavega einn
af hverjum fimm Rússum á lands-
vísu heyri til millistéttarinnar og
allt að helmingur borgarbúa. Það
sem greinir Rússa frá nágranna-
þjóðunum í vestri er að á Vest-
urlöndum er millistéttin í mikl-
um meirihluta og samanstendur
af nánast öllum íbúum landsins. Í
Rússlandi er millistéttin í minni-
hluta, sem er í raun öfugnefni.
Þar sem einkasparnaður er enn
af skornum skammti og erlend fjár-
festing sömuleiðis þá er millistétt-
in uppspretta langstærsta hluta
fjármagns í landinu. Þrátt fyrir að
fjöldi ofurríkra Rússa hafi aukist
jafnt og þétt síðustu ár og þeir eigi
12 af 100 ríkustu mönnum heims
er það millistéttin sem mun hafa
afgerandi áhrif á hvort landið nái
að þróast yfir í að vera ríkt lýðræð-
is- og velferðarríki í takt við Vestur-
löndin.
Lada eða Benz
Í aldaraðir hefur millistéttin í
Rússlandi vart verið til staðar. Á
keisaratímanum samanstóð Rúss-
land annars vegar af misríkum
aðlinum sem öllu réði og allt átti,
og hins vegar vinnandi fólki sem í
nútímaskilningi var ekki frjálst og
eyddi lífi sínu í að vinna og berjast
fyrir hina ráðandi stéttir. Þessu átti
kommúnisminn að breyta með því
að færa ríka fólkið niður og fátæka
fólkið upp í millistétt með misjöfn-
um árangri. Við hrun Sovétríkj-
anna var bilið milli ríkra og fátækra
svipað og á keisaratímanum.
Strax eftir hrun kommúnism-
ans varð til hin nýja keisarastétt
sem eru milljarðamæringar sem
þénuðu ótæpilega við einkavæð-
ingu ríkiseigna í forsetatíð Boris
Jeltsín. Því má segja að fyrstu árin
eftir hrunið hafi engin millistétt
verið í landinu. Þetta sást berlega
á bílaeign landsmanna um alda-
mótin sem samanstóð af stærstu
gerðum Mercedes Benz, iðulega
með svertum rúðum, og hins vegar
öllum tegundum Lada, í misgóðu
ástandi. Það vantaði efnahagslega
sjálfstætt fólk sem gat haldið uppi
jafnri einkaneyslu sem er forsenda
kapitalísks hagkerfis, eins og gerist
á Vesturlöndum.
Þora að safna fé
Efnahagslegur stöðugleiki hef-
ur stuðlað að auknum sparnaði al-
mennings, sem er í auknum mæli
farinn að treysta fjármálastofn-
unum. Rúblan hefur styrkst gegn
dollara um 6,5 prósent síðasta árið
og hafa gengissveiflur hins rúss-
neska miðils minnkað gríðarlega.
Um og eftir aldamótin gat rúbl-
an lækkað um 20 prósent á einni
nóttu. Stjórnvöld brugðust iðulega
við slíkum gengissveiflum með því
að loka fyrir gjaldeyrisviðskipti á
meðan á sveiflunni stóð, sem gat
verið í nokkra daga.
Sergei Ignatjev, seðlabanka-
stjóri Rússlands síðan 2002 og fyrr-
verandi fjármálaráðherra landsins,
hefur dregið úr handstýringu efna-
hagslífsins með því að leyfa gengi
rúblunnar að þróast á eigin spýt-
ur. Þessi hegðun seðlabankans er
greinilegt merki um aukið sjálfs-
traust í rússnesku efnahagslífi sem
aldrei áður hefur þekkt frjálst og
opið hagkerfi. Hærra verð á olíu
og gasi og aukin harka stjórnvalda
í innheimtu skatta hefur jafnframt
dælt peningum inn í hagkerf-
ið og tryggt sess þess, allavega til
skamms tíma.
Suður í sólina
Með auknum sparnaði, minnk-
andi atvinnuleysi og aukinni einka-
neyslu stækkar miðstéttin ört.
Einn greinilegasti vísir að stækk-
andi miðstétt eru aukin ferða-
lög almennings utan lands, enda
krefst það bæði sparifés og gjald-
eyris. Tyrkland og Egyptaland hafa
lengi verið vinsælustu áfangastaðir
rússneskra ferðamanna. Ástæðan
er einfaldlega sú að verðlag ákveð-
ur hvert fólkið ferðast og hafa hin
tvö fyrrnefndu lönd lengi verið
meðal þeirra ódýrustu. Nú er svo
komið að nokkur fjöldi Rússa set-
ur heimalandið ofarlega á lista yfir
þau lönd sem þeir ætla að ferðast
til á næstunni. Rússneskar ferða-
blaðamaður skrifar: skorri@dv.is
Skorri GíSLaSon
loka fleiri sjónvarpsstöðvum
Ríkisstjórn Venesúela ætlar að
loka annarri sjónvarpsstöð í land-
inu. Þetta var tilkynnt stuttu eftir
að útsendingaleyfi stærstu einka-
stöðvar landsins var afturkallað en
þeirri ákvörðun hefur verið mót-
mælt víðsvegar um landið síðustu
daga. Haft er eftir upplýsingaráð-
herra landsins á fréttavef BBC að
ástæðan fyrir lokun seinni stöðv-
arinnar sé sú að hún hafi með
duldum hætti hvatt áhorfendur til
að myrða forseta landsins, Hugo
Chavez. Forsvarsmenn stöðvar-
innar segja þessar ásakanir fjar-
stæðukenndar.
slegist á tyrkneska þinginu
Það kom til handalögmála á tyrkn-
eska þinginu á mánudag þegar
breytingar á lögum um forsetakjör
voru til umræðu. Á föstudag beitti
forseti landsins neitunarvaldi sínu
gegn lögunum sem hefðu haft
þær breytingar í för með sér að
kjósendur myndu í framtíðinni
velja sér forseta í stað þingmanna.
Reiknað er með að þing landsins
samþykki breytingarnar á nýjan
leik og setji þannig pressu á forset-
ann. Skrifi hann ekki undir lögin
þá verður að boða til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um málið.
Hollenskir ráðamenn andsnúnir nýjum sjónvarpsþætti:
Keppa um nýru í beinni
Sjónvarpsþáttur þar sem kona
með banvænan sjúkdóm velur hver
þriggja keppenda fær nýru hennar
hefur valdið miklum deilum í Hol-
landi. Ríkisstjórn landsins segir efni
hans ósiðlegt og hefur óskað eft-
ir því að hann verði ekki sýndur en
hann er á dagskrá á föstudagskvöld-
ið. Talsmaður sjónvarpsstöðvarinn-
ar sem sýnir þáttinn segir tilganginn
með útsendingunni vera þann að
varpa ljósi á bága stöðu þeirra sem
bíða eftir nýjum nýrum. Hún segir
þriðjungslíkurnar sem keppendurn-
ir standa frammi fyrir mun meiri en
þeirra sjúklinga sem eru á opinber-
um biðlistum.
Áhorfendur hafa áhrif á valið
Í þættinum mun líffæragjafinn
ræða við keppendurna þrjá, fjöl-
skyldur þeirra og vini til að auðvelda
sér ákvörðunina um hver þeirra
fái nýrun hennar. Áhorfendur geta
sent skilaboð til þáttarins og þannig
reynt að hafa áhrif á konuna. Sam-
kvæmt frétt The Guardian um málið
hefur áhugi og þolinmæði Hollend-
inga gagnvart raunveruleikasjón-
varpsþáttum farið dvínandi en
landið er frumkvöðull á sviði þess-
arar tegundar þáttagerðar. Þannig
urðu kröftug mótmæli almennings
til þess að hætt var við að sýna þátt
þar sem kona átti að velja sér sæðis-
gjafa úr hópi keppenda. Annar þátt-
ur sem þáttastjórnendur prófa hin
ýmsu eiturlyf og kynlífsathafnir hef-
ur einnig verið mjög umdeildur.
nýrnaígræðsla
Sjónvarpsþáttur
þar sem keppt er
um nýru
dauðvona konu
er umdeildur í
Hollandi