Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 32
„Hugmyndin kviknaði fyrir mörg- um árum síðan þegar ég var að selja gamla DV,“ segir Kristian Guttesen ljóðskáld og athafnamaður. Hann hefur fyrst skálda tekið upp þá nýj- ung að ganga með kortaposa svo fólk geti keypt ljóðabækur hans með greiðslukortum. Forlagið JPV gaf nýlega út ljóðabók hans, Glæpaljóð, sem er sjötta ljóðabók Guttesens. Sjálfur segist hann vera götuskáld og hefur gaman af því að hitta fólk og selja því bækur á götum úti. „Þetta virkar svo vel að það mun engan tíma taka að selja upp í kostn- að,“ segir Guttesen sem átti einn- ig 33 ára afmæli í gær. Posaskáldið Guttesen hefur stundað götusölu nokkuð lengi. Hann segir hugmynd- ina um posa hafa blundað hjá sér lengi. Hún fæddist þegar nafntog- aður einstaklingur vildi kaupa DV af Guttesen fyrir allmörgum árum en sá hafði eingöngu kort. Hann segist hafa lært af reynslunni og er vopn- aður posanum hvert sem hann fer. „Maður dregur bara dýrið upp úr töskunni og bjargar málunum,“ segir Guttesen sem hefur brugðist við nýjum tíðaranda þar sem fáir hafa raunverulega peninga í veskj- um sínum. Hann hefur þegar selt vel yfir hundrað eintök á götunni en tvær vikur eru síðan bókin hans kom út. Hann segist hafa beðið JPV útgáf- una um posann og hún útvegaði honum einn. Hann segir að minnsta kosti þriðjung allra seldra bóka fara í gegnum posann. Að hans sögn tek- ur fólk þessari nýjung afar vel auk þess sem hann selji meira en áður. Svo eru auðvitað þeir sem kaupa ávallt af honum en þeim er sama hvort greitt sé með peningi eða kort- um segir Guttesen. „Maður er eiginlega að ljóstra upp atvinnuleyndarmáli,“ segir hann hlæjandi. Aðspurður hvað hann ætlaði að gera á afmælisdeginum sínum seg- ist hann ætla að mæla göturnar og njóta veðursins. „Ég er orðinn þroskaðra skáld, ég fann muninn þegar ég vaknaði í dag,“ segir Guttesen sposkur þegar hann er spurður hvort það sé mun- ur á að vera 32 ára gamall og 33 ára. Margt er á döfinni hjá honum en hann vinnur að leikgerð fyrir ónefnt leikhús en það mun vera skáldsag- an Brekkan sem hann undirbýr fyrir leikhúsgesti. Sjálfur er hann dular- fullur um framtíðina og segir blaða- manni að áform hans muni fréttast fyrr heldur en síðar. valur@dv.is Alþýðusamband Íslands á skóla þar sem allt að 150 kennarar vinna sem réttindalausir verktakar. Um er að ræða Mími – símenntun, þar fer fram meirihluti allrar íslenskukennslu fyr- ir útlendinga ásamt tómstundanám- skeiðum og starfsmenntun. „Það má alveg segja það fullum fetum að hér er um að ræða gervi- verktöku. ASÍ hefur varað sína félaga við gerviverktöku. Þess vegna er þetta hjákátlegt,“ segir Hildur Finnsdóttir, kennari við skólann. Óánægju mátti greina meðal fleiri kennara. Fæstir vildu þó koma fram undir nafni vinnu sinnar vegna. Flestir í hlutastarfi Gylfi Arnbjörnsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri ASÍ, segir að langflestir kennarar Mímis séu þar í hlutastarfi og hafi sín réttindi tryggð hjá öðrum vinnuveitanda. „Það er hins vegar engin launung að þetta hefur þróast þannig að þarna eru nokkrir kennarar sem hafa haft þessa kennslu meira og minna sem aðalstarf,“ segir hann. Gylfi segir að ef fjölga eigi stöðu- gildum við skólann sé ljóst að þá þurfi að vera rekstrarleg vissa fyrir því. „Rík- ið lagði til 100 milljónir króna til þess- ara mála nú um áramótin. Þetta fé er nú uppurið og því ríkir óvissa um fjár- mögnun starfseminnar á haustmán- uðum.“ Hann telur að ekki sé réttlátt að tengja starfsemi Mímis við gervi- verktöku. Vara við gerviverktöku Hildur Finnsdóttir segir alveg skýrt hvenær um sé að ræða svokall- aða gerviverktöku sem ASÍ hefur var- að við. „Það er munur á því að vinna sem verktaki þar sem maður vinnur á sínum eigin forsendum í því umhverfi sem maður velur sér. Það má alveg segja það fullum fetum að hér er um að ræða gerviverktöku. Þarna er unn- ið á þeim forsendum sem þessi stofn- un velur, í húsnæði sem hún á.“ Hún segir dæmi um kennara sem hafi unnið árum saman án þess að hafa veikindarétt. „Ef við fáum kvef í nös, þá verðum við annað hvort að hringja í eitt hundrað nemendur þann daginn, oft fólk sem er nýflutt til landsins og hefur stundum ekki síma. Ellega þurfum við sjálf að útvega aðra manneskju og við fáum engin laun.“ Vildum fastráða fleiri „Það væri auðvitað ákjósanlegt að geta fastráðið fleiri, en þessi rekstur er mjög óöruggur,“ segir Hulda Ólafs- dóttir, framkvæmdastjóri Mímis. Hulda segir að notast hafi verið við svona verktakafyrirkomulag um langt árabil hjá Mími – símenntun. „Hjá okkur eru margir kennarar sem hér hafa unnið sem verktakar í meira en tíu ár. Við finnum fyrir miklu trygg- lyndi meðal þessa fólks.“ Hulda segir verkefnastöðu Mím- is vera afar breytilega, jafnvel inn- an sama árs, og því sé erfitt að halda úti stórum hópi fastráðinna kenn- ara. „Sumir kenna kannski bara tvo til fjóra tíma á viku en aðrir kenna hér fimmtíu stundir eða meira á viku og hafa þetta sem aðalatvinnu,“ segir Hulda. miðvikudagur 30. maí 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Er mér nú hvergi óhætt... Í GERVIVERKTÖKU HJÁ ALÞÝÐUSAMBANDINU Um 150 kennarar starfa sem gerviverktakar fyrir Mími – símenntun, sem er í eigu ASÍ: kristian Guttesen Hefur brugðist við nýjum tíðaranda og býður fólki að borga fyrir ljóðabók sína, Glæpaljóð, með greiðslukorti á götum úti. Nýmælið mælist vel fyrir og hefur hann selt yfir hundrað bækur á tveimur vikum. kristian Guttesen gengur um með kortaposa og selur ljóð: Ljóðskáld vopnað posa Hringrás sýknuð Hringrás var sýknuð af 25,6 milljóna króna bótakröfu Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær, en krafist var bóta vegna sértækra slökkviaðgerða þegar stórbruni varð á athafnasvæði Hringrásar í nóvember 2002. Fyrirtækið E.T. ehf lagði til mannskap og tækjabúnað við slökkvistarfið að beiðni Slökkvi- liðsins sem síðar fór fram á að tryggingafélag Hringrásar greiddi fyrir. Tryggingafélagið hafnaði kröfunni með þeim rökum að dekkjahrúgan sem eldur logaði í hafi verið ótryggð en að henni beindist tækjabúnaður E. T. helst. Dæmdur fyrir líkamsárás Tvítugur maður var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi skilorðs- bundið til tveggja ára fyrir tvær lík- amsárásir. Önnur árásin átti sér stað fyrir utan pítsastað í miðborg Reykjavík- ur. Þá skallaði hann annan mann með þeim afleiðingum að sá hlaut kinnbeinsbrot. Einnig réðst hann á leigubílstjóra fyrir utan heimili sitt en hann vildi meina að í báðum tilvikum hefðu fórnarlömbin átt upptökin að slagsmálunum. Allur miskakostnaður til fórnarlamba var felldur niður en maðurinn þarf að borga málskostnað upp á tæpar 200 þúsund krónur. Óvíst með ráðherrabílinn Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur ekki ákveðið hvort hún ætlar að þiggja ráðherrabíl. Athygli vakti á ráðherra- árum hennar frá 1987 til 1994 að hún afþakkaði ráðherrabíl og bíl- stjóra, ein ráðherra. „Ég hef nú ekki haft tíma til þess að spá í það. Það eru nú orðin tutt- ugu ár síðan ég var ráðherra síðast og þótt ég hafi neitað ráðherrabíl þá er ekkert víst að ég geri það núna. Umferðin er orðin önnur í dag en hún var fyrir 20 árum og maður þarf alltaf að vera að tala í gemsa í bíln- um þannig að ég er bara svona að velta því fyrir mér hvað ég geri,“ segi Jóhanna Sigurðardóttir, fé- lags- og trygg- ingamálaráð- herra. Fjöldaslagsmál Lögreglan í Stavropol þurfti að skjóta viðvörunarskotum í loft upp til að róa nokkur hundruð menn, annars vegar Rússa og hins vegar innflytjendur frá Kákasus. Mennirnir slógust með járn- stöngum, hafnarboltakylfum og hnífum sem leiddi til þess að einn Tsjetsjeni var myrtur og átta slösuð- ust. Tsjetsjeninn hafði lent í útistöð- um við Rússa með þeim afleiðingum að fylkingar söfnuðust við bak hvors um sig með fyrrgreindum afleiðing- um. Töluverðrar spennu gætir milli Rússa og innflytjenda um þessar mundir. siGtryGGur ari jóhannsson blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Dæmdir fyrir skotkeppni Tveir menn á Sauðárkróki voru dæmdir í sektir fyrir að standa fyr- ir skotkeppni á skemmtistaðnum Bar-inn. Þar var auglýst keppnin SKOTHELGI Á BARNUM og var hún auglýst í héraðsblaði. Keppn- in fólst í kappdrykkju áfengra drykkja. Þrír tóku þátt í keppninni en allir voru þeir undir tví- tugu. Einn kepp- andinn hafði ekki náð átján ára aldri. Þátttakendur drukku tópas- og ópalskot en enduðu allir með áfengiseitrun á spít- ala. Báðir aðilarnir ját- uðu brot sín skýlaust. Voru þeir annars vegar dæmdir til þess að greiða hundrað þúsund krónur og hins vegar tvöhundruð og fimm- tíu þúsund krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.