Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 4
„Hún á að gerast að megninu til
í Eyjum og í upphafi hennar finnast
lík í kjallara eins húsanna sem ver-
ið er að grafa upp,“ segir Yrsa Sig-
urðardóttir rithöfundur en hennar
næsta glæpasaga kemur út í haust.
Yrsa segir hugmyndina hafa kvikn-
að þegar hún heyrði viðtal við Krist-
ínu Jóhannsdóttur verkefnisstjóra og
er hún mest hissa á að fleiri hafi ekki
stokkið á hugmyndina.
Yrsa var í Vestmannaeyjum um
síðustu helgi og var með henni í för
tökulið frá Svíþjóð sem vinnur að
heimildarmynd um norræna glæpa-
sagnarithöfunda og velgengni þeirra
í útlöndum. Myndin verður einn og
hálfur tími að lengd fyrir Þýskalands-
markað en eitthvað styttri fyrir mark-
aðinn á Norðurlöndum. Yrsa er eini
íslenski rithöfundurinn. „Ég býst við
því að Arnaldur hafi sagt pass og þess
vegna hafi þau talað við mig en ég er
glöð og þetta hefur verið mjög gam-
an. Þau voru líka með mér á Kára-
hnjúkum,“ segir Yrsa. Yrsa segist hafa
verið að hugsa út bókina í nokkurn
tíma en nú sé komið að því að koma
henni í tölvutækt form. Hún hafi
fljótt orðið til í stórum dráttum en
lengri tíma taki að útfæra smáatriðin.
Bókin er þriðja glæpasaga Yrsu sem
fjallar um lögfræðinginn Þóru en
fyrst kom út bókin Þriðja táknið og
svo um síðustu jól kom út bókin Sér
grefur gröf. Yrsa segir bækurnar um
Þóru geta orðið fleiri en hún ætlar að
hafa þessa þá síðustu um þýska fylgi-
sveininn Matthew. „Ég er búin að fá
leið á honum. Það er erfitt að tvinna
Þjóðverja inn í íslenska glæpasögu,“
segir Yrsa.
Yrsa hefur skrifað bækurnar með-
fram fullu starfi á Kárahnjúkum þar
sem hún vinnur sem verkfræðingur.
Hún valdi Kárahnjúka til þess að geta
skrifað því þrátt fyrir mikla vinnu
sleppur hún við eldamennsku og
hefur kvöldin laus. Sonur Yrsu ætlar
að vinna á Kárahnjúkum í sumar og
tíu ára dóttir hennar og eiginmað-
ur koma í heimsókn þegar því er við
komið. „Ég hlakka til að koma aftur til
byggða en verkefni mínu hér lýkur að
mestu í haust og þá get ég hafið að-
lögun að samfélaginu á nýjan leik.“
miðvikudagur 30. maí 20074 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Bílvelta og
útafakstur
Fjórir sluppu án teljandi
meiðsla úr tveimur bílferðum
sem enduðu utan vegar í sitt-
hvorum landshlutanum.
Bíll valt á Bjarnafjarðarhálsi í
umdæmi lögreglunnar á Ísafirði.
Þrír voru í bílnum og slösuðust
þeir lítillega. Annar bíll lenti ut-
anvegar í Vesturárdal á Aust-
fjörðum. Maðurinn var einn í
bílnum og slappa hann án telj-
andi meiðsla.
Keyrði á staur
og réðst á löggu
Ökumaður var handtekinn
eftir að hann ók á ljósastaur og
réðist á lögreglumann.
Ökumaðurinn keyrði á
ljósastaur í fyrrinótt, en talið
er að hann hafi verið und-
ir áhrifum eiturlyfja. Þeg-
ar lögreglan hafði afskipti af
manninum brást hann hinn
versti við og réðist á lögregl-
una. Ökumaðurinn var færður
í fangaklefa lögreglunnar á
Hverfisgötu í Reykjavík til að
sofa úr sér og búist er við að
hann verði yfirheyrður þegar
hann hefur náð áttum.
Margir teknir
fyrir hraðakstur
Lögreglumenn höfðu í nógu
að snúast við hraðaeftirlit í lok
hvítasunnuhelgarinnar.
Lögreglan á Sauðárkróki tók
sextán ökumenn við of hraðan
akstur á þjóðvegi eitt, flesta við
Varmahlíð og þar í kring. Lög-
reglan á Hvolsvelli varð einn-
ig vör við hraðakstur og náð
tólf ökumönnum sem óku of
hratt í Vestur-Skaftafellssýslu og
Rangárvallasýslu. Tveir öku-
menn voru einnig kærðir fyrir
hraðakstur á Reykjanesbrautinni
um Strandarheiði en þar mældist
annar ökumannanna á 134 kíló-
metra hraða.
Innbrot í bíla
Brotist var inn í tvo
bíla fyrir utan bif-
vélaverkstæðið
Bílvirkja, á Akur-
eyri, í fyrrinótt.
Hliðarrúðurnar
í báðum bílun-
um voru brotnar, en
ekki er vitað hverju var
stolið úr bílunum. Lögregl-
an leitar innbrotsþjófanna en
ekkert er enn vitað um þá.
Forstöðumaður Fornleifanefndar ríkisins vill að hús sem grófust undir vikri í Vest-
mannaeyjagosinu séu grafin upp eins og fornleifar en ekki eins og rannsóknarverkefni
á átjándu öld. Verkefnisstjórinn segir verkið unnið í sátt við alla og segir Fornleifa-
nefndina velkomna hvenær sem er.
„Það er okkar skoðun að allar minj-
ar sem grafnar eru upp eigi að heyra
undir Fornleifavernd ríkisins en þetta
hefur einhvern veginn farið í gegnum
Húsafriðunarnefndina,“ segir Kristín
Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður
Fornleifanefndar ríkisins, um Pomp-
ei-verkefnið í Vestmannaeyjum sem
hófst árið 2005.
Á fjórða hundrað húsa og bygg-
inga grófust undir hraun og ösku í
Vestmannaeyjagosinu sem hófst í
janúar árið 1973. Pompeiverkefninu
er ætlað að hlúa að gosminjunum og
gera þær sýnilegri og segir á heima-
síðu verkefnisins að þarna sé um að
ræða einstakt tækifæri í nútímaforn-
leifauppgreftri sem jafnvel eigi sér
ekki hliðstæðu í heiminum. Fyrirhug-
að er að grafa upp sjö til tíu hús sem
fóru undir vikur. „Í grófum dráttum
sjáum við fyrir okkur að byggt verði
yfir svæðið. Þar verði safn þar sem
hægt verður að hverfa aftur til ársins
1973 í Vestmannaeyjum,“ segir Kristín
Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri Pompei
norðursins.
Of ungar fyrir fornleifanefnd
Uppgröftur og minjar sem eru
yngri en hundrað ára heyra ekki sjálf-
krafa undir Fornleifavernd ríkisins.
Ákvæði í lögunum kveður þó á um að
hægt sé að friða minjar sem eru yngri
en eitt hundrað ára og eru til dæmi
um slíkt. Kristín Huld hjá Fornleifa-
vernd segir að beiðni hafi borist fyrir
um tveimur árum þess efnis að starfs-
fólk stofnunarinnar myndi líta á gos-
leifarnar og að hluti þeirra yrði frið-
lýstur. Sá sem þá stjórnaði verkefninu
hvarf aftur á móti til annarra verka og
því hefur farist fyrir að loka því máli
að sögn Kristínar Huldar. „Við teljum
ekki gott að haldið verði áfram með
verkefnið eins og staðið hefur verið
að því. Það ætti að fara fram eins og
hver annar fornleifauppgröftur en
ekki með sama móti og rannsóknir
tíðkuðust á átjándu öld,“ segir Kristín
Huld, sem telur að aðkoma fornleifa-
fræðinga að verkefninu gæfi því meira
gildi. Hún segir verkefnið ekki hafa
farið í réttan farveg og það þurfi að
skoða betur. „Verkefnið hófst án þess
að við vissum af því, þannig að eng-
inn sóttist eftir leyfi frá okkur,“ segir
Kristín Huld.
Þúsund tonn af vikri
Kristín Jóhannsdóttir verkefnis-
stjóri segir enn verið að grafa frá hús-
unum og að rannsóknir inni í þeim
séu ekki hafnar, hún vonar að það
geti orðið seinnipart sumars. „Það
hefur þurft að grafa frá þeim þúsund-
ir tonna af vikri og við erum í góðri
samvinnu við alla í kringum okkur.
Þau hjá Fornleifavernd ríkisins eru
velkomin til okkar hvenær sem er, við
viljum endilega vinna með sem flest-
um sérfræðingum,“ segir Kristín. Nú
segir hún helst ríða á hönnun heild-
armyndarinnar því þá verði varan
fyrst söluvænleg, það sé nauðsynlegt
til að afla fjár til verkefnisins sem kost-
ar sitt. Kristín segir gott samband vera
við flesta sem bjuggu í húsunum þótt
þau séu eign Vestmannaeyjabæjar
sem greiddi fyrir tjónið á sínum tíma.
Ósátt við uppgröft
í vestMannaeyjuM
Hjördís rut sigurjónsdóttir
blaðamaður skrifar: hrs@dv.is
„Það ætti að fara fram
eins og hver annar
fornleifauppgröftur en
ekki með sama móti
og rannsóknir tíðkuð-
ust á átjándu öld.“
gosminjar grafnar upp úr vikrinum
Á fjórða hundrað húsa og bygginga
grófust undir í gosinu árið 1973.
Kristín jóhannsdóttir
Segir samband haft við
flesta sem í húsunum
bjuggu en þau eru í eigu
vestmannaeyjabæjar.
Uppgröfturinn varð spennusagnahöfundi innblástur:
Líkfundur í gosminjum
Kristín jóhannsdóttir og
Yrsa sigurðardóttir ásamt
myndatökufólki frá
svíþjóð Yrsu datt líkfundur í
gosminjunum í hug eftir
viðtal við kristínu og er hún
hissa á að fleiri hafi ekki
stokkið á hugmyndina.