Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 14
Ætli ráðamenn í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu hafi mikinn áhuga á að halda uppi öflugum almenningssamgöngum? Af síðustu ákvörðunum þeirra að dæma er svarið nokkuð örugg- lega nei. Fyrir skemmstu var ákveðið að fækka ferðum verulega í sumar frá því sem verið hefur í vetur. Að auki var gefið út að þegar ferðum verður fjölgað á ný í haust þegar örtröðin hefst á ný verða ferðirnar mun færri en áður var. Þjónustan við viðskiptavini Strætó bs. versn- ar sem sagt enn. Nokkrar breyt- ingar verða gerðar á leiðum. Ein er felld niður og annarri breytt. Stofn- leið 5 breytist þannig að nú fer hún ekki framhjá helstu skólum líkt og hún hefur áður gert. Kannski eru engir námsmenn í Árbæ? Eða þá að þeim er einfaldlega ætlað að skipta um vagna, sem er fjarri því yfirstíganlegt en vissulega hindrun í því að fá fólk upp í vagnana, sérstaklega þegar aðstaðan til að skipta um vagn er jafn óaðlaðandi og hún er eftir síðustu breytingar í Ártúnsbrekku. Á þeim rúmlega 20 árum sem eru liðin síðan sá sem hér skrifar steig fyrst upp í strætisvagn hefur þjónusta við vegfarendur versn- að nokkuð jafnt og þétt. Ferðum hefur fækkað og leiðakerfinu hef- ur verið breytt aftur og aftur. Breytingarnar voru ekki alltaf alslæm- ar en oftast nær verra af stað farið en heima setið. Enda gefa tíðar breytingar til kynna að fyrri breytingar hafi ekki gengið upp. Hvernig væri nú að sveitarstjórnarmenn skipuðu einhverja í stjórn Strætó sem hafa virkilega áhuga á uppbyggingu almennings- samgangna? Jafnvel einhverja sem ferðast með strætisvögnum. Eða er það of byltingarkennd hugmynd? Brynjólfur Þór Guðmundsson miðvikudagur 30. maí 200714 Umræða DV Algjört áhugaleysi „Hvernig væri nú að sveitarstjórnarmenn skipuðu einhverja í stjórn Strætó sem hafa virkilega áhuga á upp- byggingu almennings- samgangna?“ ÚtgáfufélAg: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. StjórnArformAður: Hreinn loftsson frAmkVæmDAStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðArmAður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjórA: janus Sigurjónsson Umbrot: dv. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. fréttAStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson AðStoðArritjóri: Sigríður Dögg Auðunsdóttir AuglýSingAStjóri: Auður Húnfjörð Spennufallið Einkabílstjóri eða ekki? Jóhanna Sigurðardóttir er snúin aftur í félagsmálaráðuneytið, en síðast þegar hún fór með völd þar á bæ vakti hún athygli fyrir að gefa lítið fyrir ráðherrabíla og einkabílstjóra. Nú velta ýmsir því fyrir sér hvort kröfur Jóhönnu hafi aukist á þeim þrettán árum sem hún hefur verið í stjórnarandstöðu, eða hvort hún muni áfram ferðast á einkabíl líkt og óbreyttir þingmenn gera. Guðlaugur hvergi sjáanlegur Hundrað ára afmæli Klepps var haldið um síðustu helgi með pompi og prakt. Öll helstu fyr- irmenni þjóð- arinnar mættu og voru þar á meðal hinn nýi umhverfisráð- herra Þórunn Sveinbjarn- ardóttir sem heiðraði gesti með nærveru sinni. Mönn- um þótti vel til takast enda fékk afmælið mikla og góða umfjöll- un. Athygli vakti þó að nýi heil- brigðisráðherrann Guðlaugur Þór Þórðarson lét ekki sjá sig í afmælinu. Þá bíða vistmenn og starfsfólk ennþá spennt eftir fyrstu heimsókn heibrigðisráð- herrans. Að bíta ekki í höndina Steingrímur Sævarr Ólafsson talar um það á bloggsíðunni sinni í tengslum við meintar hótanir Kastljóssins í garð viðmælenda sinna að hann skilji vel mann- inn sem vill ekki bíta í höndina sem fæðir hann, eins og Stein- grímur orðar það sjálfur. Það vakti athygli að Steingrímur veldi þessi orð því hann hefur sjálfur verið gagnrýndur fyrir það, bæði innanhúss og utan 365, að hann passi sig nú vel á því að bíta ekki í framsóknarhöndina sem löngum hafi fætt hann. Sandkorn Okkur þykir mörgum varið í þá tíma þegar mikið gengur á. Það brestur á með eldgosi eða kosningum og allir verða hálftjúllaðir. Orðið tjúllaður hlýtur ann- ars að vera eitt áhugaverðasta orð þjóðtungunnar. Ég ímynda mér að það sé af dönskum uppruna eins og svo mörg intressant tökuorð. Ég man sérstaklega eft- ir einu úr frumbernsku minni við Njálsgötuna. Það var orðið fortó sem Sigríður amma mín notaði æv- inlega um gangstéttina fyrir utan húsið. Annað orð sem hún notaði undantekningarlítið ef hún þurfti að láta einhvern, til dæmis mig, skjótast út í búðina sem stóð á horni Njálsgötu og Frakkastígs: „Æ, hlauptu út í Portland og kauptu svolítinn molasykur.“ Amma vissi jafn vel og ég að búðin hét Hilmarsbúð. Þetta Portland hennar ömmu minnar er samt ef til vill að- eins of sértækt til að því sé hleypt út í málþróunar- umræðuna. En þetta var útúrdúr frá vangaveltunum um þá hugarfró sem æsilegir atburðir færa okkur. Þá er ekki átt við að yfir mann færist værð og maður taki að leggja við hlustir eftir nið aldanna. Öðru nær, mað- ur verður eins og æðibuna af tómum spenningi yfir því að maður sé að verða vitni að sögulegri fram- vindu sem endar í marktækri sögulegri vörðu í fram- þróun mannkynsins. Ef ekki mannkynsins þá í sögu eyþjóðar eða jafnvel hluta eyþjóðar, til dæmis íbúa Siglufjarðar eða Seltjarnarness. Mér þykir þessi tilfinning eftirsóknarverð. Þegar fréttatímar ljósvakamiðla riðlast og lengjast úr öllu hófi og fjalla aðeins um þetta eina. Þá er eitthvað mikið og merkilegt í pípunum og eins gott að hafa sig allan við og missa ekki af neinu pústi úr hinum mikla reykháfi frétta og almæltra tíðinda. Dæmi um svona ástand eru nýafstaðnar kosning- ar. Við þessir fréttaþyrstu sívökulu einstaklingar fitn- uðum eins og púkar á fjósbita dag frá degi. Það ískr- aði í okkur þegar hin og þessi flugufregnin um hitt eða þetta upphlaupið fór eins og eldur í sinu um fjölmiðlaeyru okkar og augu. Og svo var kosið. Óvéfengjanlegur sannleikur kjörkass- anna var afhjúpaður eins og laukur fram á rauða- morgun annars í kosningum. Spennan fór umsvifalaust í þriðja veldi. Hvað næst? Hvað gera þeir Gissur og Geir, Gunnar, Héð- inn og Njáll nú? Nú varð fyrst gaman að vera til. Hver hringdi í hvern og hver hringdi ekki í hvern? Hvenær spælir maður mann og hvenær spælir maður ekki mann? Í þetta fóru nokkrir dagar og taugar samfélagslega meðvitaðra voru nú þandar til hins ítrasta. Svo leyst- ist fléttan eins og í góðu sakamálaleikriti, réttlætið sigraði að lokum eins og í kvæðinu og spáný stjórn leit dagsins ljós. Hún er að vísu skipuð 41,66% sama mannskapnum og fyrir kosningar. Þessa tölu set ég fram til að sannreyna hvort lesendur þessa kjallara, ef einhverjir eru, séu ef til vill sleipari í prósentureikn- ingi en ég og leiðrétti 41,66 prósentin ef þau standast ekki. Ég er nefnilega staddur í miðju spennufalli eft- ir fleiri vikna óvissuástand um framtíð mína, minna nánustu og þjóðarinnar allrar. Nú er komin naglföst niðurstaða sem enginn getur hnikað, ekki einu sinni páfinn. Er þá nema von að maður reyni að efna til örlítillar óvissu um eiginlega hvað sem er, bara til að framlengja ofurlítið hinni eftirsóknarverðu óræðu tilfinningu sem á undan er lýst? Eins og barn sem ríður heim til Hóla á harðri hnéskel einhvers fram- takssams ættinga síns, afur og aftur og segir alltaf þegar reiðtúrnum lýkur: „Aftur!“ Í augnaráðinu og svipnum er blanda hræðslu og eftirvæntingar sem verður að bregðast við. En nú lítur út fyrir að kosningareiðtúrnum til Hóla sé endanlega lokið og ekki annar betri í burðarliðn- um svo best verður séð. Við fréttafíklarnir vinnum gegn spennufallinu með því að missa ekki af einum einasta fréttatíma, við þaullesum blöðin og höngum þess á milli á veraldarvefnum. Besta meðalið gegn spennufalli eru ný stórtíðindi. Við bíðum spennt eft- ir næsta skúbbi og lýsum á meðan eftir fólinu sem lét fyrst út úr sér ofnotuðustu klisju síðari ára: Engar fréttir eru góðar fréttir! Þetta er eitthvert stærsta öf- ugmæli vorra tíma, ekki síst í miðju spennufalli. VAlGEir Guðjónsson tónlistarmaður skrifar „Við þessir fréttaþyrstu sívökulu ein- staklingar fitnuðum eins og púkar á fjósbita dag frá degi. Það ískraði í okkur þegar hin og þessi flugufregnin um hitt eða þetta upphlaupið fór eins og eldur í sinu um fjölmiðla- eyru okkar og -augu.“ Þórir Hansson, 15 ára! Hér er þinn hluti ágóðans af þessu kjánalega myndbandi sem allir jafnaldrar þínir hafa horft á því þeim leiðist eins og þér! Við borgum þér með bros á vör 100.000 milljónir króna! Munurinn á því hvernig milljónamæringar urðu til fyrir 100 árum síðan og svo nú Margrét! Loksins eftir 20 ára strit og fátækt hef ég loksins fundið hina fullkomnu lausn... nú verðum við rík! Dugguvogi 12 - 104 Reykjavík - S: 517 7040 - www.hobbyhusid.is Opnunartími: mán-föst 10.00-18.00, laugard 13.00-17.00, sunnud 13.00-16.00 Mikið úRval af hjólhýSuM verð frá 1.690.000 og húsbílar verð frá 4.990.000 Skoðaðu úrvalið hjá okkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.