Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 17
sem margir leikmenn taka fegins hendi
en Ólafur vill ekkert fara í frí heldur
spila áfram enda lið hans að spila góð-
an fótbolta.
„Það er einu sinni þannig þegar vel
gengur þá er ekkert ofsalega gott að
fara í frí. Þá vill maður spila fleiri leiki á
meðan menn eru heitir og tilbúnir.“
Vorum betri
„Mér fannst við betra liðið í þess-
um leik, ég get ekki sagt annað,“ sagði
Ólafur Þórðarson þjálfari Fram. „Þeg-
ar þeir eru búnir að eiga eitt hálffæri
eru þeir komnir eitt núll yfir. Þeir eru
með menn sem klára sín færi og það
er munurinn. Ósköp einfalt mál. Við
þurfum bara að fá meira út úr liðinu,
fara að skora mörk og vinna einhverja
leiki, það er aðalmálið í þessu.
12 daga pása er alltaf 12 daga pása
hvort sem maður er með 12 stig eða 2
stig. Kannski spurning hvort mönn-
um líður eithvað betur fyrstu dagana
með þessi 12 stig. Við verðum bara að
halda haus í þessu og halda áfram að
berjast. Þetta verður slagur og Fram
ætlar að verða stöðugt úrvalsdeildar-
lið og það markmið gildir enn.“
FH-ingar eru strax komnir með
fjögurra stiga forystu í deildinni og
erfitt að sjá að þeir verði stöðvað-
ir. Það lítur út fyrir erfitt sumar hjá
Frömurum sem eru í næstneðsta sæti
deildarinnar en í leik liðsins í gær var
þó fullt af jákvæðum punktum og
ljóst að ýmislegt býr í þessu liði.
DV Sport miðvikudagur 30. maí 2007 17
ÍÞRÓTTAMOLAR
LiVerpooL Íhugar skipti
Liverpool íhugar skipti á Cisse og Simao
rick Parry, stjórnarformaður Liverpool,
hefur staðfest að
liðið hafi enn
áhuga á að fá
portúgalska
landsliðsmanninn
Simao Sabrosa til
liðsins. rafa
Benitez, stjóri
Liverpool, hefur
lengi haft
augastað á Simao
og hann var hársbreidd frá því að fá leik-
manninn til liðsins árið 2005. djibril
Cisse, leikmaður Liverpool, hefur verið í
láni allt tímabilið og segist vilja fara til
annars félags. Parry sagði að vel kæmi til
greina að skipta á Cisse og Simao. „Það
eru nokkrir leikmenn sem við höfum
áhuga á og Simao er einn þeirra. En við
höfum ekki haft samband við Benfica.
Skipti á honum og Cisse koma til
greina,“ sagði Parry.
aukin mæting á æfingar
Eins og dv greindi frá í helgarblaði sínu í
síðustu viku standa knattspyrnusam-
band íslands og
íþróttafélag
fatlaðra fyrir
knattspyrnuæfing-
um fyrir fatlaða
þessa dagana,
með það að
markmiði að auka
áhuga fatlaðra á
íþróttinni. Fyrsta
æfingin fór fram
19. maí þar sem sjö mættu en á
laugardaginn mættu hins vegar
fimmtán á æfingu. Þriðja og síðasta
æfingin í þessu verkefni fer fram
laugardaginn 2. júní þar sem ingvar
kale, markvörður víkings, stjórnar
æfingunni. Ef vel tekst til verður skoðað
hvort fleiri æfingar verði skipulagðar á
fleiri stöðum á landinu.
ferdinand og dawson ekki með
rio Ferdinand, leikmaður manchester
united, og michael dawson, leikmaður
Tottenham, hafa dregið sig út úr enska
landsliðshópnum
sem mætir Brasilíu
og Eistlandi á
næstu dögum.
Ferdinand hefur
glímt við meiðsli í
nára undanfarnar
vikur og nú virðast
þau meiðsli hafa
versnað til muna.
dawson á við
sömu meiðsli að stríða og Ferdinand.
Þetta þýðir að Jamie Carragher hjá Liv-
erpool, verður að öllum líkindum í byrj-
unarliði Englands í leikjunum tveimur,
við hlið Johns Terry, fyrirliða Chelsea.
eubank ákærður
Chris Eubank, fyrrverandi hnefaleika-
maður, hefur verið ákærður fyrir ólögleg
mótmæli við
downing-stræti í
London. Fregnir
herma að Eubank
hafi lagt sjö tonna
trukki sínum fyrir
framan hliðið á
downing-stræti á
þriðjudaginn í
síðustu viku.
Eubank var að
mótmæla stríði í heiminum með þessu
athæfi sínu og hann gerði það sama í
febrúar á þessu ári, en slapp þá við
ákæru. Hann á að mæta fyrir rétt á
föstudaginn. Frægðarsól Eubanks skein
skærast á tíunda áratug síðustu aldar
þegar hann varð heimsmeistari bæði í
millivigt og ofurmillivigt.
aLi daei er hættur
íranska markamaskínan ali daei er
hættur að spila knattspyrnu. Hann
tilkynnti þetta eftir
að hafa leitt Saipa
til sigurs í írönsku
deildinni. daei
skoraði 109 mörk í
149 landsleikjum
fyrir íran. Hann
gerði garðinn
frægan með þýsku
liðunum Bayern
münchen og
Hertha Berlin. daei skoraði síðara mark
Saipa sem vann mes 2-0 í síðasta leik
ferilsins. „Þetta var síðasti dagur minn
sem leikmaður,“ sagði daei eftir leikinn.
Árið 1996 varð hann markahæsti
landsliðsmaður í heimi þegar hann
skoraði 29 mörk í 38 landsleikjum fyrir
íran það árið. Hann var valinn
knattspyrnumaður asíu árið 1999.
LandsbankadeiLd karLa
Staðan
Lið L U J t M S
1. FH 4 4 0 0 11:3 12
2. Valur 4 2 2 0 5:3 8
3. Keflavík 4 2 1 1 8:5 7
4. Víkingur 4 2 1 1 4:2 7
5. Fylkir 4 2 1 1 5:4 7
6. HK 4 1 1 2 1:7 4
7. Breiðab. 4 0 3 1 3:4 3
8. Ía 4 0 2 2 6:8 2
9. Fram 4 0 2 2 3:7 2
10. KR 4 0 1 3 4:7 1
helgi pétur magnússon, leikmaður ÍA, fékk skurð á hökuna gegn Fylkismönnum:
Ör í andliti merki karlmennsku
Helgi Pétur Magnússon, leikmaður
ÍA, fékk skurð á hökuna þegar lið hans
mætti Fylki í Landsbankadeildinni á
mánudag. Helgi lenti í samstuði við
Halldór Hilmisson og þurftu þeir báð-
ir að fara af velli. Dagur B. Eggertsson,
borgarfulltrúi, hljóp inn á völlinn eftir
að nafn hans var kallað upp í hátalara-
kerfinu. Dagur er menntaður læknir
og var fenginn til að hlúa að leikmönn-
unum.
„Hann ætlaði að koma og bjarga
þessu með því að sauma mig sam-
an. Það voru hins vegar ekki til neinar
græjur til þess og kom það mér á óvart,
ég hélt að þetta væri staðalbúnaður á
öllum þeim stöðum þar sem leikið er í
efstu deild. Ég var alls ekki sáttur,“ sagði
Helgi Pétur við DV. Dagur reyndi því að
halda sárinu á Helga lokuðu með lími
en það hélt ekki út allan leikinn.
„Ég fór síðan til læknis sem var ný-
búinn að sauma Halldór saman. Þetta
lítur bara ágætlega út. Það er allt í lagi
að hafa smá ör í andlitinu, það er bara
merki um karlmennsku,“ sagði Helgi,
en sauma þurfti sjö spor í hann. Hann
hlýtur að fá aukastig frá þjálfara sín-
um, Guðjóni Þórðarsyni, sem hefur
reynt að blása karlmennskuna upp í
hinu unga Skagaliði. Ekki veitir af en
ÍA er með tvö stig eftir þrjár umferð-
ir og er enn í leit að fyrsta sigurleikn-
um.
„Við erum ekkert farnir að örvænta.
Það er verið að byggja upp nýtt lið og
við erum bara bjartsýnir. Sérstaklega
eftir að við fengum þessa tvo Króata.
Það var nauðsynlegt fyrir hópinn að
fá nýtt blóð og stækka leikmannahóp-
inn,“ sagði Helgi Pétur en næsti leik-
ur ÍA verður heima gegn botnliði KR.
„Það verður barátta í þeim leik, það er
alveg ljóst. Þar mætast tvö lið sem ætla
sér þrjú stig.“
elvargeir@dv.is
blóðugur Sauma
þurfti sjö spor í
Helga Pétur.
0 2
FRAM FH
Mörk: Matthías Guðmundsson (51.),
Tryggvi Guðmundsson vítaspyrna (90.).
5
5
5
6
4
6
6
7
7
6
6
7
2
1
8
1
1
0
Hannes Þ. Halldórsson
Óðinn Árnason
Reynir Leósson
Eggert Stefánsson
Daði Guðmundsson (82.)
Ingvar Ólason
Alexander Steen
Hans Mathiesen
Patrik Redo
Jónas G. Garðarsson (76.)
Hjálmar Þórarinsson (68.)
Daði Lárusson
Guðmundur Sævarsson
Tommy Nielsen
Sverrir Garðarsson
Freyr Bjarnason
Ásgeir G. Ásgeirsson
Davíð Þór Viðarsson
Dennis Siim (72.)
Matthías Guðmunds. (86.)
Tryggvi Guðmundsson
Arnar Gunnlaugsson (75.)
TÖLFRÆÐI
SKOT AÐ MARKI
SKOT Á MARKIÐ
SKOT VARIN
HORNSPYRNUR
RANGSTAÐA
GUL SPJÖLD
RAUÐ SPJÖLD
9
3
2
8
3
0
0
7
5
8
7
6
7
8
6
7
7
6
VARAMENN: (68.) Theódór
Óskarsson - 4, (76.) Ívar
Björnsson, (82.) Andri
Karvelsson.
VARAMENN: (72.) Allan
Dyring, (75.) Alti Guðnason,
(86.) Matthías Vilhjálmsson.
Dómari: Garðar Örn Hinriksson - 6 Áhorfendur: 1.293
MAÐUR LEIKSINS:
Davíð Þór Viðarsson
Daði
Hannes
Reynir ÓðinnEggertDaði
Steen Ingvar Mathiesen
Redo
HjálmarJónas Grani
Guðmundur Nielsen Sverrir Freyr
Davíð
Matthías Arnar
Ásgeir Siim
Tryggvi