Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 19
DV Umræða miðvikudagur 30. maí 2007 19
Undirbúningur Berglind og Héðinn í Ljósmyndaskóla Sissu voru í óðaönn við að leggja lokahönd á
ljósmyndasýningu skólans sem var opnuð um helgina og verður opin til 3. júní.
Dómstóll götunnar
mynDin
Á FramsóknarFlokkurinn sér viðreisnar von?
P
lús
eð
a
Kristján Möller nýr sam-
gönguráðherra fær plús frá
DV fyrir að lofa því að hann
muni ekki gleyma íbúum á
höfuðborgarsvæðinu á komandi
kjörtímabili.
spurningin
„Það breytist í
sjálfu sér ekki
mikið. Það er
þó þannig að
næstu tvö
árin fáum við
ekki ný
rannsóknar-
og nýtingar-
leyfi, sem
óneitanlega
hefur einhver
áhrif til
framtíðar,“ segir Friðrik Sophusson,
forstjóri Landsvirkjunar. „að öðru
leyti munum við halda okkar vinnu
áfram bæði í neðanverðri Þjórsá og á
Norðausturlandi þar sem við höfum
verið að undirbúa virkjanir. Það er
ljóst að samkvæmt stjórnarsáttmál-
anum verður ekki ráðist í Skaftárveit-
ur, sem oftast eru nú kallaðar
Langisjór. Það er svo sem ekkert við
því að segja, þetta er ákvörðun
eigenda fyrirtækisins. að öðru leyti
verða áhrifin ekki veruleg.“
Hvað breytist Hjá
LandsvirkjUn með
nýrri ríkisstjórn?
Ja hérna, svo flokkarnir fá meira en 400 milljónir króna fyrir það eitt að fara í framboð og fá meira
en tvö og hálft
prósent þjóðar-
innar til að kjósa
sig. Hverjum
hefði nú dott-
ið þetta í hug? Ja
hérna. Þeir mega
alla vega eiga það
þessir stjórnmála-
menn að þeir vita í hvað
er best að eyða skattpeningunum
okkar.
Þeir eru dáldið sniðugir
þessir stjórn-
málamenn.
Fyrst setja þeir
lög um að fækka
kjördæmum og
stækka þau og þá þurfa flokk-
arnir auðvitað að fá aukagreiðsl-
ur, svona svo þingmennirnir þeirra
geti ferðast um þessi stóru lands-
byggðarkjördæmi. Svo setja þeir
lög um að þeir megi ekki betla jafn
mikla peninga út úr fyrirtækjum og
áður. Þá þurfa þeir auðvitað að fá
aukagreiðslur til að koma á móti því
tekjutapi. Þeir eru dáldið sniðugir að
finna leiðir til að verja skattpening-
unum okkar á skynsamlegan máta.
Dagfari fór nú að-eins að
reikna. Ef flokk-
arnir fá rúmar
400 milljónir
króna úr ríkissjóði
fyrir góðan árang-
ur í kosningunum og ef 180 þúsund
manns greiddu þeim atkvæði þá
fá flokkarnir 2.261
krónu fyrir hvert
atkvæði sem
þeir fengu í
kosningunum.
Stjórnmála-
flokkarnir fá sem
sagt borgaða 2.261
krónu fyrir hvert at-
kvæði sem við greiddum þeim. Og
hverjir eru það sem greiða flokk-
unum fé fyrir þau atkvæði sem við
greiddum þeim? Jú, það erum víst
við. Við greiðum þeim hvort tveggja
atkvæði og fé. Ja hérna.
Nú hafa flokkarnir þeirra Geirs H. Haarde, Ingibjargar Sól-rúnar Gísladóttur, Guðna
Ágústssonar, Steingríms J. Sigfús-
sonar og Guðjóns Arn-
ar Kristjánssonar
nægan pening til
að reka sig næstu
árin, allt í boði
okkar kjósenda
og skattgreiðenda.
Meira að segja Ómar
Ragnarsson og félagar
í Íslandshreyfingunni fá pening til að
borga upp skuldir úr kosningabarátt-
unni þrátt fyrir að ná ekki einum ein-
asta manni eða konu á þing. Ja hérna.
Annars fór Dagfari að velta fyrir
sér hvort ekki
mætti stofna
fyrirtæki um
þetta. Fá eitt-
hvert sniðugt fólk,
fara í framboð og sjá
hvort ekki megi græða á því. Gæti
heitið Framboðsflokkurinn eða jafn-
vel Vinnumiðlunin. Hmm, kannski
seinna heitið sé frátekið.
Fá borgað Fyrir
atkvæðin okkar
DagFari Þeir vaða í peningum
Halim Al fínn fýr
lesenDur
É
g las grein í Mannlífi
um daginn. Þar var
heljarinnar grein
um Halim Al sem er
sennilega frægastur
fyrir að ræna dætrum Sophiu
Hansen. Þótt ótrúlegt virð-
ist þá virtist hann fínasti gæi.
Maður hélt alltaf að hann væri
snarruglaður múslimi sem
vildi bara kúga konur og lesa
Kóraninn. En hvað getur maður
sagt. Hann er að vísu með skegg
eins og Osama bin Laden en það
er sennilega bara tískan þarna í
Tyrklandi. Menn eru ekki endi-
lega vondir þótt þeir fylgi ákveð-
inni tísku.
Það kom mér þó á óvart að
hann var tilbúinn til þess að fyr-
irgefa Sophiu fyrir framhjáhald-
ið. Sjálfur hef ég lent í því að
kona hélt framhjá mér. Henni hef
ég ekki fyrirgefið enn þann dag í
dag. Enda ekki til fyrirmyndar að
eyðileggja fjölskyldur. Ég er ekki
frá því að Halim sé nokkuð göf-
ugur maður fyrir að vera tilbúinn
að fyrirgefa henni þessa vitleysu.
Reyndar tók hann börnin henn-
ar. Kannski var það bara sann-
gjarnt að hann fyrirgæfi henni
þetta. Annars virðist þessi Halim
Al bara vera ágætisnáungi. Mað-
ur á víst ekki að dæma bókina
eftir kápunni.
Björgvin
„Nei, ég held að hann sé alveg búinn
að vera. Þó gæti guðni gert eitthvað til
að rétta úr kútnum en ég bind nú ekki
miklar vonir við það. Ég hef lítið kynnt
mér það hvort valgerður Sverrisdóttir
gæti hjálpað þeim eitthvað en ég býst
nú ekki neitt sérstaklega við því, hef
ekki mikla trú á henni.“
Gunnar Örn arnarsson,
22 ára, bílamálari
„Nei, ég held að þeir séu búnir að
missa öll tök á þessu. Ég held að guðni
Ágústsson muni lítið hjálpa framsókn-
armönnum við það að byggja flokkinn
upp, ég hef enga trú á honum. valgerð-
ur Sverrisdóttir gæti gert eitthvað, ég
hef meiri trú á henni. annars held ég
að það muni fara þeim vel að vera í
stjórnarandstöðu því þetta eru svo
miklir tuðarar.“
margrét Fanney bjarnadóttir,
38 ára, öryrki
„Já, eiga það ekki allir? Þeir þurfa að
endurskoða sitt innra starf, það sem
hefur gengið vel hjá þeim og svo það
sem hefur gengið illa. Það hafa verið
einhver innanflokksátök hjá þeim en ef
þau lægir og þeir taka mál sín í gegn
ætti þetta nú að ganga hjá þeim.“
ólafur árnason,
40 ára, ráðgjafi
Sjónvarpsáhorfandi hissa á framferði
forsætisráðherra:
Stuttur í spuna
Ansi þótti mér Geir H. Haarde
stuttur í spuna við fjölmiðlamenn
eftir að hafa nýlokið við að tilkynna
hvaða þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins fengu ráðherraembætti í nýrri
ríkisstjórn í beinni útsendingu. Um
leið og hann sleppti síðasta orðinu
gekk hann á brott án þess að gefa
færi á sér, líkt og hann vissi að von
væri á erfiðum eða óþægilegum
spurningum fjölmiðlamanna, og
mátti sjá undir sóla hans á leiðinni
burt. Síðar í sjónvarpsútsendingu
Sjónvarpsins og Stöðvar 2 náðist
viðtal við forsætisráðherrann og að
mínu mati skein úr augum ráðherr-
ans að hann nennti ekki að sitja fyr-
ir svörum.
Annað sem vakti athygli mína í
þessum sjónvarpsútsendingum er
munurinn á tíma sem það tók þing-
flokka Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar að opinbera ráðherra-
val sitt. Sjálfstæðismenn afgreiddu
málið snaggaralega enda mátti
heyra á þingmönnum flokksins að
tilkynningu lokinni að ekki sé hefð
innan flokksins að mótmæla. Það
tók Sam-
fylkinguna
mun lengri
tíma að fara yfir málin og þar á bæ
þurftu þingmennirnir greinilega að
ræða meira saman. Það er aftur á
móti spurning hvort einhver mót-
mæli hafi þar komið upp án þess
að fjölmiðlar hafi verið látnir vita
af því.
lesenDur
SÍMINN
512 7070
SEM ALDREI SEFUR
FRÉTTASKOTDV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
Þannig er hægt að fá 15.000
krónur fyrir besta fréttaskot
mánaðarins.
www.dv.is