Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 22
miðvikudagur 30. maí 200722 Neytendur DV
Bílar
Lundúnaleigu-
bílar til Asíu
LTI, sem framleiðir hina sí-
gildu Lundúnaleigubíla, ætlar
nú að hefja útflutning á bílun-
um til Kína og til annarra landa
víðar í Asíu á næsta ári. Líklegt
er að bílarnir verði seldir á hálf-
virði í Asíu miðað við gangverð
í Bretlandi. Hafa breskir við-
skiptajöfrar jafnvel hugleitt þá
viðskiptahugmynd að fjárfesta
í nokkrum bílum og flytja þá
frá Asíu og aftur til Lundúna í
gróðaskyni. Nýjasta gerð þessa
þekktu leigubíla nefnist TX4 og
er framleidd af fyrirtækinu LTI,
sem er í eigu Britain‘s Manga-
nese Bronze Holdings, en þeir
eru ekki frábrugnir hinum sí-
gildu Lundúnaleigubílum.
Galileo seinkar
Útkomu evrópska staðsetn-
ingakerfisins Galileo seinkar
auk þess sem útlit er fyrir að
það verði dýrara en upphaflega
var gert ráð fyrir. Unnið hefur
verið að þróun kerfisins að
frumkvæði Evrópusambands-
ins.
Með útkomu þess verða Evr-
ópubúar óháðir hinu banda-
ríska GPS staðsetningarkerfi
sem fyrst og fremst er hugs-
að út frá hernaðarsjónarmið-
um. Galileo kerfið er hugsað
til almennra nota, fyrir bíla,
siglingar og borgaralegt flug svo
fátt eitt sé nefnt. Kerfið verður
nákvæmara en hið bandaríska
GPS kerfi og hið rússneska
GLONASS.
Síðustu fregnir frá Brussel
herma að kerfið komi út árið
2011 eða 2012.
Ford að
selja Volvo
Blöð í Svíþjóð eru uppfull af
sögusögnum um að BMW sé við
það að kaupa Volvo-bílafram-
leiðsluna sem er í eigu Ford.
Eigendur Ford staðfestu í Fin-
ancial Times í gær að viðræður
ættu sér stað. Ljóst er að salan
kemur nokkuð á óvart því for-
svarsmenn Ford sögðu í mars
að þeir hygðust eiga Volvo-verk-
smiðjurnar áfram.
Hins vegar sýndu nýlegar
afkomutölur mikið tap á rekstri
Ford-fyrirtækisins og í fram-
haldi af því er talið að stjórn-
endur hafi ákveðið að selja.
Nú þegar sumarið er loksins komið fer suma að kítla í bensínfótinn. Þeir sem finna
fyrir þessum fiðringi ættu að skella sér á kvartmílubrautina í Kabelluhrauni þar sem
allir geta fengið útrás fyrir hraðakstur og það í löglegu umhverfi:
„Keppnin byrjar klukkan tvö á laug-
ardaginn, en keppendurnir mæta
um tíuleytið með bílana sína. Þá
verða bílarnir skoðaðir og fara í
gegnum öryggisskoðun. Við verð-
um líka með æfingu á föstudags-
kvöldinu þar sem ökumennirnir
geta spreytt sig í brautinni,“ segir Jón
Gunnar Kristinsson, varaformaður
Kvartmíluklúbbsins. Fyrsta kvart-
mílúmót sumarsins verður haldið á
kvartmílubrautinni í Kabelluhrauni í
Hafnafirði á laugardag.
Allir geta keppt
„Það getur í raun hver sem er
tekið þátt í svona kvartmílumóti.
Bílarnir þurfa ekki að vera sérút-
búnir eins og í mögum öðrum akst-
ursíþróttum. Til dæmis gæti maður
mætt með Yarisinn sinn og keppt í
kvartmílu á honum. Sá hinn sami
mun reyndar væntanlega tapa,
en hann getu verið með og kemst
hringinn. Ég mætti til dæmis, fyrst
þegar ég var að byrja, á Saabinum
mínum eins og hann var. Fyrst um
sinn keppti ég á honum óbreytt-
um. Þegar ég hætti hins vegar að
keppa var bíllinn talsvert breyttur
því það var búið að eiga heilmikið
við hann,“ segir Jón Gunnar.
Jón býst við spennandi móti
um helgina. „Íslandsmeistararnir
frá í fyrra verða flestir með og þeir
eru búnir að vinna mikið í bílun-
um sínum í vetur. Sigurstrangleg-
astir hljóta að vera Leifur Rósen-
berg, sem varð Íslandsmeistari í
OF flokki í fyrra, Þórður Tómas-
son, mikill keppnismaður í kvart-
mílu sem endaði að mig minnir í
öðru sæti í fyrra, Davíð Ólafsson,
formaður Kvartmíluklubbsins og
Björn Sigurbjörnsson sem var Ís-
landsmeistari í fyrra í þúsund rúm-
sentímetra flokki. Svo eru líka alltaf
nýir og efnilegir ökumenn að bæt-
ast í hópinn,“ segir Jón.
Keppt eftir tegundum
Á mótinu um helgina verður
keppt í ákveðnum flokkum sem
fara eftir stærð vélanna í bílunum
og ættu allir að finna flokk sem
hæfir sínum bíl. „Í sumar stefnum
við einnig á að hafa BMW mílu og
jafnvel Subaru mílu en þá eru bara
þannig bílar sem keppa,“ segir Jón
Gunnar.
Kvartmíluklúbburinn, sem held-
ur mótið, er áhugamannafélag um
kvartmílu. Tilgangur félagsins er
að sameina áhugamenn um mót-
orsport og bílaáhugamennsku, og
starfrækja keppnishald á lokuðum
svæðum í bílaíþróttum. „Kvartmílu-
klúbburinn hefur verið starfræktur í
33 ár og okkar markmið er auðvitað
að efla vitund og koma því í kring að
hraðakstur skuli ekki stunda á um-
ferðagötum,“ segir Jón Gunnar.
Kvartmílubrautin, í Hafna-
firði er sú fyrsta sinnar tegundar
á Íslandi og líklega líka í Evrópu.
„Kvartmíluklúbburinn fór í það að
byggja þessa braut árið 1979 en
þetta er fyrsta brautin í Evrópu sem
er byggð gagngert til þess að keppa
í kvartmílu. Við höfum rekið mik-
ið starf í kring um þessa braut og
hingað koma allt upp í 1.500 hest-
afla bílar. Brautin er auðvitað orðin
gömul og það er búið að keyra mik-
ið á henni. Það stendur til að fara
að endurnýja en það fer auðvitað
eftir því hvað buddan leyfir. Við
erum alltaf að bæta aðstæðurnar,
til dæmis erum við núna að ljúka
við að setja upp vegrið í kringum
brautina svo menn geti ekki keyrt
út af henni. Þetta er allt samkvæmt
öryggiskröfum nútímans sem voru
að sjálfsöguð ekki þegar brautin var
byggð 1979. Stefnan er svo í fram-
haldinu að setja gras í kring um
brautina til þess að við séum með
meira og betra öryggi,“ segir Jón
Gunnar.
Fyllsta öryggis gætt
„Við erum alltaf á tánum í þess-
um öryggismálum, því við viljum
halda hraðakstrinum á lokuðum
svæðum þar sem fyllsta öryggis
er gætt. Maður þarf ekki annað en
að horfa í kring um sig til þess að
sjá hversu mikil þörf er á sérstöku
svæði til hraðaksturs. Sérstaklega
ungir piltar sem byrja á því að keppa
í kapphlaupi, síðan á reiðhjólum og
fleira sem allt er löglegt, fá bílpróf
og hafa ekki stað til þess að fá útrás
fyrir þessa keppnisþörf, sína nema
undir ólöglegum kringumstæðum,
þeir geta komið til okkar og keppt í
brautinni á löglegan hátt,“ segir Jón
Gunnar í lokin.
Það er ennþá snjór á hálendinu og þeir sem vilja fara í almennilega
fjallaferð ættu að fara Fjallabaksleið syðri. Þessa dagana er mjög gaman
að koma bæði inn á Mænifellssand og inn í Strútslaugar, þar er ennþá
snjór og falleg náttúra. Leiðin er erfið og nauðsynlegt er að vera á vel
útbúnum bílum og vanir fjallagarpar segja að það sé nauðsynlegt að
vera í það minnsta á 46 tommum til þess að komast alla leið.
Almennileg fjallaferð
Fyrsta kvartmílu-
mótið um helgina
KriStín H. HALLdórSdóttir
blaðamaður skrifar: kristinhrefna@dv.is
dragster Þessi bíll er 2000 hestöfl
og fór kvartmíluna á 6,99sek og á
320km hraða sem þýðir að bíllinn
er hraðskeiðasti bílll á íslandi.
íslandsmeistari á ferð
íslandsmeistari síðustu tveggja
ára Leifur rósinbergsson á
Pinto.