Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 10
miðvikudagur 30. maí 200710 Fréttir DV Verð á leigukVóta í sögulegu hámarki Kvótakaup námu tæpum sjö millj- örðum króna á fyrri hluta árs. Leiga á kvóta hefur hækkað með stöðugum hætti á undanförnum árum og er í sögulegu hámarki sem stendur. Stór- ar fjárhæðir skipta iðulega um hend- ur í þessum geira og eru viðskipt- in iðulega upp á tugi eða hundruð milljóna króna. Samtals hafa viðskipti með leigu- kvóta verið fyrir tæplega sjö millj- arða frá því í upphafi árs. Mestu við- skiptin á einstökum degi voru um 180 milljónir króna 26. mars, en minnstu viðskiptin tæpar 24 millj- ónir 14. apríl. Ekki eru þó öll við- skipti jafn stórvægileg og eru dæmi um að lágar fjárhæðir skipti um hendur. Til að mynda voru einung- is borgaðar 50 krónur fyrir 5 kíló af kolmunna 18. apríl síðastliðinn. Hinn almenni neytandi hefur ekki farið varhluta af verðþróun í landinu og hefur verð á fiski hækkað stöðugt og er nú í sögulegu hámarki og kostar hvert kíló af þorskkvóta um 200 krónur við leigu á aflaheim- ildum. Til samanburðar má sjá að kílóverð á þorski var í kringum 160 krónur í október á síðasta ári og í kringum 100 krónur í júní árið 2001. Af þessu má sjá að verðlagsþróun hefur verið óvenjuhröð á stuttum tíma og eftirspurn eftir leigukvóta hækkar sífellt. Gloppur í lögunum? Lögum samkvæmt er fyrirtækjum leyfilegt að leigja hálfan kvóta sinn á ári, en helming hans ber að veiða. Ef fyrirtæki veiðir hins vegar ekki helming kvóta tvö ár í röð missir það veiðiheimildir. Guðjón Arnar Kristinsson, for- maður Frjálslynda flokksins, fullyrð- ir þó að sumar útgerðir leigi frá sér allan sinn kvóta ár eftir ár án þess að missa kvóta, þrátt fyrir að slíkt sé ólöglegt. Lög segja til um að ann- að hvert ár verði bátur að veiða að minnsta kosti helming kvóta síns sjálfur en hægt sé að komast í kring- um það með klókindum eftir svo- kallaðri „kínverskri aðferð“. „Útgerðarmaður á kannski tvo báta og hann er með allan kvótann skráðan á annan bátinn en hann á að missa veiðileyfið ef hann veiðir ekki helminginn tvö ár í röð. En til þess að koma í veg fyrir að það gerist, færir hann aflamarkið á milli báta á fiskveiðiáramót- um og leigir hann út aftur. Báturinn sem á að svipta veiði- heimildum er því án aflamarks þegar kemur að því að svipta hann kvóta. Fyrirtækið heldur sömu veiðiheim- ildum ár eftir ár með þessu móti. Farið er í kringum lögin og þau virka ekki,“ segir Guðjón Arnar. Aðrir við- mælendur staðfesta frásögn Guð- jóns. Sumir bættu við að margar að- ferðir séu notaðar til þess að „spila á kerfið“. Ekki hægt að leigja út allan kvótann Friðrik Arngrímsson fram- kvæmdastjóri LÍÚ tekur undir með Guðjóni um að þessi lög hafi lítið vægi og tel- ur hann skiljanlegt að fyrirtæki láti það ekki gerast að veiði- heimildir falli nið- ur. Verðmæti í aflahlutdeild séu alltof mikil til að leyfa því að ger- ast. Hins vegar telur hann það á misskilningi byggt að hægt sé að leigja út allan kvótann á einu ári, fyrir- tæki verði allt- af að veiða um helming kvótahlut- deildar sjálf. Hann segir LÍÚ efast um núver- andi kerfi og hafa lagt til við ríkis- stjórnina að dregið verði úr heimild- um manna til að leigja kvóta. Ástæðan er þríþætt. Í fyrsta lagi er það vegna þess að þeir sem eru að leigja heim- ildir geri ekki rétt upp við sjómenn. Í öðru lagi vegna þess að menn hafa verið að reyna að réttlæta brott- kast því veiðiheim- ildir séu svo dýrar. Í þriðja lagi er það vegna þess að kerfið hefur ver- ið lengi gagn- rýnt af sjó- mönnum og ljóst að engin sátt ríkir um þetta kerfi. Slæm þróun fyrir smærri bæjarfélög Þróun á verði á afla- heimildum er óheppileg fyrir smærri bæj- arfélög sem mörg hver eru háð afkomu stórrar útgerðar. Hátt verð á aflaheimildum getur verið þungur baggi á fyrirtækj- um. Skemmst er að minnast frétta af Kambi á Flateyri, sem nýlega lagði upp laupana. Í máli stjórnenda kom fram að hluti af ástæðu þess að starf- semi var hætt hafi verið hækkandi verð á leigukvóta. Í fyrirspurn Jóhanns Ársælsson- ar á Alþingi árið 2005 kom fram að sá sem leigði út mestan kvóta inn- an fiskveiðiárs var Samherji sem leigði út um 10.000 tonn, þegar all- ar heimildir höfðu verið reiknaðar yfir í þorskgildisstuðla út frá verð- mæti hverrar tegundar fyrir sig. Brim og Vinnslustöðin í Vestmannaeyj- um voru næststærstir með um 6.000 tonn. Þeir sem fengu mestan kvóta til sín voru hins vegar Nesfiskur í Garði með um fimm þúsund tonn og Kambur á Flateyri sem fékk næst- mest eða um 3.500 tonn. Viðskipti með veiðiheimildir nema tugum milljóna dag hvern. Heildarviðskipti með leigukvóta frá áramótum nema tæpum sjö milljörðum króna. valur GrEttiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Guðjón arnar Kristinsson Fullyrðir að útgerðarmenn spili á kerfið og leigi út allan sinn kvóta þrátt fyrir að það sé ólöglegt. „Farið er í kringum lögin og þau virka ekki.“ Stærri kvótaútgerðir leigja þeim minni Síhækkandi verð á leigukvóta gerir minni útgerðum oft og tíðum erfitt fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.