Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 18
San Antonio Spurs er á góðri leið
með að tryggja sér sæti í úrslitavið-
ureign NBA-deildarinnar í körfubolta
eftir að hafa unnið góðan útisigur á
Utah Jazz í fyrrinótt, 79-91. Spurs leið-
ir einvígið 3-1 og næsti leikur fer fram
í San Antonio á morgun.
Staðan að loknum þriðja leikhluta
var 62-63 fyrir San Antonio en þá kom
kafli Argentínumannsins Manu Gino-
bili. Hann skoraði sextán af 22 stigum
sínum í fjórða leikhluta og gerði þar
með út um vonir Utah Jazz í leiknum.
„Ég er mjög stoltur að því sem við
gerðum í fjórða leikhluta af því að út-
litið var ekki gott hjá okkur. Við tókum
til okkar mála og spiluðum mjög vel,“
sagði Ginobili eftir leikinn en hann
hitti úr tólf af fimmtán vítaskotum sín-
um í leiknum. Sumir dómarnir þóttu
vafasamir og andrúmsloftið í Delta
Center í Utah var orðið fjandsamlegt
um tíma. Leikmenn og þjálfarar Utah
kvörtuðu sáran undan sumum dóm-
um og áhorfendur bauluðu og tóku
til við að henda ýmis konar hlutum í
átt að vellinum. „Okkur fannst sum-
ir dómarnir vafasamir. En þeir unnu
leikinn. Þeir kláruðu sínar sóknir. Þeir
báru höfuðið hátt. Við vorum að fá á
okkur tæknivillur, ekki þeir. Og það
er þess vegna sem þeir voru sterk-
ari,“ sagði Deron Williams, leikmaður
Utah, en hann skoraði 27 stig og gaf tíu
stoðsendingar í leiknum. Manu Gino-
bili var stigahæstur í liði San Antonio
með 22 stig en næstur honum kom
Tim Duncan með nítján stig, auk þess
sem hann hirti níu fráköst. Í liði Utah
var Deron Williams stigahæstur með
27 stig en Carlos Boozer skoraði átján
stig og hirti níu fráköst. Þeir tveir voru
einu leikmenn Utah sem skoruðu yfir
tíu stig í leiknum. dagur@dv.is
miðvikudagur 30. maí 200718 Sport DV
Valur Fannar Gíslason skoraði
annan leikinn í röð fyrir Fylki gegn ÍA
á mánudag. Áður hafði hann skorað
gegn Víkingi með skalla en gegn ÍA
skoraði hann með bylmingsskoti og
jafnaði leikinn í 1-1. Leikurinn end-
aði 2-2 í fjörugum leik þar sem Peter
Gravesen fékk að líta rauða spjaldið í
fyrri hálfleik og Fylkismenn misnot-
uðu vítaspyrnu undir lokin.
„Maður stefnir ótrauður á brons-
skóinn,“ sagði Valur Fannar í léttum
dúr þegar DV náði í skottið á hon-
um. „Nei, kannski ekki alveg. En það
er gaman að sjá boltann inni svona
til tilbreytingar. Maður hefur ver-
ið að læða inn svona einu til tveim-
ur mörkum á tímabili en tvö mörk í
tveimur leikjum, það gerist varla á
æfingum,“ segir Valur og hlær. „Það
er ágætis stígandi í þessu hjá okkur.
Með mig sjálfan þá er maður nánast
alltaf búinn að spila sem miðvörður
og það tekur náttúrulega smátíma
að finna sig á nýjum stað. En það er
alltaf að aukast og það er í raun al-
veg sama hvar maður spilar þá tek-
ur alltaf smá tíma að ná stöðugleika
í nýrri stöðu,“ segir Valur en hann
hefur leikið á miðri miðjunni ásamt
Ólafi Stígssyni.
„Það er mjög gott að hafa Óla
þarna við hliðina á sér. Við höfum
náð vel saman og erum báðir með
svipaða hugsun á vellinum. Það er
náttúrulega mjög gott. Svo skemm-
ir ekki fyrir að hafa David Hannah
fyrir aftan sig. Hann lætur vel í sér
heyra en er ljúfur sem lamb utan
vallar. Rífur kjaft við allt og alla inni
á vellinum en það er bara ágætt, það
tekur það enginn nærri sér held ég.
Hann er ekkert að fara yfir um og fá
spjöld og eithvað þannig, þetta er
bara hans háttur.“
Fínn stígandi hjá Fylki
Fylkismenn léku í heldur óvenju-
legum búningum gegn ÍA en félagið
hélt upp á 40 ára afmæli sama dag og
léku Fylkismenn því í þessum bún-
ingum.
„Þetta var fyrsti keppnisbúning-
ur Fylkis, knattspyrnufélags Selás og
Árbæjar, minnir mig að félagið hafi
heitið. Þetta verður varabúningur
okkar í sumar og ég held að menn
séu ekki það ríkir að það sé verið að
spandera í mörg sett af búningum,“
segir Valur og hlær.
Fylkir er í fimmta sæti Lands-
bankadeildarinnar eftir fyrstu fjórar
umferðirnar. Hefur unnið tvo, gert
eitt jafntefli og tapað einum leik gegn
Val í þriðju umferðinni. Liðið hefur
verið að leika líkt og undanfarin ár
fínan fótbolta og eftir hraðmótið svo-
kallaða er Valur Fannar nokkuð sátt-
ur við uppskeru Árbæinga.
„Það hefur verið ágætis stígandi
i þessu hjá okkur frá fyrsta leik sem
var ekki nógu góður en vannst engu
að síður. Síðan vorum við fínir á móti
Val í 75 mínútur og þetta er bara
framhald af því.“ benni@dv.is
Valur Fannar Gíslason leikmaður Fylkis hefur ver-
ið iðinn við kolann í upphafi móts og skorað í
tveimur leikjum í röð.
STEFNIR
Á BRONS-
SKÓINN Markinu fagnað valur Fannar gíslason hefur nú
skorað í tveimur leikjum í röð.
Númerið dottið af
Leikmenn Fylkis fögnuðu
vali Fannari svo vel að
númerið rifnaði af treyjunni.
San Antonio Spurs vann fjórða leikinn í einvígi sínu við Utah Jazz 91-79 og þarf einn sigur í viðbót:
Ginobili skoraði 16 stig í fjórða leikhluta
NBA
NBA-úrslit
Utah Jazz 79 - 91 San Antonio Spurs
(San antonio er 3-1 yfir í einvíginu)
NBA
Villa margir dómar í leiknum
þóttu vafasamir en hér sést
deron Williams, leikmaður
utah, brjóta augljóslega á Tony
Parker, leikmanni San antonio.