Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 6
Ökumenn hópbifreiða og vöruflutn-
ingabifreiða þurfa að endurnýja
ökuréttindi sín á fimm ára fresti og
fá ekki réttindin endurnýjuð fyrr en
þeir hafa sótt endurmenntunarnám-
skeið. Þetta kemur til með breyttri
reglugerð um ökuskírteini sem er til-
komin vegna tilskipana Evrópusam-
bandsins. Áður áttu þeir að sækja
um endurnýjun ökuréttinda á tíu ára
fresti og þurftu ekki að sækja nám-
skeið áður.
Breytingar eiga sér einnig stað á
endurnýjun ökuréttinda almennra
ökumanna sem nú þurfa að endur-
nýja ökuréttindi sín á tíu ára fresti,
í stað þess að áður hlutu þeir rétt-
indi til sjötugs eftir tveggja ára byrj-
endaskírteini. Almennir ökumenn
þurfa hins vegar ekki að sækja end-
urmenntunarnámskeið til að end-
urnýja réttindi sín, líkt og atvinnu-
bílstjórar.
Aldursmörk atvinnuökuréttinda
taka einnig breytingum. Aldurs-
mörk þeirra sem geta fengið öku-
réttindi á vöruflutningabifreiðar fær-
ast frá átján árum í 21 ár. Bílstjórar
hópbifreiða geta fengið réttindi við
23 ára aldur en mörkin voru áður 21
ár. Frá og með 10. september 2011
þurfa allir hópbílabílstjórar síðan að
sækja endurmenntunarnámskeið til
að fá atvinnuréttindi sín endurnýjuð.
Vöruflutningabílstjórar eru skyldaðir
á námskeið ári síðar.
Eiga eftir að rísa upp
Pálmar Sigurðsson, starfsmanna-
stjóri Hagvagna, hefur kynnt sér þess-
ar breytingar og hefur áhyggjur af
þróuninni. Hann er sannfærður um
að bílstjórum með mikla reynslu eigi
eftir að lítast illa á hið nýja fyrirkomu-
lag. „Hugmyndin er líklega tilraun
til að gera auknar kröfur til stéttar-
innar. Þetta hefur nú ekki verið rosa-
lega mikið kynnt ennþá og nú eru
bílstjórar að vakna upp við það hvað
þetta þýðir í raun. Ég get tekið undir
að tilraunir til að gera starfið faglegra
eru góðra gjalda verðar en
ekki er ég viss um að þetta sé rétta
leiðin. Það verður að segjast eins og
er að mikill hörgull er á meiraprófs-
bílstjórum, mikil ósköp, og þetta er
svo sannarlega ekki til að hjálpa til í
þeim efnum,“ segir Pálmar. „Við erum
náttúrlega orðin alþjóðlegt samfélag
og erlendir bílstjórar þurfa að sæta
sömu reglum. Þetta getur virkað frá-
hrindandi á þá líka. Mitt starf felst í
því að manna bílana og þessi stefna er
ekki alveg til þess fallin að gera starf-
ið meira aðlaðandi fyrir nýliða. Svo
ekki sé talað um reynsluboltana, á
allt í einu að fara að senda þá á skóla-
bekk aftur? Það jaðrar við að hægt sé
að líta á það sem móðgun. Ég er alveg
sannfærður um að þegar þetta fer að
fréttast meira með bílstjórana þá eiga
þeir eftir að rísa upp. Ég held að mik-
ilvægast í þessu sé að reyna að ná
fram mýkri lendingu.“
Hvað á að kenna?
Helgi Aðalsteinsson vörubílstjóri
er hissa á þessum breytingum. Hann
segist ekki geta séð sérstakar ástæð-
ur fyrir því að skylda atvinnubíl-
stjóra sérstaklega til endurmennt-
unar umfram aðrar stéttir. „Þetta er
ansi spaugilegt og skrítið að skylda
eina stétt svona sérstaklega til end-
urmenntunar. Ég bíð spenntur eft-
ir því að sjá hvað þeir ætla að fara
að kenna á þessum námskeiðum.
Verða umferðarreglurnar kenndar?
Á að kenna manni að keyra upp á
nýtt? Þetta finnst mér ekki sniðugt
og ótrúlegt að svona lagað sé sett á,“
segir Helgi. „Upphaflega hafa menn
farið í starfið og borgað helling fyrir.
Ég hélt að fyrir vikið væru menn þá
frjálsir til að stunda sína vinnu eins
og aðrir. Það verða alveg örugglega
einhverjir snillingar sem ekki nenna
að standa í svona námskeiðum og
detta út úr starfinu fyrir vikið. Mér
finnst skrítið að skikka okkur með
þessum hætti. Atvinnunnar vegna
verður maður líklega að beygja sig
undir þetta. Það gefur augaleið því
ekki ætla ég að fara á aumingjabæt-
ur.“
Ekki á bætandi
Valdimar Jónsson, trúnaðar-
maður vagnstjóra Stætó bs., tekur
í sama streng og óttast verulega að
reglulegt námskeiðahald fæli bíl-
stjóra frá. Hann segir þessa breyt-
ingu á reglugerðinni hrein og klár
mistök. „Mér líst ekkert á þessar
miðvikudagur 30. maí 20076 Fréttir DV
TrausTi HafsTEinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
BÍLSTJÓRAR SKIKKAÐIR
TIL AÐ SÆKJA NÁMSKEIÐ
Almennir ökumenn
eiga að endurnýja öku-
skírteini sín á 10 ára
fresti. Atvinnubílstjórar
þurfa að endurnýja á 5
ára fresti og þurfa áður
að sækja endurmennt-
unarnámskeið. Þetta
kemur til vegna reglna
frá Evrópusambandinu.
Vörubílstjórar og bílstjórar hóp-
bíla verða að sækja endurmennt-
unarnámskeið til að fá ökurétt-
indi sín endurnýjuð. Á fimm ára
fresti þurfa þeir að endurnýja
réttindin og almennir ökumenn
þurfa framvegis að endurnýja
ökuréttindi sín á tíu ára fresti.
Óttast er að breytingarnar valdi
vandræðum í fámennri stétt
meiraprófsökumanna.
Tíu ára frestur almennir bílstjórar
eiga að endurnýja ökuréttindi sín á
tíu ára fresti. Þeir þurfa ekki að
sækja endurmenntunarnámskeið.
Vörubílstjórar Eru líka skyldaðir til að
fara á námskeið áður en þeir fá
endurnýjuð ökuréttindi. Það þurfa þeir
að gera á fimm ára fresti.
fimm ára frestur vagnstjórar þurfa
nú, líkt og aðrir bílstjórar hópferðarbíla,
að sækja námskeið á fimm ára fresti til
að endurnýja ökuréttindi sín.