Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 15
DV Sport miðvikudagur 30. maí 2007 15 Sport Miðvikudagur 30. maí 2007 sport@dv.is fátt virðist geta stöðvað fH í baráttu liðsins um að verja íslands- meistaratitil sinn. í gær vann liðið 2-0 útisigur á fram. bls 16-17. Þurfti sjö spor í hálsinn Rannsókn á sigri McLaren Ágúst Björgvinsson mun ekki þjálfa kvennalið Hauka í körfubolta næsta vetur: Ágúst hættur með hauka Ágúst Björgvinsson hefur þjálf- að kvennalið Hauka með gríðarlega góðum árangri undanfarin ár. Síð- asta keppnistímabil unnu Hauka- stúlkur allt sem hægt er að vinna eða alla fimm titlana sem í boði voru. „Það er allt rólegt þessa stundina, mín mál eru bara í biðstöðu. Ég er búinn að ákveða það að ég verð ekki með Haukaliðið áfram, er að reyna að fara út en það er allt í biðstöðu,“ sagði Ágúst í samtali við DV í gær. Fyrir utan að missa núna þjálf- arann sinn hefur Haukaliðið misst tvo gríðarlega mikilvæga leikmenn. Helena Sverrisdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir eru báðar farnar frá liðinu, Helena í nám til Banda- ríkjanna og Pálína gekk í raðir Kefl- víkinga. Liðið sem Ágúst er að reyna að komast til heitir Lietuvos Rytas og er frá Litháen. Liðið mun taka þátt í Euroleague á næsta ári sem er eins og Meistaradeildin í fótbolta. Ágúst segir að Lietuvos Rytas sé eitt af 16 bestu liðum Evrópu en það vann ULEB Cup árið 2005 og Baltic Cup í fyrra. Í liðinu er einn fyrrverandi NBA-leikmaður Kareem Rush sem var varamaður Kobes Bryant hjá Los Angeles Lakers. Rush er hvað frægastur fyrir stórleik á móti Minn- esota Timberwolves árið 2004 í úr- slitakeppninni þar sem hann skor- aði 18 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Ágúst stýrði æfingum hjá félag- inu bæði hjá aðal- og unglingalið- inu fyrir skemmstu og fékk góða einkunn hjá forráðamönnum liðs- ins. „Ég gæti þurft að bíða í mán- uð eftir endanlegu svari. Ég stjórn- aði æfingum þarna úti og þeim leist mjög vel á og buðu mér að taka við unglingaliði sem þeir hafa ekki ver- ið með áður. Ef ég tek tilboði þeirra verð ég yfirþjálfari unglingaliðsins og aðstoðarþjálfari aðalliðsins sem hljómar mjög spennandi.“ benni@dv.is Hættur Ágúst náði ótrúlegum árangri með Haukaliðið. fh-ingar óstöðvandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.