Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 13
Fyrrverandi yfirmaður kínversku
matvæla- og lyfjastofnunarinnar
var dæmdur til dauða í gær fyrir að
hafa þegið mútur og sýnt vanrækslu
í starfi. Þykir dómurinn mjög harður
en honum verður mögulega breytt
í lífstíðarfangelsi samkvæmt frétt
BBC.
Maðurinn er talinn hafa tek-
ið á móti sem samsvarar rúmum
fimmtíu milljónum íslenskra króna
í mútur fyrir að veita leyfi fyrir sölu
á hundruðum mismunandi lyfjateg-
unda. Einkaritari mannsins, eigin-
kona og sonur fengu einnig dóma
fyrir aðild sína að málinu. Í kjölfar
brottreksturs mannsins árið 2005 til-
kynntu stjórnvöld að öll þau hundr-
að og sjötíu þúsund leyfi sem stofn-
unin hafði veitt í valdatíð mannsins
yrðu endurskoðuð.
Hættuleg matvæli innkölluð
Kínversk yfirvöld hafa verið und-
ir pressu innanlands og utan að
herða eftirlit með matvæla- og lyfja-
framleiðslu í landinu í kjölfar nokk-
urra hneykslismála. Þannig létust
ellefu manns sem tóku inn sýklalyf
nýverið og þrettán börn dóu vegna
næringarskorts eftir að hafa feng-
ið formúlumjólk sem innihélt eng-
in næringarefni. Bandarísk yfirvöld
eru á varðbergi gagnvart kínverskum
matvælum eftir að dauði fjölda gælu-
dýra var rakinn til kínversks dýrafóð-
urs. Því hefur innflutningur á kín-
versku tannkremi verið stöðvaður af
ótta við að það innihaldi eiturefni. Í
kjölfar dómskvaðningunnar í gær til-
kynntu Kínverjar að öll matvæli sem
talin eru hættuleg verði innkölluð
fyrir lok árs.
DV Fréttir miðvikudagur 30. maí 2007 13
Millistéttin Mótar fraMtíðina
skrifstofur keppast við að draga
landa sína til Svartahafsins und-
ir slagorðinu Suður í sólina. Til að
styðja við uppbygginguna hefur
Jurí Lutskov, borgarstjóri Moskvu,
lofað að fjárfesta fyrir um 100
milljarða í uppbyggingu svæðis-
ins við Krímarskaga auk þess sem
stórar hótelkeðjur hafa dælt pen-
ingum í svæðið.
Endalaus vinnuharka
„Við þykjumst vinna fyrir þig,
og þú þykist borga mér laun,“ er
gamall brandari frá Sovéttímanum
sem lýsir því hvernig kommún-
istastjórnin „leysti“ atvinnuleysi
með því að skapa vinnu fyrir alla,
jafnvel störf sem voru fullkomlega
óþörf. Unga kynslóðin í Rússlandi
þekkir þessa hugsun ekki, enda
aldrei unnið undir kommúnísku
skipulagi. Hluti hinnar nýju mið-
stéttar á bíl, er að reyna að kaupa
íbúð og hefur farið, eða er á leið,
í ferðalag erlendis. Þetta unga fólk
getur keypt íbúð því það getur
tekið lán, sem er nýlunda í Rúss-
landi og ein af forsendum mið-
stéttarlífs. Ennfremur hafa nýleg-
ar rannsóknir sýnt að þetta fólk er
iðulega í sambúð í eigin íbúð með
gæludýr frekar en börn til að stytta
sér stundirnar. Hægt væri að lýsa
þeim gróflega sem metnaðarfull-
um vinnuölkum með takmark-
aðan áhuga á pólitík sem eru til í
að skipta ört um vinnu, hvort sem
hún er á svörtum markaði eða
ekki. Ef fram heldur sem horfir má
fastlega búast við að á milli Benz-
anna og Ladanna megi sjá Toyota
og Volkswagen troða sér fram fyrir
í röðinni.
Þetta sást berlega á
bílaeign landsmanna
um aldamótin en
hún samanstóð af
stærstu gerðum Mer-
cedes Benz, iðulega
með svertum rúðum,
og hins vegar öllum
tegundum Lada, í
misgóðu ástandi.
Vladimír Pútín
Rússlandsforseti
venjulegur bíll fyrir
óvenjulegan mann.
Krímarskaginn rússar sækja meira í að ferðast innanlands og eru strandirnar við
Svartahaf vinsælar.
Velmegun ungir rússar eiga loksins
möguleika á að fá lán til að kaupa dýrari
hluti.
Hreinsar Everest
Japanski fjallgöngugarpurinn Ken
Noguchi kom með hálft tonn af
rusli úr síðustu göngu sinni á Ev-
erest-fjall. Þetta er í fimmta skiptið
sem hann klífur þetta hæsta fjall
heims í þeim tilgangi að hreinsa
þaðan rusl sem fjallgöngumenn
hafa skilið eftir sig. Er talið að allt
að fimmtíu tonn af rusli sé þar að
finna en Noguchi hefur hreins-
að um níu tonn á ferðum sínum.
Fimmtíu og fjögur ár eru liðin frá
því að fyrstu mennirnir stigu á
topp Everest-fjalls.
Matvælaeftirlit í Kína
kínversk stjórnvöld ætla að efla eftirlit
með matvæla- og lyfjaframleiðslu í
landinu í kjölfar hneykslismála.
Kínversk stjórnvöld taka hart á spilltum embættismönnum:
Dæmdur til dauða fyrir mútuþægni