Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2007, Blaðsíða 27
n Laddi 6-tugur Sýningin Laddi 6-tugur heldur áfram við góðan orðstír í Borgarleikhúsinu. Laddi er einn ástsælasti gamanleikari þjóðarinnar og í tilefni stórafmælis síns hefur hann sett á svið sýningu sem skartar öllum hans helstu persónum: Eiríki Fjalar, Skúla rafvirkja, Elsu Lund, Dengsa, Marteini Mosdal og fleiri góðum. Ásamt Ladda koma fram í sýningunni Halli bróðir, Steinn Ármann og synir grínarans, meðal annars Þórhallur Þórhalls- son fyndnasti maður Íslands árið 2007. n Belgíska Kongó Sýningin Belgíska Kongó er komin á fjórða leikár. Frábært gamanleikrit sem tryggði Eggerti Þorleifssyni aðalleik- ara sýningarinnar og Braga Ólafssyni höfundi Grímuverð- launin árið 2004. Leikritið fjallar um Rósar, tveggja barna föður í Reykjavík. Hann á í ósætti við Rósulind, föður- ömmu sína. Leikritið fjallar svo um sáttafundi þeirra. Leikarar: Eggert Þorleifsson, Ellert A. Ingimundarson, Hilmar Davíð Guðbrandsson (tók við hlutverkinu af Gunn- ari Hanssyni) og Sigríður Ilmur Kristjánsdóttir. n 28 Weeks Later Framhald bresku kvikmyndar- innar 28 Days Later. Eftir að banvænn og viðbjóðslegur vírus hefur geisað í Bretlandi, er landið sett í sóttkví. Nú á vírusinn að vera farinn og hefst uppbyggingarstarf. En eitthvað leynist þó af smituðum ein- staklingum, þó svo að þeir viti það ekki sjálfir. Aðalhlutverk: Robert Carlyle, Rose Byrne, Jeremy Renner, Harold Perr- ineau, Catherine McCormack. n Djasstríó í Gallerí Anima, Ingólfsstræti 8 Helga Laufey Finnbogadóttir á píanó, Guðjón Steinar Þorláks- son á kontrabassa og Birgir Baldursson á trommur flytja lög meðal annars eftir John Coltrane, Carlos Gardel, Astor Piazzolla, Megas og Tólfta september. Húsið opnar klukkan hálf níu og standa tónleikarnir til miðnættis. n Sigurlín M. Grétarsdóttir sýn- ir olíumálverk af brasshljóð- færum í DaLí gallerý. Með tónleikunum er sveitin að fylgja eftir plötunni Kajak sem kom út hér á landi í nóvember á síðasta ári, en kom út í Bandaríkjunum ekki alls fyr- ir löngu. „Þetta er hringferð um Bandaríkin á þremur vikum og því verður nóg um að vera. Ég þekki nokkra sem hafa spil- að á þessum stöðum og þeir bera þeim söguna vel. Ég veit reyndar ekki hversu stórir þessir tónleikastaðir eru, en það er aukaatriði. Við erum fyrst og fremst að koma okkur á framfæri með þessu,“ segir Benedikt Hermann Hermanns- son, forsprakki Benna Hemm Hemm, en sveitin heldur í tónleikaferð um Bandaríkin í júlí, þar sem hún mun spila á þrettán tónleikastöðum víðs vegar um landið, en hópurinn telur tíu manns. Með tónleikunum er sveitin að fylgja eftir plötunni Kajak sem kom út hér á landi í nóvember á síðasta ári, en kom út í Bandaríkjunum ekki alls fyrir löngu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Benni Hemm Hemm fer í tónleikaferð erlendis, því á síðasta ári fór sveitin meðal annars til Japans og Þýskalands, auk þess að vera nýkomin úr tónleika- ferð um Evrópu þar sem sveitin fékk frábærar viðtökur. „Við fórum í túr um Evrópu í mars sem var styttri en þessi sem fyrirhugaður er. Það má því í raun segja að sá túr hafi verið hálfgerð upp- hitun fyrir túrinn um Bandaríkin,“ seg- ir Benedikt. Á dögunum birtist grein í bandaríska tónlistartímaritinu Rolling Stones þar sem Benni Hemm Hemm var á svokölluðum „heitum lista“. Þar sagði meðal annars að ef tónlistar- maðurinn Sufjan Stevens myndi flytja til Íslands og hefja samstarf með Sigur Rós, yrði útkoman ekki ósvipuð Benna Hemm Hemm. „Við hlökkum eðlilega mjög mikið til enda höfum við feng- ið mjög fína umfjöllun. Þessi ferð er því gott tækifæri til að fylgja þessari góðu umfjöllun eftir“, segir Benedikt og bætir því við að sveitin muni ekki spila mikið heima í sumar. „Sumarið mun að mestu fara í þessa tónleika- ferð, en við verðum þó eitthvað á ferð- inni og verðum til dæmis með tónleika á Græna hattinum á Akureyri á föstu- daginn og verðum svo í Iðnó 5. júní,“ segir Benedikt. Tónleikaferð Benna Hemm Hemm um Bandaríkin hefst þann 5. júlí í New York og endar 27. júlí í Fíladelfíu. EÞS Stórsveitin Benni Hemm Hemm, heldur í tónleikaferð um Bandaríkin í júlí, þar sem hún mun fylgja eftir plötunni Kajak sem nýlega kom út í Bandaríkjunum. miðvikudagur 30. maí 2007DV Bíó 27 ALZHEIMER OG TRIX Fékk ekki dreifingar- samning Leikstjórinn Woody Allen er á held- ur leiðinlegum stað um þessar mundir. Woody var staddur á Cannes-hátíðinni að kynna nýjustu mynd sína, Cass- andra‘s Dream og í leiðinni að tryggja sér dreifingarsamninga úti um víða ver- öld. Fór þannig að Woody náði ekki að selja einn einasta samning og verður myndinni því ekkert dreift eins og mál standa nú. Þó hefur eitthvað verið tal- að um dreifingarsamning innan Banda- ríkjanna en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum. Leikur Knightley Díönu? Bókin Diana and the Paparazzi, sem fjallar um Díönu prinsessu hefur valið miklu fjaðrafoki og eru kvikmyndagerðarmenn strax farnir að reyna að koma bókinni á hvíta tjaldið. Nú þegar er eitt tilboð á borðinu, þar sem Keira Knightley er sögð munu leika prinsessuna. Bókin er skrif- uð af ljósmyndurunum Glenn Harvey og Mark Sanders sem tóku þúsundir ljósmynda af prins- essunni í gegnum tíðina. Það var velgengni kvik- myndarinnar The Queen, sem hefur gefið kvik- myndagerðarmönnum fögur fyrirheit um bókina um Díönu, en ljóst er að konungsfjölskyldan er eitthvað sem fólk borgar til þess að sjá. Hvað er að gerast? miðvikudagur 30. maí Benedikt Hermann Hermannsson Heldur til Bandaríkjanna ásamt hljómsveit sinni. Stórsveitin Benni Hemm Hemm Lauk nýlega við Evróputúr og hlaut einróma lof fyrir. BENNI HEMM HEMM TRYLLIR LÝÐINN Í BANDARÍKJUNUM Dagskrá Benna Hemm Hemm í Bandaríkjunum: 5. júlí - New York mercury Lounge 6. júlí - Boston middle East 9. júlí - Chicago Empty Bottle 10. júlí - Minneapolis 7th St. Entry 13. júlí - Seattle Crocodile Cafe 16. júlí - San Francisco Bottom of the Hill 17. júlí - Los Angeles The Echo 18. júlí - Phoenix Paperheart 20. júlí - Austin Emo’s 21. júlí - Houston Proletariat 25. júlí - Wilmington Bella Festa 26. júlí - Washington rock and roll Hotel 27. júlí - Philadelphia Johnny Brenda’s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.