Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 9
„Áður fyrr var það þannig að hjón á Vestfjörðum gátu aflað góðra tekna af því að starfa á sjó eða í fiskvinnslu, nú sé það erfitt og nánast ómögulegt,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, þegar hann hóf umræðu um stöðu sjávar- byggða á Alþingi í gær. Umræðuna hóf hann í kjölfar fregna af bágri stöðu sjávarbyggða undanfarið þegar kvót- inn er seldur burt. Kristinn sagði að laun í fiskvinnslu hefði ekki haldist í hendur við launa- þróun síðustu árin og að skuldir sjáv- arbyggðanna hefðu þrefaldast og hækkað um 150-200 milljarða króna undanfarin ár. Þetta sagði Kristinn að væri afleiðing framsalsins sem er grundvöllurinn í fiskveiðikerfinu og benti á að fáir einstaklingar hafi fengið stórar upphæðir í sinn vasa og skuld- irnar hefðu staðið í stað. Í umræðu sinni benti Kristinn á að tekjur íbúa á Vestfjörðum hafi verið þær hæstu á landinu í eina tíð, en séu í dag að með- altali 18% lægri en tekjur íbúa á höf- uðborgarsvæðinu. Hann bætti við að mikilvægt sé að horfa með raunsæj- um augum á vanda sjávarbyggðanna og eftir nýjustu atburði sé ljóst að við þetta ástand verði ekki unað við mik- ið lengur. Grundvallaratvinnugrein Einar K. Guðfinnsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði að sjávarútvegur- inn væri grundvallargrein í íslensku þjóðfélagi. Einar sagði að sjávarút- vegurinn þyrfti að geta staðið af sér þá samkeppni sem ríkir frá öðrum atvinnugreinum sem komið hafa inn á markaðinn. Einar benti á að í ná- grannalöndunum þar sem efnahagur- inn byggir mikið á fiskveiði, væri kerf- ið byggt upp á einstaklingsbundnum veiðirétti. Einar sagði að byggðakvóti væri tæki til að bregðast við neikvæðri afleiðingu framsala og menn þyrftu að leita leiða í sameiningu til að draga úr þessum afleiðingum. „Það er okkar verkefni að gera kerf- ið nógu skilvirkt til að það nái sínum tilgangi. Fimmtíu prósenta veiðiskyld- an er ekki að virka sem skildi, og það þarf að ákveða hvort þessi regla verði í gildi eða ekki. Tilgangurinn með regl- unni var sá að þeir sem fengu þessar aflaheimildir myndu nýta sér það,“ sagði Einar og sagði að sér þætti það ósanngjarnt þegar talað væri um að hagsmunir sjávarbyggðanna væru ekki hafðir að leiðarljósi. „Ef tilfærsl- urnar í aflamarkskerfinu eru skoðaðar kemur í ljós að þessar færslur hafa ver- ið á milli sjávarbyggðanna. Þær hafa ekki verið til Reykjavíkur. Þvert á móti hefur veiðiréttur í Reykjavík minnkað. Byggðakvótinn gerir ekkert gagn „Byggðakvóti upp á 140 tonn í sveitarfélög gerir ekki nokkurt gagn,“ sagði Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Grétar er á þeirri skoðun að taka þurfi sjávarútveginn til gagngerrar endurskoðunar og vill að vinnubrögð Hafrannsóknarstofnunar- innar verði rannsökuð. Grétar Mar var harðorður í garð Jóhanns Sigurjóns- sonar, forstjóra Hafró, og sagði að það væri með ólíkindum að menn sem kenna sig við vísindi geti sagt að brott- kast skipti engu máli. Valgerður Sverrisdóttir var sam- mála sjávarútvegsráðherra um að breytingar þyrfti að gera á framsal- inu og að sjávarútvegurinn þyrfti að geta keppt við aðrar atvinnugreinar. „Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að róttækar breytingar á kerfinu munu bitna á kvótalausu bátunum. Ég legg áherslu á það að við þurfum að hagræða inn í kerfinu en við stjórn- um ekki byggð eingöngu í gegnum sjávarkvóta. Samflokksmaður Valgerðar, Hösk- uldur Þórhallsson sagði að sjávarút- vegurinn hefði staðið að mestu leyti undir sér undanfarin 16 ár. Hann benti á að fiskveiðikerfið væri ekki gallalaust en sagði að vandinn sem menn standa fyrir í dag geti verið af- leiðing af ofveiði undanfarin ár. „Frá árinu 1994 hafa verið veiddar 1,3 milljónir tonna umfram heimildir frá Hafró og þar kann vandinn að liggja,“ sagði Höskuldur. Hann lagði fram til- lögu hvort ekki væri skynsamlegt að skoða hvort tvö ár ættu að líða frá því að einstaklingur kaupir kvóta þangað til hann selur hann. Takmörkuð auðlind „Auðlindir sjávarins eru takmark- aðar og því þarf að nýta þær á skyn- samlegan hátt. Landsbyggðirnar hafa þurft að bera þungann af þeirri hag- ræðingu sem um ræðir í kerfinu,“ sagði Lúðvík Bergvinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Lúðvík benti á að umræðan væri ekki ný af nálinni og menn hafi deilt um hvaða kerfi beri að nota undanfarin 40 til 50 ár. Lúðvík sagði að sér þætti eðlilegt að ef landsbyggðirnar ættu að bera þung- ann af þessum hagræðingum væri eðlilegt að ríkið kæmi í auknum mæli að og aðstoðaði sjávarbyggðirnar. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, benti á það vandamál sem Vestmanneyingar standa frammi fyrir. „Miðað við ástandið í dag er spurning- in ekki hvenær, heldur hvort Vinnslu- stöðin verði úrelt fyrirbæri. Það er ekki verið að biðja um ölmusu heldur að bæjarbúar úti á landi sitji við sama borð og aðrir íbúar landsins. Þeir borga sömu skatta og því er eðlilegt að allir sitji við sama borð. Það stenst fullkom- lega að banna framsalið og ég vonast til þess að það náist sátt um það. Það þarf að berjast til að sjávarbyggðirnar lifi áfram,“ sagði Atli. DV Fréttir miðvikudagur 13. júní 2007 9 ÍSLAND GRASSERAR Í VÆNDI hennar taldi eðlilegt að karlarnir sem hún var að draga með sér heim svæfu líka hjá dótturinni. Mamm- an skildi ekkert í tuðinu í stelpunni og þótti sjálfsagt að karlarnir kæmu fram vilja sínum við dóttur sína. Það var bara sagt; „hættu þessu væli, stelpa“,“ bætir Mummi við. Hrottalegar misþyrmingar Vændinu fylgja iðulega grófar lík- amsmeiðingar þar sem algengt er að stúlkur séu svívirtar hrottalega. Að- spurður segir Mummi hiklaust að vændi hér á landi hafi stóraukist á síðustu árum. „Vændi er bara raunveruleiki, beint og óbeint. Mín reynsla er sú að vændi færist sífellt í aukana og í dag er miklu meira um þetta en var þegar ég var að byrja í þessu. Þetta er bara daglegt brauð, um leið og við borðum morgunmatinn í Mótor- smiðjunni þá er vændi umræðuefn- ið. Stelpurnar sem ég hef átt viðtöl við hafa margar hverjar lent í kyn- ferðislegum meiðingum í gegnum vændið og lent í hópnauðgunum. Ég hef heyrt allan pakkann,“ segir Mummi. „Til mín hafa stelpurnar komið með glóðaraugu, sprungnar varir og búið að taka þær í öll hugsanleg göt. Sumar þeirra hafa orðið fyrir alvar- legum líkamsmeiðingum. Ég man eftir stelpu sem fékk nauðgunarlyf, hún hafði farið heim með mönn- um gegn loforði um kókaín. Hún vaknaði upp síðar og gat ekki setið í marga daga eftir hrottalegar svívirð- ingar mannanna sem höfðu dundað sér með hana alla nóttina.“ „Mamman skildi ekkert í tuðinu í stelpunni og þótti sjálfsagt að karl- arnir kæmu fram vilja sínum við dóttur sína. Það var bara sagt; „hættu þessu væli, stelpa.“ Vændi er raunveruleikinn mummi í götusmiðjunni segir vændi daglegt brauð í lífi barnanna í götusmiðjunni og hefur hann heyrt allar útgáfur af misþyrmingum. Það er samdóma álit þingmanna að breyta þurfi fiskveiðikerfi Íslendinga. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir brýnt að búa til skilvirkt kerfi sem skilar sínu hlutverki. Grétar Mar Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, vill að starfsemi Hafró verði rannsökuð og segir hann að byggðakvótinn geri ekkert gagn. ÞUNGUR RÓÐUR SJÁVARBYGGÐANNA „Það er ekki verið að biðja um ölmusu held- ur að bæjarbúar úti á landi sitji við sama borð og aðrir íbúar landsins. Þeir borga sömu skatta og því er eðlilegt að allir sitji við sama borð“ Einar Þór SiGurðSSon blaðamaður skrifar einar@dv.is rannsakið rannsakandann grétar mar jónsson, þingmaður Frjálslyndra, vill að starfsemi Hafrannsóknastofnunarinn- ar verði rannsökuð. Sjávarútvegsráðherra Einar segir að sjávarútvegurinn sé grundvallargrein í íslensku þjóðfélagi. alþingi Fjörugar umræður fóru fram í gær um framsal aflaheimilda í sjávarbyggðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.