Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 14
Sennilega fellur það undir kaldhæðni örlaganna að það komi í hlut Seðlabankans að kynna niðurstöður sendinefndar Alþjóða gjaldeyr- issjóðsins um íslenskt efnahagslíf. Eða hvað annað getur maður sagt þegar stofnunin sem er nýbúin að hækka laun hæstu stjórnenda um 200 þúsund kall fær að kynna þau tilmæli að stjórnvöld þurfi að halda aftur af launahækkunum? Auðvitað er við því að búast að launþegar taki tillögunum illa, það er að segja þeir sem ekki eru í toppstöðum og eiga því á hættu að ráða- menn taki mark á þeim þegar kemur að þeim, lægra launaða fólkinu. Jafnvel þó það sé ekki alltaf tekið mark á tilmælunum þegar kemur að launum þeirra launahæstu. „Það er ekki hjá hinum almenna launamanni sem mestar hækkanir hafa orðið á síðasta samningstíma- bili. Við þurfum ekki nema að horfa til síðustu hækkana hjá Seðlabank- anum,“ segir Halldóra Friðjóns- dóttir, formaður Bandalags há- skólamanna, í DV í dag og undrast jafnramt rökfærslur fyrir hækkun- inni um að samkeppnin um starfs- menn sé hörð. „Það virðast ekki gilda sömu lögmál þegar kemur að heilbrigðis- og umönnunarstéttum. Framboð og eftirspurn virðast ekki hafa nein áhrif þar. Launahækkun seðlabankastjóra er jafn há því sem nemur mánaðarlaunum hjá starfs- fólki í umönnunar- og hjúkrunar- stéttum.“ Þetta er gömul saga og ný. Laun æðstu stjórnenda hækka, jafnvel um upphæðir sem nema meira en mánaðalaunum þeirra lægst laun- uðu, og síðan er almenningur hvattur til að gerast ekki of kröfuharður í kjarasamningum. Þó auðveldlega sé hægt að rökstyðja að meira muni í efnahagslífinu um launahækkun nokkur þúsund manna en þriggja hlýtur að teljast í besta falli óheppilegt að svona hittist á. Eitthvað hefur þetta farið fyrir brjóstið á þingmönnum, alla vega sumum þeirra sem deildu hart á launahækkanir seðlabankastjóranna í gær. Óhóflegar hækkanir, fráleit skilaboð og kröfur um skýringar á hvað mönnum gengi til var meðal þess sem mátti heyra þar. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segist hins vegar í blaðinu í dag ekki hafa sérstaka skoðun á hækkuninni. „Seðlabankinn er sjálfstæður og hluti af sjálfstæði hans er að ákveða laun sinna starfsmanna og ég hef ekkert með það að gera.“ Vissulega er þetta rétt upp að vissu marki. Þó ber að hafa í huga að bankaráðið er pólitískt valið og skipað pólit- ískum fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Þá er lítil hætta á að það gleym- ist á næstunni að afdankaðir stjórnmálamenn eru enn skipaðir Seðla- bankastjórar. Brynjólfur Þór Guðmundsson miðvikudagur 13. júní 200714 Umræða DV Ekki benda á mig Brautarholti 26 · 105 Reykjavík · 512 7000 · dv@dv.is DV greiðir 2.500 krónur fyrir þau fréttaskot sem leiða til frétta. Fyrir besta fréttaskot hverrar viku eru greiddar 5.000 krónur og 10.000 fyrir besta fréttaskot mánaðarins. 512 7070 frettaskot@dv.is „Auðvitað er við því að búast að launþeg- ar taki tillögunum illa, það er að segja þeir sem ekki eru í toppstöðum og eiga því á hættu að ráðamenn taki mark á þeim þegar kemur að þeim, lægra launaða fólkinu.“ Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson Umbrot: dv. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð af veðri og vindum Leitin að hinum hæfu Ráðningar embættismanna í ráðu- neytum hefur um nokkurt skeið verið til athugunar hjá ríkisendur- skoðun. Valgerður Sverrisdóttir var meðal þeirra ráðherra síðustu ríkisstjórnar sem laumaðist til þess að auglýsa eftir fólki í Lög- birtingablaðinu. Hún skipaði í stöður strax að loknum kosn- ingum. Glænýr ráðherra þarf að forðast að vera sakaður um viðlíka stjórnun- arhætti. Á forsíðu atvinnublaðs Morgunblaðsins er auglýst eftir ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðu- neytinu. Það ætti því engum að dyljast að staðan er laus. Nú þarf aðeins að gæta þess að hæfasti einstaklingurinn verði ráðinn. Launahækkun gegn Samfylkingu Annálaður klókindamaður í stjórn- málum situr nú á stóli seðlabanka- stjóra. Það er haft á orði þessa dagana að seðlabankastjórinn hafi ekki hækkað við sig launin vegna þess að hann hafi verið blankur. Fremur að hann hafi aðeins ætlað sér að skapa uppþot í Sam- fylkingunni. Það gekk að minnsta kosti eftir, enda hefur samfylk- ingarfólk brugð- ist ókvæða við launahækkun bankastjórans. Það fylgir sög- unni að seðlabankastjórinn hafi verið andvígur ríkisstjórn Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokks og hafi beitt sér gegn myndun þessarar stjórnar frá upphafi. Hærri laun - stöðugt verðlag Það var þó ekki aðeins samfylking- arfólki sem gramdist þessi launa- hækkun bankastjórans. Fulltrúar verkalýðsins segja fullum fetum að þessi launa- hækkun komi til með að hafa áhrif á kjara- samninga en löngum hafa verið sterk tengsl milli Samfylkingar og verkalýðshreyf- ingarinnar.. Í þriðju grein laga um Seðlabanka Íslands segir að meginmarkmið bankans sé að stuðla að stöðugu verðlagi. Það er almennt viður- kennt að launahækkanir eru helsti ógnvaldur stöðugs verðlags. Þær eiga til að hleypa af stað verðbólgu sem aðeins virðist vera hægt að slá á með hækkun stýrivaxta. Það verður æ ljósara með hverjum deginum sem líður að sumarið er komið. Þetta svokallaða sumar má merkja með ýmsum hætti. Hitastigið er til dæmis hætt að fara niður fyrir frostmarkið. En þó kominn sé miður júní og sólargangur að verða hvað lengst- ur megum við samt ekki sofa á verðinum. Á Íslandi er nefnilega fræðilegur möguleiki á fannkomu allt árið um kring og veðurskeyti fortíðar í hrönnum til að sanna málið. Orð eins og júlíhret og hvítasunnu- hvellur finnast ekki í öðrum þjóðtungum en okkar ástkæru og ylhýru. En við, öðru nafni Þjóðin, erum bjartsýn að eðlisfari og um leið og snjóa leysir í út- hverfum borgar og bæja berst ilmur af gasgrilluðu lambakjöti um öll sómakær úthverfi og nágrenni. Ekki má gleyma að minnast á kvakið í grassláttutól- um malarbúa, sem þessa dagana æra hvern ann- an með sláttuvél hér og raforfi þar. Frekkjuhljóðin í þessum tólum ættu að koma til kasta vasks ráðherra umhverfismála. Þau flokkast nefnilega undir hljóð- vist. En aftur að veðri og vindum. Eitt er það veður- tengt félagslegt fyrirbæri sem gæti valdið yfirstjórn Seðlabankans og Samtaka atvinnulífsins stórum áhyggjum og má vel vera að þær áhyggjur séu þegar til staðar. Afköst fólks á Íslandi virðast nefnilega stór- minnka í góðviðri. Þegar hlýnar í veðri stytta menn dag sinn á vinnustað og, ef veðrið verður nægilega gott, er jafnvel gefið frí vegna veðurs. Þetta er ekki alþjóðlegur siður, þekkist varla nokkursstaðar á byggðu bóli. Velta má fyrir sér hvort góðviðri sé þjóð- hagslega óhagkvæmt. Þegar Íslendingar (ég auðvitað þar með talinn) kvarta yfir veðri verður mér stundum hugsað til daga sem ég eyddi fyrir margt löngu í borg englanna, Los Angeles. Þar vestra gengur á með sólskini og hita sínkt og heilagt. Ef ekki kæmi til sífelldur vatns- skortur, sem leiðir til að sparlega þarf að fara með dropann, væri viðbúið að lífið væri einn samfelldur heyskapur. Mikill bissness í hrífusölu. Allt um það, einhverju sinni dró ský fyrir sólu og hitinn fór niður í einhverjar 23 gráður á Celsíus. Það rigndi ekki einu sinni. Samt var eins og við manninn mælt að fólki varð tíðrætt um veðrið og hvað þessi gráu ský væru hræðilega niðurdrepandi og þunglyndismyndandi. Mig, sæmilega sáttan við bæði úrkomuleysi og hita- stig, setti hljóðan við þetta vanþakklæti í fólkinu. Svo rann upp fyrir mér að kröfuharka um sæmilegt veður litast af aðstæðum á hverjum stað. Veðrið er nefni- lega afstætt, góðviðri hér er hretviðri þar. Gott veður á Íslandi samanstendur af þremur meginhlutum: a) Sólskini, b) hitastigi sem mælist í tveggja stafa tölu og c) vindi undir þremur gamaldags vindstigum. Þegar þetta þrennt fer saman er gott veður. Ef ein meginstoðin brestur reiknast mönnum til að veðrið sé sæmilegt. Allt þaðan af verra veit á slæmt veður eða þaðan af verra. Ég naut þeirrar gæfu í æsku að vera í sveit á veð- urathugunarstöð. Í þá daga þekktu allir landsmenn Galtarvita sem var lengi fimmta veðurstöðin í dag- vissri upptalningu Ríkisútvarpsins á ýmsum fínni blæbrigðum veðurfars um land allt. Líka á Græn- landi og Jan Mayen og á veðurskipunum Alfa og Bravó, svo fátt eitt sé talið. Ég man Timmjammjúdd. Á Galtarvita lærði ég að taka veðrið, lesa á loft- vog og vindmæli, reikna út daggarmark og greina ský, ekki aðeins í lágský, miðský og háský, heldur líka að ákvarða undirflokka hverrar tegundar sam- kvæmt fínni bók í dökkbláu “Landscape” bandi með litmyndum frá Veðurstofu Íslands. Ég spáði í Kló- siga, Kúmúlusa, Maríutásur og Glitský, en flottust var samt myndin af Steðjaskýinu. Það vissi á þrumuveð- ur og þegar maður er ellefu ára er maður innréttaður fyrir þrumuveður. Einhverju sinni heyrðist maður í Ríkisútvarpinu tala um “lélegt veður”. Það þótti klén veðurlýsing á Galtarvita og var færð í tal við matar- borðið. Við erum iðulega minnt á það að allt sem á okkur dynur sé Ísland í dag. Þessi fíni stimpill, sem er hægt að skella á stöðuna nánast hvenær sem er, gefur okk- ur sólarhæðina hverju sinni. Ekki þó um hnattstöðu þjóðarinnar og meðfylgjandi veðurkerfi, heldur það að á Íslandi getur nokkurnveginn allt gerst. Við erum á svo hraðri siglingu á leiðinni að verða alþjóðleg og og fjölmenningarleg og svo hrikalega kontínental að hverri sómakærri eyþjóð ætti að renna kalt vatn milli skinns og hörunds. En ekki okkur. Á meðan hann hangir þurr er okkur slétt sama. VaLgeir guðjónSSon „Á Galtarvita lærði ég að taka veðrið, lesa á loftvog og vindmæli, reikna út daggarmark og greina ský, ekki aðeins í lág- ský, iðský og háský, heldur líka að ákvarða undirflokka hverrar tegundar...“ tónlistarmaður skrifar Sandkorn Dugguvogi 12 - 104 Reykjavík - S: 517 7040 - www.hobbyhusid.is Opnunartími: mán-föst 10.00-18.00, laugard 13.00-17.00, sunnud 13.00-16.00 Mikið úRval af hjólhýSuM verð frá 1.690.000 og húsbílar verð frá 4.990.000 Skoðaðu úrvalið hjá okkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.