Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 20
Menning miðvikudagur 13. júní 200720 Menning DV Bók um Hornstrandir Út er komin bókin Horn- strandir – Gengið um eyði- byggðir frá Snæfjallaströnd til Ingólfsfjarðar eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson, blaða- og útivistar- mann. Áður hefur Páll sent frá sér ýmsar ferða- og göngu- leiðabækur, svo sem Bíl og bakpoka, Hálendis- handbókina, Útivistarbók- ina og Gönguleiðir. Í bókinni er fjallað um allar helstu göngu- leiðirnar á svæðinu, jafnt þær vinsælustu sem minna þekktar leiðir, og gefin ráð um hvaðeina sem að ferðalaginu lýtur. Þá auka greinargóð leiðakort, GPS- punktar og fjölmargar litmyndir mjög gildi bókarinnar. Bókin er í handhægu broti og plasthlífð- arkápu. Ný útgáfa af vönduðu landshlutakorti af Hornströnd- um fylgir frítt með. Sögusigling á Akureyri Hvernig lítur Akureyri út séð af sjó? Hvenær er fyrstu mannaferða getið á Oddeyrinni? Hvar er elsta hús Akureyrar? Hvernig atvinnustarfsemi var á Oddeyrinni? Hver byggði Akureyrarkirkju? Svörin við þessum spurningum fást í sögusiglingu með Húna II í kvöld. Farið verður frá Torfunefsbryggju við Kaupvangsgilið kl. 19.30 og allir eru velkomnir. Skapandi sumarstörf hjá Hinu húsinu eru nú að hefjast í fjórða sinn: Reiðhjólapönkarar, lifandi gínur og Þórbergsvísur Lifandi gínur, lög við vísur Þór- bergs Þórðarsonar og pönkarar með reiðhjólaáhuga er meðal þess sem fólk má eiga von á frá þátttakendum í verkefninu Skapandi sumarhóp- um hjá Hinu húsinu í sumar. Val- in hafa verið þrett- án fjölbreytt verkefni sem fólki á förnum vegi í Reykjavík verður boð- ið upp á að njóta en tæplega fimm- tíu umsóknir frá ungum listamönn- um bárust. Ein af þeim hugmyndum sem fengu brautargengi í ár er framlag Tepokans en hann samanstendur af fimm ungum og efnilegum djass- nemum sem ætla að varpa rythma- tískum sprengjum frá hinum ýmsu heimsálfum á Reykjavíkurborg í sumar. Dúóið Paradís, sem skipað er flautuleikara og píanóleikara, virðist öllu hæglátara en það ætl- ar meðal annars að spila á dvalar- heimilum aldraðra, sambýlum og hjúkrunardeildum spítalanna. Vin- ir Láru eru tveir ungir menn sem hafa áhuga á mörgu, til að mynda bílflautu í Renault-bifreið, söngvar- anum Bergþóri Pálssyni og hljóm- sveitinni Hanson. Þeir ætla þó að einbeita sér að Þórbergi Þórðar- syni í sumar og spila lög við vísur hans. Hljóðmyndaklúbburinn Slef- beri hefur sett sér það markmið að setja vikulega saman tónlistarvæn- ar ljósmyndasýningar á fjölförnum stöðum í borginni en Reiðhjóla- gengið Ræbbblarnir hefur hins vegar það markmið að auka reið- hjólanotkun í höfuðborginni. Um er að ræða hóp pönkara sem hyggst smíða og gera við hjól auk þess að standa fyrir ýmsum uppákomum tengdum hjólreiðum. Þetta er að- eins brot af því besta. Fyrst var boðið upp á Skap- andi sumarstörf Hins hússins fyrir þremur árum og hafa þau mælst vel fyrir hjá fólki sem nýtur blíðunnar, sem er mismikil eins og alkunna er, í höfuðborginni. Nánari upplýsing- ar er að finna á hitthusid.is. kristjanh@dv.is „Það sem manni finnst athygl- isvert þegar maður skoðar þetta er hvað áhrif Keflavíkurflugvallar eru mikil,“ segir Eggert Þór Bernharðs- son sagnfræðingur sem fjallar um þróun íslenskrar dægurtónlistar á árunum 1940-1963 í grein í nýjasta hefti Sögu, tímarits Sögufélagsins. „Með Kanaútvarpinu kynnist ungt fólk á Faxaflóasvæðinu nýrri bandarískri tónlist, það er að segja rokkinu, en hún átti ekki mjög upp á pallborðið hjá Ríkisútvarpinu á sjötta áratugnum,“ segir Eggert. „Á Vellinum eru svo ýmsir klúbb- ar þar sem íslenskar hljómsveitir fá tækifæri til að spila fyrir fjölda bandarískra hermanna og þetta styrkir stöðu hljómsveitanna. Það sem mér finnst því athyglisvert er þetta tvennt, hvernig annars veg- ar Kanaútvarpið flytur íslenskum ungmennum þessa tónlist sem þau höfðu ekki aðgang að og hvern- ig það eflir hljómsveitirnar að hafa þennan markað.“ Kvikmyndirnar spiluðu stóra rullu Eggert segir þó ómögulegt að meta það hvort áhrif veru herliðs- ins hafi haft meiri eða minni áhrif en talið hefur verið því engin leið sé að mæla slíkt. „Hins vegar höfðu margir af eldri kynslóðinni áhyggj- ur af því að rokkið hefði slæm áhrif á unga fólkið og að þjóðleg menn- ing ætti undir högg að sækja gagn- vart þessum erlendu menning- aráhrifum sem herstöðin hafði auðvitað.“ Kvikmyndirnar spiluðu stóra rullu í landnámi rokksins á Ís- landi að sögn Eggerts. „Kvikmynd- irnar voru öflugar í að kynna rokk- ið og sýna fólki hvernig dansað var við rokkið. Rock Around the Clock er þar sennilega frægust.“ Ekki bara rokkið Eggert vill lítið segja um það hvernig hann sér fyrir sér að þróun dægurtónlistar á Íslandi hefði orðið ef Bandaríkjamenn hefðu ekki ver- ið með herlið hér á landi. „Ég er nú lítið fyrir „ef-sögu“ en það er nátt- úrlega engin spurning að ef Kana- útvarpið hefði ekki verið til staðar hefði þessi tónlist ekki borist jafn hratt hingað til lands,“ segir Egg- ert. „Þarna var líka kynnt svo margt, ekki bara rokkið heldur alls konar tónlistarstefnur.“ Djassinn var geysilega mikil- vægur á 5. áratugnum að sögn Egg- erts. „Það er hins vegar svolítið á reiki hvað sé djass. Margir notuðu bara orðið „djass“ yfir dægurtón- listina. En það sem maður skynj- ar svolítið í þessari sögu er hvernig unga kynslóðin er raunverulega að verða til og verða afl í samfélaginu. Í gegnum tónlistina fær unga fólkið ákveðinn kraft. Djassinn ýtir und- ir það á fimmta áratugnum, síðan koma dægurlögin á þeim sjötta og rokkið á seinni hluta þess áratugar. Svo brýst þetta náttúrlega út með svo miklum krafti þegar bítlaæðið hefst. Og þá er eiginlega ekkert aft- ur snúið.“ kristjanh@dv.is Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur fjallar um þróun íslenskrar dægurtónlistar á árunum 1940-1963 í nýjasta hefti Sögu, tímarits Sögufélagsins. Hann segir Kanaútvarpið, kvikmyndir og djass hafa haft mestu áhrifin á þróunina. TónlisT KYNSLÓÐIN VERÐUR TIL Unga Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur „Ég er nú lítið fyrir „ef-sögu“ en það er náttúrlega engin spurning að ef kanaútvarpið hefði ekki verið til staðar hefði þessi tónlist ekki borist jafn hratt hingað til lands.“ Leikir og fræðsla Náttúruskóli Reykjavíkur verður með leiki og fræðslu fyrir 8 til 12 ára börn og foreldra þeirra í Grasagarðinum í Laug- ardal á morgun. Gróðurinn í Grasagarðinum er afar fjöl- breyttur og býður upp á mis- munandi upplifun og fræðslu, að því er segir í tilkynningu. Þar eru ævintýraleg skógarrjóð- ur, litskrúðug blóm, íslenskar villtar plöntur og nytjaplöntur. Með skemmtilegum leikjum geta börn og foreldrar fræðst um plönturnar og um leið nýtur fjölskyldan útiverunnar saman. Mæting er í lystihúsinu klukkan 20. Íslensk sam- tímahönnun Ein viðamesta sýning sem sett hefur verið upp í íslenskri samtímahönnun, Magma/ Kvika, stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum. Spannar svið hennar ótal víddir listgreinar- innar, svo sem húsgögn, fatnað, ljós, skartgripi, byggingarlist, vefnað, tækninýjungar og matargerð. Um 80 fremstu og framsæknustu hönnuðir Íslands taka þátt í sýningunni en þar verða auk þess kynnt nýsköpunarverkefni fimm hönnuða, sem gerð eru sérstaklega fyrir hana. Þessir hönnuðir eru Ninna Þórarins- dóttir, Páll Einarsson, Sigríður Heimisdóttir, Unnur Friðriks- dóttir og Þórunn Árnadóttir og spanna verk þeirra allt frá gólfofni til ljósakjóls. sköpun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.