Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 32
Verðbólga rúmlega síðasta aldar- fjórðungs þýðir að lítið er eftir af krón- unni sem var tekin upp í ársbyrjun 1981. Nú standa eftir tæpir fjórir aur- ar af verðgildi hennar en verðbólgan hefur étið upp restina, rúma 96 aura af hundrað. Þetta þýðir að vara sem kostaði 100 krónur 1. janúar 1981 myndi kosta 2. 638 krónur í dag. Verðmæti íslensku krónunnar hundraðfaldaðist þegar stjórnvöld ákváðu að taka tvö núll aftan af geng- inu, þá stríddu Íslendingar við mikla verðbólgu. Guðmundur Ólafsson hagfræð- ingur segir að rýrnun krónunnar megi að mestu rekja til níunda áratugarins, fyrstu áranna eftir að nýja krónan leit dagsins ljós. Þá ríkti hér mikil verð- bólga. „Þetta gerist fyrst og fremst á tímabilinu 1982 til 1990. Þetta gerist miklu hægar eftir þjóðarsáttina,“ seg- ir Guðmundur og vísar til átaks laun- þega og vinnuveitenda við að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Hann segir að ástandið hafi verið mjög við- unandi frá 1991 til 1998. „Síðan fer að síga á ógæfuhliðina upp úr 2000. Ástæðan er augljóslega sú að menn prenta hér of mikið af peningum.“ „Verðbólgan hefur verið notuð til að lækka laun og halda illa reknum fyrirtækjum gangandi,“ segir Guð- mundur. „Ef við tækjum upp alvöru gjaldmiðil þyrftu menn miklu síður að standa hér í verkfallsátökum og látum. Þá myndu launin halda kaup- mætti sínum.“ Krónan er nú tæplega fjórum sinnum verðmætari en hún var fyrir myntbreytinguna 1981. Þá þótti krón- an of verðlítil og upphæðir of háar til að verjandi væri að nota krónuna til frambúðar að óbreyttu verðgildi. Ólíklegt er þó að gripið verði til nýrr- ar myntbreytingar á næstunni. „Það held ég að engum detti í hug núna,“ segir Arnór Sighvatsson, aðalhag- fræðingur Seðlabankans. Hann seg- ir að myntbreytingin hafi ekki dugað til að draga úr verðbólgu heldur hafi verðbólgan aukist stórlega eftir breyt- inguna. Þá hafi engar aðrar breytingar verið gerðar til að sporna gegn verð- bólgu. „Hér ríkti ekki vaxtafrelsi og peningastefnunni var ekki beitt til að hemja verðbólguna,“ segir Arnór. Hagstofan birti í gær tölur um verðbólgu. Hún mælist fjögur prósent síðasta árið og hefur ekki verið lægri síðan í ágúst 2005, þá var hún 3,7 pró- sent eða jafn há og aurarnir sem nú standa eftir af krónunni frá 1981, eru margir. brynjolfur@dv.is Afgreiðsla Hafnarfjarðarbæjar á bygg- ingarleyfi Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra og Kristjáns Arasonar viðskiptafræð- ings við Mávahraun 7 í Hafnarfirði var á gráu svæði. Það staðfestir Bjarki Jóhannsson, sviðstjóri skipulags- og byggingasviðs Hafnarfjarðar. Leyfið er byggt á röngum lóðamörkum og því vafamál hvort að útgefið bygging- arleyfi bæjarins sé lögmætt. Sædís Sigurðardóttir og Valur R. Jóhannsson, íbúar við Mávahraun 9 eru nágrannar Kristjáns og Þor- gerðar Katrínar, og eru afar ósátt við breytingar sem fyrirhugaðar eru við húseign ráðherrans. Eftir grennd- arkynningu mótmæltu Sædís og Valur breytingunum strax og síðar meir kærðu þau til Úrskurðarnefnd- ar skipulags- og byggingamála. Þar bíður málið formlegrar meðferðar en framkvæmdastjóri nefndarinnar vonast eftir því að málsaðilar sættist áður. Umsóknirnar héngu saman Bjarki segir ákveðinn vanda blasa við þar sem hægt sé að efast um rétt- mæti byggingarleyfisins. Hann telur deiluna mikla lagaflækju og bend- ir á að fyrri eigandi beggja húsanna beri að miklu leyti ábyrgð á deilunni. „Fyrri eigandi fékk synjun á stækk- un upphaflega en eftir að hafa gert raunhæfari tillögur fékkst gefið út byggingarleyfi. Vandinn er hins veg- ar sá að í því tilviki fylgdi með tillaga að lóðabreytingum við bæði hús- in, þær umsóknir héngu saman og ég samþykkti þær þannig. Þarna var um sama einstaklinginn að ræða og því litið svo á að viðkomandi væri ekki í neinum deilum við sjálfan sig,“ segir Bjarki. „Fyrir vikið er af- greiðsla málsins á gráu svæði. Hníf- urinn stendur þannig í kúnni að af- greiðsla lóðamarkanna var ekki rétt og réttlætanlegt að efast um réttmæti byggingarleyfisins. Þorgerður Katrín og Kristján eru með meiri hugmynd- ir að stækkun en fyrri eigandi hafði lagt fram en fyrri eigandi húsanna var það sniðugur að honum tókst að breyta lóðamörkunum meðfylgjandi byggingarleyfinu.“ Málinu er lokið Aðspurður telur Bjarki málinu lokið af hálfu Hafnarfjarðarbæjar og segir harða afstöðu hjá bænum að leggja ekki út kostnað til sátta. „Við afgreiðslu byggingarleyfisins vorum við í góðri trú að hlutirnir væru í lagi en lögfræðingarnir segja að ekki sé alveg víst að svo sé. Að mestu leyti er fyrri eigandi ábyrgur fyrir klúðr- inu kringum lóðamörkin. Vand- inn er svo aftur sá að ef lóðamörkin hafa ekki verið rétt afgreidd þá gild- ir byggingaleyfið heldur ekki. Fyrir vikið þyrftum við eiginlega að grafa lengra aftur í tímann og þá veit ég eiginlega ekki alveg hvernig landið liggur,“ segir Bjarki. „Byggingarleyf- ið og lóðabreytingarnar hafa að nýju verið ræddar og afgreiddar hjá okkur. Sú tillaga bíður nú samþykktar bæj- arstjórnar og síðan spurning hvort að sú samþykkt standist. Af hálfu bæjar- ins lítum við svo á að málinu sé lokið en ekki gott að segja hvort Sædís og Valur séu ánægð með það.“ miðvikudagur 13. júní 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Af hverju ekki nýja nýkrónu...? AFGREIÐSLA BYGGINGAR- LEYFIS Á GRÁU SVÆÐI Vafi um hvort byggingarleyfi Þorgerðar katrínar Gunnarsdóttur í Hafnarfirði sé gilt. Nýja krónan sem var tekin upp árið 1981 er næstum því horfin: Fjórir aurar eftir af krónunni Vilja skerpa kröfur um háskóla Stjórnvöld menntamála hafa ekki haft nægjanlega skýra af- stöðu til þess hvernig verja eigi framlögum til kennslu á háskóla- stigi. Þá er skilvirkni námsgreina ekki nógu góð í samanburði við erlenda háskóla. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar eftir að hafa borið saman kennslu fjögurra íslenskra háskóla í lögfræði, tölv- unarfræði og viðskiptafræði. Mik- ilvægt þykir að yfirvöld setji lág- markskröfur um menntunarstig kennara á háskólastigi. Ferðamenn í bílveltu Ökumaður var fluttur á sjúkra- hús með minniháttar meiðsl eftir bílveltu við Fljótstunguveg í Borg- arfjarðarsýslu um hádegisbilið í gær. Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum og sakaði farþega ekki. Að sögn lögreglu fór bíllinn eina eða tvær veltur. Bíllinn er töluvert skemmdur. Mæðgin flutt á sjúkrahús Mæðgin voru flutt á sjúkrahús eftir bílslys á Vesturlandsvegi í gær. Ökumaður var í bílbelti og sakaði hann ekki þegar bíllinn fór utan í staur við norðanverð Hvalfjarðar- göng. Eiginkona mannsins sat í fram- sæti og uppkominn sonur í aftursæti, og voru þau hvorugt í belti. Talið er að sonurinn hafi slasast mest, en hvorugt þeirra er í lífshættu. Að sögn lögreglu er óvíst um tildrög slyssins. Bíllinn er mikið skemmdur. Þyrlusveit TF-Lífar bjargaði sex ungum konum af Grænlandsjökli á laugardag eftir að áhyggj fullur vi ur einnar stúlkunnar hafði ósk- að eftir því að þær yrðu sóttar eftir að flugvél Flugfélags Íslands hafði bilað á jöklinum. Stúlkurnar höfðu verið veðurtepptar á Grænlandi í meira en viku þegar loks viðraði til þess að sækja þær. Ekki vildi betur til en svo að flugvéli féll niður um þunnt yfirborðslag íss á jöklinum og ekki náðist að rétta hana við. Stúlk- urnar voru ekki taldar í lífshættu því þær voru vel búnar til dvalarinnar. „Þær voru vopn ðar rifflum og ísöxum þegar björgunarmennirn- ir komu að. Það eru náttúrleg ís- birnir þarna út um allt og mínum önnum leist held ég ekkert á blik- una þegar þær mættu alvopnaðar,“ segir Jón Ebbi Björnsson, varðstjóri Landhelgisgæslunnar. Nokk rn tíma tók að finna kon- urnar en eftir að þ r fundust var flogið með þær til Íslands. Áætl- uð heimkoma þeirra til Ísl nds var fyrsta júní og því höfðu þær v rið mun le gur á jöklinum n upph f- lega var stefnt að. Samtals voru þær því 36 d ga á jöklinum. Ekið var með konurnar beina leið til Keflavíkur- flugvallar þar sem þær náðu flugi til En lands um miðjan dag í gær. Lárus Kristjánsson, flugmaður Landhelgisgæslu Íslands, t k þátt í björguninni. Hann segir konurn- ar hafa verið verulega fegnar þeg- ar þyrlusveitin fann þær. „Þær voru vel búnar en ósköp fegnar þegar við komum. Þá voru þær bú ar að bíða í 8 ga eftir því að komast af jökl- inum og áttu að vera löngu farnar,“ segir Lárus. trausti dv.is Mikið hefur borið á fugladrápi nærri Ásgarði á Suðurnesjum síðastliðin ár. Ítrekað h fur komið fyrir að un - menni gera sér að leik að keyra á ofsa- hraða yfir kríur og unga þeirra. Hjón- in bænum hafa talið m st 200 hræ á l dinu og þeim blöskrar hegðun ungmennanna. Eitt sinn urðu þau vitni að því að piltar drógu lifandi fu l eftir bílnum sínum. Svo keyrðu þeir yfir hann ítrekað. Viðurstyggileg heg un „Þetta er hreinlega viðurstyggileg hegðun,“ segir Herbert Pétur Gu - mundsson bóndi í Ásgar i í Garði á Suður esjum. H n segir að sum- ir krakkar keyri í gegnum kríuvarp, þar sem ung r sitja varnarlausir. Að sögn Herberts telja krakkarnir fugl- ana se þeir drepa o gefa sér stig fyrir. Eitt si n urðu þau vit i að því að tveir pilt r drógu fugl á eftir bifreið- inni sinni. Hann hafði verið bundinn aftan í bílinn með gulu girni. Eftir að girnið slitnaði keyrðu þeir ítrekað yfir fuglan Hrein illska „Nýlega vorum við að ger við girðinguna þeg r við sáum mikið fið- ur koma undan bíl,“ segir Herbert um grimmdarverk tv ggja pilta. Hann segir að bíllinn, sem var í hundrað metra fjarlægð fr þeim, hafi stoppað og a nar pilturin stigið út. Sá fór ft- ur fyrir bílinn og sáu Herbert og konas hann bogra yfir einhverj . Þegar hann svo ók f stað sáu þau að fugl dróst á eftir bílnum í spotta. Svo slit aði spottinn en ungmennin hættu ekki þar. „Þeir bökkuðu yfir hræið tvisv r sinnum og óku svo á brott,“ segir Her- b rt um forkasta lega h gðun öku- man sins og farþegans. Gerist ár eftir ár Herbert segir þetta gerast á hverju sumri. Þeim hjónum þykir miður að horfa upp á svona lagað ár eftir ár nda þy ir þeim hrikalega vegið að málleysingjunum. „Þa vantar augljóslega heilmikið upp á þroska þessara einstaklinga,“ segir Herbert sem blöskrar hegðun þeirra. Han segist hreinlega ekki skilja hvað fólki gangi til með þessu athæfi og þykir heldur sjúkt ð menn geti haft gaman af því að drepa mein- lausa u og kríur. „Ég vona næst- um því að krían færi sig um set svo við þurfum ekki að horfa upp á svona við- bjóð,“ segir Herbert og vo ar að fólk sjái að sér. Ford mir verknaðinn „Ég er alveg miður ín yfir þessu,“ segir Sigríður Ásgeirsdóttir, lögfræ - ingur og formaður Dýraverndun- arsamtaka Íslands. Hún segist hafa komið málinu ál iðis til Lögreglunnar á S ðurnesjum. mánudagur 11. júní 2007 Dagbla i vísir st fna 1910 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot se leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers ánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot ánaðarins. Um að gera að vera vel vopnum búinn í jöklaferð... UNGMENNI GERA SÉR UNGADRÁP AÐ LEIK Ánægður varaformaður Valgerður Sverrisdóttir hlaut yfirburðakosningu til varaformanns á miðstjórnarfundi Framsóknar- flokksins í gær. Valgerður lýsti ein yfir framboði og tekur við embætti af Guðna Ágústssyni, sem tók við formennsku í Framsóknar- flokknum þegar Jón Sigurðsson sagði af sér eftir þingkosningar í síðasta mánuði. Guðni sagði að framsóknarmenn geti kennt sjálfum sér um hið mikla tap sem flokkurinn upplifði í þingkosningunum. DV-MYND STEFÁN Tóku vopnaðar á móti TF-Líf Leita nauðgara Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu lýsir enn eftir vitnum að tilraun til nauðgunar, í húsasundi við Alþjóðahúsið á Hverfisgötu, aðfaranótt laugardags. Kona á tvítugsaldri kærði til- raunina en hún lýsir því svo að maður á þrítugsaldri hafi dregið hana inn í port og reynt að nauðga henni. Henni tókst með erfiðis- munum að komast undan árásar- manninum sem er á milli 1,85 og 1,90 sentímetrar á hæð, stutt dökkt hár, skeggbrodda, grannvaxinn og klæddur í rauðleita peysu og svart- ar buxur. Einhverjar ábendingar hafa borist lögreglu en þeir sem geta gefið upplýsingar geta hafa samband í síma 444-1000. Ofsaakstur ógnaði öryggi Ökumaður ógnaði öryggi sam- ferðamanna sinna í umferðinni þegar hann flúði lögreglu aðfaranótt sunnudags en á Kjalarnesi fór hann oftar en einu sinni yfir á öfugan veg- arhelming þegar bílar komu á móti. Eftirför lögreglu hófst í Mosfells- bæ en maðurinn sinnti ekki stöðv- unarmerkjum. Ekki náðist að stöðva för mannsins fyrr en hann var nánast kominn inn í Botn í Hvalfirði en þar þvingaði lögreglan manninn út af veginum. Báðir bílarnir skemmd- ust talsvert. Ekki er vitað hvað hon- um gekk til en hann var í annarlegu ástandi, hugsanlega undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn er 25 ára gamall. Alvarlega slösuð Erlend kona slasaðist al- varlega þegar hún höfuðkúpu- brotnaði í bílveltu á Landvegi við Galtalæk um kvöldmatarleytið á laugardag. Maður sem var með henni í bílnum slasaðist einnig en ekki eins alvarlega. Konan var flutt með sjúkrabíl á gjörgæslu þaðan sem hún var flutt á gjör- gæslu. Piltur með sex vikna gamalt ökuskírteini var sviptur ökurétt- indum eftir að hann var tekinn á 154 kílómetra hraða á Norð- fjarðarvegi í Fagradal um helg- ina. Lögreglan á Hvolsvelli segir talsvert hafa verið um hraðakst- ur útlendinga að undanförnu en alls hafa tuttugu Íslendingar og útlendingar verið teknir á of miklum hraða í umdæmi hennar um helgina. Lögreglan á Akureyri tekur undir að erlendir ferða- menn hafi í auknum mæli verið teknir fyrir hraðakstur og eru Þjóðverjar þar helst áberandi. Fimm skip svipt veiðileyfi Fimm íslensk skip voru í maí svipt veiðileyfi, flest fyrir að veiða umfram aflaheimildir. Kambaröst RE 120 var svipt veiðileyfi í annað sinn á árinu, vegna veiða umfram aflaheimildir. Óskar SK 131 og Guðbjörg Stein- unn GK 37 voru einnig svipt veiði- réttindum fyrir að veiða of mikið, en hafa bæði fengið veiðileyfi aftur eft- ir að aflamarksstaða þeirra var lag- færð. Bjössi RE 277, sem sviptur var veiðileyfi vegna vanskila á afladag- bókarfrumriti, hefur fengið leyfið á nýjan leik og þá var Eydís EA 44 svipt veiðileyfi í tvær vikur fyrir að veiða án aflaheimilda. Hryllileg meðferð Unginn var dreginn eftir bíl, festur með girni. Þegar girnið slitnaði þá óku piltarnir ítrek ð yfir hann. Valur Grettisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Árás á leikvelli Níu líkamsárásir komu inn á borð lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu um helgina. Ein árásanna varð á leikvelli við Dalsmára í Kópavogi þar sem þrjár stúlkur fæddar árið 1993 réðust á jafnöldru sína sem hlaut minnihátt- ar áverka. Barnaverndaryfirvöld fara með málið og rætt hefur verið við for- eldra stúlknanna. Þá réðst ökumaður á annan ökumann á rauðu ljósi við Stekkjarbakka klukkan sex á laug- ardag. Þar sem bílar ökumannanna voru kyrrstæðir, hver á eftir örðum, á rauðu ljósi fór ökumaður aftari bíls- ins að hinum rykti upp hurðinni hjá hinum bílstjórnaum kýldi hann og öskraði og hvarf svo á braut. Málið er í rannsókn. Flestar hinna árásanna urðu í miðbæ Reykjavíkur. Frelsinu fegnar Stúlkurnar voru afar ánægðar þegar björgunarsveit Land- helgisgæslunnar fann þær en þá höfðu þær verið veðurtepptar í rúma viku. traUsti haFsteinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Tugir fórnarlamba á Akureyri Í fyrra leituðu yfir 60 fórn rlömb kynferðisofbeldis til Aflsins, systur- félags Stígamóta á Akureyri. Samtök- in hafa st rfað frá 2002 og t ka þau á móti kö lum jafnt sem konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi eða heimilisof- beldi. Allt starf s mtakanna er unnið í sjálfboðavinnu. „Við náum að sinna öllum sem til okkar leita en sá hópur stækkar ö t,“ segir Viktoría Jóhann- esdóttir, hjá Aflinu. Á föstudagskvöld halda samtökin styrkt tónleika á veitingastaðnu Capone á Akureyri. krónan 1981 og 2007 Nýja krónan var 100 sinnum verðmeiri en sú gamla. Verðbólgan hefur étið upp 96,3 aura af hundrað. Félagar á hjólfáki Hinn ferfætti félagi lætur fara vel um sig á meðan sá tvífætti sér um puðið. Báðir virðast þó hafa gaman af. Bora vatnsból fyrir hirðingja Þróunarsamvinnustofnun Íslands borar vatnsból fyrir hirðingja í Nam- ibíu. Um er að ræða 33 ný vatnsból í heimkynnum Himba í norðvestur- hluta landsins en áætlað er að verk- inu ljúki árið 2010. Vatnsbólin verða þá í eign og umsjá heimamanna í framtíðinni og viðhald á þeirra ábyrgð. Stefán Jón Hafstein, verkefna- stjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, telur að vatnsbólin skipti sköpum fyrir hirðingjana. Byggð á svæðinu sé strjál og því þarf að fara langar vegalengdir eftir vatni. „Himbar eru mikið á faralds- fæti með nautgripahjarðir að leita uppi vatn og beitilönd og vatnsbólin munu auka lífsgæðin og gera hirð- ingjunum fært að hafa lengur fasta búsetu en nú er.“ Átján mánuðir fyrir líkamsárás Jón Trausti Lúthersson var í hér- aðsdómi í gær dæmdur í 18 m naða fan elsi. Hann var fundinn sekur um fólskulega líkamsárás í ágúst í fyrra, þar sem hann réðst á heimilislausan man í iðnaðarhúsnæ i við Hverf- isgötu. Jón Tr usti og félagi hans, sem hlaut 12 mánaða fangelsisdóm, bör u mannin með bareflum, bæði biljardkj ða og vinkiljárni í um tíu mínútur og að lokum migu þeir yfir hann. Jón Trausti neitaði st fastlega sök, en vitnisburður var afgerandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.