Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 19
Það kom að því að maður færi til Kópavogs, mig vantaði kassa, sem er ekki auðfengið mál. Ég ákvað fyrst að að taka hús á áfengisverslun allra landsmanna eða hvað? Þar komið sögu leit ég varninginn. Auðfeng- ið virðist þetta, hugsaði ég. Þetta er auðfengin bráð. Þarna voru marg- ir kassar upp í rjáfri og ég hugsaði með mér hvort ég þyrfti að spyrja? Ég ákvað að það væri betra að vopna sig og kaupa fjóra bjóra. Þegar ég var kominn að nútímakassa eftir ríkis- ins lögmálum, hugsaði ég hvort ég þyrfti að biðja um kassa. Ég ákvað að spyrja starfsmann verslunarinn- ar:Má ég fá einn kassa? Konan velti augunum og svaraði mér svo að kassarnir væru bara fyrir stórkaup- endur. Ég leit á mína fjóra bjóra og spurði hana aftur hvort ég mætti ekki fá einn kassa af þessum fjölda sem voru þarna upp í lofti? Kon- an brást illa við og hreytti út úr sér að ég kassarnir væru eingöngu fyr- ir stórkaupendur. Þetta er ríkið í öllu sínu veldi, neitar saklausum manni um pappakassa. Á endanum lapp- aðist ég út án kassa. Ég hefði betur bara tekið hann. Þá hefði enginn sagt neitt. Sigyn hefur velt því fyrir sér alveg síðan tilkynnt var um nýjan við-skiptaráðherra hvaða skrifstofu Björgvin G. Sigurðsson fái í gamla iðnaðar-og viðskiptaráðuneytinu sem nú hefur verið skipt í tvennt. Sigyn hefur einnig verið hugleikið hvaða bíl hann fái til afnota. Nú er hvort tveggja komið á hreint og Sigyn er létt. Búið hefur verið um Björgvin á skrifstofu sem hýsti viðskiptaráðherra áður en ráðuneytin voru sam- einuð - en síðasti viðskiptaráðherr- ann sem gegndi því embætti áður en ráðuneytið var sameinað iðn- aðarráðuneyti var Matthías Á Matthie- sen, sá mæti maður. Þá hefur Sigyn frétt að Björgvin sé nú ekið um á ráð- herrabíl sem áður var notaður til að ferja Guðna Ágústsson á milli staða. Bíllinn hans Guðna stóð óhreyfður því Einari K. Guðfinnssyni dugar víst einn bíll undir sig en hann tók við embætti landbúnaðarráðherra af Guðna og er sjávarútvegsráðherra að auki. Sigyn virðist sem Björgvin G. sé heldur betur nýtinn. Hún veltir því fyrir sér hvort það sé ekki bara málið að hann fari alla leið í nýtninni og velji sér aðstoðarmann sem er fyrrverandi aðstoðarmaður einhverra þeirra ráðherra sem misstu ráðherra- embætti sitt í vor. Það voru Guðni Ág- ústsson, Jónína Bjartmarz, Jón Sigurðsson, Magnús Stefánsson, Siv Frið- leifsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir og Sturla Böðvarsson. Það ætti ekki að vefjast fyrir Björgvini að ráða sér aðstoð-armann sem hefur aðstoðað ráðherra úr öðrum flokkum - meira að segja ekki þótt þeir hafi verið fram- sóknarráðherrar því flokkspólitíkin virðist ekki skipta þar nokkru máli um. Sigyn hefur til að mynda fyrir því öruggar heim- ildir að Stein- grímur Sævarr Ólafsson sé alls ekki framsóknarmað- ur. Að minnsta kosti sagðist hann ekki vera það á sínum tíma þegar hann var upplýsingafulltrúi Halldórs Ásgríms- sonar. Meðal fyrrum aðstoðarmanna er Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem hefur starfað í umhverfisráðuneytinu við hlið bæði Sivjar Friðleifsdóttur og Jón- ínu Bjartmarz. Kristrún Lind Birg- isdóttir, fyrrum aðstoðarskólastjóri Lindaskóla í Kópavogi, var ráðin að- stoðarmaður Sturlu eftir að Bergþór Ólason hætti í fyrra. Guðmundur Páll Jónsson var aðstoðarmaður Magnús- ar Stefánssonar félagsmálaráðherra en hann var áður bæjarstjóri á Akra- nesi. Þá var Páll Magnússon um hríð aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdótt- ur þótt hann sé nú upptekinn forstjóri Landsvirkjunar. Arnar Þór Sævars- son lögmaður var aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar og Eysteinn Jónsson aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar. Sigyn er því sannfærð um að Björg- vin hljóti að velja sér einn þess- ara reyndu aðstoðarmanna vilji hann halda áfram að endurnýta sem hingað til. Skyldi Björgvin líka ætla að endurnýta aðstoðarmenn? DV Umræða miðvikudagur 13. júní 2007 19 Í stÍl við bÍl kristján möller nýr samgönguráðherra var í góðu skapi eftir ríkisstjórnarfund í gær- morgun. kristján brá á leik fyrir ljósmyndara og blaðamann dv og bauð þeim að mynda sig við hlið nýja ráðherrabílsins, sem var í stíl við jakkaföt ráðherrans þennan dag. athygli vekur að bílafloti ráðherra er að mestu leyti svartur að lit, en kristján sker sig úr. Dómstóll götunnar mynDin Hver á að borga fyrir Hreinsun gatna við skemmtistaði? P lús eð a m ínu s Mínusinn í dag fær Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra eftir að fréttir bárust um að Hafnarfjarðarbær myndi borga fyrir framkvæmdir við hús hennar. spurningin „Það er erfitt, því það er slegist um hvert hús,“ segir grímur atlason bæjarstjóri í Bolungarvík. íbúðalána- sjóður neitaði nýlega að veita lán fyrir íbúðarhúsnæði í bænum, vegna þess að aðrar reglur gilda um lánaveitingar á landsbyggðinni en í stórum þéttbýlum. í Bolungarvík er til dæmis aldrei lánað meira en því sem nemur 1,5 sinnum hærra verð en fasteignamat eignarinnar. Er Ekki hægt að kaupa hús Í bolungarvÍk? NýtiNN ráðherra sigyn Manneskjur án kennitalna lesenDur Einar Ingvi Magnússon skrif- ar: Fóstureyðingar eru orðn- ar svo algengar að það telst árás og níð á einstaklingsfrelsið að gagnrýna svo sjáfsagðar athafn- ir í siðmenntuðum samfélögum. Konur vilja ráða yfir líkama sín- um og ófæddum börnum sínum ef þær hafa orðið svo „óheppn- ar“ að verða barnshafandi fyr- ir slysni. En hver er réttur hins ófædda barns? Hvert er frelsi og öryggi mannveru á fyrstu vikum og mánuðum lífsins? Hver talar máli þeirra? Í sumum þjóðfélögum er litið svo á að lífið byrji við getnað og í Genfarheiti lækna er þeim boð- ið að vernda líf allt frá getnaði. Ef mannlífið er svo heilagt að mönn- um sé refsað fyrir að verða manni að bana af ásettu ráði, hvers vegna er þá leyfilegt að deyða mannveru á fyrstu vikum lífsins í móðurlífi? Hver setur slík lög? Hver ákveð- ur að leyfilegt sé að binda endi á líf mannveru sem byrjað hef- ur að myndast og er í mótun, en myndi vernda hana innan við ári síðar og svo allt hennar líf eftir að hún hefði fæðst og fengið nafn og kennitölu? Hvenær má drepa mann? Lög- um samkvæmt er það leyfilegt á fyrstu vikum eftir getnað, þó sá verknaður sé kallaður fínna nafni, hvað hvað er fóstureyðing annað en fósturdráp og fóstur annað en mannvera? Hvers eiga varnar- lausu ófæddu börnin að gjalda? Er ekki kominn tími til að tryggja þeim frelsi, öryggi og tilverurétt í þjóðfélagi sem státar sig af að berjast fyrir auknum mannrétt- indum? „Það á borgin að sjá um eins og annað sem kemur að gatnahreinsun. Það á ekki að vera neitt öðruvísi með þetta en annað sem kemur að gatnahreins- un.“ páll skúlason, 66 ára lögfræðinur „reykjavíkurborg á að sjálfsögðu á að borga fyrir hreinsunina. Þetta er í borginni og á götum úti, þannig að mér finnst það alveg sjálfsagt.“ helga lára, 23 ára í fæðingar- orlofi. „Yfirvöld eiga að borga þetta, hvort sem það er ríkið eða borgin. Þeir settu þetta reykingabann á þannig að þeir eiga að borga þetta.“ Jóhann geir Jónsson 24 ára, háskólanemi Birgir Ás skrifar: Pappakassar fyrir útvalda lesenDur SÍMINN 512 7070 SEM ALDREI SEFUR F R É T TA S K O TDV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. www.dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.