Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 6
miðvikudagur 13. júní 20076 Fréttir DV Þriðja hver króna sem stærstu fyrir- tækin í Kauphöll Íslands högnuðust um á síðasta ári var flutt úr landi til erlendra félaga í eigu Íslendinga, sem skráð eru í Vestur-Evrópu. Átta stærstu fyrirtækin högnuðust um 310 milljarða króna á síðasta ári og færðust þar af um 100 milljarð- ar króna til eignarhaldsfélaga sem flest eru skráð í Amsterdam og víðar í Hollandi. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu greiningardeildar Lands- banka Íslands. Þegar íslensk fyrirtæki hagnast á sölu á hlutabréfum á öðru fyrirtæki er þeim gert að greiða 18 prósenta skatt af söluhagnaðinum. Skattlagn- ingunni má þó fresta um tvenn ára- mót og hún fellur niður sé endurfjár- fest fyrir söluhagnaðinn. Með því að stofna dótturfélög í Hollandi og end- urfjárfesta fyrir söluhagnaðinn kom- ast fyrirtækin hjá því að greiða skatt af söluhagnaði af eignum sínum í öðrum hlutafélögum. Skattatæknilegt mál Björn Guðmundsson forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, sem vann skýrsluna seg- ir stóru fyrirtækin augljóslega sjá sér hagræði í því að fara þessa leið. „Þessi aðferð fyrirtækjanna byggir á tvísköttunarsamningum sem fjár- málaráðuneytið gerir við önnur lönd. Í þessum samningum er að finna ákvæði um mismunandi með- ferð á fjármagnstekjum og öðrum sambærilegum tekjum.“ Tvísköttunarsamningar eru ólík- ir á milli þjóða og bendir Björn á að Íslendingar geri annars konar tví- sköttunarsamning við Hollendinga heldur en til að mynda Þjóðverjar og Frakkar kunni að gera sín á milli. Samningar Íslendinga við Hollend- inga gera þessar leiðir mögulegar auk þess sem skattaumhverfið í Hollandi sé stórum fyrirtækjum hagstætt. Þessar tilfærslur fyrirtækjanna hafa lítil áhrif hér á landi að mati Björns Guðmundssonar. „Í þessum tilvikum fara peningarnir raunveru- lega ekkert. Hagnaðurinn er bók- færður og skráður út úr landinu. Jafnframt er hann færður til baka í gegnum svokallaðan fjármagnsjöfn- uð, þannig að í þessum tilvikum er ekki um raunveruleg áhrif á krónuna að ræða. Raunverulegir peningar fara aldrei á milli landa,“ segir hann og bætir við: „Þetta er einn af þeim þáttum sem snýr að því að viðskipta- hallinn er ekki alltaf rétt metinn.“ Hundruð milljarða Meðal þeirra fjárfestingafélaga sem stofnað hafa eignarhalds- félög erlendis eru FL Group og Exista. FL Group stofnaði dótt- urfélag um 26 prósenta hlut sinn í Glitni, en hlutur fyrirtækisins er metinn á um 95 milljarða króna. Hannes Smárason, sem á stærst- an hlut í FL Group, eða 20 prósent stofnaði félagið Oddaflug BV sem skráð er fyrir 47 milljarða króna hlutabréfaeign í félaginu. Þá hafa Ágúst og Lýður Guð- mundssynir sem kenndir eru við Bakkavör, stofnað tvö eignarhalds- félög í Hollandi, annars vegar Hold- ing BV sem er skráð fyrir 130 millj- arða króna hlut í Exista og hins vegar Exista BV sem skráð er fyrir Hundrað milljarða króna hagnaður stærstu fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands færðist til erlendra félaga í eigu Íslendinga. Stórir íslenskir fjárfestar hafa stofnað dótturfyrirtæki í Hollandi og endurfjár- festa fyrir söluhagnað af hlutabréfasölu. Með þessu geta fjárfestarnir komist hjá því að greiða skatt af söluhagnaðin- um eins lengi og þeir endurfjár- festa. Óveruleg áhrif fyrir ríkið, segir ríkisskatt- stjóri. Valgeir Örn ragnarSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is HUNDRAÐ MILLJARÐAR FLUTTIR ÚT ÚR LANDINU „Þetta er einn af þeim þáttum sem snýr að því að viðskiptahallinn er ekki alltaf rétt metinn.“ Holding BV Er skráð fyrir 130 milljarða króna hlut í Exista. Ágúst og lýður guðmundssynir Fresta skattlagningu á söluhagn- aði fyrirtækja í gegnum hollensku leiðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.