Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 11
DV Fréttir miðvikudagur 13. júní 2007 11 Stjórnvöld í Simbabve hafa verið hvött til að láta af áreitni sinni í garð lögfræðinga og hafa stjórn á lög- reglunni. Alþjóðasamtök lögmanna sendu fulltrúa sína til Simbabve og þeim hefði verið brugðið mjög á ferðalagi sínu um landið. Tilgangur ferðarinnar var að rannsaka hvern- ig lögmenn sem styðja stjórnarand- stöðuna hafa verið kúgaðir og beitt- ir þvingunum. „Þetta var mjög átakanlegt,“ sagði kanadíski sendifulltrúinn, L´Heureux-Dube, í samtali við fréttastofu BBC. „Þarna voru lög- fræðingar barðir og lögreglumenn sem hlýddu ekki skipunum rétt- arins. Á mínum 30 ára ferli hef ég aldrei séð neitt þessu líkt.“ Fulltrúarnir ferðuðust um í fimm daga og kynntu sér staðhætti. Í kjölfarið lýstu þeir yfir áhyggjum vegna þess hversu lítið yfirvöld við- ast skipta sér af starfi lögreglunnar. Áreitni lögreglumanna í garð lög- manna var sérstaklega áberandi og sendifulltrúi frá Kenya sagði að sér hefði mjög brugðið við að heyra sögur af því að lögmenn væru barð- ir á lögreglustöðvum. Þótti fulltrúum sendinefndar- innar lögmenn stjórnarandstöð- unnar í Simbabve sýna af sér mik- inn styrk þar sem þeir væru að vinna við erfiðar aðstæður. „Þeim hefur verið hótað öllu illu en láta engan bilbug á sér finna. Þeir eru afar hugrakkir,“ sagði L´Heur- eux-Dube. „Þessir lögfræðingar eru að leggja sig í lífshættu fyrir mál- staðinn.“ Fulltrúar sendinefndarinnar óskuðu eftir að fá að hitta æðstu embættismenn landsins en var þeirri beiðni oft hafnað. Dómsmálaráðherra, innanríkis- ráðherra og dómarar sáu sér ekki fært að hitta þá en ritari dómsmála- ráðherra og ríkissaksóknari áttu með þeim fund. Putin mildast í garð andstæðinga dag og mánudag. Bukovsky hyggst bjóða sig fram í forsetakosningum á næsta ári. Garry Kasparov og stuðn- ingsmenn hans hafa haldið því fram að forsetinn og hans fólk hafi tak- markað aðgang andstæðinga hans að fjölmiðlum til að tryggja að sá frambjóðandi sem Pútín mun lýsa stuðningi við hafi sigur. Pútín má ekki bjóða sig fram enda hefur hann bráðum setið í tvö kjörtímabil. Keppt um útnefninguna Meðal ræðumanna á ráðstefn- unni í Sankti Pétursborg um helgina voru aðstoðarforsætisráðherranir, Sergei Ivanov og Dmitry Medvedev. Þeir tveir eru taldir líklegastir til að verða útnefndir sem frambjóðendur til forsetaembættisins af hálfu flokks Pútíns. Þrátt fyrir að kosningabar- áttan sé ekki hafin með formlegum hætti er fullyrt á fréttavef BBC að Ivanov og Medvedev séu nú þegar komnir í kosningaham. Báðir hafa þeir verið á ferðalögum um landið og er talið að Pútín fylgist vel með frammistöðu þeirra. Það er næsta víst að sá sem hann lýsir yfir stuðn- ingi við muni sigra kosningarnar. Ivanov er talinn sigurstranglegri en hann var hægri hönd forsetans hjá rússnesku leyniþjónustunni, KGB á sínum tíma. Þeir hafa því lengi unn- ið náið saman og eru sagðir líkir per- sónuleikar. Í frétt BBC er fullyrt að vesturveldunum lítist illa á að næsti forseti Rússlands komi, líkt og Pútín úr njósnageiranum. Eins er Ivanov talinn líklegur til að fylgja fast þeirri stefnu sem Pútín hefur markað í átta ára forsetatíð sinni. Þrátt fyrir að andstæðingar Pút- ín fái nú að safnast saman á al- mannafæri er enginn sem spáir for- setaframbjóðanda úr þeirra röðum sigri í kosningunum. Einn viðmæl- anda The Guardian úr röðum mót- mælenda á mánudag segir ástæð- una vera þá að hinn almenni Rússi kjósi frekar að vera heima hjá sér og drekka bjór en að skipta sér af stjórn- málum. dauðsföll vegna flóða Minnst 71 hefur látið lífið og um 640 þúsund manns hafa lent á vergangi á undanförnum dögum í flóðum og skriðuföllum vegna mikilla rigninga í suðurhluta Kína. Talið er að um 56 þúsund heimili hafi eyðilagst í vatnsflaumnum og sama má segja um þúsundir hektara nytjalands. Árlega verða mikil flóð í Kína vegna rigninga. Borgir og bæir eru flest varin af sýkjum en minni þorp hafa síður gert slíkar ráðstafanir og eru því í meiri hættu. Veðurfræðingar á svæðinu vara við frekari rigningu á næstunni og er stormatími í vændum. Segir að ástandið í Simbabve sé það versta sem hann hefur séð á 30 ára ferli. lögmenn barðir á lögreglustöðvum Sergei Ivanov, aðstoðarforsætis- ráðherra Er talinn líklegastur til að verða forsetaframbjóðandi flokks Pútíns í kosningum Garry Kasparov Fór fyrir mótmæl- endum í moskvu á mánudag. Þetta voru fyrstu mótmæli stuðningsmanna hans sem ekki eruð stöðvuð af lögreglu. Leitin að næsta forseta að hefjast fyrir alvöru Lögreglan stöðvar mótmælanda mótmælendum var ekki leyft að fara út fyrir ákveðið svæði í miðborg moskvu á mánudag. Lögreglan hafði ekki jafn mikinn viðbúnað við mótmælin eins og venja er. Robert Mugabe, forseti Simbabve Lögreglan hefur hunsað skipanir réttarins og kúgað lögmenn sem styðja stjórnarandstöðuna þar í landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.