Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 21
DV Lífstíll miðvikudagur 13. júní 2007 21 LífsstíLL Liborius á Laugaveg verslunin Liborius hefur nú flutt sig um set og mörgum til mikillar gleði er verslunin nú til húsa á Laugavegi 7. Þar kennir ýmissa grasa og er verslun- in einstaklega hugguleg og fallega innréttuð og eru fötin sem nú eru seld í versluninni orðin mjög fáguð og má þar finna fatnað frá frægustu og virtustu hönnuðum heims, bæði fyrir kvenfólk og karlmenn. Það skemmir heldur ekki fyrir að verslunin er opin til klukkan níu á fimmtudags- og föstudagskvöldum. Palestínskt matar- og menningarkvöld á morgun ÓkeyPis barnabox Heimasíðan femin.is býður nú verðandi og nýbökuðum mæðrum upp á nýjung sem nefnist Barnabox- ið. Barnaboxið er gjöf frá femin.is og inniheldur það sýnishorn af vörum og ýmis tilboð sem nýtast vel bæði móður og barni. Það er lítið mál að eignast ókeypis barnabox en það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á femin.is og sækja það í barnavöruverslunina Fífu. Starfsfólk femin.is sér svo um að senda barnaboxið til kvenna sem búa úti á landi. Barnaboxið inniheldur meðal annars bleiur, þvottaefni, leikfang og brjóstakrem. rakakrem með sÓLarvörn nú þegar sólin ætlar loksins að fara að skína á okkur íslendinga er mikilvægt að passa sig að brenna ekki. margir eiga það til að halda að við séum örugg gagnvart sólbruna hér á íslandi en svo er alls ekki. Það sem er mjög fyrirhafnalítið og sniðugt er krem og varanæring frá snyrtivöruversluninni maC. kremið sem ber heitið Studio moisture spf 15 er frábært rakakrem fyrir sumarið með fimmtán í sólarvörn. kremið gefur húðinni auk þess mikinn raka og ljóma. varaþurrkurinn gerir líka oft vart við sig á tímum hitafarsbreyt- inga og þá er gott að nota varanær- ingu sem einnig fæst í maC og heitir Tinted Lip Condition- er. varanæring- in fæst í sex litum með fimmtán í sólarvörn og nærir varirnar vel á sólríkum sumardögum. Samtökin Ísland - Palestína standa fyrir menning- arkvöldi í Kebab- húsinu við Grensásveg annað kvöld. Náttúruskóli Íslands verður með leiki og fræðslu í Grasagarðinum fyrir átta til tólf ára börn og foreldra þeirra. Þar getur fjölskyldan fræðst um plönturnar með skemmti- legum leikjum og notið útiverunnar saman. Náttúruskóli Íslands hefur starf- að í eitt og hálft ár. Að sögn Helenu Óladóttur verkefnisstjóra er skól- inn þróunarverkefni á vegum Um- hverfissviðs Reykjavíkur, Mennta- sviðs Reykjavíkur, Skógræktarfélags Reykjavíkur og Landverndar. „Skólinn er starfandi allan árs- ins hring. Ég vinn með grunn- og leikskólunum að því að innleiða útikennslu með námskeiðum fyr- ir kennara, leiðbeinendur og aðra áhugasama. Í vetur prófuðum við okkur áfram með fræðsludagskrá fyrir hópa, kennara og nemendur, og naut hún mikilla vinsælda.“ Helena segir það markmið Nátt- úruskólans að efla útikennslu í grunn- og leikskólum borgarinnar og auðvelda skólum að sinna um- hverfisstarfi og -fræðslu. „Sú fræðsla fer best fram utan- dyra,“ segir Helena. „Markmiðið er að beina sjónum að umhverfinu og ekki síst að kynna þá hugmynda- fræði að það megi starfa utandyra að öllum námsgreinum skólanna. Þessi aðferð, að vera úti, fara út og nýta ná- grennið í göngufæri frá skólanum með sama hætti og kennslustofuna, er ný af nálinni. Með útikennslunni er brotin upp hin hefðbundna hlut- verkaskipan í bekknum og við þær aðstæður er viðbúið að ólíklegustu nemendur blómstri. Krakkarnir er kannski vanir að vera með foreldrum sínum úti í náttúrunni en það er allt annar handleggur að vera úti með skólafélögunum.“ Gott samstarf Samstarf Náttúruskóla Reykjavík- ur og Grasagarðsins hófst fyrir einu ári. Þar fara krakkarnir í náttúru- leiki og fá að taka þátt í störfum garð- yrkjufræðinga. „Við ákváðum að vinna markvisst að fræðslumálum í garðinum en þar hafði ekki verið reglulegt fræðslu- prógram þótt margir skólar hafi nýtt sér garðinn að einhverju leyti. Í vetur tókum við vikulega á móti nemend- um sem léku sér í náttúruleikjum eins og við köllum þá. Við vinnum með það sem við finnum í náttúr- unni, skoðum það, leikum okkur að því og lærum að þekkja það. Það skiptir ekki máli hvort krakkarnir viti hvort blómið heitir túnfífill eða sóley heldur að þeir átti sig á því að þetta eru mismunandi fyrirbæri. Að því loknu eru þau reiðubúin að meðtaka hvað hlutirnir heita, hvernig þeir haga sér og hversu ólíku hlutverki þeir gegna í umhverfinu. Við erum ekki að velta fyrir okkur næringar- flutningi og ljóstillífun, slíkur lær- dómur kemur seinna.“ Helena gerir lítið úr því að lítill gróður sé í garðinum á veturna. „Það má alltaf finna eitthvað, til dæmis spýtukubba, steina og sölnuð lauf. Einnig trjábörk, greinar, brum og köngla. Ruslið er meira að segja hluti af umhverfi okkar og það er for- vitnilegt að vita hvernig það lítur út, hvaðan það kemur og hvers vegna. Garðurinn er fjölbreyttur og skjól- góður og þar er gott að vera,“ segir Helena að lokum. Leikja- og fræðslukvöldið byrjar klukkan átta og að leikjunum lokn- um er boðið upp á piparmintute sem er unnið úr laufum ræktuðum í Grasagarðinum. Jazzhátíð í umbria Fjöldinn allur af tónlistarhátíðum fer fram um heim allan og þá aðallega á sumrin. jazzþyrstum tónlistaráhuga- mönnum og ítalíu-elskandi ferðamönnum er bent á hið stórskemmtilega umbria jazz Festival sem fram fer í borginni Perugia sem staðsett er í hinu gríðarlega fagra umbria-héraði á ítalíu. Þar er dansað á götum úti og stemningin ólýsanleg, fólk kemur alls staðar að úr heiminum og eru áhorfendur á öllum aldri. Hátíðin í ár hefst þann sjötta júlí og lýkur þann fimmtánda. Hátíðin er stjörnum prýdd ár hvert en Solomon Burke, Sly and The Family Stone og dionne Warwick eru meðal þekktra jazzista sem láta sjá sig í ár. nánari upplýsingar má finna á síðunni umbriajazz.com. Á morgun, fimmtudaginn fjórtánda júní verður haldið palestínskt matar og menn- ingarkvöld á Kebab húsinu við Grensás- veg. Quassay er einn af þeim sem stendur fyrir viðburðinum en hann er í stjórn sam- takanna Ísland-Palestína. Quassay hefur verið búsettur hér á landi í átta ár og stend- ur nú fyrir þessu menningarkvöldi í fjórða skipti og segir hann kvöldin hafa gengið vel hingað til. „Það eru reyndar liðin sex ár síðan við héldum þetta síðast en það hef- ur alltaf verið troðfullt hús og margir farnir að bíða eftir því að svona kvöld yrði haldið aftur.“ Allur ágóði af matar og menningar- kvöldinu rennur í hjálparstarf samtakanna en miðaverð er 1.990 krónur og innifalið í því er þriggja rétta palestínsk máltíð með gosi. „Það verður svona einskonar arab- ísk jógúrt með hrísgrjónum og kjöti, svo verður líka salat með hummus og falafel og í eftirrétt eru sætindi sem verður að öll- um líkindum kaka,“ segir Quassay. „Það verður líka boðið upp á skemmtiatriði en við ætlum að sýna mynd um Palestínu og spiluð verður palestínsk tónlist. Einnig eru nokkrir sem ætla að lesa fyrir okkur ljóð.“ Quassay segir meiri hlutann af þeim sem sæki menningarkvöldin vera Íslendinga. „Við erum ekki nema fjórtán til fimmtán Palestínumenn sem erum búsettir á Ís- landi svo flestir sem sækja þessi kvöld eru Íslendingar. Það eru í kringum áttatíu til hundrað miðar í boði og hefur skráning farið vel af stað,“ segir Quassay. Hægt er að nálgast miða á menningarkvöldið í síma 694 6748 og 864 6636 eða senda póst á pa- lestina@palestina.is. krista@dv.is Quassay Stendur fyrir palestínsku matar og menningarkvöldi. SkólaStofan flutt út í náttúruna Helena Óladóttir verkefnisstjóri „með útikennsl- unni er brotin upp hin hefðbundna hlutverkaskipan í bekknum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.