Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 18
miðvikudagur 13. júní 200718 Sport DV Eggert Stefánsson knattspyrnumaður úr Fram sleit krossband í hné í leik liðsins við HK á sunnudag. Eggert er búinn að vera einstaklega óheppinn með meiðsli á ferlinum og hann segist vera búinn að fá nóg af fótbolta. Eggert Stefánsson varnarmað- ur Framara hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli á ferli sín- um. Á sunnudag sleit hann kross- band eftir samstuð við sóknarmann HK í leik í efstu deild. Hann segist hættur í fótbolta. „Ég var of lengi að losa mig við boltann og sé leikmann HK koma frá hægri. Þegar ég ætla að sparka knettinum frá þá kemur hann inn í tæklinguna og reynir að fara í bolt- ann en keyrir í hnéð á mér í leiðinni. Við það kemur svakalegur slinkur og svo voru þetta bara öskur, væl og hrikalegur sársauki. Til þess að bæta gráu ofan í svart þá skorar HK þegar ég ligg utan vallar án þess að skipt- ingin hafi verið framkvæmd. Það var svekkjandi,“ segir Eggert Stef- ánsson um atvikið sem batt endi á feril hans í knattspyrnu. „Ég vissi strax að ég var mik- ið meiddur og þegar Pétur sjúkra- þjálfari byrjaði að spreya á ranga löpp sagði ég við hann, þetta er búið, þetta er búið,“ segir Eggert. Skórnir á hilluna „Eins og staðan er í dag þá er ég búinn að leggja skóna á hilluna. Ég þarf að jafna mig í 6-8 vikur svo fer ég í aðgerð sem tekur langan tíma að jafna sig á, allt að einu ári. Að auki er þetta fremra krossband sem er slitið sem er víst verra en þegar aftara krossband fer,“ segir Eggert. Meiðslasaga Eggerts á sér fáar hliðstæður. Um tvítugt hrjáðu hann dularfull meiðsli í baki. „Það var skilgreint sem hryggbrot og ég var látinn liggja í spelku í tvær til þrjár vikur. Það endaði hins vegar með því að ég versnaði til muna. Eftir það flakkaði ég á milli sér- fræðinga, sjúkraþjálfara og skottu- lækna en ekkert fannst. Þannig var þetta næstu þrjú árin og ég var inn og út úr liði. Svo byrjaði ég bara að æfa á fullu og reyndi að gleyma þessu. Fljótlega eftir að ég komst í gott form tók ég eftir því að ég fann lítið fyrir þessu þannig að ég beit bara á jaxlinn. Svo fór liðbandið árið 2005 þeg- ar ég var í besta formi ferils míns og ég kom ekki inn fyrr en í seinni umferð Íslandsmótsins. Síðan hef ég verið heill þangað til ég lendi í þessu núna,“ segir Eggert. Leikmenn Fram í slæmu standi Fram hefur byrjað illa á tíma- bilinu og segir Eggert af gríðar- legu knattspyrnuinnsæi að liðið fái of mörg mörk á sig og ekki skora nóg. „Sjálfstraustið í liðinu er lítið og fram að þessu er þetta búið að vera alveg skelfilegt. Menn verða að líta í eigin barm í liðinu og hætta að benda hver á annan. Það er al- veg á tæru að menn hafa ekki verið að leggja sig nægilega fram. Það er mín persónulega skoðun að menn- irnir sem komu inn í liðið seint og voru ekki að æfa með liðinu í vet- ur séu einfaldlega ekki í nógu góðu formi,“ segir Eggert. Nálægt atvinnumennsku Þegar Eggert var rúmlega tví- tugur var hann talinn með efnilegri varnarmönnum á landinu. Nokkur erlend lið hafa sýnt honum áhuga í gegnum tíðina og fór hann á reynslu til Barnsley, Stoke, Derby og OB í Danmörku. Hann segir þetta hafa verið ólíka reynslu í hvert skipti og misjafnlega skemmtilegt. Einu sinni var hann kominn með samning fyr- ir framan nefið á sér þegar hætt var við kaup á honum. „Mín besta ferð var til Barnsley þegar Gaui Þórð- ar þjálfaði. Þar var ég í þrjár vik- ur og gekk mjög vel og allt stefndi í samning. En vegna fjárhagsstöðu liðsins, sem stuttu seinna var tekið til gjaldþrotaskipta, varð ekkert úr samningi,“ segir hinn geðþekki Egg- ert Stefánsson að lokum og óskar íþróttadeild DV honum góðs bata. vidar@dv.is Er hættur knattspyrnuiðkun Sterkur varnarmaður Eggert er harður í horn að taka. Með tærnar upp í loft Eggert segist líta björtum augum á tilveruna þrátt fyrir meiðslin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.