Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 22
miðvikudagur 13. júní 200722 Neytendur DV Bílar Bíladagar á Akureyri Venju samkvæmt verða bíladagar haldnir á Akureyri dagana 15. til 17. júní, en þetta verður í 34. skipti sem bíla- áhugamenn hittast og sýna far- artækin sín. Keppt verður í ýmsum grein- um, meðal annars í spyrnu og „burnout-keppni“. Slík keppni felst í að spóla sem mest og eru veitt verðlaun fyrir mestu tilþrif- in og mesta reykinn. Sýningin sjálf verður að þessu sinni hald- in í Boganum, íþróttahöllinni við Þórshamar, en höllin er um 10.000 fermetrar og því ljóst að fjölmargir bílar og önnur farar- tæki verða til sýnis. Þess ber að geta að enn er hægt að skrá sig í spyrnuna og „burnout-keppn- ina“ á www.ba.is eða í síma 8626450. Litlu bílarnir eru öruggir Ný áströlsk rannsókn gefur til kynna að það sé goðsögn að fólk sé öruggara í stórum bílum en litlum. Sex af sjö bílum sem gengust undir ANCAP öryggis- prófið sem er sambærilegt Eur- oNCAP fengu allar fimm stjörn- urnar og stóðu sig oft betur en stærri og dýrari bílar. Samkvæmt könnuninni eru ökumenn og farþegar öruggari í Mini Cooper og Toyota Corolla en fjórhjóladrifnum Grand Vit- ara og Hyundai Santa Fe. Litlu bílarnir sem fengu fimm stjörnur eru Ford Focus, Toyota Corolla hlaðbakur, Toyota Corolla sed- anútgáfan, Renault Clio, Mini Cooper og Peugeot 207. Á annað hundrað keppendur feta nú í fótspor frumherjanna sem keyrðu 13 þúsund kíló- metra leið frá Peking í Kína til Parísar í Frakklandi árið 1907. Bílarnir sem nú taka þátt eru allir komnir til ára sinna. Sá yngsti er Aston Martin frá 1969 en þeir elstu eru sama tegund og bíllinn sem vann upphaflegu keppnina fyrir hundrað árum. Pönkarar á reiðhjólum Reiðhjólagengið Ræbb- blarnir er hópur pönkara sem hefur það markmið að auka reiðhjólanotkun í höfuðborg- inni. Hópurinn hyggst smíða og gera við hjól í sumar auk þess að standa fyrir ýmsum uppá- komum tengdum hjólreiðum. Gengið var stofnað fyrir um tveimur árum, þá undir nafn- inu Rvk Bike Brigade, en hefur hingað til ekki látið mikið fyrir sér fara. Markmiðið er að þar verði breyting á í sumar og hafa pönkararnir jafnvel fengið styrk til þess arna frá Hinu húsinu. Fyrsta verk þeirra til að boða reiðhjólafagnaðarerindið var að gefa Mæðrastyrksnefnd sjö barnahjól fyrr í vikunni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Á annað hundrað keppnislið á allt að aldargömlum bílum taka nú þátt í 13 þúsund kílómetra kappakstri frá Kína til Frakklands. Keppn- in er haldin til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá kappakstr- inum mikla sem svo er kallaður, keppninnar þegar ellefu keppend- ur á fimm bílum lögðu upp í keppni um landsvæði þar sem víðast hvar voru engir vegir og alls engin verk- stæði. Keppendurnir sem taka þátt í ár eru allir á fornbílum, þeir elstu eru af Itala gerð, sams konar og bíllinn sem sigurvegarinn í fyrstu keppn- inni keyrði á 62 dögum. Yngsti bíll- inn er hins vegar Aston Martin DB6 af árgerð 1969. Nú gera menn hins vegar ráð fyrir að keppnin taki öllu skemmri tíma, 35 daga. Tíu fallnir úr keppni Keppnin hófst í Peking 27. maí síðastliðinn og þá lögðu 134 bílar af stað. Þeim hefur hins vegar fækk- að nokkuð og eru tíu bílar falln- ir úr keppni. Keppendur lögðu af stað frá Omsk í Rússlandi í gær. Þá voru Hans Peter Lindner og Frank Wiest fyrstir, höfðu ekið leiðina á tæpum 83 klukkustundum á 1966 árgerðinni af Mercedes Bens 200 Saloon. Frederick Brown og Thom- as Stevenson voru hins vegar fljót- astir á elstu bílunum. Þeir höfðu farið leiðina á 98 klukkustundum á Rolls Royce Silver Ghost frá árinu 1923. Þeir sem lengst höfðu verið á leiðinni og voru enn með í keppni voru hins vegar Jonathan Turner og Adam Hartley. Þeir keyra ein- mitt um á Itala bílum, sams konar og þeim sem vann 1907. Þeir þurftu hins vegar 194 og hálfa klukku- stund til að komast til Omsk. Þegar til Omsk var komið höfðu keppendur farið um Kína, meðfram Kínamúrnum, um Mongólíu og inn í Rússland. Nú eiga þeir eftir að fara til Moskvu og Pétursborgar og það- an um Eistland, Lettland, Litháen, Pólland og Þýskaland til Frakklands áður en þeir klára keppni í París. Aðeins eitt eftir ósannað Þrátt fyrir að kappaksturinn nú sé til að halda upp á hundrað ára afmæli kappakstursins mikla má með sanni segja að upphaf- lega keppnin hafi aldrei farið fram. Keppnin var nefnilega blásin af þegar aðeins fimm af 40 keppend- um mættu til Peking með bíla sína og kínversk stjórnvöld höfðu gert vegabréf keppendanna upp- tæk vegna gruns um að þeir væru njósnarar. Skipuleggjendur keppn- innar hættu við en það gerðu kepp- endurnir ekki heldur lögðu af stað í mikla ævintýraferð. Fyrsta auglýsingin um keppn- ina birtist í Parísarblaðinu Le Mat- in 31. janúar 1907. Í henni stóð ein- faldlega: „Það sem við þurfum að sanna í dag er að svo fremi að mað- ur hafi bíl til umráða getur hann gert hvað sem er og farið hvert sem er. Er einhver reiðubúinn að ferðast milli Peking og Parísar á bíl í sum- ar?“ Viðbrögðin voru góð, þó ekki hafi allir skilað sér á keppnisstað, og keppendurnir voru ólíkir. Prinsinn og betlarinn Upphaflega keppnin hefur stund- um verið kölluð keppni prinsins og betlarans. Ítalski prinsinn Scipione Borghese var sterkefnaður maður og varði miklu fé í að kanna landhætti áður en lagt var af stað. Það var ekki að þarflausu því fyrstu átta þúsund kílómetrar keppninnar voru farnir um landsvæði þar sem voru ýmist engir vegir eða engin kort til um þá vegi og slóða sem voru til staðar. Þar voru heldur engin bílaverkstæði og því þurftu keppendur að geta gert við bíla sína sjálfir ef eitthvað kom upp á meðan á keppni stóð. Helsti keppinautur prinsins auð- uga var Charles Goddard, maður sem hafði aldrei keyrt bíl þegar hann sá auglýsinguna og átti engan pen- ing til að leggja í ævintýrið. Þess í stað fékk hann hollenskan bílafram- leiðanda til að lána sér bíl svo hann gæti tekið þátt í keppninni og fékk far með skipi til Kína gegn loforði um að greiða fyrir farið með verðlaunafénu. Hann lagði mikið á sig í keppninni og varð fyrsti maðurinn til að keyra í sól- arhring samfleytt þegar hann reyndi að vinna upp tíma eftir að hafa tafist vegna bilana. Það dugði þó ekki til en eftir það keyrðu menn ekki í sólar- hring fyrr en keppni hófst í Le Mans kappakstrinum mörgum áratugum síðar. Borghese prins stóð uppi sem sig- urvegari þegar hann kom til Parísar eftir þolraun sem hafði staðið í 62 daga. Bíll hans var málaður rauður eftir keppnina og var liturinn síðar tekinn upp sem keppnislitur ítalskra liða í kappaksturskeppnum. Af bílunum fimm sem lögðu af stað var aðeins einn sem skilaði sér ekki á leiðarenda. Þriggja hjóla bíll bilaði í Gobi-eyðimörkinni og var skilinn þar eftir. Engin módel Volkswagenwerk, framleiðandi Volkswagen bílanna, notaðist ekki við módel eða árgerðarhugtakið fyrir en 1955. Þetta hefur gert að verkum að fólk á stundum erfitt með að ákvarða hvaða módel bíllinn þess er, þetta á ekki síst við um Bjöllurnar. Til að auka á vandann áttu verksmiðjurnar það til að bæta við nýjungum í bílana sína á miðju ári eða fella eitthvað út. Upphaflega keppnin hefur stundum verið kölluð keppni prinsins og betlarans. © GRAPHIC NEWS Aldarafmæli kappakstursins mikla Ellefu ökumenn á mm bílum tóku þátt í kappakstrinum mikla milli Peking og París þegar hann fór fyrst fram árið 1907. Þetta var fyrsta kappaksturskeppnin heimsálfa á milli - þá var keyrt milli landa þar sem voru engir vegir eða kort. Nú taka 134 bílar þátt í 13 þúsund kílómetra kappakstrinum. Heimildir: ABC TV, Peking to Paris Motor Challenge Omsk Ulan Bator K Í N A Spýtur notaðar sem aurbretti á bílnum. R Ú S S L A N D EISTLAND LETTLAND LITHÁEN PÓLLAND ÞÝSKALANDFRAKKLAND MONGÓLÍA S í b e r í a Gobi eyðimörkin Peking París Moskva St Pétursborg Itala (Ítalía): 4-strokka, 7-lítra, 40 hestö með Pirelli dekk. Prince Scipione Borghese og Ettore Guizzardi náðu til Parísar eftir 62 daga ferðalag, 10. ágúst 1907 Spyker (Holland): 4-strokka, 15hestö með Michelin dekk, keyrður af Charles Goddard og Jean du Taillis, varð í öðru sæti Tveir de Dion-Boutons (Frakkland): 2-strokka, 10 hestaa, með Dunlop tóku þátt. Contal þríhjóla (Frakkland): 1-strokka, 6 hestö, týndist í Gobi eyðimörkinni. KappaKsturinn miKli Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is Aðalsmaðurinn fyrstur ítalski prinsinn Scipione Borghese varð fyrstur í mark í kappakstrinum mikla milli Peking og Parísar þegar hann sigraði í upphaflegu keppninni árið 1907. Þá hafði hann lagt að baki 13 þúsund kílómetra af vegum, vegleysum og ókortlögð- um landsvæðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.