Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2007, Blaðsíða 27
Leirinn lifnar við Skötuhjúin Paul Bettany og Jennifer Connelly munu á næstunni leika saman í kvikmyndinni Born. Kvikmyndin fjallar um par sem sest að í smábæ á Bretlandi, svo eiginmaðurinn geti unnið að leirlist sinni í kyrrð og ró. Þau lifa svo hinu fullkomna lífi, þar til að leirpersónur mannsins lifna við og gera líf þeirra að lifandi martröð. Það er Guillermo del Toro sem er einn af framleiðend- um kvikmyndarinnar en Daniel Simpson leikstýrir. Tökur á myndinni munu hefjast um miðjan ágúst. Rás 2 og X-ið 977 eru með spennandi Hróarskelduleiki í gangi: Enn möguleiki á að komast á Hróarskeldu Uppselt er á Hróarskelduhátíð- ina eins og margir vita, en rúmlega 75 þúsund miðar hafa selst á hátíð- ina út um allan heim. Í byrjun júní var tilkynnt að uppselt væri á há- tíðina sjálfa, þó væru enn einhverj- ar pakkaferðir eftir. Nú eru þær líka uppseldar og má því búast við því að margir tónlistarunnendur séu svekktir. Ekki er þó öll von úti enn. Hægt er að vinna miða á hátíðina hjá bæði Rás 2 og X-inu 977, en báð- ar útvarpsstöðvarnar eru um þessar mundir með leiki í gangi þar sem í verðlaun eru miðar. Til þess að taka þátt í leik Rásar 2 þurfa áhugasam- ir að taka þátt í getraun á heimsíðu Popplands. Dregnir verða út tveir vinningshafar þann 15. júní og þrír vinningshafar dagana 22. júní og 29. júní, í öllum tilfellum eru það tveir miðar sem hver vinningshafi hlýt- ur en þar að auki munu tveir vinn- ingshafar fá flugmiða til Danmerk- ur með Iceland Express. Í leik X-ins þurfa hlustendur að fylgjast með hvert Hróarskelduband dagsins er og hringja svo inn þegar tónlist þess er spiluð. Tíundi hver sem hring- ir inn kemst í pott sem verður svo dregið úr á endanum. Sigurvegarar fá miða á hátíðina og sérstaka passa á Tuborg VIP svæði, þar sem hægt er bæði að tjalda og fá frían á krana hvenær sem er sólarhringsins. Svo fyrir þá sem hugðust fara á Kelduna en urðu sviknir, það er ekki öll von úti enn. „Það sem við ætlum að gera núna er að útfæra síðuna svo hún verði að- gengilegri. Gera hana stærri í sniðum og bjóða upp á almennilegar tónlist- arfréttir. Í raun bara að búa til eins spennandi síðu og hægt er,“ segir Halldór Örn Guðnason ritstjóri tón- listarsíðunnar rjóminn.is. Halldór tók nýlega við starfi sínu af Ara Tóm- assyni, sem hafði ritstýrt síðunni frá því hún opnaði í október árið 2005. Ari hafði einfaldlega ekki lengur tíma til þess að sinna starfinu, en þeir sem koma að rjómanum gera það algjör- lega launalaust og af áhuganum ein- um saman. Halldór segir þó að mik- ill tími fari í að halda úti síðunni, „en ég hef þetta af með herkjum,“ segir hann glaður í bragði. Marktækur miðill Rjóminn.is býður upp á fjöl- breytta umfjöllun um tónlist, bæði íslenska og erlenda. Þar má ekki að- eins finna gagnrýni á nýútkomn- ar plötur heldur einnig umfjallanir um tónleika og viðtöl við ýmsa þjóð- þekkta Íslendinga um tónlistarsmekk þeirra. Í kringum síðustu jól birtist á síðunni árslisti þar sem bestu plöt- ur ársins 2006 voru reifaðar. Listinn var birtur í hinum ýmsu fjölmiðlum, en rjóminn gerði sig fljótt gildandi sem marktækur tónlistarmiðill enda sækja síðuna að sögn Halldórs allt frá 500 - 1500 manns á dag. Í ritstjórn rjómans sátu upphaflega 18 manns, flest allt háskólanemar. Á þeim tíma sem síðan hefur verið starfrækt hafa svo nýjir aðilar bæst í hópinn, enda hafa margir af upprunalegu rit- stjórninni klárað nám sitt og leitað á ný mið. Þá hafa einnig vel skrifandi framhaldsskólanemar verið teknir inn í hópinn. Auglýsa eftir tónlistarskríbent- um Til þess að síðan verði jafn spenn- andi og öflug og Halldór hefur í hyggju að gera hana, hefur verið aug- lýst eftir fleira fólki til þess að skrifa. „Við reynum að keyra síðuna áfram á fólki sem hefur áhuga á þessu, en ekki liði sem vill fá borgað,“ segir Halldór, en þegar hefur fjöldi umsókna borist til ritstjórnar. Auk eldmóðsins þurfa skríbentarnir að vera vel skrifandi, með mikinn áhuga á tónlist og síðast en ekki síst skoðanir á því sem þeir skrifa um hverju sinni. Leitað er að fastapennum, lausapennum og ljós- myndurum en einnig eru umsókn- ir frá fólki sem vill starfa í kringum tónlistarfjölmiðil. Til dæmis við tón- listarskipulagningu og augslýsinga- söfnun, en af og til hafa aðstandend- ur síðunnar blásið til tónleika, undir yfirskriftinni „Rjómatónleikar“. Svo- leiðis uppákomur gætu því orðið tíð- ari hafi einhver áhuga á því að leggja síðunni lið. Áhugasamir um störf hjá Rjómanum er bent á að senda tölvu- póst á rjominn@rjominn.is. dori@dv.is Ofurstúlkan í Smallville Supergirl, eða Ofurstúlkan mun bætast í hóp persóna Smallville þáttanna í næstu seríu þáttanna, sem verður jafnframt sú síðasta. Stúlkan heitir Kara í þáttunum og er 19 ára gömul frænka Ofurmennisins og fæddist einnig á plánetunni Krypton. Hún er gædd sömu kröftum og Ofurmennið en er í leiðinni aðeins táningsstúlka, með hvolpavitið í hámarki. Leikkona hefur enn ekki verið skipuð í hlutverkið, en þættirnir munu verða frumsýndir seinna á árinu. Barrymore talsetur chihuahua Drew Barrymore hefur verið fengin til þess að vera rödd aðalpersónu næstu Disney-kvikmyndar sem ber heitið South of the border. Myndin fjallar um Chloe, ofdekraðan kjölturakka sem er aðeins vanur því að ferðast um í handveski eiganda síns. Þegar svo eigandinn skellir sér í frí til Mexíkó týnist hundurinn, og þarf að reiða sig á nýja vini til þess að komast aftur heim til sín. Einnig munu Andy Garcia, Salma Hayek og George Lopez sjá um raddir í myndinni. Íslenska tónlistarsíðan rjóminn.is hóf göngu sína í október 2005. Síðan þá hefur síðan gert sig gildandi í umfjöllun um íslenskt tónlistarlíf og sækja hana hundruð manns hvern dag. Halldór Örn Guðnason, nýr ritstjóri síðunnar hefur blásið til sóknar, en til stendur að ráða inn fleiri skríbenta og auka umsvif síðunnar töluvert: miðvikudagur 13. júní 2007DV Bíó 27 Rjóminn.is marktækur og alíslenskur tónlistarmiðill á netinu. Hróarskelduhátíðin uppselt er á hátíðina en heppnir eiga enn möguleika á því að fara. Rjóminn.is stækkar við sig Halldór Örn Guðnason ritstjóri Rjómans Leitar eftir áhugasömu fólki til að þess að starfa við síðuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.